Fréttir Rússar gefa út handtökuskipun á hendur glaðbeittum Graham Rússar hafa gefið út handtökuskipun á hendur bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham, sem virðist í klipptu myndskeiði fagna dauða rússneskra hermanna. Erlent 30.5.2023 07:46 Skýjað og súld vestantil en hiti að tuttugu stigum fyrir austan Það hafa verið hvassir vindstrengir á norðan- og austanverðu landinu í nótt, en í dag mun snúast í minnkandi vestlæga átt, átta til fimmtán metrar á sekúndu. Veður 30.5.2023 07:07 Forseti Cop28 sakaður um „grænþvott“ á Wikipedia Sultan Al Jaber, forseti loftslagsráðstefnunnar Cop28, hefur verið sakaður um að „grænþvo“ upplýsingar um sjálfan sig á Wikipedia, meðal annars síður þar sem fjallað er um störf hans sem framkvæmdastjóri Abu Dhabi National Oil Company (ADNOC). Erlent 30.5.2023 07:05 Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. Erlent 30.5.2023 06:41 Hræðileg afturför fyrir réttindi hinsegin fólks Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir nýsamþykkt lög um samkynhneigða í Úganda þau hættulegustu í heimi í dag fyrir hinsegin fólk og geri það nánast réttdræpt. Ísland á í þróunarsamstarfi við Úganda, en utanríkisráðherra segir samskipti við ríki þar sem grundvallarmannréttindi eru ekki virt, alltaf vera flókin. Erlent 29.5.2023 23:33 Fimmtán ára stúlka ákærð fyrir nítján morð Fimmtán ára gvæjönsk stúlka hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt átján skólasystur sínar og fimm ára dreng í síðustu viku, með því að hafa lagt eld að heimavistarskóla. Hún gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Erlent 29.5.2023 23:24 Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. Innlent 29.5.2023 21:33 Skólastjóri og mótorhjólatöffari í Hafnarfirði Hann er ekki bara skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og annar af „Hundur í óskilum“ því hann er líka mótorhjóla töffari og elskar stangaveiði og fluguveiði. Hér erum við að tala um Eirík Stephensen, sem var gestur Magnúsar Hlyns í þættinum „Mig langar að vita“ á Stöð 2 í kvöld. Innlent 29.5.2023 21:05 Dúxaði í FG eins og mamma og pabbi Agnes Ómarsdóttir útskrifaðist af náttúrufræðibraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ um helgina og varð dúx með ágætiseinkunnina 9,8. Henni kippir greinilega í kynið enda dúxuðu báðir foreldrar hennar við sama skóla á sínum tíma. Innlent 29.5.2023 19:31 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir nýsamþykkt lög um samkynhneigða í Úganda þau hættulegustu í heimi í dag fyrir hinsegin fólk og geri það nánast réttdræpt. Ísland hefur átt þróunarsamstarfi við Úganda í áratugi. Innlent 29.5.2023 17:56 Vaknaði við innbrotsþjófa inni á heimilinu Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á milli klukkan 05 og 17 í dag. Á sjötta tímanum í morgun var til að mynda tilkynnt um innbrot í heimahús í Breiðholti. Tveir innbrotsþjófar flúðu vettvang þegar þeir urðu varir við húsráðanda. Innlent 29.5.2023 17:46 Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. Innlent 29.5.2023 17:19 Oddano do użytku najlepszy hotel w mieście W sercu Reykjavik, na placu parlamentarnym, oddano do użytku nowy Hotel Alþingi, czyli Hotel Parlamentarny. Polski 29.5.2023 17:16 Björgunarsveitarmenn festu sig við björgunartilraun Um miðjan dag í dag barst Landsbjörgu hjálparbeiðni frá fólki sem hafi fest jeppa sinn í Leirvogsá í Mosfellsbæ. Ekki fór betur en svo að bíll á vegum björgunarsveitar festist einnig í ánni. Innlent 29.5.2023 17:14 Dwa rekordy i dwa złote medale na Mistrzostwach Krajów Nordyckich Irma Gunnarsdóttir z FH i Kolbeinn Hörður Gunnarsson, ustanowili dziś nowe rekordy Islandii na Mistrzostwach Krajów Nordyckich. Polski 29.5.2023 17:07 Laug til um ástarsamband við mun yngri samstarfsmann Breski sjónvarpsmaðurinn Phillip Schofield hefur hætt störfum hjá sjónvarpsstöðinni ITV eftir að upp komst um ástarsamband hans við mun yngri karlmann, sem vann á stöðinni. Samstarfsfólk segir hann lygara og haldinn ranghugmyndum. Erlent 29.5.2023 15:28 Gröf Vivienne Westwood vanhelguð Gröf hinnar goðsagnakenndu Vivienne Westwood, sem lést á síðasta ári, var vanhelguð þegar stóru blómakeri, sem skreytti grafreit hennar, var stolið. Fjöldi fólks hefur lýst yfir hneykslan sinni vegna þjófnaðarins. Erlent 29.5.2023 14:53 Ferjan í slipp og ekkert bólar á ferðamönnum á meðan Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Veitingamaður í eyjunni hefur áhyggjur af stöðunni. Innlent 29.5.2023 12:19 Kjarnorkuvopn fyrir öll ríki sem gangi til liðs við ríkjasambandið Alexander Lukashenko, forseti Belarús, heitir því að öll ríki sem ganga til liðs við ríkjasamband Rússlands og Belarús fái kjarnorkuvopn. Böndin milli ríkjanna hafa styrkst töluvert frá innrás Rússa í Úkraínu. Innlent 29.5.2023 12:04 Hádegisfréttir Bylgjunnar Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við veitingamann í eyjunni, sem hefur áhyggjur af stöðunni. Innlent 29.5.2023 11:41 Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka verður 70 ára 1. júní Þann 1. júní næstkomandi eru liðinn 70 ár síðan farið var að skrá gripi til Byggðasafns Árnesinga og safn varð til. Það var Skúli Helgason frá Svínavatni sá um söfnunina og mótaði grunnsýningu safnsins sem var til 1995 á Selfossi en síðan í Húsinu á Eyrarbakka. Í aðfangabók Skúla eru fyrstu gripirnir skráðir 1. júní 1953 þegar hann tók við munum frá Arnarstöðum í Flóa. Stöðug söfnun hefur verið við safnið síðan og nálgast skráðir gripir á áttunda þúsund með undirsöfnum. Innlent 29.5.2023 10:31 Dauðarefsingar og tuttugu ára dómar við samkynhneigð í Úganda Yoweri Museveni, forseti Úganda, hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Með lögunum geta þeir sem „auglýsa“ samkynhneigð átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi og þeir sem stunda samkynja kynlíf sýktir af HIV geta hlotið dauðarefsingu. Erlent 29.5.2023 10:20 Gæti farið illa ef ekkert er að gert í Reykjavíkurskógi Í vikunni féll birkitré við Tjarnargötu, í vindhviðu og mildi að ekki fór verr. Ef að er gáð kemur í ljós að hin unga skógarþjóð sem Íslendingar eru standa á tímamótum og í mörg horn að líta ef ekki á hreinlega illa að fara. Nokkurs fyrirhyggjuleysis gætir hjá Íslendingum sem teljast á alla mælikvarða ung skógarþjóð. Innlent 29.5.2023 09:01 Eitt fínasta hótel borgarinnar komið í rekstur Í Íslandi í dag var farið í heimsókn á Hótel Alþingi eins og hið nýja Parliament Hotel útleggst á íslensku. Eftir langt og strangt ferli er risið glæsilegt hótel á þessum sögufræga stað sem stílar á betur borgandi ferðamenn – og slær ekkert af í lúxus. Sjón er sögu ríkari og vísast til innslagsins hér að ofan. Innlent 29.5.2023 08:59 Þrír látnir eftir að bát hvolfdi í stormviðri Þrír hafa verið úrskurðaðir látnir og eins er enn saknað eftir að bát hvolfdi í skyndilegu stormviðri á Maggiore-vatni á Ítalíu í gær. Nítján hefur verið bjargað. Erlent 29.5.2023 08:58 Bylgja drónaárása á Kænugarð Í nótt gerðu Rússar enn sprengjuárásir með notkun dróna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Erlent 29.5.2023 08:36 „Saga sem aldrei má gleymast“ „Sagan hennar Guggu er dæmisaga um ofbeldi sem hefur stórar og miklar afleiðingar. Það þarf ekki nema eitt högg og þá breytist allt. Þetta sýnir svo greinilega hvað ofbeldi getur haft hræðilegar afleiðingar og við verðum að tala um þetta,“ segir Guðríður Sturludóttir, vinkona Guðrúnar Jónsdóttur. Guðrún, sem ávallt er kölluð Gugga, hlaut varanlegan heilaskaða í kjölfar líkamsárásar árið 1993, þá 15 ára gömul. Innlent 29.5.2023 08:01 Gular viðvaranir vestanlands en hlýtt austanlands Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út á Norður- og Norðvesturlandi vegna hvassviðris. Búast má við 15-20 m/s víða og vindhviðum yfir 25 m/s við fjöll. Á Austurlandi gæti hiti farið í 20 stigin. Veður 29.5.2023 07:59 Mikið um ölvunarakstur aðfararnótt hvítasunnu Töluvert var um umferðaróhöpp og slys aðfararnótt hvítasunnu, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 29.5.2023 07:41 Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. Innlent 29.5.2023 07:02 « ‹ ›
Rússar gefa út handtökuskipun á hendur glaðbeittum Graham Rússar hafa gefið út handtökuskipun á hendur bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham, sem virðist í klipptu myndskeiði fagna dauða rússneskra hermanna. Erlent 30.5.2023 07:46
Skýjað og súld vestantil en hiti að tuttugu stigum fyrir austan Það hafa verið hvassir vindstrengir á norðan- og austanverðu landinu í nótt, en í dag mun snúast í minnkandi vestlæga átt, átta til fimmtán metrar á sekúndu. Veður 30.5.2023 07:07
Forseti Cop28 sakaður um „grænþvott“ á Wikipedia Sultan Al Jaber, forseti loftslagsráðstefnunnar Cop28, hefur verið sakaður um að „grænþvo“ upplýsingar um sjálfan sig á Wikipedia, meðal annars síður þar sem fjallað er um störf hans sem framkvæmdastjóri Abu Dhabi National Oil Company (ADNOC). Erlent 30.5.2023 07:05
Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. Erlent 30.5.2023 06:41
Hræðileg afturför fyrir réttindi hinsegin fólks Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir nýsamþykkt lög um samkynhneigða í Úganda þau hættulegustu í heimi í dag fyrir hinsegin fólk og geri það nánast réttdræpt. Ísland á í þróunarsamstarfi við Úganda, en utanríkisráðherra segir samskipti við ríki þar sem grundvallarmannréttindi eru ekki virt, alltaf vera flókin. Erlent 29.5.2023 23:33
Fimmtán ára stúlka ákærð fyrir nítján morð Fimmtán ára gvæjönsk stúlka hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt átján skólasystur sínar og fimm ára dreng í síðustu viku, með því að hafa lagt eld að heimavistarskóla. Hún gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Erlent 29.5.2023 23:24
Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. Innlent 29.5.2023 21:33
Skólastjóri og mótorhjólatöffari í Hafnarfirði Hann er ekki bara skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og annar af „Hundur í óskilum“ því hann er líka mótorhjóla töffari og elskar stangaveiði og fluguveiði. Hér erum við að tala um Eirík Stephensen, sem var gestur Magnúsar Hlyns í þættinum „Mig langar að vita“ á Stöð 2 í kvöld. Innlent 29.5.2023 21:05
Dúxaði í FG eins og mamma og pabbi Agnes Ómarsdóttir útskrifaðist af náttúrufræðibraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ um helgina og varð dúx með ágætiseinkunnina 9,8. Henni kippir greinilega í kynið enda dúxuðu báðir foreldrar hennar við sama skóla á sínum tíma. Innlent 29.5.2023 19:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir nýsamþykkt lög um samkynhneigða í Úganda þau hættulegustu í heimi í dag fyrir hinsegin fólk og geri það nánast réttdræpt. Ísland hefur átt þróunarsamstarfi við Úganda í áratugi. Innlent 29.5.2023 17:56
Vaknaði við innbrotsþjófa inni á heimilinu Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á milli klukkan 05 og 17 í dag. Á sjötta tímanum í morgun var til að mynda tilkynnt um innbrot í heimahús í Breiðholti. Tveir innbrotsþjófar flúðu vettvang þegar þeir urðu varir við húsráðanda. Innlent 29.5.2023 17:46
Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. Innlent 29.5.2023 17:19
Oddano do użytku najlepszy hotel w mieście W sercu Reykjavik, na placu parlamentarnym, oddano do użytku nowy Hotel Alþingi, czyli Hotel Parlamentarny. Polski 29.5.2023 17:16
Björgunarsveitarmenn festu sig við björgunartilraun Um miðjan dag í dag barst Landsbjörgu hjálparbeiðni frá fólki sem hafi fest jeppa sinn í Leirvogsá í Mosfellsbæ. Ekki fór betur en svo að bíll á vegum björgunarsveitar festist einnig í ánni. Innlent 29.5.2023 17:14
Dwa rekordy i dwa złote medale na Mistrzostwach Krajów Nordyckich Irma Gunnarsdóttir z FH i Kolbeinn Hörður Gunnarsson, ustanowili dziś nowe rekordy Islandii na Mistrzostwach Krajów Nordyckich. Polski 29.5.2023 17:07
Laug til um ástarsamband við mun yngri samstarfsmann Breski sjónvarpsmaðurinn Phillip Schofield hefur hætt störfum hjá sjónvarpsstöðinni ITV eftir að upp komst um ástarsamband hans við mun yngri karlmann, sem vann á stöðinni. Samstarfsfólk segir hann lygara og haldinn ranghugmyndum. Erlent 29.5.2023 15:28
Gröf Vivienne Westwood vanhelguð Gröf hinnar goðsagnakenndu Vivienne Westwood, sem lést á síðasta ári, var vanhelguð þegar stóru blómakeri, sem skreytti grafreit hennar, var stolið. Fjöldi fólks hefur lýst yfir hneykslan sinni vegna þjófnaðarins. Erlent 29.5.2023 14:53
Ferjan í slipp og ekkert bólar á ferðamönnum á meðan Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Veitingamaður í eyjunni hefur áhyggjur af stöðunni. Innlent 29.5.2023 12:19
Kjarnorkuvopn fyrir öll ríki sem gangi til liðs við ríkjasambandið Alexander Lukashenko, forseti Belarús, heitir því að öll ríki sem ganga til liðs við ríkjasamband Rússlands og Belarús fái kjarnorkuvopn. Böndin milli ríkjanna hafa styrkst töluvert frá innrás Rússa í Úkraínu. Innlent 29.5.2023 12:04
Hádegisfréttir Bylgjunnar Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við veitingamann í eyjunni, sem hefur áhyggjur af stöðunni. Innlent 29.5.2023 11:41
Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka verður 70 ára 1. júní Þann 1. júní næstkomandi eru liðinn 70 ár síðan farið var að skrá gripi til Byggðasafns Árnesinga og safn varð til. Það var Skúli Helgason frá Svínavatni sá um söfnunina og mótaði grunnsýningu safnsins sem var til 1995 á Selfossi en síðan í Húsinu á Eyrarbakka. Í aðfangabók Skúla eru fyrstu gripirnir skráðir 1. júní 1953 þegar hann tók við munum frá Arnarstöðum í Flóa. Stöðug söfnun hefur verið við safnið síðan og nálgast skráðir gripir á áttunda þúsund með undirsöfnum. Innlent 29.5.2023 10:31
Dauðarefsingar og tuttugu ára dómar við samkynhneigð í Úganda Yoweri Museveni, forseti Úganda, hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Með lögunum geta þeir sem „auglýsa“ samkynhneigð átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi og þeir sem stunda samkynja kynlíf sýktir af HIV geta hlotið dauðarefsingu. Erlent 29.5.2023 10:20
Gæti farið illa ef ekkert er að gert í Reykjavíkurskógi Í vikunni féll birkitré við Tjarnargötu, í vindhviðu og mildi að ekki fór verr. Ef að er gáð kemur í ljós að hin unga skógarþjóð sem Íslendingar eru standa á tímamótum og í mörg horn að líta ef ekki á hreinlega illa að fara. Nokkurs fyrirhyggjuleysis gætir hjá Íslendingum sem teljast á alla mælikvarða ung skógarþjóð. Innlent 29.5.2023 09:01
Eitt fínasta hótel borgarinnar komið í rekstur Í Íslandi í dag var farið í heimsókn á Hótel Alþingi eins og hið nýja Parliament Hotel útleggst á íslensku. Eftir langt og strangt ferli er risið glæsilegt hótel á þessum sögufræga stað sem stílar á betur borgandi ferðamenn – og slær ekkert af í lúxus. Sjón er sögu ríkari og vísast til innslagsins hér að ofan. Innlent 29.5.2023 08:59
Þrír látnir eftir að bát hvolfdi í stormviðri Þrír hafa verið úrskurðaðir látnir og eins er enn saknað eftir að bát hvolfdi í skyndilegu stormviðri á Maggiore-vatni á Ítalíu í gær. Nítján hefur verið bjargað. Erlent 29.5.2023 08:58
Bylgja drónaárása á Kænugarð Í nótt gerðu Rússar enn sprengjuárásir með notkun dróna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Erlent 29.5.2023 08:36
„Saga sem aldrei má gleymast“ „Sagan hennar Guggu er dæmisaga um ofbeldi sem hefur stórar og miklar afleiðingar. Það þarf ekki nema eitt högg og þá breytist allt. Þetta sýnir svo greinilega hvað ofbeldi getur haft hræðilegar afleiðingar og við verðum að tala um þetta,“ segir Guðríður Sturludóttir, vinkona Guðrúnar Jónsdóttur. Guðrún, sem ávallt er kölluð Gugga, hlaut varanlegan heilaskaða í kjölfar líkamsárásar árið 1993, þá 15 ára gömul. Innlent 29.5.2023 08:01
Gular viðvaranir vestanlands en hlýtt austanlands Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út á Norður- og Norðvesturlandi vegna hvassviðris. Búast má við 15-20 m/s víða og vindhviðum yfir 25 m/s við fjöll. Á Austurlandi gæti hiti farið í 20 stigin. Veður 29.5.2023 07:59
Mikið um ölvunarakstur aðfararnótt hvítasunnu Töluvert var um umferðaróhöpp og slys aðfararnótt hvítasunnu, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 29.5.2023 07:41
Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. Innlent 29.5.2023 07:02