Fréttir Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. Innlent 12.10.2023 21:10 „Aðferðarfræði til að sýna vandlætingu á fráfarandi fjármálaráðherra“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar stungu saman nefjum fyrir þingfund í morgun og óskuðu eftir dagskrárbreytingu, þannig að að í stað þess að fundurinn hæfist á óundirbúnum fyirrspurnum eins og fyrst hafði verið ákveðið þar sem Bjarni Benediktsson sæti fyrir svörum yrði byrjað á liðnum fundarstjórn forseta. Undir þeim lið sendi stjórnarandstaðan svo Bjarna Benediktssyni tóninn. Þetta útspil var af stjórnarliðum kallað aumingjaskapur. Innlent 12.10.2023 21:01 Ákvað að ganga ekki í herinn heldur halda sig á Íslandi Ekkert lát virðist vera á átökum Ísraela og Hamas-liða. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lofað Ísraelum eilífum stuðningi. Ísraeli sem búsettur er hér á landi segir samlanda sína þurfa að standa saman. Innlent 12.10.2023 21:01 Banaslys á buggybíl á Skógaheiði Eldri maður lést í dag eftir slys á Skógaheiði, norðan við Skógafoss á Suðurlandi. Lögreglunni barst tilkynning um slysið á fjórða tímanum í dag en það varð við notkun buggybíls. Innlent 12.10.2023 20:58 Ferðamenn elska íslenska veðrið þó allt sé á floti Þeim var brugðið ferðamönnunum á tjaldsvæðinu á Selfossi þegar þeir vöknuð í morgun og tjaldsvæðið var allt á floti eftir nóttina og slydda á staðnum. Ferðamennirnir höfðu þó lúmskt gaman af veðrinu og segja það skapa skemmtilega minningar frá Íslandsheimsókninni. Innlent 12.10.2023 20:30 Sannfærð um að hún eigi ekki eftir að sjá Magnús aftur Enn hefur ekkert spurts til Magnúsar Kristins Magnússonar sem týndist í Dóminíska Lýðveldinu fyrir rúmum mánuði. Bróðir hans kom heim í gær eftir árangurslausa ferð út í leit að svörum. Systir Magnúsar gagnrýnir sinnuleysi og hægagang yfirvalda hér á landi. Hún á ekki von á því að sjá bróður sinn á ný. Innlent 12.10.2023 20:01 Opna tímabundna skiptistöð við Skúlagötu Vegna framkvæmda við Hlemm þarf að opna tímabundna skiptistöð fyrir Strætó við Skúlagötu. Innlent 12.10.2023 19:41 Foreldrar verði að vera góð fyrirmynd þegar kemur að símanotkun Rithöfundur segir neyðarástand ríkja vegna stöðu ungmenna í ýmsum málum. Taka þurfi á málinu undir eins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir foreldra verða að taka spjallið og vera góðar fyrirmyndir. Innlent 12.10.2023 19:00 Von á byltingu í Bláfjöllum í vetur Í morgun snjóaði í Bláfjöllum. Þó ekki nóg til að opna brekkurnar en rekstrarstjóri segir fólk eiga von á góðu í vetur. Það styttist í opnun og að nýja snjóframleiðslukerfið verði tekið í notkun. Innlent 12.10.2023 18:43 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum fjöllum við ítarlega um stöðuna á stjórnarheimilinu. Formenn og þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna hittust í ráðherrabústaðnum í morgun en segja að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hver taki við fjármálaráðuneytinu. Innlent 12.10.2023 17:59 Segja 338 þúsund á vergangi og ástandið mjög alvarlegt Sameinuðu þjóðirnar segja fjölda þeirra sem eru á vergangi á Gasaströndinni hafa aukist um þriðjung á einum sólarhring. 338 þúsund manns hafa misst heimili sín í árásum Ísraelsmanna frá því á laugardaginn en ísraelski herinn hefur varpað rúmlega sex þúsund sprengjum á Gasaströndina á síðustu sex dögum. Erlent 12.10.2023 17:56 Tryggja skotíþróttum æfingasvæði á Álfsnesi út 2028 Skotíþróttum verður tryggt æfingasvæði á Álfsnesi út árið 2028. Starfshópur á vegum Reykjavíkur, Ölfus og Voga á að finna íþróttinni framtíðarstaðsetningu. Sautján staðsetningar eru til skoðunar, ekki eru allar innan Reykjavíkur. Innlent 12.10.2023 17:31 Datt í Sundhöllinni og fær þrjár og hálfa milljón Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurborg var dæmd skaðabótaskyld í máli konu sem lenti í slysi í sundi. Borginni er gert að greiða konunni rúmar þrjár og hálfa milljón í skaðabætur, eða sömu bóta og konan hafði krafist. Innlent 12.10.2023 16:44 Þurfa að borga Slayer eftir allt saman Landsréttur hefur dæmt þrjú félög, sem tóku við rekstri tónlistarhátíðarinnar Secret solstice, og einn stjórnarmann þeirra til að greiða kröfu bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer óskipt. Innlent 12.10.2023 16:29 Fylgja eftir svartri skýrslu um vöggustofurnar Borgarráð ætlar að fylgja eftir tillögum nefndar um málefni vöggustofa. Nefndin kynnti niðurstöðu sína í síðustu viku og benti á að vera barna á vöggustofum hafi haft veruleg áhrif á framtíð þeirra. Til að mynda væru lífslíkur þeirra einstaklinga minni en jafnaldra þeirra og þeir líklegri til að glíma við örorku. Innlent 12.10.2023 15:36 „Ótrúlegur aumingjaskapur að þora ekki í fyrirspurnir við ráðherra“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sakar stjórnarandstöðuna um ráðaleysi og aumingjaskap fyrir að spyrja Bjarna Benediktsson einskis í kjölfar afsagnar hans sem fjármála- og efnahagsráðherra. Innlent 12.10.2023 15:08 Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. Erlent 12.10.2023 14:29 Tíu í gæsluvarðhaldi vegna smygls að jafnaði Í fyrra sátu áttatíu menn í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum í samtals 2.903 daga, eða að jafnaði 8 menn á dag, alla daga ársins, í tengslum við innflutning á fíkniefnum, peningaþvætti eða flutning á reiðufé úr landi. Í ár eru þeir þegar 96 talsins. Innlent 12.10.2023 14:01 Vann 245 milljarða í Powerball-lottóinu Heppinn happdrættismiðaeigandi í Kaliforníu í Bandaríkjunum vann 1,76 milljarða Bandaríkjadala, um 245 milljarða króna, í Powerball-happdrættinu í gær. Erlent 12.10.2023 13:39 Bjarni segir hrókeringar lítið ræddar: „Með stærri atburðum í mínu lífi“ Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna noti tilefnið nú til að ræða stöðuna á kjörtímabilinu og hvað sé framundan í samstarfinu. Lítið hafi verið rætt um ráðuneytaskipan. Hann segir atburði síðustu daga með þeim stærri í sínu lífi. Innlent 12.10.2023 12:57 Óttast að spítalinn breytist í líkhús Átök Ísraela og Hamas-liða héldu áfram í nótt og í morgun. Palestínumenn segja að stærsti spítali Gasasvæðisins verði rafmagnslaus eftir fjóra daga fái þeir ekki eldsneyti til að halda rafstöðvum gangandi. Ákveðin upplýsingaóreiða ríkir vegna átakanna. Erlent 12.10.2023 12:28 Fordæmdi tvístígandi þjóðarleiðtoga og hét eilífum stuðningi „Ég stend hér fyrir framan ykkur ekki aðeins sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur einnig sem gyðingur,“ sagði Antony Blinken þegar hann ávarpaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ísraelsku þjóðina á blaðamannafundi fyrir stundu. Erlent 12.10.2023 11:53 Dregur hratt úr úrkomu og vindi eftir hádegi Veðurfræðingur á von á að veðrið, sem leikið hefur marga landsmenn grátt í morgun, gangi niður fljótlega eftir hádegi. Vegagerðin lokaði hringveginum á tveimur stöðum í morgun. Fjöldi ökumanna lentu í vandræðum og um tíma sat fjöldi bíla fastur á Hellisheiði. Innlent 12.10.2023 11:44 Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnuð síðar í mánuðinum Vegagerðin stefnir að því að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð miðvikudaginn 25. október næstkomandi, eftir tæpar tvær vikur. Það er átta mánuðum á undan áætlun en útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir verklokum þann 30. júní á næsta ári. Innlent 12.10.2023 11:39 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður ófærðin til umfjöllunar auk ástandsins í Ísrael og Palestínu en einnig fylgjumst við um umræðum á Alþingi um stöðu Bjarna Benediktssonar fráfarandi fjármálaráðherra. Innlent 12.10.2023 11:37 Kennari á hvern nemenda fjörutíu prósent dýrari á Íslandi Meðallaunakostnaður íslenskra grunnskólakennara á hvern nemanda er fjörutíu prósent hærri en meðaltal OECD-ríkjanna. Þetta kom fram á vef Stjórnarráðsins á dögunum sem birti tilkynningu vegna skýrslu OECD um stöðu menntunar innan ríkja stofnunarinnar. Innlent 12.10.2023 11:27 Engu nær um það hverjir réðust á ráðstefnugestinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er engu nær um það hvaða tveir menn voru að verki þegar ráðist var á gest ráðstefnu á vegum Samtakanna '78. Yfirlögregluþjónn segir það óvenjulegt. Innlent 12.10.2023 11:13 „Hann á að vera hættur, af hverju er hann hérna?“ Samantekin ráð stjórnarandstöðunnar voru í óundirbúnum fyrirspurnartíma um að spyrja Bjarna Benediktsson sem fjármála- og efnahagsráðherra einskis í ljósi þess að hann hefur sagt af sér sem slíkur. Innlent 12.10.2023 11:12 Funduðu um „verklag og áherslur“ í Ráðherrabústaðnum Fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja funduðu í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í morgun. Meðal fundargesta voru formenn flokkanna þriggja og þingflokksformaður Sjálftstæðisflokksins. Innlent 12.10.2023 10:55 Viðhalda og undirbúa kynferðisofbeldi með ýmsum leiðum Íslenskir ofbeldismenn gera oft eitthvað til að undirbúa eða viðhalda kynferðisofbeldi sem þeir beita, en meirihluti þeirra eru tengdir brotaþolum sínum fjöslkylduböndum, eða vinir og kunningjar þeirra. Innlent 12.10.2023 10:29 « ‹ ›
Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. Innlent 12.10.2023 21:10
„Aðferðarfræði til að sýna vandlætingu á fráfarandi fjármálaráðherra“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar stungu saman nefjum fyrir þingfund í morgun og óskuðu eftir dagskrárbreytingu, þannig að að í stað þess að fundurinn hæfist á óundirbúnum fyirrspurnum eins og fyrst hafði verið ákveðið þar sem Bjarni Benediktsson sæti fyrir svörum yrði byrjað á liðnum fundarstjórn forseta. Undir þeim lið sendi stjórnarandstaðan svo Bjarna Benediktssyni tóninn. Þetta útspil var af stjórnarliðum kallað aumingjaskapur. Innlent 12.10.2023 21:01
Ákvað að ganga ekki í herinn heldur halda sig á Íslandi Ekkert lát virðist vera á átökum Ísraela og Hamas-liða. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lofað Ísraelum eilífum stuðningi. Ísraeli sem búsettur er hér á landi segir samlanda sína þurfa að standa saman. Innlent 12.10.2023 21:01
Banaslys á buggybíl á Skógaheiði Eldri maður lést í dag eftir slys á Skógaheiði, norðan við Skógafoss á Suðurlandi. Lögreglunni barst tilkynning um slysið á fjórða tímanum í dag en það varð við notkun buggybíls. Innlent 12.10.2023 20:58
Ferðamenn elska íslenska veðrið þó allt sé á floti Þeim var brugðið ferðamönnunum á tjaldsvæðinu á Selfossi þegar þeir vöknuð í morgun og tjaldsvæðið var allt á floti eftir nóttina og slydda á staðnum. Ferðamennirnir höfðu þó lúmskt gaman af veðrinu og segja það skapa skemmtilega minningar frá Íslandsheimsókninni. Innlent 12.10.2023 20:30
Sannfærð um að hún eigi ekki eftir að sjá Magnús aftur Enn hefur ekkert spurts til Magnúsar Kristins Magnússonar sem týndist í Dóminíska Lýðveldinu fyrir rúmum mánuði. Bróðir hans kom heim í gær eftir árangurslausa ferð út í leit að svörum. Systir Magnúsar gagnrýnir sinnuleysi og hægagang yfirvalda hér á landi. Hún á ekki von á því að sjá bróður sinn á ný. Innlent 12.10.2023 20:01
Opna tímabundna skiptistöð við Skúlagötu Vegna framkvæmda við Hlemm þarf að opna tímabundna skiptistöð fyrir Strætó við Skúlagötu. Innlent 12.10.2023 19:41
Foreldrar verði að vera góð fyrirmynd þegar kemur að símanotkun Rithöfundur segir neyðarástand ríkja vegna stöðu ungmenna í ýmsum málum. Taka þurfi á málinu undir eins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir foreldra verða að taka spjallið og vera góðar fyrirmyndir. Innlent 12.10.2023 19:00
Von á byltingu í Bláfjöllum í vetur Í morgun snjóaði í Bláfjöllum. Þó ekki nóg til að opna brekkurnar en rekstrarstjóri segir fólk eiga von á góðu í vetur. Það styttist í opnun og að nýja snjóframleiðslukerfið verði tekið í notkun. Innlent 12.10.2023 18:43
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum fjöllum við ítarlega um stöðuna á stjórnarheimilinu. Formenn og þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna hittust í ráðherrabústaðnum í morgun en segja að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hver taki við fjármálaráðuneytinu. Innlent 12.10.2023 17:59
Segja 338 þúsund á vergangi og ástandið mjög alvarlegt Sameinuðu þjóðirnar segja fjölda þeirra sem eru á vergangi á Gasaströndinni hafa aukist um þriðjung á einum sólarhring. 338 þúsund manns hafa misst heimili sín í árásum Ísraelsmanna frá því á laugardaginn en ísraelski herinn hefur varpað rúmlega sex þúsund sprengjum á Gasaströndina á síðustu sex dögum. Erlent 12.10.2023 17:56
Tryggja skotíþróttum æfingasvæði á Álfsnesi út 2028 Skotíþróttum verður tryggt æfingasvæði á Álfsnesi út árið 2028. Starfshópur á vegum Reykjavíkur, Ölfus og Voga á að finna íþróttinni framtíðarstaðsetningu. Sautján staðsetningar eru til skoðunar, ekki eru allar innan Reykjavíkur. Innlent 12.10.2023 17:31
Datt í Sundhöllinni og fær þrjár og hálfa milljón Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurborg var dæmd skaðabótaskyld í máli konu sem lenti í slysi í sundi. Borginni er gert að greiða konunni rúmar þrjár og hálfa milljón í skaðabætur, eða sömu bóta og konan hafði krafist. Innlent 12.10.2023 16:44
Þurfa að borga Slayer eftir allt saman Landsréttur hefur dæmt þrjú félög, sem tóku við rekstri tónlistarhátíðarinnar Secret solstice, og einn stjórnarmann þeirra til að greiða kröfu bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer óskipt. Innlent 12.10.2023 16:29
Fylgja eftir svartri skýrslu um vöggustofurnar Borgarráð ætlar að fylgja eftir tillögum nefndar um málefni vöggustofa. Nefndin kynnti niðurstöðu sína í síðustu viku og benti á að vera barna á vöggustofum hafi haft veruleg áhrif á framtíð þeirra. Til að mynda væru lífslíkur þeirra einstaklinga minni en jafnaldra þeirra og þeir líklegri til að glíma við örorku. Innlent 12.10.2023 15:36
„Ótrúlegur aumingjaskapur að þora ekki í fyrirspurnir við ráðherra“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sakar stjórnarandstöðuna um ráðaleysi og aumingjaskap fyrir að spyrja Bjarna Benediktsson einskis í kjölfar afsagnar hans sem fjármála- og efnahagsráðherra. Innlent 12.10.2023 15:08
Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. Erlent 12.10.2023 14:29
Tíu í gæsluvarðhaldi vegna smygls að jafnaði Í fyrra sátu áttatíu menn í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum í samtals 2.903 daga, eða að jafnaði 8 menn á dag, alla daga ársins, í tengslum við innflutning á fíkniefnum, peningaþvætti eða flutning á reiðufé úr landi. Í ár eru þeir þegar 96 talsins. Innlent 12.10.2023 14:01
Vann 245 milljarða í Powerball-lottóinu Heppinn happdrættismiðaeigandi í Kaliforníu í Bandaríkjunum vann 1,76 milljarða Bandaríkjadala, um 245 milljarða króna, í Powerball-happdrættinu í gær. Erlent 12.10.2023 13:39
Bjarni segir hrókeringar lítið ræddar: „Með stærri atburðum í mínu lífi“ Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna noti tilefnið nú til að ræða stöðuna á kjörtímabilinu og hvað sé framundan í samstarfinu. Lítið hafi verið rætt um ráðuneytaskipan. Hann segir atburði síðustu daga með þeim stærri í sínu lífi. Innlent 12.10.2023 12:57
Óttast að spítalinn breytist í líkhús Átök Ísraela og Hamas-liða héldu áfram í nótt og í morgun. Palestínumenn segja að stærsti spítali Gasasvæðisins verði rafmagnslaus eftir fjóra daga fái þeir ekki eldsneyti til að halda rafstöðvum gangandi. Ákveðin upplýsingaóreiða ríkir vegna átakanna. Erlent 12.10.2023 12:28
Fordæmdi tvístígandi þjóðarleiðtoga og hét eilífum stuðningi „Ég stend hér fyrir framan ykkur ekki aðeins sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heldur einnig sem gyðingur,“ sagði Antony Blinken þegar hann ávarpaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ísraelsku þjóðina á blaðamannafundi fyrir stundu. Erlent 12.10.2023 11:53
Dregur hratt úr úrkomu og vindi eftir hádegi Veðurfræðingur á von á að veðrið, sem leikið hefur marga landsmenn grátt í morgun, gangi niður fljótlega eftir hádegi. Vegagerðin lokaði hringveginum á tveimur stöðum í morgun. Fjöldi ökumanna lentu í vandræðum og um tíma sat fjöldi bíla fastur á Hellisheiði. Innlent 12.10.2023 11:44
Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnuð síðar í mánuðinum Vegagerðin stefnir að því að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð miðvikudaginn 25. október næstkomandi, eftir tæpar tvær vikur. Það er átta mánuðum á undan áætlun en útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir verklokum þann 30. júní á næsta ári. Innlent 12.10.2023 11:39
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður ófærðin til umfjöllunar auk ástandsins í Ísrael og Palestínu en einnig fylgjumst við um umræðum á Alþingi um stöðu Bjarna Benediktssonar fráfarandi fjármálaráðherra. Innlent 12.10.2023 11:37
Kennari á hvern nemenda fjörutíu prósent dýrari á Íslandi Meðallaunakostnaður íslenskra grunnskólakennara á hvern nemanda er fjörutíu prósent hærri en meðaltal OECD-ríkjanna. Þetta kom fram á vef Stjórnarráðsins á dögunum sem birti tilkynningu vegna skýrslu OECD um stöðu menntunar innan ríkja stofnunarinnar. Innlent 12.10.2023 11:27
Engu nær um það hverjir réðust á ráðstefnugestinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er engu nær um það hvaða tveir menn voru að verki þegar ráðist var á gest ráðstefnu á vegum Samtakanna '78. Yfirlögregluþjónn segir það óvenjulegt. Innlent 12.10.2023 11:13
„Hann á að vera hættur, af hverju er hann hérna?“ Samantekin ráð stjórnarandstöðunnar voru í óundirbúnum fyrirspurnartíma um að spyrja Bjarna Benediktsson sem fjármála- og efnahagsráðherra einskis í ljósi þess að hann hefur sagt af sér sem slíkur. Innlent 12.10.2023 11:12
Funduðu um „verklag og áherslur“ í Ráðherrabústaðnum Fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja funduðu í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í morgun. Meðal fundargesta voru formenn flokkanna þriggja og þingflokksformaður Sjálftstæðisflokksins. Innlent 12.10.2023 10:55
Viðhalda og undirbúa kynferðisofbeldi með ýmsum leiðum Íslenskir ofbeldismenn gera oft eitthvað til að undirbúa eða viðhalda kynferðisofbeldi sem þeir beita, en meirihluti þeirra eru tengdir brotaþolum sínum fjöslkylduböndum, eða vinir og kunningjar þeirra. Innlent 12.10.2023 10:29