Fréttir Segjast bæði geta útrýmt Hamas og frelsað gíslana Forsvarsmenn ísraelska hersins segja bæði hægt að útrýma Hamas-samtökunum og frelsa þá gísla sem vígamenn samtakanna halda á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna sögðu í gærkvöldi að samkomulag um frelsun gísla samtakanna hafi verið í sjónmáli. Yfirvöld í Ísrael hefðu tafið samkomulag. Erlent 29.10.2023 13:26 Hádegisfréttir Bylgjunnar Ísrael gerði loftárásir nærri stærsta sjúkrahúsi Gasastrandarinnar í morgun. Ísraelsmenn segja Hamas-liða hafa hreiðrað um sig í göngum undir sjúkrahúsinu. Forsætisráðherra Ísraels segir von á löngu og ströngu stríði. Farið verður yfir stöðuna á Gasaströndinni í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 29.10.2023 11:28 Voru varaðir við hótunum byssumannsins Lögregluembætti í Maine í Bandaríkjunum voru í síðasta mánuði vöruð við duldum hótunum Robert Card. Nokkrum vikum síðar framdi hann mannskæðustu skotárás ríkisins er hann skaut átján manns til bana og særði þrettán. Erlent 29.10.2023 10:47 Sprengisandur: Bændur, Gasa og gamlar syndir séra Friðriks Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 29.10.2023 09:31 Gerðu árásir við stærsta sjúkrahús Gasa Ísraelar gerðu í morgun loftárásir nærri stærsta sjúkrahúsi Gasastrandarinnar, sem er fullt af sjúklingum og tugum þúsunda manna í leit að skjóli. Ísraelski herinn hefur sakað forsvarsmenn Hamas-samtakanna um að hreiðra um sig í göngum undir sjúkrahúsinu. Erlent 29.10.2023 08:53 Bannað að vera í símanum Nýjar reglur hafa tekið gildi á hjúkrúnarheimilunum Eir, Skjóli og Hömrum þar sem starfsmönnum er ekki lengur heimilt að vera í símanum í sameiginlegum rýmum stofnananna jafnt á vinnutíma og í kaffipásum. Innlent 29.10.2023 08:00 Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. Innlent 29.10.2023 07:57 Þrjár konur slógust og hrækt í andlit lögregluþjóns Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt, ef marka má dagbók lögreglunnar í morgun. Samkvæmt henni var mikil ölvun í miðbænum og annarsstaðar og bárust margar tilkynningar um hávær samkvæmi og voru alls áttatíu mál skráð hjá lögreglu. Innlent 29.10.2023 07:27 Vildu LSD, keyptu MDMA en enduðu í járnum Karl og kona hafa verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot fyrir að flytja hingað til lands fíkniefni sem keypt voru með rafmyntinni Bitcoin. Innlent 29.10.2023 07:00 Staðan skýrist betur á morgun Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á Reykjanesskaga muni skýrast betur á morgun þegar nýjar myndir berast frá SENTINEL, gervitungli Evrópsku geimstofnunarinnar. Landris hófst við Svartsengi í gær og merki eru um aflögun við Fagradalsfjall. Ekki er talið að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborð að svo stöddu. Innlent 28.10.2023 23:35 Sameiningin samþykkt Sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur verið samþykkt í báðum sveitarfélögum. Talningu lauk í kvöld og úrslit voru kynnt á ellefta tímanum. Innlent 28.10.2023 22:33 Handtökutilskipun á hendur þýsks stjórnmálamanns Handtökutilskipun hefur verið gefin út á hendur hins 22 ára gamla Daniel Halemba, stjórnmálamanns á ríkisþingi í Bæjaralandi í Þýskalandi. Lögregla gefur ekki upp ástæður tilskipunarinnar en stjórnmálamaðurinn er meðlimur í háskólaklúbbi sem er til rannsóknar í tengslum við gripi með merkjum nasista. Erlent 28.10.2023 22:21 „Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. Innlent 28.10.2023 21:30 Mjólkurframleiðendum hefur fækkað um 25 prósent Íslenskum sauðfjárbændum hefur fækkað um 20 prósent á síðustu 10 árum, nautgripabændum um 15 prósent og mjólkurframleiðendum um 25 prósent. Matvælaráðherra segist hlusta á bændur og taka málefnum þeirra alvarlega. Innlent 28.10.2023 21:00 Teknir við ólöglegar veiðar í Elliðaám Lögreglunni barst í dag tilkynning um þrjá erlenda einstaklinga við veiðar í Elliðaám. Þegar lögregla kom á vettvang og ræddi við veiðimennina kom í ljós að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir veiðibrotinu. Lögregla vísaði mönnunum af vettvangi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 28.10.2023 20:34 Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. Innlent 28.10.2023 20:16 Deildarmyrkvi í kvöld Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur frá öllu Íslandi í kvöld. Lítill hluti tunglskífunnar mun myrkvast og þá mun líta út eins og biti hafi verið tekinn úr tunglinu. Deildarmyrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 20.00. Innlent 28.10.2023 19:23 Mike Pence hættur við forsetaframboðið Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt. Erlent 28.10.2023 18:46 „Verkefni okkar er skýrt“ „Þetta er annar fasi stríðsins. Verkefni okkar er skýrt: að eyðileggja her Hamas og koma fórnarlömbum aftur heim. Ísraelar ætla að koma í veg fyrir þessa illsku, öllu mannkyninu til góða,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael á blaðamannafundi á sjötta tímanum í dag. Hann staðfestir að hermenn Ísraela séu komnir inn á Gasa. Erlent 28.10.2023 18:18 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ísraelski herinn réðst í umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina síðan átök hófust fyrir þremur vikum. Herinn hefur enn á ný hvatt íbúa norðurhluta strandarinnar til að flýja til suðurs. Innlent 28.10.2023 18:00 Neyðarsendir fór í gang við flutninga Starfsmenn Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitarmenn og lögregluþjónar voru með mikinn viðbúnað í dag þegar neyðarboð barst frá eins hreyfils flugvél í Fljótavík. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út og Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð virkjuð. Innlent 28.10.2023 16:26 Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. Innlent 28.10.2023 16:01 Líkir Mið-Austurlöndum við tifandi tímasprengju Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, líkti Mið-Austurlöndum í morgun við tifandi tímasprengju. Þá hvatti talsmaður Ísraelshers íbúa norðurhluta Gasastrandarinnar til að flýja til suðurs en Ísraelar hafa gert gífurlega umfangsmiklar árásir á svæði nótt og í dag. Erlent 28.10.2023 15:04 Fimmtán börn og fjölskyldur fengu ferðastyrk Vildarbarna Fimmtán börnum og fjölskyldum þeirra var afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair í dag. Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum eða börnum sem búa við erfið skilyrði tækifæri til þess að fara í draumaferð til útlanda. Innlent 28.10.2023 14:41 Spænska kirkjan: 440 þúsund börn beitt kynferðislegu ofbeldi Meira en 400.000 börn hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af kirkjunnar mönnum á Spáni á síðustu áratugum. Þetta er mesti fjöldi fórnarlamba í nokkru landi í hinum kaþólska heimi. Erlent 28.10.2023 14:31 Landris mælist norðvestan við Þorbjörn GPS gögn og myndir frá gervitunglum sýna skýr merki um landris nærri Svartengi sem virðist hafa hafist í gær. Innlent 28.10.2023 14:04 Heilbrigðisráðherra hrósar sjúkraflutningum á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi hafa farið í um þrjú þúsund útköll það sem af er árinu en tuttugu og fimm sjúkraflutningamenn ganga vaktir allan sólarhringinn á starfsstöðinni á Selfossi. Heilbrigðisráðherra sá ástæðu til að hrósa sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi sérstaklega fyrir góð störf á fjölmennum opnum fundi. Innlent 28.10.2023 13:00 „Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. Innlent 28.10.2023 12:41 Bein útsending: Sigmundur Davíð ávarpar Miðflokksmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, mun flytja ræðu á landsþingi Miðflokksins klukkan 13 í dag. Innlent 28.10.2023 12:31 Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Þingmenn Vinstri grænna telja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun Jórdana á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Ályktunin var um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni en Ísland sat hjá. Innlent 28.10.2023 12:06 « ‹ ›
Segjast bæði geta útrýmt Hamas og frelsað gíslana Forsvarsmenn ísraelska hersins segja bæði hægt að útrýma Hamas-samtökunum og frelsa þá gísla sem vígamenn samtakanna halda á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna sögðu í gærkvöldi að samkomulag um frelsun gísla samtakanna hafi verið í sjónmáli. Yfirvöld í Ísrael hefðu tafið samkomulag. Erlent 29.10.2023 13:26
Hádegisfréttir Bylgjunnar Ísrael gerði loftárásir nærri stærsta sjúkrahúsi Gasastrandarinnar í morgun. Ísraelsmenn segja Hamas-liða hafa hreiðrað um sig í göngum undir sjúkrahúsinu. Forsætisráðherra Ísraels segir von á löngu og ströngu stríði. Farið verður yfir stöðuna á Gasaströndinni í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 29.10.2023 11:28
Voru varaðir við hótunum byssumannsins Lögregluembætti í Maine í Bandaríkjunum voru í síðasta mánuði vöruð við duldum hótunum Robert Card. Nokkrum vikum síðar framdi hann mannskæðustu skotárás ríkisins er hann skaut átján manns til bana og særði þrettán. Erlent 29.10.2023 10:47
Sprengisandur: Bændur, Gasa og gamlar syndir séra Friðriks Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 29.10.2023 09:31
Gerðu árásir við stærsta sjúkrahús Gasa Ísraelar gerðu í morgun loftárásir nærri stærsta sjúkrahúsi Gasastrandarinnar, sem er fullt af sjúklingum og tugum þúsunda manna í leit að skjóli. Ísraelski herinn hefur sakað forsvarsmenn Hamas-samtakanna um að hreiðra um sig í göngum undir sjúkrahúsinu. Erlent 29.10.2023 08:53
Bannað að vera í símanum Nýjar reglur hafa tekið gildi á hjúkrúnarheimilunum Eir, Skjóli og Hömrum þar sem starfsmönnum er ekki lengur heimilt að vera í símanum í sameiginlegum rýmum stofnananna jafnt á vinnutíma og í kaffipásum. Innlent 29.10.2023 08:00
Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. Innlent 29.10.2023 07:57
Þrjár konur slógust og hrækt í andlit lögregluþjóns Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt, ef marka má dagbók lögreglunnar í morgun. Samkvæmt henni var mikil ölvun í miðbænum og annarsstaðar og bárust margar tilkynningar um hávær samkvæmi og voru alls áttatíu mál skráð hjá lögreglu. Innlent 29.10.2023 07:27
Vildu LSD, keyptu MDMA en enduðu í járnum Karl og kona hafa verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot fyrir að flytja hingað til lands fíkniefni sem keypt voru með rafmyntinni Bitcoin. Innlent 29.10.2023 07:00
Staðan skýrist betur á morgun Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á Reykjanesskaga muni skýrast betur á morgun þegar nýjar myndir berast frá SENTINEL, gervitungli Evrópsku geimstofnunarinnar. Landris hófst við Svartsengi í gær og merki eru um aflögun við Fagradalsfjall. Ekki er talið að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborð að svo stöddu. Innlent 28.10.2023 23:35
Sameiningin samþykkt Sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur verið samþykkt í báðum sveitarfélögum. Talningu lauk í kvöld og úrslit voru kynnt á ellefta tímanum. Innlent 28.10.2023 22:33
Handtökutilskipun á hendur þýsks stjórnmálamanns Handtökutilskipun hefur verið gefin út á hendur hins 22 ára gamla Daniel Halemba, stjórnmálamanns á ríkisþingi í Bæjaralandi í Þýskalandi. Lögregla gefur ekki upp ástæður tilskipunarinnar en stjórnmálamaðurinn er meðlimur í háskólaklúbbi sem er til rannsóknar í tengslum við gripi með merkjum nasista. Erlent 28.10.2023 22:21
„Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. Innlent 28.10.2023 21:30
Mjólkurframleiðendum hefur fækkað um 25 prósent Íslenskum sauðfjárbændum hefur fækkað um 20 prósent á síðustu 10 árum, nautgripabændum um 15 prósent og mjólkurframleiðendum um 25 prósent. Matvælaráðherra segist hlusta á bændur og taka málefnum þeirra alvarlega. Innlent 28.10.2023 21:00
Teknir við ólöglegar veiðar í Elliðaám Lögreglunni barst í dag tilkynning um þrjá erlenda einstaklinga við veiðar í Elliðaám. Þegar lögregla kom á vettvang og ræddi við veiðimennina kom í ljós að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir veiðibrotinu. Lögregla vísaði mönnunum af vettvangi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 28.10.2023 20:34
Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. Innlent 28.10.2023 20:16
Deildarmyrkvi í kvöld Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur frá öllu Íslandi í kvöld. Lítill hluti tunglskífunnar mun myrkvast og þá mun líta út eins og biti hafi verið tekinn úr tunglinu. Deildarmyrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 20.00. Innlent 28.10.2023 19:23
Mike Pence hættur við forsetaframboðið Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt. Erlent 28.10.2023 18:46
„Verkefni okkar er skýrt“ „Þetta er annar fasi stríðsins. Verkefni okkar er skýrt: að eyðileggja her Hamas og koma fórnarlömbum aftur heim. Ísraelar ætla að koma í veg fyrir þessa illsku, öllu mannkyninu til góða,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael á blaðamannafundi á sjötta tímanum í dag. Hann staðfestir að hermenn Ísraela séu komnir inn á Gasa. Erlent 28.10.2023 18:18
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ísraelski herinn réðst í umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina síðan átök hófust fyrir þremur vikum. Herinn hefur enn á ný hvatt íbúa norðurhluta strandarinnar til að flýja til suðurs. Innlent 28.10.2023 18:00
Neyðarsendir fór í gang við flutninga Starfsmenn Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitarmenn og lögregluþjónar voru með mikinn viðbúnað í dag þegar neyðarboð barst frá eins hreyfils flugvél í Fljótavík. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út og Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð virkjuð. Innlent 28.10.2023 16:26
Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. Innlent 28.10.2023 16:01
Líkir Mið-Austurlöndum við tifandi tímasprengju Abdel Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, líkti Mið-Austurlöndum í morgun við tifandi tímasprengju. Þá hvatti talsmaður Ísraelshers íbúa norðurhluta Gasastrandarinnar til að flýja til suðurs en Ísraelar hafa gert gífurlega umfangsmiklar árásir á svæði nótt og í dag. Erlent 28.10.2023 15:04
Fimmtán börn og fjölskyldur fengu ferðastyrk Vildarbarna Fimmtán börnum og fjölskyldum þeirra var afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair í dag. Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum eða börnum sem búa við erfið skilyrði tækifæri til þess að fara í draumaferð til útlanda. Innlent 28.10.2023 14:41
Spænska kirkjan: 440 þúsund börn beitt kynferðislegu ofbeldi Meira en 400.000 börn hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi af kirkjunnar mönnum á Spáni á síðustu áratugum. Þetta er mesti fjöldi fórnarlamba í nokkru landi í hinum kaþólska heimi. Erlent 28.10.2023 14:31
Landris mælist norðvestan við Þorbjörn GPS gögn og myndir frá gervitunglum sýna skýr merki um landris nærri Svartengi sem virðist hafa hafist í gær. Innlent 28.10.2023 14:04
Heilbrigðisráðherra hrósar sjúkraflutningum á Suðurlandi Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi hafa farið í um þrjú þúsund útköll það sem af er árinu en tuttugu og fimm sjúkraflutningamenn ganga vaktir allan sólarhringinn á starfsstöðinni á Selfossi. Heilbrigðisráðherra sá ástæðu til að hrósa sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi sérstaklega fyrir góð störf á fjölmennum opnum fundi. Innlent 28.10.2023 13:00
„Ótrúlega aumingjalegt“ Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega. Innlent 28.10.2023 12:41
Bein útsending: Sigmundur Davíð ávarpar Miðflokksmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, mun flytja ræðu á landsþingi Miðflokksins klukkan 13 í dag. Innlent 28.10.2023 12:31
Segja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun um vopnahlé Þingmenn Vinstri grænna telja að Ísland hefði átt að samþykkja ályktun Jórdana á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. Ályktunin var um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni en Ísland sat hjá. Innlent 28.10.2023 12:06