„Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. október 2025 14:28 Ósk Gunnars og Aron Þór Leifsson trúlofuðu sig í annað sinn í maraþoninu í Chicago. Aðsend „Tilfinningin var ólýsanleg,“ segir markaðs- og viðburðastýran Ósk Gunnarsdóttir sem átti vægast sagt viðburðaríka helgi í Chicago þar sem hún tók þátt í maraþoni sem endaði með trúlofun. Ósk Gunnarsdóttir og hennar heittelskaði Aron Þór Leifsson eru nú þegar gift og gengu í hjónaband í samkomutakmörkunum í Covid. Aron Þór vildi biðja ástinnar sinnar aftur með stæl og trúlofunarhringurinn var sömuleiðis orðinn of stór á hana þannig þetta var tilvalin stund fyrir endur-trúlofun. „Ég er búin að vera að böggast á því að ég þyrfti nýjan hring því gamli er alltof stór,“ segir Ósk kímin. Koss í Chicago.Aðsend Hjónin elska að hlaupa og voru bæði að hlaupa sinn besta tíma í maraþoninu í Chicago. „Ég kom í mark í hamingjukasti vitandi að ég var að slá persónulegt met og ég vissi að hann væri líka að slá sitt met. Hann beið eftir mér í markinu og mætir mér um leið og ég kem, leyfir mér að taka sigurinn smá inn og sækja medalíuna en svo bara fer hann á skeljarnar og ég fékk áfall. Þegar ég hélt að hamingjan gæti ekki verið meiri þá gerir hann þetta. Ég hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu,“ segir Ósk, svífandi um á bleiku skýi. Hjónin slóu bæði sitt persónulega met.Aðsend Hún segir ferðina auðvitað algjörlega ógleymanlega. „Við erum bara bæði nýlega byrjuð að hreyfa okkur svona mikið svo að svona ferðir eru klárlega það sem koma skal. Við höfum farið erlendis áður að hlaupa maraþon og Aron keppti í hálfum járnkarli í sumar. Djammferðir eru úr sögunni, núna ferðumst við til borga með eitthvað svona markmið í huga. Þetta er klárlega eftirminnilegasta hlaupið hingað til, meiri sigur og hamingja fyrir mig heldur en að hlaupa 240 km í bakgarðinum,“ segir Ósk brosandi út að eyrum að lokum. Hún birti þessa stórkostlegu stund á TikTok aðgangi sínum og myndbandið hefur algjörlega slegið í gegn, yfir 70 þúsund manns hafa horft á það og þúsundir líkað við færsluna. @oskipants Chicago Marathon PR and proposal❤️ Travelled from Iceland with the ring, then ran with the ring😭 #chicagomaraton2025 #proposal #foryou #fyrirþig #fyrirþigsíða ♬ original sound - Ósk Gunnarsdóttir Ástin og lífið Trúlofun Tímamót Hlaup Bandaríkin Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira
Ósk Gunnarsdóttir og hennar heittelskaði Aron Þór Leifsson eru nú þegar gift og gengu í hjónaband í samkomutakmörkunum í Covid. Aron Þór vildi biðja ástinnar sinnar aftur með stæl og trúlofunarhringurinn var sömuleiðis orðinn of stór á hana þannig þetta var tilvalin stund fyrir endur-trúlofun. „Ég er búin að vera að böggast á því að ég þyrfti nýjan hring því gamli er alltof stór,“ segir Ósk kímin. Koss í Chicago.Aðsend Hjónin elska að hlaupa og voru bæði að hlaupa sinn besta tíma í maraþoninu í Chicago. „Ég kom í mark í hamingjukasti vitandi að ég var að slá persónulegt met og ég vissi að hann væri líka að slá sitt met. Hann beið eftir mér í markinu og mætir mér um leið og ég kem, leyfir mér að taka sigurinn smá inn og sækja medalíuna en svo bara fer hann á skeljarnar og ég fékk áfall. Þegar ég hélt að hamingjan gæti ekki verið meiri þá gerir hann þetta. Ég hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu,“ segir Ósk, svífandi um á bleiku skýi. Hjónin slóu bæði sitt persónulega met.Aðsend Hún segir ferðina auðvitað algjörlega ógleymanlega. „Við erum bara bæði nýlega byrjuð að hreyfa okkur svona mikið svo að svona ferðir eru klárlega það sem koma skal. Við höfum farið erlendis áður að hlaupa maraþon og Aron keppti í hálfum járnkarli í sumar. Djammferðir eru úr sögunni, núna ferðumst við til borga með eitthvað svona markmið í huga. Þetta er klárlega eftirminnilegasta hlaupið hingað til, meiri sigur og hamingja fyrir mig heldur en að hlaupa 240 km í bakgarðinum,“ segir Ósk brosandi út að eyrum að lokum. Hún birti þessa stórkostlegu stund á TikTok aðgangi sínum og myndbandið hefur algjörlega slegið í gegn, yfir 70 þúsund manns hafa horft á það og þúsundir líkað við færsluna. @oskipants Chicago Marathon PR and proposal❤️ Travelled from Iceland with the ring, then ran with the ring😭 #chicagomaraton2025 #proposal #foryou #fyrirþig #fyrirþigsíða ♬ original sound - Ósk Gunnarsdóttir
Ástin og lífið Trúlofun Tímamót Hlaup Bandaríkin Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira