Fréttamynd

Tökum okkur tíma

Það eru örfáir dagar í kosningar og kosningabaráttan er farin að hverfast um styttri og skýrari skilaboð um sífellt einfaldari loforð.

Skoðun
Fréttamynd

Næstu stjórnvöld verða raunverulega að skilja mikilvægi nýsköpunar

Við höfum ekki hugmynd um hvernig heimurinn lítur út eftir tuttugu ár, ekki frekar en við gátum ráðið nákvæmlega í framtíðina fyrir tuttugu árum. Við sáum ekki fyrir rafhlaupahjól, Netflix eða snjallsímann. En við vissum samt að tæknin myndi eiga stóran þátt í framförum næstu áratuga.

Skoðun
Fréttamynd

Leiðinlegu loforðin

Nú er runninn upp sá tími þar sem öll vandamál heimsins verða leyst á nokkrum vikum. Kosningaloforðin eru vægast sagt stór og girnileg þetta sinnið og skiljanlegt að margir líti hýru auga til þeirra. Sérstaklega þegar loforð okkar sjálfstæðismanna má sjóða niður í spennandi frasa á borð við „meira af því sama”.

Skoðun
Fréttamynd

Dóta- og dýradagarnir

Ég var alla mína barnaskólagöngu í Fossvogsskóla. Á þeim árum var hann einhvers konar tilraunaskóli sem vann með um margt óhefðbundnar nálganir í skólastarfi. Dótadagurinn var til dæmis mjög skemmtilegur - en það kom fljótt í ljós að dýradagurinn þar sem nemendur mættu með gæludýrin sín í skólann var verri hugmynd. Þann dag ægði saman taugaveikluðum páfagaukum og hömstrum sem kisurnar hvæstu á milli þess sem þær flýðu hundana með tilheyrandi uppnámi.

Skoðun
Fréttamynd

Hötuðust en best?

Það eru ekki margar atvinnugreinar þar sem árangur í loftslagmálum, verðmætasköpun fyrir samfélagið, samfélagsleg ábyrgð og gott nýsköpunarumhverfi fara hönd í hönd. Það er þó ein atvinnugrein þar sem Íslendingar fara fremstir í flokki og eru fyrirmynd annarra þjóða.

Skoðun
Fréttamynd

Ei­lífðar­vélar hins opin­bera

Mér verður stundum hugsað til sögunnar af atvinnulausu mönnunum sem settir voru í atvinnubótavinnu við að ferja sand í hjólbörum upp að sílói. Þeir sturtuðu sandinum ofan í, gengu svo niður brekkuna aftur þar sem þeirra beið stór sandhrúga við hinn enda sílósins sem þurfti að koma upp brekkuna og ofan í sílóið, en minnkaði aldrei.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkið í ríkinu

Áfengismál eru löngu orðin klisja af hálfu okkar Sjálfstæðismanna. En kannski er ástæða fyrir því. Frjálslynt fólk hefur lengi barist fyrir því að sala áfengis verði gefin frjáls.

Skoðun
Fréttamynd

Við erum saman í þessu stríði

Í íslenskum stjórnmálum er enginn ágreiningur um að kynferðisbrot, sem flest beinast að konum, eru mjög alvarleg afbrot sem verður að bregðast við af mikilli festu. Það er heldur enginn ágreiningur um, að þótt við meðferð sakamála fyrir dómi séu ekki aðrir aðilar en ákærandinn og sá ákærði, má ekki gleymast að tryggja að hagsmuna brotaþolans sé gætt með eðlilegum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

Íhaldið breytir kerfinu

Ég hef heyrt ýmsa fullyrða að undir stjórn Sjálfstæðisflokksins verði engar kerfisbreytingar gerðar; flokkurinn standi fyrir íhald og kyrrstöðu. Þetta þykir mér undarlegur málflutningur.

Skoðun
Fréttamynd

Rétt skal vera rétt

Eftir forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins sl. föstudag hef ég þurft að svara fyrir skoðun sem ég hef ekki. Ég hef oft svarað fyrir misvinsælar skoðanir mínar en það var ný reynsla að vera talin standa fyrir eitthvað sem mér finnst ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Ritari staðlausra stafa

Ritari framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, Óskar Steinn Ómarsson, gaf LÍN-frumvarpi menntamálaráðherra falleinkunn í grein sinni í blaðinu þann 22. ágúst. Fullyrti ritarinn að kennarar og hjúkrunarfræðingar myndu bera skarðan hlut frá borði yrði LÍN-frumvarpið að lögum.

Skoðun
Fréttamynd

Súpan

Ég var á súpufundi um stjórnarskrármálið sem ég hugsaði með mér að væri viðeigandi. Eftir hrun var kallað á breytingar sem áttu einhverra hluta vegna að felast í stjórnarskránni.

Bakþankar
Fréttamynd

78 þúsund dansarar?

Ég hef oft verið stolt af Íslendingum þegar kemur að því að sýna samstöðu. Þegar mikið liggur við stöndum við saman, hvort sem það er þegar hremmingar dynja yfir eða þegar góður málstaður þarfnast stuðnings.

Bakþankar
Fréttamynd

Við endum öll í Framsókn!

Í nýrri könnun MMR kemur fram að yfir helmingur landsmanna trúir á spámiðla. Ég er ekki ein af þeim. Vinkonur mínar hafa líka sagt að ég gæti ekki verið jarðbundnari þó ég væri negld niður. Ég er því leiðinlega týpan sem trúir hvorki á Guð

Bakþankar
Fréttamynd

Kári, Stormur og Diddú

Ég held við ættum því bara að vera þakklát. Enda sýnist mér að fæstir hafi nú tapað á þessum óveðursaðvörunum.

Bakþankar
Fréttamynd

Reiði og réttarríki

Því var mótmælt í gær að dómskerfið væri vanhæft í kynferðisbrotamálum. Ég skil að margir séu reiðir. Ég staldra þó við umræðu sem fer geyst um netheima, til dæmis um að kveðinn hafi verið upp rangur sýknudómur yfir nokkrum drengjum.

Bakþankar
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.