Fréttir

Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun

Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun.

Innlent

„Að­ferðar­fræði til að sýna vand­lætingu á frá­farandi fjár­mála­ráð­herra“

Þingmenn stjórnarandstöðunnar stungu saman nefjum fyrir þingfund í morgun og óskuðu eftir dagskrárbreytingu, þannig að að í stað þess að fundurinn hæfist á óundirbúnum fyirrspurnum eins og fyrst hafði verið ákveðið þar sem Bjarni Benediktsson sæti fyrir svörum yrði byrjað á liðnum fundarstjórn forseta. Undir þeim lið sendi stjórnarandstaðan svo Bjarna Benediktssyni tóninn. Þetta útspil var af stjórnarliðum kallað aumingjaskapur.

Innlent

Banaslys á buggybíl á Skógaheiði

Eldri maður lést í dag eftir slys á Skógaheiði, norðan við Skógafoss á Suðurlandi. Lögreglunni barst tilkynning um slysið á fjórða tímanum í dag en það varð við notkun buggybíls.

Innlent

Ferðamenn elska íslenska veðrið þó allt sé á floti

Þeim var brugðið ferðamönnunum á tjaldsvæðinu á Selfossi þegar þeir vöknuð í morgun og tjaldsvæðið var allt á floti eftir nóttina og slydda á staðnum. Ferðamennirnir höfðu þó lúmskt gaman af veðrinu og segja það skapa skemmtilega minningar frá Íslandsheimsókninni.

Innlent

Sann­færð um að hún eigi ekki eftir að sjá Magnús aftur

Enn hefur ekkert spurts til Magnúsar Kristins Magnússonar sem týndist í Dóminíska Lýðveldinu fyrir rúmum mánuði. Bróðir hans kom heim í gær eftir árangurslausa ferð út í leit að svörum. Systir Magnúsar gagnrýnir sinnuleysi og hægagang yfirvalda hér á landi. Hún á ekki von á því að sjá bróður sinn á ný.

Innlent

Von á byltingu í Blá­fjöllum í vetur

Í morgun snjóaði í Bláfjöllum. Þó ekki nóg til að opna brekkurnar en rekstrarstjóri segir fólk eiga von á góðu í vetur. Það styttist í opnun og að nýja snjóframleiðslukerfið verði tekið í notkun. 

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum fjöllum við ítarlega um stöðuna á stjórnarheimilinu. Formenn og þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna hittust í ráðherrabústaðnum í morgun en segja að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hver taki við fjármálaráðuneytinu.

Innlent

Segja 338 þúsund á vergangi og ástandið mjög alvarlegt

Sameinuðu þjóðirnar segja fjölda þeirra sem eru á vergangi á Gasaströndinni hafa aukist um þriðjung á einum sólarhring. 338 þúsund manns hafa misst heimili sín í árásum Ísraelsmanna frá því á laugardaginn en ísraelski herinn hefur varpað rúmlega sex þúsund sprengjum á Gasaströndina á síðustu sex dögum.

Erlent

Datt í Sund­höllinni og fær þrjár og hálfa milljón

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurborg var dæmd skaðabótaskyld í máli konu sem lenti í slysi í sundi. Borginni er gert að greiða konunni rúmar þrjár og hálfa milljón í skaðabætur, eða sömu bóta og konan hafði krafist.

Innlent

Þurfa að borga Slayer eftir allt saman

Landsréttur hefur dæmt þrjú félög, sem tóku við rekstri tónlistarhátíðarinnar Secret solstice, og einn stjórnarmann þeirra til að greiða kröfu bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer óskipt. 

Innlent

Fylgja eftir svartri skýrslu um vöggustofurnar

Borgarráð ætlar að fylgja eftir tillögum nefndar um málefni vöggustofa. Nefndin kynnti niðurstöðu sína í síðustu viku og benti á að vera barna á vöggustofum hafi haft veruleg áhrif á framtíð þeirra. Til að mynda væru lífslíkur þeirra einstaklinga minni en jafnaldra þeirra og þeir líklegri til að glíma við örorku.

Innlent

Tíu í gæslu­varð­haldi vegna smygls að jafnaði

Í fyrra sátu áttatíu menn í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum í samtals 2.903 daga, eða að jafnaði 8 menn á dag, alla daga ársins, í tengslum við innflutning á fíkniefnum, peningaþvætti eða flutning á reiðufé úr landi. Í ár eru þeir þegar 96 talsins.

Innlent

Bjarni segir hrókeringar lítið ræddar: „Með stærri at­burðum í mínu lífi“

Bjarni Bene­dikts­son, frá­farandi fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, segir að for­svars­menn ríkis­stjórnar­flokkanna noti til­efnið nú til að ræða stöðuna á kjör­tíma­bilinu og hvað sé fram­undan í sam­starfinu. Lítið hafi verið rætt um ráðu­neyta­skipan. Hann segir at­burði síðustu daga með þeim stærri í sínu lífi.

Innlent

Óttast að spítalinn breytist í lík­hús

Átök Ísraela og Hamas-liða héldu áfram í nótt og í morgun. Palestínumenn segja að stærsti spítali Gasasvæðisins verði rafmagnslaus eftir fjóra daga fái þeir ekki eldsneyti til að halda rafstöðvum gangandi. Ákveðin upplýsingaóreiða ríkir vegna átakanna. 

Erlent

Dregur hratt úr úr­komu og vindi eftir há­degi

Veðurfræðingur á von á að veðrið, sem leikið hefur marga landsmenn grátt í morgun, gangi niður fljótlega eftir hádegi. Vegagerðin lokaði hring­veg­in­um á tveim­ur stöðum í morgun. Fjöldi ökumanna lentu í vandræðum og um tíma sat fjöldi bíla fastur á Hellisheiði.

Innlent

Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnuð síðar í mánuðinum

Vegagerðin stefnir að því að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð miðvikudaginn 25. október næstkomandi, eftir tæpar tvær vikur. Það er átta mánuðum á undan áætlun en útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir verklokum þann 30. júní á næsta ári.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður ófærðin til umfjöllunar auk ástandsins í Ísrael og Palestínu en einnig fylgjumst við um umræðum á Alþingi um stöðu Bjarna Benediktssonar fráfarandi fjármálaráðherra.

Innlent