Fréttir

Brotlentu öðru einkafari á tunglinu

Japanska geimfyrirtækið ispace brotlenti öðru geimfari á tunglinu í gærkvöldi. Þetta var önnur tilraun fyrirtækisins til að lenda smáu tunglfari í einkaeigu en báðar hafa misheppnast.

Erlent

Fyrir­sjáan­legar deilur: Valda­mesti maður heims og sá ríkasti hnakkrífast

Forseti Bandaríkjanna, valdamesti maður heims, og auðugasti maður heims, sem hafa unnið náið saman á undanförnum mánuðum, skutu föstum skotum hvor að öðrum í gær. Hvor á sínum eigin samfélagsmiðli. Donald Trump kallaði Elon Musk meðal annars klikkaðan og Musk sagði að bola ætti Trump úr embætti og stakk upp á því að stofna nýjan stjórnmálaflokk, svo eitthvað sé nefnt.

Erlent

Eldar loguðu í Kænu­garði eftir um­fangs­miklar á­rásir Rússa

Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi.

Erlent

Neitaði að blása í áfengismæli

Ökumaður sem stöðvaður var í Reykjavík í gærkvöldi vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis, neitaði að blása í áfengismæli. Í dagbók lögreglu segir að hann verði því einnig kærður fyrir að neita að veita atbeina við ransókn máls.

Innlent

Mörgu á­bóta­vant við byggingu Brákarborgar

Ný skýrsla sem kynnt var fyrir borgarráði í dag um framkvæmdir í leikskólanum Brákarborg sýnir að mörgu hafi verið ábótavant við framkvæmdirnar. Til að mynda hófust framkvæmdir á þaki hússins áður en teikningar frá hönnuði og burðarvirkishönnuði lágu fyrir frá byggingarfulltrúa.

Innlent

Fram­tíð kirkjunnar enn ó­ráðin

Héraðsdómur hefur ómerkt málsmeðferð Héraðsdóms Reykjaness í máli Lýðs Árna Friðjónssonar á hendur Fríkirkjunni Kefas og Kópavogsbæ. Lögmenn allra málsaðila voru fjarverandi án þess að boða lögmæt forföll og því fer málið aftur í hérað. Málið á rætur að rekja aftur til ársins 1967.

Innlent

Inga Sæ­land segist vera allt of löt að hreyfa sig

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra skellir sér í leikfimisfötin nokkrum sinnum í viku og drífur sig í leikfimi með eldra fólki en hún var að setja af stað átakið “Hreyfing alla ævi” þar sem markmiðið er að hvetja eldra fólk um allt land að stunda reglulega hreyfingu.

Innlent

Parísarhjólið rís á ný

Reykjavíkurborg hyggst endurtaka leikinn frá síðasta sumri og semur við Taylor's Tivoli Iceland um uppsetningu á parísarhjóli í miðborginni.

Innlent

Sérsveitin kölluð út vegna vopnaðs manns

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til aðstoðar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu við útkall á Frakkastíg við Hverfisgötu. Tilkynnt var um mann vopnaðan hníf. Hann hafði ekki uppi ógnandi framferði og engan sakaði.

Innlent

Ferða­maður ók húsbíl niður göngu­stíg

Ferðamaður ók húsbíl inn á göngustíg við gatnamót Laugavegs og Kringlumýrarbrautar eftir að hafa næstum ekið yfir gangandi vegfaranda á gangbraut gatnanna á milli. Útleigjandinn segir það ekki á ábyrgð bílaleiga að upplýsa leigjendur um að forðast eigi að aka á göngustígum.

Innlent

Biðjast af­sökunar á um­mælum björgunarmanns

Björgunarsveitin Dalvík hefur leiðrétt og beðist afsökunar á „full hvössum“ ummælum björgunarmanns sem sagði að sveitin hefði ítrekað sinnt útköllum á ákveðnum sveitarbæ. Sveitin harmar að ummælin hafi orðið ábúendum til ama.

Innlent

Dómur yfir Erni Geir­dal mildaður

Landsréttur hefur dæmt Örn Geirdal Steinólfsson í fimm ára fangelsi fyrir manndrápstilraun í Vesturbæ Reykjavíkur í janúar í fyrra. Hann þarf að greiða karlmanni sem hann veitti lífshættulega áverka 2,2 milljónir króna í miskabætur.

Innlent