Fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vextir á námslánum hækka sífellt og hægt er að fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán. Lántakendum hefur fækkað á síðustu árum og forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta kallar eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Hægst hefur á landrisinu í Öskju

Mælingar sýna að hægst hefur á landrisinu í Öskju frá því í byrjun ágúst. Þetta er eitt af því sem var rætt á stöðufundi sérfræðinga Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Almannavörnum sem haldinn var á Veðurstofunni í dag. Á nokkrum GPS-mælum sem staðsettir eru við Öskju hefur ekkert landris mælst frá því í lok ágúst.

Innlent

Örlög McCarthy ráðast líklega í dag

Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingflokki Repúblikanaflokksins í dag að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn honum fari fram seinnipartinn. Greiði allir Demókratar atkvæði með tillögunni geta einungis fimm Repúblikanar velt McCarthy úr sessi.

Erlent

Ráðu­neytið telur sleipi­efnið vera lækninga­tæki

Heil­brigðis­ráðu­neytið hefur stað­fest á­kvörðun Lyfja­stofnunar um stöðvun á sölu sleipi­efnisins Astrog­li­de Per­sonal Lubricant og inn­köllun þess. Ráðu­neytið telur rétt hjá Lyfja­stofnun að sleipiefnið beri að flokka sem lækningatæki. Því sé ætlað til notkunar þegar þurrkur í leggöngum veldur óþægindum og flokkist því ekki sem snyrtivara.

Innlent

Öllum börnum nú boðin HPV-bólusetning óháð kyni

Börnum í sjöunda bekk er nú öllum boðin bólusetning gegn HPV veirunni, óháð kyni. Samhliða hefur verið tekið í notkun nýtt og breiðvirkara bóluefni en áður sem veitir víðtækari vörn gegn krabbameinum af völdum veirunnar.

Innlent

Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra

Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa.

Innlent

Staðfestir niðrandi ummæli Trumps um hermenn

John Kelly, fyrrverandi starfsmanna stjóri Hvíta húss Donalds Trump, gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega í ummælum sem opinberuð voru í gær. Kelly staðfesti nokkur af umdeildum ummælum Trumps um særða og handsamaða hermenn.

Erlent

Ný Dimmali­mm gangi nærri sæmdar­rétti og rétt­mætum við­skipta­háttum

Mynd­stef - Mynd­höfundar­sjóður Ís­lands, telur nýja út­gáfu Óðins­auga af barna­bókinni Sagan af Dimmali­mm eftir Guð­mund Thor­steins­son, Mugg, ganga nærri sæmdar­rétti höfundarins og rétt­mætum við­skipta­háttum. Þá telja sam­tökin á­lita­mál hvort um fölsun sé að ræða og þarf að mati sam­takanna að stíga var­lega til jarðar við breyttar fram­tíðar­út­gáfur verksins.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við þingmann Pírata sem er afar gagnrýninn á fyrirhugaðar breytingar á lögum um útlendinga. 

Innlent

Fá Nóbelinn fyrir til­raunir sínar með ljós

Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“.

Erlent