Fréttir

Segjast bæði geta útrýmt Hamas og frelsað gíslana

Forsvarsmenn ísraelska hersins segja bæði hægt að útrýma Hamas-samtökunum og frelsa þá gísla sem vígamenn samtakanna halda á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna sögðu í gærkvöldi að samkomulag um frelsun gísla samtakanna hafi verið í sjónmáli. Yfirvöld í Ísrael hefðu tafið samkomulag.

Erlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Ísrael gerði loftárásir nærri stærsta sjúkrahúsi Gasastrandarinnar í morgun. Ísraelsmenn segja Hamas-liða hafa hreiðrað um sig í göngum undir sjúkrahúsinu. Forsætisráðherra Ísraels segir von á löngu og ströngu stríði. Farið verður yfir stöðuna á Gasaströndinni í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent

Voru var­að­ir við hót­un­um byss­u­manns­ins

Lögregluembætti í Maine í Bandaríkjunum voru í síðasta mánuði vöruð við duldum hótunum Robert Card. Nokkrum vikum síðar framdi hann mannskæðustu skotárás ríkisins er hann skaut átján manns til bana og særði þrettán.

Erlent

Sprengisandur: Bændur, Gasa og gamlar syndir séra Friðriks

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Innlent

Gerðu árásir við stærsta sjúkrahús Gasa

Ísraelar gerðu í morgun loftárásir nærri stærsta sjúkrahúsi Gasastrandarinnar, sem er fullt af sjúklingum og tugum þúsunda manna í leit að skjóli. Ísraelski herinn hefur sakað forsvarsmenn Hamas-samtakanna um að hreiðra um sig í göngum undir sjúkrahúsinu.

Erlent

Bannað að vera í símanum

Nýjar reglur hafa tekið gildi á hjúkrúnarheimilunum Eir, Skjóli og Hömrum þar sem starfsmönnum er ekki lengur heimilt að vera í símanum í sameiginlegum rýmum stofnananna jafnt á vinnutíma og í kaffipásum.

Innlent

Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis

Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu.

Innlent

Þrjár konur slógust og hrækt í andlit lögregluþjóns

Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt, ef marka má dagbók lögreglunnar í morgun. Samkvæmt henni var mikil ölvun í miðbænum og annarsstaðar og bárust margar tilkynningar um hávær samkvæmi og voru alls áttatíu mál skráð hjá lögreglu.

Innlent

Staðan skýrist betur á morgun

Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á Reykjanesskaga muni skýrast betur á morgun þegar nýjar myndir berast frá SENTINEL, gervitungli Evrópsku geimstofnunarinnar. Landris hófst við Svartsengi í gær og merki eru um aflögun við Fagradalsfjall. Ekki er talið að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborð að svo stöddu.

Innlent

Sam­einingin sam­þykkt

Sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur verið samþykkt í báðum sveitarfélögum. Talningu lauk í kvöld og úrslit voru kynnt á ellefta tímanum.

Innlent

Hand­töku­til­skipun á hendur þýsks stjórn­mála­manns

Handtökutilskipun hefur verið gefin út á hendur hins 22 ára gamla Daniel Halemba, stjórnmálamanns á ríkisþingi í Bæjaralandi í Þýskalandi. Lögregla gefur ekki upp ástæður tilskipunarinnar en stjórnmálamaðurinn er meðlimur í háskólaklúbbi sem er til rannsóknar í tengslum við gripi með merkjum nasista.

Erlent

Teknir við ó­lög­legar veiðar í Elliða­ám

Lögreglunni barst í dag tilkynning um þrjá erlenda einstaklinga við veiðar í Elliðaám. Þegar lögregla kom á vettvang og ræddi við veiðimennina kom í ljós að þeir hafi ekki gert sér grein fyrir veiðibrotinu. Lögregla vísaði mönnunum af vettvangi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent

Hjá­setan merki um fylgi­spekt við Banda­ríkin

Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin.

Innlent

Deildar­myrkvi í kvöld

Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur frá öllu Íslandi í kvöld. Lítill hluti tunglskífunnar mun myrkvast og þá mun líta út eins og biti hafi verið tekinn úr tunglinu. Deildarmyrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 20.00.

Innlent

Mike Pence hættur við for­seta­fram­boðið

Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt.

Erlent

„Verk­efni okkar er skýrt“

„Þetta er annar fasi stríðsins. Verkefni okkar er skýrt: að eyðileggja her Hamas og koma fórnarlömbum aftur heim. Ísraelar ætla að koma í veg fyrir þessa illsku, öllu mannkyninu til góða,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael á blaðamannafundi á sjötta tímanum í dag. Hann staðfestir að hermenn Ísraela séu komnir inn á Gasa.

Erlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ísraelski herinn réðst í umfangsmestu loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina síðan átök hófust fyrir þremur vikum. Herinn hefur enn á ný hvatt íbúa norðurhluta strandarinnar til að flýja til suðurs. 

Innlent

Neyðarsendir fór í gang við flutninga

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitarmenn og lögregluþjónar voru með mikinn viðbúnað í dag þegar neyðarboð barst frá eins hreyfils flugvél í Fljótavík. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út og Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð virkjuð.

Innlent

Skyndimótmæli í miðbænum

Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni.

Innlent

Heilbrigðisráðherra hrósar sjúkraflutningum á Suðurlandi

Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi hafa farið í um þrjú þúsund útköll það sem af er árinu en tuttugu og fimm sjúkraflutningamenn ganga vaktir allan sólarhringinn á starfsstöðinni á Selfossi. Heilbrigðisráðherra sá ástæðu til að hrósa sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi sérstaklega fyrir góð störf á fjölmennum opnum fundi.

Innlent

„Ó­trú­lega aumingja­legt“

Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. Utanríkisráðuneytið segir að ekki hafi náðst samstaða í þinginu um tillögu sem breytti orðalagi ályktunarinnar á þá leið að grimmdarverk Hamas-samtakanna yrðu fordæmd í leiðinni. Þingmaður Pírata segir afstöðu Íslands aumingjalega.

Innlent