Fréttir Utanríkisráðherra „gleymdi“ vegabréfinu og missti af sögulegum fundi Tobias Billström utanríkisráðherra Svíþjóðar sat ekki fund í Kænugarði sem hann hafði verið boðaður á og fór fram í dag. Hann sagði ástæðuna fyrir því vera að hann hefði gleymt vegabréfinu sínu. Erlent 3.10.2023 23:46 Skoða elsta ljós alheims í nýrri tilraunastofu Fyrsta tilraunastofan fyrir stjarneðlisfræði opnaði nýlega hér á landi í Háskóla Íslands. Þar er meðal annars hægt að skoða eiginleika elsta ljóss alheimsins Innlent 3.10.2023 23:08 McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. Erlent 3.10.2023 22:32 Ákváðu að kæra eftir að bent var á fleiri myndskeið Umhverfisstofnun mun skila kæru til Lögreglunnar á Suðurlandi vegna utanvegaaksturs Þjóðverjans Petes Ruppert í fyrramálið. Innlent 3.10.2023 21:44 Veiga stígur fram vegna orðróms um „karlmanninn í kvennaklefanum“ Trans konan Veiga Grétarsdóttir Sulebust hefur nú stigið fram og greint frá því að sögusagnir um karlmann sem á að hafa nýtt sér kvennaklefa Grafarvogslaugar séu uppspuni byggður á hatri. Innlent 3.10.2023 21:34 „Þú getur farið í viðskiptabanka og fengið húsnæðislán á betri kjörum en námslán“ Hægt er að fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán og lántakendum hefur fækkað á síðustu árum. Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta kallar eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum. Innlent 3.10.2023 21:31 Holan hugsanlega ólögleg en ekki endilega aksturinn Glæfralegur akstur þýsks ferðamanns á fjórtán tonna jeppa er kominn inn á borð Umhverfisstofnunar. Forstjóri hennar segir að atvikið skeri sig úr en ekki sé öruggt að aksturinn hafi verið ólögmætur. Innlent 3.10.2023 20:37 Minnst tuttugu látnir eftir rútuslys á Ítalíu Að minnsta kosti tuttugu hafa látist eftir að rúta fór út af vegi nærri Feneyjum og lenti á lestarteinum í kvöld. Erlent 3.10.2023 20:05 Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. Innlent 3.10.2023 19:30 Bílabrunarnir á Akureyri: Karlmaður kærður fyrir hótanir í garð sakbornings Foreldrar sautján ára stráks sem grunaður er um eina af tveimur meintum íkveikjum á Akureyri um miðjan september hafa kært karlmann fyrir hótanir í garð stráksins í aðdraganda brunanna. Eigendur bíla sem urðu fyrri íkveikjunni að bráð hafa enn ekki verið boðaðir í skýrslutöku vegna málsins. Innlent 3.10.2023 19:05 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vextir á námslánum hækka sífellt og hægt er að fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán. Lántakendum hefur fækkað á síðustu árum og forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta kallar eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.10.2023 18:01 Manninum sem fannst látinn í austurborginni virðist hafa verið ráðinn bani Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir allt benda til þess að manni, sem lést eftir að hafa fundist meðvitundarlaus um þarsíðustu helgi, hafi verið ráðinn bani. Innlent 3.10.2023 17:17 Skæðar fuglaflensuveirur í haferni og æðarfugli Skæðar fuglaflensuveirur af stofni sem ekki hefur greinst hér á landi áður hafa greinst í haferni og æðarfugli sem fundust dauðir hér á landi í september. Óvíst er hvaðan veiran hefur borist. Innlent 3.10.2023 16:42 Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. Innlent 3.10.2023 16:38 Hægst hefur á landrisinu í Öskju Mælingar sýna að hægst hefur á landrisinu í Öskju frá því í byrjun ágúst. Þetta er eitt af því sem var rætt á stöðufundi sérfræðinga Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Almannavörnum sem haldinn var á Veðurstofunni í dag. Á nokkrum GPS-mælum sem staðsettir eru við Öskju hefur ekkert landris mælst frá því í lok ágúst. Innlent 3.10.2023 16:33 Átök ókunnugra kvenna við Petersen-svítuna enduðu fyrir dómi Ung kona var í dag dæmd í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir líkamsárás sem átti sér stað á djamminu í miðbæ Reykjavíkur í júní 2021, nánar tiltekið fyrir framan Petersen-svítuna. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Innlent 3.10.2023 16:00 Örlög McCarthy ráðast líklega í dag Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingflokki Repúblikanaflokksins í dag að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn honum fari fram seinnipartinn. Greiði allir Demókratar atkvæði með tillögunni geta einungis fimm Repúblikanar velt McCarthy úr sessi. Erlent 3.10.2023 15:30 Nú má heita Ezra Óbi og Bábó Merkel Mannanafnanefnd birti í dag sautján nýja úrskurði sína þar sem þónokkur mismunandi eignarnöfn voru samþykkt. Þá var þremur beiðnum hafnað. Innlent 3.10.2023 13:16 Ráðuneytið telur sleipiefnið vera lækningatæki Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Lyfjastofnunar um stöðvun á sölu sleipiefnisins Astroglide Personal Lubricant og innköllun þess. Ráðuneytið telur rétt hjá Lyfjastofnun að sleipiefnið beri að flokka sem lækningatæki. Því sé ætlað til notkunar þegar þurrkur í leggöngum veldur óþægindum og flokkist því ekki sem snyrtivara. Innlent 3.10.2023 13:11 Öllum börnum nú boðin HPV-bólusetning óháð kyni Börnum í sjöunda bekk er nú öllum boðin bólusetning gegn HPV veirunni, óháð kyni. Samhliða hefur verið tekið í notkun nýtt og breiðvirkara bóluefni en áður sem veitir víðtækari vörn gegn krabbameinum af völdum veirunnar. Innlent 3.10.2023 12:56 Faðir ráðherra og föðurbróðir svara fyrir sig á heimasíðunni Hrútar Bræðurnir Daði og Valdimar Einarsson hafa komið á fót heimasíðunni Hrútar. Þar vilja þeir koma á framfærum sjónarmiðum sínum um áralangar fjölskyldudeilur sem hverfst hafa um jörðina Lambeyrar undanfarna mánuði. Innlent 3.10.2023 12:39 Allsherjar kvennaverkfall: „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn 24. október. Konur og kvár eru hvött til þess að leggja niður launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. Innlent 3.10.2023 12:15 Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. Innlent 3.10.2023 12:11 Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum. Innlent 3.10.2023 11:48 Staðfestir niðrandi ummæli Trumps um hermenn John Kelly, fyrrverandi starfsmanna stjóri Hvíta húss Donalds Trump, gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega í ummælum sem opinberuð voru í gær. Kelly staðfesti nokkur af umdeildum ummælum Trumps um særða og handsamaða hermenn. Erlent 3.10.2023 11:47 Ný Dimmalimm gangi nærri sæmdarrétti og réttmætum viðskiptaháttum Myndstef - Myndhöfundarsjóður Íslands, telur nýja útgáfu Óðinsauga af barnabókinni Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, ganga nærri sæmdarrétti höfundarins og réttmætum viðskiptaháttum. Þá telja samtökin álitamál hvort um fölsun sé að ræða og þarf að mati samtakanna að stíga varlega til jarðar við breyttar framtíðarútgáfur verksins. Innlent 3.10.2023 11:43 Beiðni um lausnargjald varð til þess að níu ára stúlka fannst heil á húfi Níu ára gömul bandarísk stúlka hefur fundist heil á húfi í New York-ríki eftir um það bil tveggja daga leit. Lausnargjaldsbréf sem var komið fyrir á heimili stúlkunnar varð til þess að hún fannst. Jafnframt hefur maður sem er grunaður um að nema stúlkuna á brott verið handtekinn. Erlent 3.10.2023 11:37 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við þingmann Pírata sem er afar gagnrýninn á fyrirhugaðar breytingar á lögum um útlendinga. Innlent 3.10.2023 11:34 Þrír látnir eftir skotárás í verslunarmiðstöð í Bangkok Þrír eru látnir eftir að ungur maður hóf skothríð í Siam Paragon-verslunarmiðstöðinni í taílensku höfuðborginni Bangkok í dag. Fjórtán ára drengur er í haldi lögreglu vegna árásarinnar. Erlent 3.10.2023 11:17 Fá Nóbelinn fyrir tilraunir sínar með ljós Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“. Erlent 3.10.2023 10:43 « ‹ ›
Utanríkisráðherra „gleymdi“ vegabréfinu og missti af sögulegum fundi Tobias Billström utanríkisráðherra Svíþjóðar sat ekki fund í Kænugarði sem hann hafði verið boðaður á og fór fram í dag. Hann sagði ástæðuna fyrir því vera að hann hefði gleymt vegabréfinu sínu. Erlent 3.10.2023 23:46
Skoða elsta ljós alheims í nýrri tilraunastofu Fyrsta tilraunastofan fyrir stjarneðlisfræði opnaði nýlega hér á landi í Háskóla Íslands. Þar er meðal annars hægt að skoða eiginleika elsta ljóss alheimsins Innlent 3.10.2023 23:08
McCarthy steypt af stóli í sögulegri atkvæðagreiðslu Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur verið vikið úr embætti sínu eftir atkvæðagreiðslu sem fram fór í dag í kjölfar vantrauststillögu sem lögð var fram á hendur honum í gær. Erlent 3.10.2023 22:32
Ákváðu að kæra eftir að bent var á fleiri myndskeið Umhverfisstofnun mun skila kæru til Lögreglunnar á Suðurlandi vegna utanvegaaksturs Þjóðverjans Petes Ruppert í fyrramálið. Innlent 3.10.2023 21:44
Veiga stígur fram vegna orðróms um „karlmanninn í kvennaklefanum“ Trans konan Veiga Grétarsdóttir Sulebust hefur nú stigið fram og greint frá því að sögusagnir um karlmann sem á að hafa nýtt sér kvennaklefa Grafarvogslaugar séu uppspuni byggður á hatri. Innlent 3.10.2023 21:34
„Þú getur farið í viðskiptabanka og fengið húsnæðislán á betri kjörum en námslán“ Hægt er að fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán og lántakendum hefur fækkað á síðustu árum. Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta kallar eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum. Innlent 3.10.2023 21:31
Holan hugsanlega ólögleg en ekki endilega aksturinn Glæfralegur akstur þýsks ferðamanns á fjórtán tonna jeppa er kominn inn á borð Umhverfisstofnunar. Forstjóri hennar segir að atvikið skeri sig úr en ekki sé öruggt að aksturinn hafi verið ólögmætur. Innlent 3.10.2023 20:37
Minnst tuttugu látnir eftir rútuslys á Ítalíu Að minnsta kosti tuttugu hafa látist eftir að rúta fór út af vegi nærri Feneyjum og lenti á lestarteinum í kvöld. Erlent 3.10.2023 20:05
Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. Innlent 3.10.2023 19:30
Bílabrunarnir á Akureyri: Karlmaður kærður fyrir hótanir í garð sakbornings Foreldrar sautján ára stráks sem grunaður er um eina af tveimur meintum íkveikjum á Akureyri um miðjan september hafa kært karlmann fyrir hótanir í garð stráksins í aðdraganda brunanna. Eigendur bíla sem urðu fyrri íkveikjunni að bráð hafa enn ekki verið boðaðir í skýrslutöku vegna málsins. Innlent 3.10.2023 19:05
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Vextir á námslánum hækka sífellt og hægt er að fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán. Lántakendum hefur fækkað á síðustu árum og forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta kallar eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 3.10.2023 18:01
Manninum sem fannst látinn í austurborginni virðist hafa verið ráðinn bani Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir allt benda til þess að manni, sem lést eftir að hafa fundist meðvitundarlaus um þarsíðustu helgi, hafi verið ráðinn bani. Innlent 3.10.2023 17:17
Skæðar fuglaflensuveirur í haferni og æðarfugli Skæðar fuglaflensuveirur af stofni sem ekki hefur greinst hér á landi áður hafa greinst í haferni og æðarfugli sem fundust dauðir hér á landi í september. Óvíst er hvaðan veiran hefur borist. Innlent 3.10.2023 16:42
Bróðir Magnúsar á leið út og farangurinn á leið heim Ekkert hefur enn spurst til Magnúsar Kristins í Dóminíska lýðveldinu. Bróðir hans er nú á leið út en fyrir fjölskylduna starfar nú innlendur lögmaður. Hluti af farangri Magnúsar er á leið til landsins. Innlent 3.10.2023 16:38
Hægst hefur á landrisinu í Öskju Mælingar sýna að hægst hefur á landrisinu í Öskju frá því í byrjun ágúst. Þetta er eitt af því sem var rætt á stöðufundi sérfræðinga Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Almannavörnum sem haldinn var á Veðurstofunni í dag. Á nokkrum GPS-mælum sem staðsettir eru við Öskju hefur ekkert landris mælst frá því í lok ágúst. Innlent 3.10.2023 16:33
Átök ókunnugra kvenna við Petersen-svítuna enduðu fyrir dómi Ung kona var í dag dæmd í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir líkamsárás sem átti sér stað á djamminu í miðbæ Reykjavíkur í júní 2021, nánar tiltekið fyrir framan Petersen-svítuna. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Innlent 3.10.2023 16:00
