Sport

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr sjöundu umferð

Öll mörkin úr sjöundu umferð Pepsi-deildar karla voru sýnd í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport í gærkvöld. Bandaríska hljómsveitin The Black Keys skreytir markaregnið með laginu Dead and gone. Umfjöllun um alla leiki umferðarinnar er að finna á Vísi ásamt ítarlegri tölfræði sem birt er í rauntíma frá leikjum.

Íslenski boltinn

McDowell og Furyk efstir | Woods lék af sér á þriðja hringnum

Graeme McDowell frá Norður-Írlandi og Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk, sem báðir hafa sigrað á opna bandaríska meistaramótinu, eru einu kylfingarnir sem eru undir pari fyrir lokahringinn á opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer í dag. Þeir eru báðir á einu höggi undir pari samtals. Tiger Woods náði sér alls ekki á strik á þriðja hringnum og lék hann á 75 höggum eða 5 höggum yfir pari á hinum gríðarlega erfiða Olympic Club golfvelli.

Golf

HM 2013: Svíar og Norðmenn sátu eftir með sárt ennið

Ísland tryggði sér í gær sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fer á Spáni í janúar á næsta ári með tveimur öruggum sigrum gegn Hollendingum. Samanlagður sigur Íslands var 73-50. Það er ljóst hvaða þjóðir leika á HM á næsta ári og eru Norðmenn og Svíar á meðal þeirra þjóða sem sátu eftir með sárt ennið.

Handbolti

Laxveiðileyfi undir 20 þúsund krónum

Laxinn togar í marga en það er ekkert leyndarmál að verð á laxveiðileyfum er hátt. Veiðivísir hefur tekið saman nokkur laxveiðisvæði þar sem hægt er fá leyfi undir 20 þúsund krónum og töluvert góð von er á að krækja í lax. Hafa ber í huga að þessi listi er engan veginn tæmandi.

Veiði

Pepsi-mörkin: Er Gummi Torfa hinn eini sanni Michael Bolton?

Guðmundur Torfason fyrrum landsliðsmaður í fótbolta átti sviðið í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport í gær. Þar var sýnt gamalt myndband með upptökum frá árinu 1988 þar sem að markakóngurinn fyrrverandi sýndi tónlistarhæfileika sína með gítarspili og söng. Friðrik Karlsson, sem oftast er kenndur við stórhljómsveitina Mezzoforte, sagði í viðtali á þessum tíma að söngur Guðmundar minnti töluvert á hetjusöngvara á borð við Michael Bolton.

Íslenski boltinn

Fyrsti leikur, fyrsta snerting, fyrsta markið | myndasyrpa

Ísland sigraði Ungverjaland 3-0 í undankeppni Evrópumeistaramótsins 2013. Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu í fyrri hálfleik og nýliðinn Sandra María Jessen skoraði með sinni fyrstu snertingu þriðja mark Íslands skömmu fyrir leikslok. Hér má sjá myndasyrpu frá leiknum og þar á meðal er mynd frá því augnabliki þegar Sandra María skoraði sitt fyrsta landsliðsmark með sinni fyrstu snertingu í sínum fyrsta landsleik.

Fótbolti

Góður árangur hjá yngstu afrekskylfingum landsins

Í dag lauk mótum á Arion-banka unglingamótaröðinni og Áskorendamótaröðinni. Um 250 unglingar tóku þátt í mótum helgarinnar sem er frábær þátttaka og ljóst að það er mikil gróska í unglingagolfinu hér á landi. Leikið var á Korpúlfsstaðavelli á Arion-banka unglingamótaröðinni en á Áskorendamótaröðinni var leikið á Húsatóftavelli í Grindavík.

Golf

Pepsimörkin í beinni á Vísi

Sjöundu umferð í Pepsi-deild karla verður gerð skil í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport og verður hægt að sjá þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Úrslit leikjanna má sjá hér fyrir neðan en útsendingn hefst um klukkan 20. Smelltu á hlekkinn hér fyrir ofan til að sjá þáttinn í beinni útsendingu. Þátturinn er einnig sýndur í ólæstri dagskrá.

Íslenski boltinn

Harður árekstur í sólarhringsakstrinum í Le Mans

Anthony Davidson var í þriðja sæti þegar hann reyndi að hringa hægari bíl í sólarhringskappakstrinum í Le Mans sem stendur nú yfir. Áreksturinn var gríðarlega harður en ökuþórarnir virðast ómeiddir en Davidson verður sendur á sjúkrahús til frekari skoðunnar.

Formúla 1

Karagounis hetja Grikkja | Rússar sátu eftir með sárt ennið

Grikkir tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu karla í kvöld með 1-0 sigri gegn Rússum í lokaumferð A-riðils. Giorgios Karagounis skoraði eina mark leiksins þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Þessi úrslit gerðu það að verkum að Rússar sitja eftir með sárt ennið í þessum riðli ásamt gestgjöfum Póllands. Grikkir og Tékkar komust áfram úr þessum riðli en Tékkar lögðu Pólverja 1-0.

Fótbolti

Tékkar efstir í A-riðli | Grikkir einnig í 8-liða úrslit

Petr Jirácek tryggði Tékkum 1-0 sigur gegn Pólverjum í lokaumferð A-riðils Evrópumóts karlalandsliða í fótbolta í kvöl. Með sigrinum tryggðu Tékkar sér efsta sætið í riðlinum með 6 stig, Grikkir fóru áfram úr þessum riðli með 4 stig. Rússar fengu einnig 4 stig en það dugði ekki til og gestgjafar Póllands enduðu í neðsta sæti riðilsins með 2 stig.

Fótbolti

HM 2013: Strákarnir okkar verða enn og aftur með á stórmóti

Íslenska karlalandsliðið í hanndknattleik átti ekki í vandræðum með að leggja lið Hollendinga á útivelli í umspili um laust sæti á HM á Spáni sem fram fer í janúar á næsta ári. Ísland landði öruggum 32-24 sigri í dag en fyrri leikurinn sem fram fór í Laugardalshöll endaði 41-27. Ísland sigraði því samtals 73-50. Fylgst var með gangi mála í leiknum í Hollandi á Vísi í textalýsingu.

Handbolti

UEFA kærir Króatíu vegna rasisma

Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur kært knattspyrnusamband Króatíu vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins í fótbolta í garð Mario Balotelli í leiknum gegn Ítalíu á Evrópumeistaramótinu í fótbolta sem fram fer í Úkraínu og Póllandi.

Fótbolti

Hamren stoltur af leikmönnum sínum

Erik Hamren þjálfari Svíþjóðar gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir 3-2 tapið gegn Englandi á Evrópumeistaramótinu í gær. Um miðbik seinni hálfleiks var Svíþjóð með pálmann í höndunum. Olof Mellberg kom Svíþjóð yfir með tveimur mörkum í seinni hálfleik en England tryggði sér sigur með tveimur mörkum á lokakafla leiksins.

Fótbolti

Þóra Björg: Erum topplið í Evrópu

Þóra Björg Helgadóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er klár í slaginn fyrir viðureign Íslands og Ungverjalands í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer á Laugardalsvelli í dag.

Fótbolti

Öll liðin geta komist áfram

Síðustu leikir A-riðil á Evrópumeistaramótinu í fótbolta hefjast í kvöld klukkan 18:45 en öll fjögur liðin geta komist áfram í átta liða úrslit fyrir kvöldið. Rússland stendur þó óneitanlega best að vígi í efsta sæti riðilsins en Rússar mæta Grikkjum á sama tíma og Pólland og Tékkland eigast við.

Fótbolti

Tiger efstur eftir annan dag

Tiger Woods deilir efsta sætinu á US Open eftir tvo keppnisdaga með David Toms og Jim Furyk á einu höggi undir pari. Woods og Toms léku á pari á öðrum keppnisdegi en Furyk var einn aðeins sjö kylfinga sem léku undir pari vallarins í gær.

Golf

Menn taka vel í rassskellingar og hafa gaman af

Leikmenn íslenska U20 ára landsliðs karla í handknattleik eru rassskelltir þrátt fyrir að ekki sé um hefð að ræða. Þetta staðfesti Árni Benedikt Árnason, leikmaður U20 ára liðsins í samtali við Vísi í gærkvöldi.

Handbolti

Kristinn Reyr lék best á fyrri hring í Korpunni

Fyrri hringurinn af tveimur var leikinn í gær á Korpúlfsstaðavelli í þriðja stigamóti sumarsins á Arion-banka unglingamótaröðinni. Frábær þátttaka er í mótinu en alls eru 135 kylfingar sem taka þátt í mótinu í þremur aldurflokkum hjá báðum kynjum.

Golf

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Ísland - Ungverjaland 3-0

Ísland sigraði Ungverjaland 3-0 í undankeppni Evrópumeistaramótsins 2013. Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu í fyrri hálfleik og nýliðinn Sandra María Jessen skoraði með sinni fyrstu snertingu þriðja mark Íslands skömmu fyrir leikslok.

Fótbolti

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Selfoss 3-1

Íslandsmeistarar KR þurftu að hafa mikið fyrir að leggja nýliða Selfoss í fjörugum leik á KR-vellinum í dag. 3 -1 sigur þeirra var ansi torstóttur en Selfyssingar klúðruðu vítaspyrnu þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir af leiknum í stöðunni 2-1. Í staðinn gengu KR-ingar á lagið og gerðu útum leikinn með skallamarki Mývetningsins Baldurs Sigurðssonar.

Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - FH 2-4

FH skaust á topp Pepsideildar karla með góðum sigri á Keflavík í dag. Leikurinn endaði 2-4 fyrir gestina úr Hafnarfirðinum og var sanngjarn í meira lagi. Fyrri hálfleikur var frekar daufur og fátt um færi. FH-ingar voru þó hættulegri og skoruðu eina mark hálfleiksins. Þar var að verki Atli Viðar Björnsson.

Íslenski boltinn