Fréttir Lyfið Spinraza samþykkt fyrir fullorðna líka Lyfið Spinraza hefur nú verið samþykkt til notkunar fyrir fullorðna sem glíma við mænuhrörnunarsjúkdómnum Spinal Muscular Atrophy (SMA). Lyfið hefur hingað til aðeins verið til notkunar fyrir börn. Fólk með sjúkdóminn hefur barist fyrir þessari breytingu. Innlent 26.10.2023 17:38 Leiður, vonlítill og þreyttur bóndi Þórólfur Ómar Óskarsson, ungur kúabóndi í Grænuhlíð í Eyjafirði, fór ófögrum orðum um núverandi rekstrarumhverfi bændastéttarinnar í ræðu sem hann flutti á baráttufundi Samtaka ungra bænda í Kópavogi í dag. Innlent 26.10.2023 17:04 Teygði sig eftir símanum og fær skertar bætur Vátryggingafélag Íslands hefur verið sýknað af kröfu manns sem höfðaði mál til heimtu fullra bóta eftir að hafa slasast í bílslysi. Maðurinn hafði teygt sig á eftir farsíma, misst stjórn á bílnum og hafnað á ljósastaur utan vegar. Innlent 26.10.2023 16:56 Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. Innlent 26.10.2023 16:42 Slátra lúsahrjáðum laxi fyrir veturinn Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. Innlent 26.10.2023 15:59 Kölluðu eftir liðsauka einkennisklæddra þegar mannfjölda dreif að Talsmaður Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að fjórir óeinkennisklæddir lögregluþjónar hafi verið sendir á vettvang þar sem sækja átti þrjá drengi, sem senda átti til Noregs, í gærkvöldi. Innlent 26.10.2023 15:53 Reikna með áframhaldandi skjálftavirkni á Reykjanesi Sérfræðingar Veðurstofu Íslands segja áfram mega búast við jarðskjálftum á Reykjanesskaganum vegna spennubreytinga vegna þenslu á töluverðu týpi undir Fagradalsfjalli. Innlent 26.10.2023 15:40 Guðni vann hetjudáð þegar maður hneig til jarðar „Fallegt að sjá Guðna forseta stíga sterkt inn þegar gamall maður hneig niður í Ikea. Litla góða Ísland í hnotskurn,“ skrifar Katrín Oddsdóttir lögmaður á Facebook-síðu sína í dag. Innlent 26.10.2023 15:38 Samtök Píeta opna aðstöðu á Ísafirði Samtök Píeta opnuðu í dag Píetaskjól á Ísafirði í aðstöðu geðræktarmiðstöðvar Vesturafls. Athvarfið er það fjórða á Íslandi en fyrsta á Vestfjörðum. Innlent 26.10.2023 15:35 Segja þrjú þúsund börn látin Sendiherra Palestínu gagnvart Sameinuðu þjóðunum segir þrjú þúsund börn hafa dáið í loftárásum Ísraela á Gasaströndina. Riyad Mansour, segir að stöðva þurfi sprengjuregnið. Erlent 26.10.2023 15:27 Flugfreyjur segja Birgi vita vel að fullyrðingar hans hafi verið rangar Stjórn Flugfreyjufélags Íslands segir fullyrðingar Birgis Jónssonar, forstjóra Play, í Silfrinu á RÚV síðastliðinn mánudag um að félagið væri undir hatti Icelandair og semdi aðeins við það rangar. Birgir eigi að sögn félagsins að vita að þessar fullyrðingar hafi verið rangar. Innlent 26.10.2023 14:51 27 látnir og miklar skemmdir í Mexíkó Yfirvöld Í Mexíkó segja minnst 27 látna og fjögurra saknað eftir að fellibylurinn Otis náði landi þar í gærmorgun. Fregnir um tjón eru enn á reiki en tugir þúsunda eru sagðir bíða í skemmdum og rafmagnslausum húsum eftir aðstoð. Erlent 26.10.2023 14:40 Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. Erlent 26.10.2023 14:15 Mikið álag á bráðamóttöku Landspítalans og löng bið Mikið álag er á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og er nú forgangsraðað eftir alvarleika. Fólk sem er ekki í bráðri hættu er hvatt til að leita annað, til dæmis á heilsugæslustöðvar eða læknavaktir utan þjónustutíma heilsugæslu. Innlent 26.10.2023 14:03 Ekki dómstóla að skera úr um krónu á móti krónu skerðingu Hæstiréttur vísaði í gær frá aðalkröfum öryrkja og Öryrkjabandalags Íslands um greiðslu vangreiddra bóta og viðurkenningu á greiðsluskyldu Tryggingastofnunar ríkisins vegna meintrar mismununar gagnvart örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum. Innlent 26.10.2023 13:47 Yfirlýsing frá KFUM og Val: „Það hryggir okkur meira en orð fá lýst“ „Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt.“ Innlent 26.10.2023 13:45 Ekkert bendi til þess að bandaríski auðkýfingurinn sé ökuníðingur Ekkert bendir til þess að sjötugur bandarískur karlmaður, sem olli alvarlegu bílslysi í Ölfusi sumarið 2021, hafi keyrt of hratt eða óvarlega. Vitni að slysinu segir slysið hafa verið byggt á misskilningi á umferðarreglum. Sá bandaríski hafi ekki verið á hraðferð eins og fullyrt er í skaðabótakröfu. Innlent 26.10.2023 13:44 Skútumálið: Gat ekki sagt hvað væri á óljósri mynd úr síma sínum Arnþrúður Þórarinsdóttir, héraðssaksóknari, varpaði í fyrradag mynd á skjá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Erfitt var fyrir viðstadda að átta sig á því hvað væri á myndinni þar sem hún var mjög óskýr. Innlent 26.10.2023 13:32 Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra Ætlanir Evrópusambandsins varðandi sendingar skotfæra til Úkraínu virðast ekki ætla að ganga eftir. Vandræði Evrópuríkja við að auka framleiðslu skotfæra gæti komið niður á vörnum Úkraínumanna og veitt Rússum ákveðið forskot. Erlent 26.10.2023 13:18 Slóvakía hættir hernaðaraðstoð við Úkraínu Nýskipaður forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, tilkynnti fyrr í dag að stjórnvöld þar í landi muni stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu og hætta þátttöku landsins í viðskiptabanni gagnvart Rússlandi. Erlent 26.10.2023 13:15 Boðar aðgerðir í baráttu við mansal Ísland stendur sig illa í baráttunni gegn vinnumansali samkvæmt eftirlitsnefnd Evrópuráðsins sem hefur áhyggjur af takmörkuðum árangri í málaflokknum. Þá er bent á ýmsa vankanta í baráttunni gegn mansali barna. Dómsmálaráðherra boðar nýja aðgerðaráætlun í málaflokknum. Innlent 26.10.2023 13:01 Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Erlent 26.10.2023 12:32 Bein útsending: Baráttufundur ungra bænda Samtök ungra bænda efna til baráttufundar í Salnum í Kópavogi í dag. Þar munu átta ungir bændur taka til máls og þrír gestafyrirlesarar auk þess sem málin verða rædd í pallborði með þáttöku gesta í sal. Von er á ráðherrum og þingmönnum. Innlent 26.10.2023 12:30 Aðgerðir í Foldahverfi virðist ekki í samræmi við lög Lögregluaðgerðirnar í Foldahverfi í gær, þar sem flytja átti þrjá drengi úr umsjá móður þeirra, verða skoðaðar segir dómsmálaráðherra. Hún segir alvarlegt að einkennisklæddir lögreglumenn hafi verið á staðnum og að viðbúnaðurinn virðist hafa gengið gegn ákvæðum barnalaga. Innlent 26.10.2023 12:09 Ákveðinn ómöguleiki í nýliðun í landbúnaði Formaður ungra bænda segir nýliðun í landbúnaði nánast ómögulega við núverandi aðstæður. Þung staða sé í greininni og hafa ungir bændur því boðað til baráttufundar til að berjast fyrir lífi sínu. Innlent 26.10.2023 12:01 Áverki á dauðum hesti ekki skotsár líkt og talið var Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú dauðdaga hests sem fannst dauður á Héraði. Áverki á hrossinu benti í fyrstu til skotsárs, en rannsókn dýralæknis bendir til annars. Innlent 26.10.2023 11:57 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um nýja skýrslu um aðgerðir gegn mansali hér á landi. Innlent 26.10.2023 11:34 Ekki aðeins „æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks á drengjum“ Lektor í íslenskum bókmenntum segir lengi hafa verið vitað að það var eitthvað meira en bara æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, á drengjum. Von er á yfirlýsingu frá KFUM vegna málsins. Innlent 26.10.2023 11:31 Dró sér tæpa milljón árið 2018 og fær ekki refsingu Kona var sakfelld fyrir fjárdrátt í gær vegna millifærslna af reikningi félags, sem hún framkvæmdi árið 2018. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekki unnt að kenna konunni um drátt málsins. Innlent 26.10.2023 11:29 Innrás yrði gífurlega erfið og framhaldið ekki síður Ísraelskir hermenn gerðu í morgun áhlaup inn á norðurhluta Gasasvæðisins og sögðu ráðamenn þar að um undirbúning fyrir mögulega innrás væri að ræða. Innrás á Gasaströndina myndi hafa miklar hörmungar í för með sér og myndi taka langan tíma. Erlent 26.10.2023 11:01 « ‹ ›
