Enski boltinn

N´Zogbia til Wigan

NordicPhotos/GettyImages

Franski miðjumaðurinn Charles N´Zogbia er genginn í raðir Wigan frá Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.

Newcastle fær varnarmanninn Ryan Taylor frá Wigan í staðinn, en enskum miðlum ber sem stendur ekki saman um hvort um er að ræða bein skipti eða sitt hvora söluna.

N´Zogbia lýsti því yfir fyrir nokkrum dögum að hann myndi aldrei aftur spila undir stjórn Joe Kinnear hjá Newcastle og hefur nú gert þriggja og hálfs árs samning við Wigan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×