Hlaup

Fréttamynd

Skítugasta hlaup ársins á laugardaginn

„Við hjá Krónunni höfum ávallt hvatt okkar starfsfólk og viðskiptavini til að huga að heilsusamlegu líferni og ekki síst að hafa gaman og því lá þátttaka okkar í Drulluhlaupinu í augum uppi. Við hlökkum til að hlaupa af stað inn í skemmtilegasta og drullugasta viðburð ársins og vonumst til að sjá sem flesta,“ segir Fanney Bjarnadóttir, verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Krónunni en Drulluhlaup Krónunnar fer fram í Mosfellsbæ á laugardaginn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Ég hef fundið að ég díla við sorgina með hlaupum“

Útvarpskonan Ósk Gunnarsdóttir hefur unnið úr sorginni sem fylgdi föðurmissinum sem hún upplifði fyrir rúmu ári síðan með hlaupum. Í ár hleypur hún fyrir Alzheimersamtökin í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og safnar áheitum sem renna til samtakanna. 

Lífið
Fréttamynd

Efstu tíu safnað rúmum fjórum milljónum

Þeir tíu hlauparar sem hafa safnað mest fyrir góðgerðarsamtök með þátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hafa samtals safnað rúmum fjórum milljónum króna. Hlaupararnir hlaupa fyrir átta mismunandi góðgerðarfélög.

Lífið
Fréttamynd

Andrea og Arnar unnu Lauga­vegs­hlaupið

Arnar Pétursson var fljótastur að hlaupa Laugaveginn í karlaflokki á tímanum 4:04:53 og Andrea Kolbeinsdóttir var hlutskörpust kvenna á nýju brautarmeti, 4:33:07. Í fyrra varð hún fyrst kvenna til að hlaupa kílómetrana 55 á minna en fimm klukkustundum.

Sport
Fréttamynd

Búast við nýju móts­meti á Lauga­veginum

Skipuleggjendur Laugavegshlaupsins búast við því að fyrsti hlaupari í mark muni bæta mótsmetið. Til þess þarf að hlaupa 55 kílómetra á minna en þremur klukkustundum og 59 mínútum

Sport
Fréttamynd

Mo Farah var seldur í man­sal sem barn

Langhlauparinn Sir Mo Farah var seldur í mansal sem barn en hann kom til Bretlands frá Sómalíu þegar hann var einungis níu ára gamall. Hann var látinn gera húsverk hjá fjölskyldu í Bretlandi og fékk ekki að fara í skóla fyrstu þrjú árin.

Erlent
Fréttamynd

Hlaupaáætlum frá Önnu Eiríks: Hlaupum inn í sumarið!

Þjálfarinn Anna Eiríksdóttir segir sumarið upplagðan tíma til þess að stunda hreyfingu úti og deilir níu vikna hlaupaáætlun með lesendum Vísis. Hún skrifar um ýmislegt sem viðkemur heilsu og hollu mataræði á Lífinu og við gefum henni orðið:

Lífið
Fréttamynd

Vildi freista þess að ná 300 kílómetrum: „Ég var ekki orðin dauð, alls ekki“

Stjórnandi Náttúruhlaupa segir engan hafa átt von á því að bakgarðshlaupið um helgina myndi standa yfir eins lengi og það gerði. Fyrra Íslandsmet í hlaupinu kolféll þar sem Mari Järsk hljóp rúma 288 kílómetra á innan við tveimur sólarhringum. Þrátt fyrir glæsilegan árangur segir Mari að hún hefði getað farið lengra, helst vildi hún ná 300 kílómetrum. 

Sport
Fréttamynd

Mari Jaersk vann Bakgarð 101 eftir 43 hringi

Mari Jaersk bar sigur úr býtum í Bakgarði 101 en hlaupinu lauk rétt fyrir klukkan 4 í nótt. Mari hljóp 43 hringi, samtals 288,1 km, en í öðru sæti var Þorleifur Þorleifsson, sem hóf 43. hringinn en snéri við eftir um 15 mínútur.

Sport
Fréttamynd

Einvígi Mari og Þor­leifs heldur áfram eftir 255 kíló­metra

Keppnishlaupið Bakgarður 101 stendur enn yfir og kláruðu Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hring númer 38 skömmu fyrir klukkan ellefu. Þar með hafa þau hlaupið 254,6 kílómetra á seinustu 37 klukkustundum en keppnin hófst klukkan tíu í gærmorgun. Þau hlaupa nú hring 39 en keppninni lýkur ekki fyrr en einn keppandi stendur eftir.

Sport
Fréttamynd

Standa tvö eftir í Bak­garði 101 og hafa hlaupið yfir 221 kíló­metra

Tveir keppendur standa eftir í keppnishlaupinu Bakgarður 101 af þeim 122 sem hófu leik í klukkan tíu í gærmorgun. Bæði Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hafa nú klárað 33. hringinn sinn og eru byrjuð á þeim næsta. Þar með eru þau búin að hlaupa rúman 221,1 kílómetra frá því að keppnin hófst.

Sport
Fréttamynd

Lokanir í mið­borginni í dag

Vegna Víðavangshlaups ÍR verða takmarkanir eða lokanir á umferð frá klukkan 10.30 til 13.15 í miðborg Reykjavíkur í dag. Hlaupið hefst í Pósthússtræti og endar á sama stað.

Innlent
Fréttamynd

Færri salernisferðir og betri svefn

Bætiefnið SagaPro er unnið úr íslenskri ætihvönn. Það slakar á vöðvum blöðrunnar og kemur að miklu gagni gegn ofvirkri blöðru. Nú er hægt að gerast áskrifandi að SagaPro og fá áfyllingu inn um lúguna í hverjum mánuði. Það er bæði ódýrara, vistvænna og þægilegra.

Lífið samstarf
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.