Enski boltinn

Jo lánaður til Everton

Jo hefur ekki verið í byrjunarliði City síðan í október
Jo hefur ekki verið í byrjunarliði City síðan í október AFP

Enska úrvalsdeildarliðið Everton hefur nú loksins á að skipa einum framherja eftir að það fékk Brasilíumanninn Jo lánaðan frá Manchester City út leiktíðina.

Allir framherjar Everton hafa verið á meiðslalistanum undanfarnar vikur og í raun er með ólíkindum að félagið skuli fyrst nú vera að bregðast við vandanum.

Miðjumaðurinn Tim Cahill hefur til þessa séð um að leysa framherjastöðuna hjá liðinu og hefur reyndar staðið sig ótrúlega vel.

Jo er 21 árs gamall og var keyptur til City frá CSKA í Moskvu fyrir allt að 18 milljónir punda, en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Mark Hughes.

Jo hefur skorað þrjú mörk í 18 leikjum fyrir City eftir að hafa skorað 44 mörk í 77 leikjum fyrir Rússana.

Hann hefur ekki skorað fyrir City síðan hann setti eitt mark í 6-0 sigri liðsins á Portsmouth í deildinni í september í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×