Lyfið Spinraza samþykkt fyrir fullorðna líka Lyfið Spinraza hefur nú verið samþykkt til notkunar fyrir fullorðna sem glíma við mænuhrörnunarsjúkdómnum Spinal Muscular Atrophy (SMA). Lyfið hefur hingað til aðeins verið til notkunar fyrir börn. Fólk með sjúkdóminn hefur barist fyrir þessari breytingu. Innlent 26.10.2023 17:38
Leiður, vonlítill og þreyttur bóndi Þórólfur Ómar Óskarsson, ungur kúabóndi í Grænuhlíð í Eyjafirði, fór ófögrum orðum um núverandi rekstrarumhverfi bændastéttarinnar í ræðu sem hann flutti á baráttufundi Samtaka ungra bænda í Kópavogi í dag. Innlent 26.10.2023 17:04
Teygði sig eftir símanum og fær skertar bætur Vátryggingafélag Íslands hefur verið sýknað af kröfu manns sem höfðaði mál til heimtu fullra bóta eftir að hafa slasast í bílslysi. Maðurinn hafði teygt sig á eftir farsíma, misst stjórn á bílnum og hafnað á ljósastaur utan vegar. Innlent 26.10.2023 16:56
Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. Innlent 26.10.2023 16:42
Slátra lúsahrjáðum laxi fyrir veturinn Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. Innlent 26.10.2023 15:59
Kölluðu eftir liðsauka einkennisklæddra þegar mannfjölda dreif að Talsmaður Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að fjórir óeinkennisklæddir lögregluþjónar hafi verið sendir á vettvang þar sem sækja átti þrjá drengi, sem senda átti til Noregs, í gærkvöldi. Innlent 26.10.2023 15:53
Reikna með áframhaldandi skjálftavirkni á Reykjanesi Sérfræðingar Veðurstofu Íslands segja áfram mega búast við jarðskjálftum á Reykjanesskaganum vegna spennubreytinga vegna þenslu á töluverðu týpi undir Fagradalsfjalli. Innlent 26.10.2023 15:40
Guðni vann hetjudáð þegar maður hneig til jarðar „Fallegt að sjá Guðna forseta stíga sterkt inn þegar gamall maður hneig niður í Ikea. Litla góða Ísland í hnotskurn,“ skrifar Katrín Oddsdóttir lögmaður á Facebook-síðu sína í dag. Innlent 26.10.2023 15:38
Samtök Píeta opna aðstöðu á Ísafirði Samtök Píeta opnuðu í dag Píetaskjól á Ísafirði í aðstöðu geðræktarmiðstöðvar Vesturafls. Athvarfið er það fjórða á Íslandi en fyrsta á Vestfjörðum. Innlent 26.10.2023 15:35
Segja þrjú þúsund börn látin Sendiherra Palestínu gagnvart Sameinuðu þjóðunum segir þrjú þúsund börn hafa dáið í loftárásum Ísraela á Gasaströndina. Riyad Mansour, segir að stöðva þurfi sprengjuregnið. Erlent 26.10.2023 15:27
Flugfreyjur segja Birgi vita vel að fullyrðingar hans hafi verið rangar Stjórn Flugfreyjufélags Íslands segir fullyrðingar Birgis Jónssonar, forstjóra Play, í Silfrinu á RÚV síðastliðinn mánudag um að félagið væri undir hatti Icelandair og semdi aðeins við það rangar. Birgir eigi að sögn félagsins að vita að þessar fullyrðingar hafi verið rangar. Innlent 26.10.2023 14:51
27 látnir og miklar skemmdir í Mexíkó Yfirvöld Í Mexíkó segja minnst 27 látna og fjögurra saknað eftir að fellibylurinn Otis náði landi þar í gærmorgun. Fregnir um tjón eru enn á reiki en tugir þúsunda eru sagðir bíða í skemmdum og rafmagnslausum húsum eftir aðstoð. Erlent 26.10.2023 14:40
Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. Erlent 26.10.2023 14:15
Mikið álag á bráðamóttöku Landspítalans og löng bið Mikið álag er á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og er nú forgangsraðað eftir alvarleika. Fólk sem er ekki í bráðri hættu er hvatt til að leita annað, til dæmis á heilsugæslustöðvar eða læknavaktir utan þjónustutíma heilsugæslu. Innlent 26.10.2023 14:03
Ekki dómstóla að skera úr um krónu á móti krónu skerðingu Hæstiréttur vísaði í gær frá aðalkröfum öryrkja og Öryrkjabandalags Íslands um greiðslu vangreiddra bóta og viðurkenningu á greiðsluskyldu Tryggingastofnunar ríkisins vegna meintrar mismununar gagnvart örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum. Innlent 26.10.2023 13:47
Yfirlýsing frá KFUM og Val: „Það hryggir okkur meira en orð fá lýst“ „Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt.“ Innlent 26.10.2023 13:45
Ekkert bendi til þess að bandaríski auðkýfingurinn sé ökuníðingur Ekkert bendir til þess að sjötugur bandarískur karlmaður, sem olli alvarlegu bílslysi í Ölfusi sumarið 2021, hafi keyrt of hratt eða óvarlega. Vitni að slysinu segir slysið hafa verið byggt á misskilningi á umferðarreglum. Sá bandaríski hafi ekki verið á hraðferð eins og fullyrt er í skaðabótakröfu. Innlent 26.10.2023 13:44
Skútumálið: Gat ekki sagt hvað væri á óljósri mynd úr síma sínum Arnþrúður Þórarinsdóttir, héraðssaksóknari, varpaði í fyrradag mynd á skjá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Erfitt var fyrir viðstadda að átta sig á því hvað væri á myndinni þar sem hún var mjög óskýr. Innlent 26.10.2023 13:32
Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra Ætlanir Evrópusambandsins varðandi sendingar skotfæra til Úkraínu virðast ekki ætla að ganga eftir. Vandræði Evrópuríkja við að auka framleiðslu skotfæra gæti komið niður á vörnum Úkraínumanna og veitt Rússum ákveðið forskot. Erlent 26.10.2023 13:18
Slóvakía hættir hernaðaraðstoð við Úkraínu Nýskipaður forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, tilkynnti fyrr í dag að stjórnvöld þar í landi muni stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu og hætta þátttöku landsins í viðskiptabanni gagnvart Rússlandi. Erlent 26.10.2023 13:15
Boðar aðgerðir í baráttu við mansal Ísland stendur sig illa í baráttunni gegn vinnumansali samkvæmt eftirlitsnefnd Evrópuráðsins sem hefur áhyggjur af takmörkuðum árangri í málaflokknum. Þá er bent á ýmsa vankanta í baráttunni gegn mansali barna. Dómsmálaráðherra boðar nýja aðgerðaráætlun í málaflokknum. Innlent 26.10.2023 13:01
Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Erlent 26.10.2023 12:32
Bein útsending: Baráttufundur ungra bænda Samtök ungra bænda efna til baráttufundar í Salnum í Kópavogi í dag. Þar munu átta ungir bændur taka til máls og þrír gestafyrirlesarar auk þess sem málin verða rædd í pallborði með þáttöku gesta í sal. Von er á ráðherrum og þingmönnum. Innlent 26.10.2023 12:30
Aðgerðir í Foldahverfi virðist ekki í samræmi við lög Lögregluaðgerðirnar í Foldahverfi í gær, þar sem flytja átti þrjá drengi úr umsjá móður þeirra, verða skoðaðar segir dómsmálaráðherra. Hún segir alvarlegt að einkennisklæddir lögreglumenn hafi verið á staðnum og að viðbúnaðurinn virðist hafa gengið gegn ákvæðum barnalaga. Innlent 26.10.2023 12:09
Ákveðinn ómöguleiki í nýliðun í landbúnaði Formaður ungra bænda segir nýliðun í landbúnaði nánast ómögulega við núverandi aðstæður. Þung staða sé í greininni og hafa ungir bændur því boðað til baráttufundar til að berjast fyrir lífi sínu. Innlent 26.10.2023 12:01
Áverki á dauðum hesti ekki skotsár líkt og talið var Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú dauðdaga hests sem fannst dauður á Héraði. Áverki á hrossinu benti í fyrstu til skotsárs, en rannsókn dýralæknis bendir til annars. Innlent 26.10.2023 11:57
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um nýja skýrslu um aðgerðir gegn mansali hér á landi. Innlent 26.10.2023 11:34
Ekki aðeins „æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks á drengjum“ Lektor í íslenskum bókmenntum segir lengi hafa verið vitað að það var eitthvað meira en bara æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, á drengjum. Von er á yfirlýsingu frá KFUM vegna málsins. Innlent 26.10.2023 11:31
Dró sér tæpa milljón árið 2018 og fær ekki refsingu Kona var sakfelld fyrir fjárdrátt í gær vegna millifærslna af reikningi félags, sem hún framkvæmdi árið 2018. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekki unnt að kenna konunni um drátt málsins. Innlent 26.10.2023 11:29
Innrás yrði gífurlega erfið og framhaldið ekki síður Ísraelskir hermenn gerðu í morgun áhlaup inn á norðurhluta Gasasvæðisins og sögðu ráðamenn þar að um undirbúning fyrir mögulega innrás væri að ræða. Innrás á Gasaströndina myndi hafa miklar hörmungar í för með sér og myndi taka langan tíma. Erlent 26.10.2023 11:01