Innlent

Ný flugstöð útilokar samgöngumiðstöð

Fyrirhuguð samgöngumiðstöð.
Fyrirhuguð samgöngumiðstöð.
Unnt er að hefja smíði samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli innan fárra mánaða. Hún er hins vegar úr myndinni ef ráðist verður í smíði flugstöðvar við gömlu Flugfélagsafgreiðsluna, að mati stjórnarformanns Flugstoða, sem segir menn verða að velja þar á milli.

Í umræðum um ósk Iceland Express um aðstöðu til innanlandsflugs á Reykjavíkurflugvelli hefur þeirri hugmynd verið varpað fram að reisa bráðabirgðaflugstöð við hlið afgreiðslu Flugfélags Íslands. Á sama tíma stendur yfir undirbúningur að smíði samgöngumiðstöðvar norðan Loftleiðahótelsins. Formaður verkefnisstjórnar samgöngumiðstöðvar er Ólafur Sveinsson, stjórnarformaður Flugstoða, og sagði hann í samtali við Stöð 2 í dag að verkefnið væri það langt komið að framkvæmdir gætu hafist innan fárra mánaða. Beðið væri eftir svörum frá skipulagsyfirvöldum í Reykjavík. Telur hann að samgöngumiðstöðin gæti verið tilbúin í ársbyrjun 2010, innan tveggja ára. Ólafur segir hins vegar að ef farið verður í byggingu flugstöðvar vestan megin vallarins þá verði samgöngumiðstöð ekki byggð. Það telji hann að sé öllum ljóst og telur enga breyta þótt hún yrði kölluð bráðabirgðaflugstöð enda sé núverandi flugafgreiðsla búin að vera til bráðabirgða í hálfa öld. Menn þurfi því að velja á milli þess að byggja samgöngumiðstöð eða flugstöð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.