„Skrípaleikur“ Sigmars Hildur Sverrisdóttir skrifar 18. mars 2023 07:00 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar hefur lýst yfir mikilli furðu yfir beiðni meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að fá á fund nefndarinnar þá ríkisendurskoðendur sem komu að gerð skýrslu embættisins um Lindarhvol þrátt fyrir tilvist trúnaðarskjals í málinu. Furða þingmannsins yfir beiðninni er reyndar svo gríðarleg að hann kallar hana „einhvers konar heimsmet í skrípaleik“ og farsa sem sé „með þeim lélegri á dagskrá Alþingis í manna minnum“ Þetta hafa greinilega verið miklir dagar hjá þingmanninum þar sem hann hefur núna á einni viku að auki upplifað „einn einkennilegasta opna nefndarfund í sögu Alþingis“. Þó það sé hægt að samgleðjast þingmanninum að hafa verið viðstaddur svo stór augnablik í ekki bara þingsögunni heldur heimssögunni þá vekja þessi orð þingmannsins upp spurningar. Ekki síst þar sem þetta meinta heimsmet á sér fordæmi á opnum fundi sem þingmaðurinn sat í fyrra þar sem fyrir lá áður en fundurinn var haldinn að gögn í málinu mætti ekki opinbera eða ræða. Þá brá ekki fyrir skoðunum þingmannsins um að sá fundur væri tilgangslaus og um væri að ræða einhvers konar fáránlegan tvískinnung um „leyndó í beinni útsendingu“ eins og þingmaðurinn glensaði með á þessum vettvangi í gær. Það vekur því óneitanlega upp spurningar af hverju þingmaðurinn vilji mála þetta svo dökkum og tortryggilegum litum nú. Forsaga flókna trúnaðargagnsins Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að mikil umræða hefur átt sér stað á þingi um hvort það megi birta gagn sem fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi sendi til nýs ríkisendurskoðanda, forseta Alþingis og fleiri aðila sumarið 2018. Málið er flókið en í örstuttu máli er um að ræða gagn sem ríkisendurskoðandi og úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafa gefið út að sé vinnugagn og því háð trúnaði, sem megi ekki birta samkvæmt lögum um Ríkisendurskoðun. Ríkisendurskoðandi hefur því sagt að ef þingið myndi birta trúnaðargagnið gæti það vegið að sjálfstæði Ríkisendurskoðunar. Þrátt fyrir það er mörgum sem þykir efni skjalsins eiga erindi við almenning og eigi því samt að birta. Sú staða er erfið og verður að fá botn í, en er ekki á borði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður því ekki leyst úr þar. Hins vegar er á borði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar skoðun nefndarinnar á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Lindarhvols alveg eins og nefndin skoðar aðrar skýrslur embættisins. Vert er að nefna í því samhengi að viðkomandi trúnaðargagn er samkvæmt Ríkisendurskoðun ekki óskylt þeirri skýrslu heldur er um að ræða samantekt eftirlitsstarfa um úttekt á starfsemi Lindarhvols. Sú samantekt var svo unnin endanlega samkvæmt málsmeðferðarreglum embættisins og skilað til þingsins sem endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um málefnið. En þingmanninum finnst sumsé að það sé skrípaleikur að nefndin fari í umfjöllun skýrslunnar með boðun aðila á fund sem ekki er hægt að ræða opinberlega efni trúnaðarskjals. Við þau orð er rétt að staldra. Vel hægt að sinna starfi sínu þrátt fyrir trúnaðarskyldu Fyrir það fyrsta er alveg kýrskýrt að öll drög sem eru gerð af mismunandi aðilum við gerð skýrslna Ríkisendurskoðunar eru háð trúnaði og hefur að mínu viti aldrei verið gerð krafa um að slík gögn verði gerð opinber til að geta unnið að yfirferð endanlegrar skýrslu. Í öðru lagi eru allir embættismenn bundnir ákveðinni þagnarskyldu um sín störf sem helst þrátt fyrir að þeir hætti störfum. Það breytir í engu um að hægt sé að spyrja þá út í fjölda annarra þátta eins og nefndir gera iðulega í störfum sínum við vinnslu ýmissa mála. Umræddur fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi getur til að mynda sagt sínar skoðanir á efnisatriðum máls og endanlegrar skýrslu Ríkisendurskoðunar. Einnig hvað hann telji að betur mátti fara og vakið athygli nefndarinnar á hvað hann telji að nefndin þurfi að skoða betur. Allt án þess að rjúfa trúnað þann sem hann hefur sjálfur sagt að gildi um umrætt trúnaðarskjal og sem almennt gilda um embættismenn. Athugasemdir hans hafa enda oft komið fram í fjölmiðlum. Hann bar einnig nýverið opinberlega vitni í dómsmáli þar sem ríkið og Lindarhvoll var sýknað af kröfum varðandi sölu eigna sem ku samkvæmt fréttaflutningi vera meðal annars til umfjöllunar í viðkomandi trúnaðarskjali. Sú skoðun þingmannsins og annarra úr minnihlutanum að ómögulegt sé að halda fund þar sem að fyrir liggi trúnaðargagn í málinu er því að mínu áliti fyrirsláttur. Eins og áður segir þarf heldur ekki að leita fordæmis lengra en til þessarar sömu nefndar á þessu sama kjörtímabili og þá án þess að minnihlutinn hafi hreyft við nokkrum mótmælum. Þau hafa því sýnt það í verki að finnast í góðu lagi að á opnum fundi sé undirliggjandi trúnaðargagn sem ekki má opinbera. Kannski felst munurinn í því að sá fundur var að beiðni Sigmars sjálfs og annarra úr minnihlutanum. Einhverjir gætu sagt að það væri einhvers konar skrípaleikur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Starfsemi Lindarhvols Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar hefur lýst yfir mikilli furðu yfir beiðni meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að fá á fund nefndarinnar þá ríkisendurskoðendur sem komu að gerð skýrslu embættisins um Lindarhvol þrátt fyrir tilvist trúnaðarskjals í málinu. Furða þingmannsins yfir beiðninni er reyndar svo gríðarleg að hann kallar hana „einhvers konar heimsmet í skrípaleik“ og farsa sem sé „með þeim lélegri á dagskrá Alþingis í manna minnum“ Þetta hafa greinilega verið miklir dagar hjá þingmanninum þar sem hann hefur núna á einni viku að auki upplifað „einn einkennilegasta opna nefndarfund í sögu Alþingis“. Þó það sé hægt að samgleðjast þingmanninum að hafa verið viðstaddur svo stór augnablik í ekki bara þingsögunni heldur heimssögunni þá vekja þessi orð þingmannsins upp spurningar. Ekki síst þar sem þetta meinta heimsmet á sér fordæmi á opnum fundi sem þingmaðurinn sat í fyrra þar sem fyrir lá áður en fundurinn var haldinn að gögn í málinu mætti ekki opinbera eða ræða. Þá brá ekki fyrir skoðunum þingmannsins um að sá fundur væri tilgangslaus og um væri að ræða einhvers konar fáránlegan tvískinnung um „leyndó í beinni útsendingu“ eins og þingmaðurinn glensaði með á þessum vettvangi í gær. Það vekur því óneitanlega upp spurningar af hverju þingmaðurinn vilji mála þetta svo dökkum og tortryggilegum litum nú. Forsaga flókna trúnaðargagnsins Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að mikil umræða hefur átt sér stað á þingi um hvort það megi birta gagn sem fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi sendi til nýs ríkisendurskoðanda, forseta Alþingis og fleiri aðila sumarið 2018. Málið er flókið en í örstuttu máli er um að ræða gagn sem ríkisendurskoðandi og úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafa gefið út að sé vinnugagn og því háð trúnaði, sem megi ekki birta samkvæmt lögum um Ríkisendurskoðun. Ríkisendurskoðandi hefur því sagt að ef þingið myndi birta trúnaðargagnið gæti það vegið að sjálfstæði Ríkisendurskoðunar. Þrátt fyrir það er mörgum sem þykir efni skjalsins eiga erindi við almenning og eigi því samt að birta. Sú staða er erfið og verður að fá botn í, en er ekki á borði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og verður því ekki leyst úr þar. Hins vegar er á borði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar skoðun nefndarinnar á endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Lindarhvols alveg eins og nefndin skoðar aðrar skýrslur embættisins. Vert er að nefna í því samhengi að viðkomandi trúnaðargagn er samkvæmt Ríkisendurskoðun ekki óskylt þeirri skýrslu heldur er um að ræða samantekt eftirlitsstarfa um úttekt á starfsemi Lindarhvols. Sú samantekt var svo unnin endanlega samkvæmt málsmeðferðarreglum embættisins og skilað til þingsins sem endanlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um málefnið. En þingmanninum finnst sumsé að það sé skrípaleikur að nefndin fari í umfjöllun skýrslunnar með boðun aðila á fund sem ekki er hægt að ræða opinberlega efni trúnaðarskjals. Við þau orð er rétt að staldra. Vel hægt að sinna starfi sínu þrátt fyrir trúnaðarskyldu Fyrir það fyrsta er alveg kýrskýrt að öll drög sem eru gerð af mismunandi aðilum við gerð skýrslna Ríkisendurskoðunar eru háð trúnaði og hefur að mínu viti aldrei verið gerð krafa um að slík gögn verði gerð opinber til að geta unnið að yfirferð endanlegrar skýrslu. Í öðru lagi eru allir embættismenn bundnir ákveðinni þagnarskyldu um sín störf sem helst þrátt fyrir að þeir hætti störfum. Það breytir í engu um að hægt sé að spyrja þá út í fjölda annarra þátta eins og nefndir gera iðulega í störfum sínum við vinnslu ýmissa mála. Umræddur fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi getur til að mynda sagt sínar skoðanir á efnisatriðum máls og endanlegrar skýrslu Ríkisendurskoðunar. Einnig hvað hann telji að betur mátti fara og vakið athygli nefndarinnar á hvað hann telji að nefndin þurfi að skoða betur. Allt án þess að rjúfa trúnað þann sem hann hefur sjálfur sagt að gildi um umrætt trúnaðarskjal og sem almennt gilda um embættismenn. Athugasemdir hans hafa enda oft komið fram í fjölmiðlum. Hann bar einnig nýverið opinberlega vitni í dómsmáli þar sem ríkið og Lindarhvoll var sýknað af kröfum varðandi sölu eigna sem ku samkvæmt fréttaflutningi vera meðal annars til umfjöllunar í viðkomandi trúnaðarskjali. Sú skoðun þingmannsins og annarra úr minnihlutanum að ómögulegt sé að halda fund þar sem að fyrir liggi trúnaðargagn í málinu er því að mínu áliti fyrirsláttur. Eins og áður segir þarf heldur ekki að leita fordæmis lengra en til þessarar sömu nefndar á þessu sama kjörtímabili og þá án þess að minnihlutinn hafi hreyft við nokkrum mótmælum. Þau hafa því sýnt það í verki að finnast í góðu lagi að á opnum fundi sé undirliggjandi trúnaðargagn sem ekki má opinbera. Kannski felst munurinn í því að sá fundur var að beiðni Sigmars sjálfs og annarra úr minnihlutanum. Einhverjir gætu sagt að það væri einhvers konar skrípaleikur. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun