Fréttir

Hefur lagt ó­lög­lega án at­huga­semda í 34 ár

Íbúi við Njálsgötu í Reykjavík er ósáttur við að borgin vilji banna honum að leggja á lóðinni sinni eins og hann hefur gert athugasemdalaust í 34 ár. Íbúinn málaði sjálfur gular línur á gangstéttina til að koma í veg fyrir að fólk legði í almenn bílastæði borgarinnar framan við heimatilbúið „einkastæði“ hans. Kærunni hefur verið vísað frá þar sem borgin hefur enn sem komið er ekki beitt þvingunaraðgerðum.

Innlent

Gul við­vörun og flug­ferðum af­lýst fram yfir há­degi

Gul veðurviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðvesturlandi og Miðhálendinu vegna suðaustan storms. Búast má við vind á bilinu fimmtán til 23 metrum á sekúndu og hviðum allt að 35 metra á sekúndu, sér í lagi undir fjallshlíðum.

Veður

Heilbrigðisráðherra reddaði vatninu í Aratungu

Mikill kurr er á meðal íbúa í uppsveitum Árnessýslu, ekki síst í Bláskógabyggð verði niðurstaðan sú að loka eigi heilsugæslustöðinni í Laugarási og opna nýja stöð á Flúðum eða á öðrum þéttbýlisstöðum í uppsveitunum. Heilbrigðisráðherra mætt á fund með íbúum til að hlusta á þeirra sjónarmið.

Innlent

Vopnað rán í Breið­holti

Tilkynnt var um vopnað rán í verslun í hverfi 109 í morgun. Ræninginn tæmdi peningaskáp sem innihélt uppgjör gærdagsins. Málið er í skoðun.

Innlent

Nær öllu flugi af­lýst vegna ó­veðursins

Nær öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í nótt og fram að hádegi á morgun hefur verið aflýst. Þá hefur einhverjum flugferðum verið frestað. Gul viðvörum tekur gildi á Suðurlandi og Faxaflóa klukkan tíu í kvöld og mun standa yfir í tæpan sólarhring. 

Innlent

Leita tveggja vegna hnífaárásar

Lögregla hefur frá því í gær leitað tveggja manna vegna hnífaárásar sem átti sér stað á Barónsstíg í Reykjavík í gærmorgun. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við Vísi og tekur fram að þeirra sé enn leitað.

Innlent

Grímur viðurkennir mistök lögreglu

Yf­ir­lög­regluþjónn viðurkennir að mistök hafi orðið þegar lögregla fann ekki blóðugan hníf, sem er líklegt morðvopn í manndrápsmáli sem varð í Drangahrauni þann sautjánda júní. Hnífurinn fannst í gær af dóttur hins látna á heimili þeirra, þar sem morðið var framið.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Óljóst er hvort tólf ára stúlka sem varð fyrir árás með stíflueyði við skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hljóti varanlegan skaða af. Stíflueyðirinn sem notaður var í árásinni hefur verið tekinn úr sölu í Hagkaup og neyðaráætlun virkjuð. 

Innlent

Fjórir sóttu um em­bætti HVest

Fjórir sóttu um embætti forstjóra HVest. Forstjóri sagði af sér í september. Núverandi og tímabundinn forstjóri er ekki meðal umsækjenda um starfið. 

Innlent

Deila um leigutekjur Hreyfils fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni þriggja félaga sem eiga lóðina Fellsmúla 24-30 í Reykjavík í sameign með Hreyfli svf. um áfryjunarleyfi. Málið snýr að deilu félaganna um leigutekjur Hreyfils vegna hluta lóðarinnar, þar sem eldsneytisstöð Orkunnar hefur staðið um árabil.

Innlent

Tólf sóttu um em­bætti for­stjóra HSS

Sveitarstjóri, núverandi starfsmenn og aðrir sérfræðingar eru meðal umsækjenda um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar HSS. Skipað verður í embættið í mars á næsta ári, til fimm ára. Fráfarandi forstjóri sækir ekki um starfið og hefur stefnt ríkinu og heilbrigðisráðherra.

Innlent

Ekki enn ljóst hvort stúlkan hafi hlotið varan­legan skaða

Stúlka, sem varð fyrir árás pilta sem hentu stíflueyðisdufti í andlit hennar á mánudagskvöld, dvaldi lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem reynt var að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. Ekki er enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af.

Innlent

Leita hug­mynda að nafni nýs hús­næðis Al­þingis

Alþingi hefur boðað til samkeppni um nafn á nýja skrifstofubyggingu Alþingis. Samkeppnin er opin almenningi og verður tilkynnt um niðurstöðuna á fullveldisdaginn, 1. desember næstkomandi, en ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun á næstu vikum.

Innlent

Óánægja með störf ríkisstjórnarinnar heldur áfram að vaxa

Óánægja með störf ríkisstjórnarinnar heldur áfram að vaxa, rúm 56 prósent mælast nú óánægð en aðeins sextán prósent ánægð. Þetta sýnir ný Maskínukönnun. Af kjósendum ríkisstjórnarinnar eru kjósendur Framsóknarflokksins og Vinstri grænna óánægðastir.

Innlent

Dóttir hins látna fann blóðugan hníf í fyrra­­dag

Nítján ára dóttir Jaroslaw Kaminski, sem var myrtur í Drangarhrauni í sumar, fann hníf sem líklega er sá sem notaður var til að bana föður hennar, í íbúðinni í fyrradag. Verjandi Maciej Jakub Talik, sem er ákærður fyrir manndráp, segir málið skandal og vinnubrögð lögreglu, sem ekki hafi fundið hnífinn, ámælisverð. 

Innlent

Hver átti sprengjuna?

Mikil óvissa ríkir um það hver beri ábyrgð á sprengingunni sem varð við al Ahli Arab sjúkrahúsið á Gasa í gærkvöldi. Strax eftir sprenginguna lýsti heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas, því yfir að hundruð hefðu fallið og særst og beindu forsvarsmenn Hamas-samtakanna spjótum sínum strax að ísraelska hernum.

Erlent