Örlög McCarthy ráðast líklega í dag Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingflokki Repúblikanaflokksins í dag að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn honum fari fram seinnipartinn. Greiði allir Demókratar atkvæði með tillögunni geta einungis fimm Repúblikanar velt McCarthy úr sessi. Erlent 3.10.2023 15:30
Nú má heita Ezra Óbi og Bábó Merkel Mannanafnanefnd birti í dag sautján nýja úrskurði sína þar sem þónokkur mismunandi eignarnöfn voru samþykkt. Þá var þremur beiðnum hafnað. Innlent 3.10.2023 13:16
Ráðuneytið telur sleipiefnið vera lækningatæki Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Lyfjastofnunar um stöðvun á sölu sleipiefnisins Astroglide Personal Lubricant og innköllun þess. Ráðuneytið telur rétt hjá Lyfjastofnun að sleipiefnið beri að flokka sem lækningatæki. Því sé ætlað til notkunar þegar þurrkur í leggöngum veldur óþægindum og flokkist því ekki sem snyrtivara. Innlent 3.10.2023 13:11
Öllum börnum nú boðin HPV-bólusetning óháð kyni Börnum í sjöunda bekk er nú öllum boðin bólusetning gegn HPV veirunni, óháð kyni. Samhliða hefur verið tekið í notkun nýtt og breiðvirkara bóluefni en áður sem veitir víðtækari vörn gegn krabbameinum af völdum veirunnar. Innlent 3.10.2023 12:56
Faðir ráðherra og föðurbróðir svara fyrir sig á heimasíðunni Hrútar Bræðurnir Daði og Valdimar Einarsson hafa komið á fót heimasíðunni Hrútar. Þar vilja þeir koma á framfærum sjónarmiðum sínum um áralangar fjölskyldudeilur sem hverfst hafa um jörðina Lambeyrar undanfarna mánuði. Innlent 3.10.2023 12:39
Allsherjar kvennaverkfall: „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Boðað hefur verið til kvennaverkfalls á kvennafrídaginn 24. október. Konur og kvár eru hvött til þess að leggja niður launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. Innlent 3.10.2023 12:15
Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. Innlent 3.10.2023 12:11
Þingmaður segir frumvarpið draga úr skilvirkni og auka kostnað Fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum mun draga úr skilvirkni, auka kostnað og lengja biðtíma að sögn þingmanns Pírata sem telur breytingarnar fela í sér afturför í útlendingamálum. Innlent 3.10.2023 11:48
Staðfestir niðrandi ummæli Trumps um hermenn John Kelly, fyrrverandi starfsmanna stjóri Hvíta húss Donalds Trump, gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega í ummælum sem opinberuð voru í gær. Kelly staðfesti nokkur af umdeildum ummælum Trumps um særða og handsamaða hermenn. Erlent 3.10.2023 11:47
Ný Dimmalimm gangi nærri sæmdarrétti og réttmætum viðskiptaháttum Myndstef - Myndhöfundarsjóður Íslands, telur nýja útgáfu Óðinsauga af barnabókinni Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, ganga nærri sæmdarrétti höfundarins og réttmætum viðskiptaháttum. Þá telja samtökin álitamál hvort um fölsun sé að ræða og þarf að mati samtakanna að stíga varlega til jarðar við breyttar framtíðarútgáfur verksins. Innlent 3.10.2023 11:43
Beiðni um lausnargjald varð til þess að níu ára stúlka fannst heil á húfi Níu ára gömul bandarísk stúlka hefur fundist heil á húfi í New York-ríki eftir um það bil tveggja daga leit. Lausnargjaldsbréf sem var komið fyrir á heimili stúlkunnar varð til þess að hún fannst. Jafnframt hefur maður sem er grunaður um að nema stúlkuna á brott verið handtekinn. Erlent 3.10.2023 11:37
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við þingmann Pírata sem er afar gagnrýninn á fyrirhugaðar breytingar á lögum um útlendinga. Innlent 3.10.2023 11:34
Þrír látnir eftir skotárás í verslunarmiðstöð í Bangkok Þrír eru látnir eftir að ungur maður hóf skothríð í Siam Paragon-verslunarmiðstöðinni í taílensku höfuðborginni Bangkok í dag. Fjórtán ára drengur er í haldi lögreglu vegna árásarinnar. Erlent 3.10.2023 11:17
Fá Nóbelinn fyrir tilraunir sínar með ljós Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“. Erlent 3.10.2023 10:43