Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar 25. nóvember 2024 08:02 Það er með nokkrum ólíkindum að fylgjast með orðræðu ákveðins hóps sem nálgast hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um stækkun kökunnar án skattahækkana sem einhvers konar flökkusögu, þrátt fyrir þá ótrúlegu lífskjarasókn sem hefur átt sér stað á Íslandi undanfarinn áratug. Skattahækkanir eða millifærsluleiðir eins og nú er í tísku að kalla þær segja sumir meira að segja vera einhverskonar bakdyr að því að milda högg verðbólgu og hárra vaxta. Hærri skattar ekki svarið Það er oft talað eins og skattahækkanir bíti bara á einhverjum óskilgreindum gróðamaskínum. Sannleikurinn er oftar en ekki þvert á móti sá að skattahækkanir draga máttinn úr venjulegu fólki í venjulegum rekstri sem er einmitt með eigin dugnaði að vinna að því að þeirra hagur, og samfélagsins um leið, batni. Þannig er alltaf hætt við því að skattahækkanir minnki þannig skattstofnana. Og þegar skattstofnar minnka hefur ríkið minna fé til að setja í grunnþjónustu og til að hjálpa þeim sem þurfa. Það samhengi hlutanna virðist oft gleymast. Skattar kynda undir verðbólgu Skattahækkanir skila sér svo oftar ekki á endanum í hærra verðlagi til fólks og kynda því enn frekar undir verðbólgunni. Það er því rugl að halda því fram að skattahækkanir séu skilvirk leið til að ná árangri, hvort heldur er til að auka tekjur ríkisins eða milda höggið af verðbólgu eða vöxtum. Skattar á Íslandi eru með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Við þurfum ekki að hækka skatta, þvert á móti er þörf á að lækka enn frekar álögur á fólk og fyrirtæki í landinu. Til þess þarf að fara vel með almannafé og halda aftur af útgjöldum. Ríkisstjórnin tók ábyrgar ákvarðanir Á síðustu vikum hafa ýmsir séð sér leik á borði, nú síðast við vaxtalækkun síðustu viku, og reynt að skapa tengsl milli hárra vaxta og ríkisstjórnarinnar. Þá er sagt að háir vextir séu ekkert annað en dulin skattheimta á fólkið í landinu og að meint óráðsía í ríkisfjármálum hafi þannig verið fjármögnuð með hærri vöxtum í stað þess að hækka skatta. Ríkisstjórnin hafi ekki gert nóg, verðbólgan gæti verið minni og vextir lægri. Fátt, ef eitthvað, er jafn fjarri lagi og fullyrðingar í þessa áttina. Það hefur vissulega gengið á ýmsu og það hefur þurft að taka ákvarðanir til að verja samfélagið, atvinnulífið og líf íbúa sem hafa orðið fyrir skakkaföllum. Sem betur fer höfðu ábyrgar ákvarðanir í ríkisfjármálum árin á undan stuðlað að því við gátum gripið til þeirra aðgerða sem þurfti. En það var heldur ekki gengið lengra en þurfti, og skynsamleg hagstjórn hefur skilað því að við siglum hraðbyr aftur út úr verðbólguástandi. Í því samhengi er vert að minnast á að húsnæðiskostnaður er þrátt fyrir það umtalsvert lægra hlutfall af tekjum heimilanna en á þeim Norðurlöndum sem eru í ESB. Kaupmáttur hefur líka aukist mun meira hér. Kröfur stjórnarandstöðunnar hefðu aukið verðbólguna Það er líka ástæða til að rifja upp að þetta sama fólk gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að gera ekki nóg, auka ekki ríkisútgjöld nóg og prenta ekki nógu mikið af peningum í heimsfaraldrinum. Til dæmis var sagt að það hefði verið mögulegt að tvöfalda framlög ríkisins án nokkura afleiðinga og að ekki þyrfti að óttast verðbólgu í kjölfarið á slíkri aukningu ríkisframlaga. Það reyndist augljóslega ekki rétt og einsýnt hver staðan væri nú ef við hefðum gripið til allra þeirra aðgerða sem þetta ágæta fólk krafðist hárri röddu á þeim tíma. Á réttri leið Sem betur fer hlustaði Sjálfstæðisflokkurinn ekki á þessar raddir. Í staðinn voru teknar ákvarðanir sem skila okkur því að við höfum náð föstum tökum á verðbólgunni, vextir eru að lækka. Þetta er vegna þess að við höfum stigið góð og öguð skref fram á veginn. Nú þegar er sjáanlega að birta til skiptir öllu máli að við sveigjum ekki af leið. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er með nokkrum ólíkindum að fylgjast með orðræðu ákveðins hóps sem nálgast hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins um stækkun kökunnar án skattahækkana sem einhvers konar flökkusögu, þrátt fyrir þá ótrúlegu lífskjarasókn sem hefur átt sér stað á Íslandi undanfarinn áratug. Skattahækkanir eða millifærsluleiðir eins og nú er í tísku að kalla þær segja sumir meira að segja vera einhverskonar bakdyr að því að milda högg verðbólgu og hárra vaxta. Hærri skattar ekki svarið Það er oft talað eins og skattahækkanir bíti bara á einhverjum óskilgreindum gróðamaskínum. Sannleikurinn er oftar en ekki þvert á móti sá að skattahækkanir draga máttinn úr venjulegu fólki í venjulegum rekstri sem er einmitt með eigin dugnaði að vinna að því að þeirra hagur, og samfélagsins um leið, batni. Þannig er alltaf hætt við því að skattahækkanir minnki þannig skattstofnana. Og þegar skattstofnar minnka hefur ríkið minna fé til að setja í grunnþjónustu og til að hjálpa þeim sem þurfa. Það samhengi hlutanna virðist oft gleymast. Skattar kynda undir verðbólgu Skattahækkanir skila sér svo oftar ekki á endanum í hærra verðlagi til fólks og kynda því enn frekar undir verðbólgunni. Það er því rugl að halda því fram að skattahækkanir séu skilvirk leið til að ná árangri, hvort heldur er til að auka tekjur ríkisins eða milda höggið af verðbólgu eða vöxtum. Skattar á Íslandi eru með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Við þurfum ekki að hækka skatta, þvert á móti er þörf á að lækka enn frekar álögur á fólk og fyrirtæki í landinu. Til þess þarf að fara vel með almannafé og halda aftur af útgjöldum. Ríkisstjórnin tók ábyrgar ákvarðanir Á síðustu vikum hafa ýmsir séð sér leik á borði, nú síðast við vaxtalækkun síðustu viku, og reynt að skapa tengsl milli hárra vaxta og ríkisstjórnarinnar. Þá er sagt að háir vextir séu ekkert annað en dulin skattheimta á fólkið í landinu og að meint óráðsía í ríkisfjármálum hafi þannig verið fjármögnuð með hærri vöxtum í stað þess að hækka skatta. Ríkisstjórnin hafi ekki gert nóg, verðbólgan gæti verið minni og vextir lægri. Fátt, ef eitthvað, er jafn fjarri lagi og fullyrðingar í þessa áttina. Það hefur vissulega gengið á ýmsu og það hefur þurft að taka ákvarðanir til að verja samfélagið, atvinnulífið og líf íbúa sem hafa orðið fyrir skakkaföllum. Sem betur fer höfðu ábyrgar ákvarðanir í ríkisfjármálum árin á undan stuðlað að því við gátum gripið til þeirra aðgerða sem þurfti. En það var heldur ekki gengið lengra en þurfti, og skynsamleg hagstjórn hefur skilað því að við siglum hraðbyr aftur út úr verðbólguástandi. Í því samhengi er vert að minnast á að húsnæðiskostnaður er þrátt fyrir það umtalsvert lægra hlutfall af tekjum heimilanna en á þeim Norðurlöndum sem eru í ESB. Kaupmáttur hefur líka aukist mun meira hér. Kröfur stjórnarandstöðunnar hefðu aukið verðbólguna Það er líka ástæða til að rifja upp að þetta sama fólk gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að gera ekki nóg, auka ekki ríkisútgjöld nóg og prenta ekki nógu mikið af peningum í heimsfaraldrinum. Til dæmis var sagt að það hefði verið mögulegt að tvöfalda framlög ríkisins án nokkura afleiðinga og að ekki þyrfti að óttast verðbólgu í kjölfarið á slíkri aukningu ríkisframlaga. Það reyndist augljóslega ekki rétt og einsýnt hver staðan væri nú ef við hefðum gripið til allra þeirra aðgerða sem þetta ágæta fólk krafðist hárri röddu á þeim tíma. Á réttri leið Sem betur fer hlustaði Sjálfstæðisflokkurinn ekki á þessar raddir. Í staðinn voru teknar ákvarðanir sem skila okkur því að við höfum náð föstum tökum á verðbólgunni, vextir eru að lækka. Þetta er vegna þess að við höfum stigið góð og öguð skref fram á veginn. Nú þegar er sjáanlega að birta til skiptir öllu máli að við sveigjum ekki af leið. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun