Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2025 16:00 FH-ingar sóttu þrjú góð stig í Mosfellsbæinn í dag. Vísir/Anton Brink Sigurður Bjartur Hallsson tryggði FH-ingum öll þrjú stigin í Mosfellsbænum í dag en FH vann þá 2-1 sigur á Aftureldingu i 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Mosfellingar voru mjög ósáttir með að sigurmarkið hafi fengið að standa en það leit dagsins ljós á 57. mínútu leiksins. Sigurður Bjartur hoppaði þá upp í fyrirgjöf með Jökli Andréssyni og hafði betur. Boltinn féll fyrir framherjann í framhaldinu í markteignum og Sigurður Bjartur klippti hann í tómt markið. Dómarinn mat það þannig að Jökull hafði ekki verið með tak á boltanum og markið fékk því að standa. Björn Daníel Sverrisson kom FH yfir með skalla úr markteig á 28. mínútu eftir laglega fyrirgjöf frá Kjartani Kára Halldórssyni. Afturelding jafnaði metin úr vítaspyrnu á 35. mínútu sem Bjartur Bjarmi Barkarson fiskaði en Hrannar Snær Magnússon skoraði úr. FH-ingar eru í fimmta sæti deildarinnar en þetta var þriðji sigur liðsins í síðustu fjórum leikjum þar af annar sigurleikurinn í röð á gervigrasi. Afturelding hefur ekki unnið leik síðan 23. júní og er nú þremur stigum frá öruggu sæti. Uppskeran í síðustu níu leikjum eru aðeins fjögur stig. Besta deild karla Afturelding FH
Sigurður Bjartur Hallsson tryggði FH-ingum öll þrjú stigin í Mosfellsbænum í dag en FH vann þá 2-1 sigur á Aftureldingu i 21. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Mosfellingar voru mjög ósáttir með að sigurmarkið hafi fengið að standa en það leit dagsins ljós á 57. mínútu leiksins. Sigurður Bjartur hoppaði þá upp í fyrirgjöf með Jökli Andréssyni og hafði betur. Boltinn féll fyrir framherjann í framhaldinu í markteignum og Sigurður Bjartur klippti hann í tómt markið. Dómarinn mat það þannig að Jökull hafði ekki verið með tak á boltanum og markið fékk því að standa. Björn Daníel Sverrisson kom FH yfir með skalla úr markteig á 28. mínútu eftir laglega fyrirgjöf frá Kjartani Kára Halldórssyni. Afturelding jafnaði metin úr vítaspyrnu á 35. mínútu sem Bjartur Bjarmi Barkarson fiskaði en Hrannar Snær Magnússon skoraði úr. FH-ingar eru í fimmta sæti deildarinnar en þetta var þriðji sigur liðsins í síðustu fjórum leikjum þar af annar sigurleikurinn í röð á gervigrasi. Afturelding hefur ekki unnið leik síðan 23. júní og er nú þremur stigum frá öruggu sæti. Uppskeran í síðustu níu leikjum eru aðeins fjögur stig.