Carragher ráðleggur Klopp að kaupa menn í þessar stöður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2015 09:30 Jürgen Klopp. Vísir/Getty Jamie Carragher, knattspyrnusérfræðingur Sky Sports sjónvarpsstöðvarinnar og fyrrum leikmaður Liverpool í sautján ár, sagði sína skoðun á því hvernig væri best fyrir knattspyrnustjórann Jürgen Klopp að styrkja Liverpool-liðið í janúarglugganum. „Ef ég væri Klopp þá væri ég að velta fyrir mér að ná í markvörð, tvo miðverði og afturliggjandi miðjumann," sagði Jamie Carragher. „Gleymið þessum sigurleikjum á móti Manchester City og Chelsea. Liðið mætir toppliði bara einu sinni í mánuði og það eru bara fjögur eða fimm slík lið í deildinni," sagði Carragher. „Newcastle og Watford eru liðin sem Liverpool er að spila á móti stærsta hluta tímabilsins og þessir tapleikir hafa örugglega verið mikið áfall fyrir Klopp. Svona er bara enska úrvalsdeildin og Liverpool hefur ekki leikmenn til að komast í gegnum slíka leiki," sagði Carragher.Sky Sports tók saman ummæli Jamie Carragher í samantektargrein hjá sér þar sem farið var yfir hvaða leikmenn koma til greina fyrir Liverpool í umræddar stöður. Jack Butland, hinn 22 ára gamli markvörður Stoke City er þar fremstur á blaði en hann hefur haldið sjö sinnum hreinu á leiktíðinni og varið 80,95 prósent skota sem hafa komið á hann eða hærra hlutfall en allir markverðir deildarinnar. Liverpool hefur einnig verið orðað við Steve Mandanda, fyrirliða og markvörð franska liðsins Marseille sem yrði án efa mun ódýrari kostur. Miðvörðurinn Martin Skrtel er meiddur og verður frá keppni næstu vikurnar. Það er ekki raunhæft fyrir Liverpool að fá Mats Hummels frá Dortmund en félagið gæti kannski tekið annan miðvörð hjá þýska félaginu. Neven Subotic var meiddur framan af tímabili og missti byrjunarliðssæti sitt til Sokratis Papastathopoulos. Liverpool hefur einnig verið orðað við Joel Matip, 24 ára miðvörð þýska liðsins Schalke en hann hefur spilað mjög vel í þýsku deildinni á þessu tímabili. Serbneski miðjumaðurinn Marko Grujic er á leið til Liverpool frá Rauðu Stjörnunni en hann verður í láni í Serbíu út tímabilið. Það hefur aftur á móti verið skrifað um það í enskum miðlum að Klopp vilji fá þýska landsliðsmanninn Ilkay Gundogan sem spilaði fyrir hann hjá Dortmund. Það er þó ekki líklegt að Dortmund vilja selja hann. Úrslit síðustu leikja sýna það og sanna að Jürgen Klopp þarf að hreinsa til í herbúðum Liverpool og koma með nýtt blóð inn í liðið. Leikmenn sem spiluðu fyrir hann hjá Dortmund eru alltaf í umræðunni en hvort Klopp vilji leita þangað er önnur saga. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Jamie Carragher, knattspyrnusérfræðingur Sky Sports sjónvarpsstöðvarinnar og fyrrum leikmaður Liverpool í sautján ár, sagði sína skoðun á því hvernig væri best fyrir knattspyrnustjórann Jürgen Klopp að styrkja Liverpool-liðið í janúarglugganum. „Ef ég væri Klopp þá væri ég að velta fyrir mér að ná í markvörð, tvo miðverði og afturliggjandi miðjumann," sagði Jamie Carragher. „Gleymið þessum sigurleikjum á móti Manchester City og Chelsea. Liðið mætir toppliði bara einu sinni í mánuði og það eru bara fjögur eða fimm slík lið í deildinni," sagði Carragher. „Newcastle og Watford eru liðin sem Liverpool er að spila á móti stærsta hluta tímabilsins og þessir tapleikir hafa örugglega verið mikið áfall fyrir Klopp. Svona er bara enska úrvalsdeildin og Liverpool hefur ekki leikmenn til að komast í gegnum slíka leiki," sagði Carragher.Sky Sports tók saman ummæli Jamie Carragher í samantektargrein hjá sér þar sem farið var yfir hvaða leikmenn koma til greina fyrir Liverpool í umræddar stöður. Jack Butland, hinn 22 ára gamli markvörður Stoke City er þar fremstur á blaði en hann hefur haldið sjö sinnum hreinu á leiktíðinni og varið 80,95 prósent skota sem hafa komið á hann eða hærra hlutfall en allir markverðir deildarinnar. Liverpool hefur einnig verið orðað við Steve Mandanda, fyrirliða og markvörð franska liðsins Marseille sem yrði án efa mun ódýrari kostur. Miðvörðurinn Martin Skrtel er meiddur og verður frá keppni næstu vikurnar. Það er ekki raunhæft fyrir Liverpool að fá Mats Hummels frá Dortmund en félagið gæti kannski tekið annan miðvörð hjá þýska félaginu. Neven Subotic var meiddur framan af tímabili og missti byrjunarliðssæti sitt til Sokratis Papastathopoulos. Liverpool hefur einnig verið orðað við Joel Matip, 24 ára miðvörð þýska liðsins Schalke en hann hefur spilað mjög vel í þýsku deildinni á þessu tímabili. Serbneski miðjumaðurinn Marko Grujic er á leið til Liverpool frá Rauðu Stjörnunni en hann verður í láni í Serbíu út tímabilið. Það hefur aftur á móti verið skrifað um það í enskum miðlum að Klopp vilji fá þýska landsliðsmanninn Ilkay Gundogan sem spilaði fyrir hann hjá Dortmund. Það er þó ekki líklegt að Dortmund vilja selja hann. Úrslit síðustu leikja sýna það og sanna að Jürgen Klopp þarf að hreinsa til í herbúðum Liverpool og koma með nýtt blóð inn í liðið. Leikmenn sem spiluðu fyrir hann hjá Dortmund eru alltaf í umræðunni en hvort Klopp vilji leita þangað er önnur saga.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira