Má lögregla rannsaka mál að eilífu? Hildur Sverrisdóttir skrifar 11. október 2024 08:32 Til eru dæmi þess að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings árum saman jafnvel án þess að virk rannsókn hafi staðið yfir megnið af tímanum. Réttarríkið er grundvöllur sanngjarns og góðs samfélags. Tilgangur þess er að tryggja öryggi og réttindi fólks. Það er mikilvægt að við séum stöðugt vakandi yfir því hvort lögin og framkvæmd þeirra geri það á hverjum tíma. Á dögunum mælti ég fyrir frumvarpi sem snýr að því að bæta réttarstöðu sakborninga hvað þetta varðar. Í frumvarpinu felst að lögfestur verði hámarkstími sakamálarannsókna, sönnunarbyrði um tilefni rannsóknar er færð yfir á lögreglu og bætur verða veittar vegna óhóflega langra rannsókna. Frumvarpið kveður þannig á um að þegar eitt ár hefur liðið frá því að rannsókn lögreglu á sakamáli hófst, þarf lögreglan að leita heimildar dómstóla fyrir áframhaldandi rannsókn málsins. Ástæða er til að skerpa á þeim reglum sem nú þegar gilda um rannsókn sakamála og tryggja að rannsóknir dragist ekki um of. Í stjórnarskránni og alþjóðasáttmálum er kveðið á um rétt manna til réttlátrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma og nær sá réttur einnig yfir mál á rannsóknarstigi. Í lögum um sakamál er þó ekki að finna nein tímamörk á því hversu lengi lögregla getur rannsakað mál og þar af leiðandi hversu lengi fólk getur borið stöðu sakbornings Hæstiréttur Íslands hefur ítrekað slegið því föstu að óhóflegur dráttur á rannsókn sakamála feli í sér brot gegn rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Engu að síður er hvergi að finna nokkurs konar takmörkun á rannsóknartíma í sakamálalögum. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að mál geta verið til rannsóknar hjá lögreglu í lengri tíma til þess eins að vera felld niður. Slík tilvik hafa því miður komið upp of oft og voru sérstaklega áberandi á árunum eftir efnahagshrunið, þar sem fjöldi fólks sem starfaði hjá fjármálastofnunum höfðu réttarstöðu grunaðs manns svo árum skipti. Að hafa stöðu sakbornings hefur gríðarlega íþyngjandi áhrif á einstaklinga of fjölskyldur þeirra og getur haft bein lagaleg áhrif á hagsmuni fólks og veruleg óbein áhrif á borð við atvinnumöguleika. Það er eðlilegt að gera þá kröfu að í lögum sé skýrt kveðið á um um bótaskyldu ríkisins þegar rannsóknir dragast án ástæðu fram úr hófi, áður en málið er svo fellt niður eða það endar með sýknu. Slíkt verður að hafa einhverjar afleiðingar. Að sama skapi er ekki síður mikilvægt fyrir brotaþola að rannsóknir endi ekki uppi í hillu árum saman án þess að nokkur niðurstaða eða endapunktur sé settur við erfið mál. Hagsmunirnir eru því allra. Svigrúm lögreglu eftir tilefni Auðvitað er það svo að sumar rannsóknir sakamála taka lengri tíma en eitt ár, til að mynda þegar mál eru umfangsmikil eða flókin, eins og getur m.a. átt við um rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. Undir slíkum kringumstæðum getur lögreglan, þrátt fyrir eins árs hámarkstíma rannsóknar, ætíð farið fram á heimild til áframhaldandi rannsóknar frá dómara telji lögregla rök standa til. Það er eðlilegt að borgarar fái að njóta vafans og að lögreglan beri þá skyldu að færa rök fyrir áframhaldandi rannsókn, frekar en að sakborningur þurfi sjálfur að sýna fram á hið gagnstæða eins og lögin eru í dag. Þetta er ekki síst eðlilegt í ljósi þeirrar yfirburðarstöðu sem lögregla hefur gagnvart sakborningi. Í frumvarpinu er lögreglunni veittur rúmur tími til að framlengja rannsókn, enda er frumvarpinu ekki ætlað að hafa nein áhrif á framvindu rannsókna á alvarlegum sakamálum, s.s. kynferðisbrotamálum. Í slíkum málum er atvikum oftar en ekki þannig háttað að sönnun á sekt sakbornings verður erfiðari eftir því sem lengri tími líður og það því hvorki brotaþola né sakborningi til góðs að rannsókn mála dragist úr hófi. Íþyngjandi rannsóknir séu takmörkunum háðar Þó að ég hafi ekki áður náð að mæla fyrir frumvarpinu var það þó lagt fram á síðasta þingi og hlaut þá talsverða umræðu á opinberum vettvangi. Viðbrögðin voru almennt jákvæð en þó var einn þingmaður Viðreisnar sem fann því ýmislegt til foráttu. Það var þó ekki formaður flokksins, sem var reyndar meðflutningsmaður frumvarpsins í það skiptið. Áhyggjur þingmannsins lutu helst að því að lögreglan væri vanfjármögnuð og því ekki rétt að gera til hennar þær kröfur sem frumvarpið mælir fyrir um. Það má vel færa rök fyrir því að lögregla og ákæruvald hefði gagn af frekari fjármunum og þá umræðu getum við átt á öðrum vettvangi. Hér ræðum við um stjórnarskrárvarin réttindi fólks, ekki fjármögnun einstakra stofnana. Við þurfum alltaf að hafa burði til að forgangsraða opinberu fé skynsamlega og þar er skynsamlegt að forgangsraða í þágu réttarríkisins. Svar okkar við niðurskurði á fjárframlögum má aldrei vera niðurskurður á mannréttindum. Um slík réttindi verðum við alltaf að standa vörð. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Lögreglan Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Til eru dæmi þess að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings árum saman jafnvel án þess að virk rannsókn hafi staðið yfir megnið af tímanum. Réttarríkið er grundvöllur sanngjarns og góðs samfélags. Tilgangur þess er að tryggja öryggi og réttindi fólks. Það er mikilvægt að við séum stöðugt vakandi yfir því hvort lögin og framkvæmd þeirra geri það á hverjum tíma. Á dögunum mælti ég fyrir frumvarpi sem snýr að því að bæta réttarstöðu sakborninga hvað þetta varðar. Í frumvarpinu felst að lögfestur verði hámarkstími sakamálarannsókna, sönnunarbyrði um tilefni rannsóknar er færð yfir á lögreglu og bætur verða veittar vegna óhóflega langra rannsókna. Frumvarpið kveður þannig á um að þegar eitt ár hefur liðið frá því að rannsókn lögreglu á sakamáli hófst, þarf lögreglan að leita heimildar dómstóla fyrir áframhaldandi rannsókn málsins. Ástæða er til að skerpa á þeim reglum sem nú þegar gilda um rannsókn sakamála og tryggja að rannsóknir dragist ekki um of. Í stjórnarskránni og alþjóðasáttmálum er kveðið á um rétt manna til réttlátrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma og nær sá réttur einnig yfir mál á rannsóknarstigi. Í lögum um sakamál er þó ekki að finna nein tímamörk á því hversu lengi lögregla getur rannsakað mál og þar af leiðandi hversu lengi fólk getur borið stöðu sakbornings Hæstiréttur Íslands hefur ítrekað slegið því föstu að óhóflegur dráttur á rannsókn sakamála feli í sér brot gegn rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Engu að síður er hvergi að finna nokkurs konar takmörkun á rannsóknartíma í sakamálalögum. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að mál geta verið til rannsóknar hjá lögreglu í lengri tíma til þess eins að vera felld niður. Slík tilvik hafa því miður komið upp of oft og voru sérstaklega áberandi á árunum eftir efnahagshrunið, þar sem fjöldi fólks sem starfaði hjá fjármálastofnunum höfðu réttarstöðu grunaðs manns svo árum skipti. Að hafa stöðu sakbornings hefur gríðarlega íþyngjandi áhrif á einstaklinga of fjölskyldur þeirra og getur haft bein lagaleg áhrif á hagsmuni fólks og veruleg óbein áhrif á borð við atvinnumöguleika. Það er eðlilegt að gera þá kröfu að í lögum sé skýrt kveðið á um um bótaskyldu ríkisins þegar rannsóknir dragast án ástæðu fram úr hófi, áður en málið er svo fellt niður eða það endar með sýknu. Slíkt verður að hafa einhverjar afleiðingar. Að sama skapi er ekki síður mikilvægt fyrir brotaþola að rannsóknir endi ekki uppi í hillu árum saman án þess að nokkur niðurstaða eða endapunktur sé settur við erfið mál. Hagsmunirnir eru því allra. Svigrúm lögreglu eftir tilefni Auðvitað er það svo að sumar rannsóknir sakamála taka lengri tíma en eitt ár, til að mynda þegar mál eru umfangsmikil eða flókin, eins og getur m.a. átt við um rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. Undir slíkum kringumstæðum getur lögreglan, þrátt fyrir eins árs hámarkstíma rannsóknar, ætíð farið fram á heimild til áframhaldandi rannsóknar frá dómara telji lögregla rök standa til. Það er eðlilegt að borgarar fái að njóta vafans og að lögreglan beri þá skyldu að færa rök fyrir áframhaldandi rannsókn, frekar en að sakborningur þurfi sjálfur að sýna fram á hið gagnstæða eins og lögin eru í dag. Þetta er ekki síst eðlilegt í ljósi þeirrar yfirburðarstöðu sem lögregla hefur gagnvart sakborningi. Í frumvarpinu er lögreglunni veittur rúmur tími til að framlengja rannsókn, enda er frumvarpinu ekki ætlað að hafa nein áhrif á framvindu rannsókna á alvarlegum sakamálum, s.s. kynferðisbrotamálum. Í slíkum málum er atvikum oftar en ekki þannig háttað að sönnun á sekt sakbornings verður erfiðari eftir því sem lengri tími líður og það því hvorki brotaþola né sakborningi til góðs að rannsókn mála dragist úr hófi. Íþyngjandi rannsóknir séu takmörkunum háðar Þó að ég hafi ekki áður náð að mæla fyrir frumvarpinu var það þó lagt fram á síðasta þingi og hlaut þá talsverða umræðu á opinberum vettvangi. Viðbrögðin voru almennt jákvæð en þó var einn þingmaður Viðreisnar sem fann því ýmislegt til foráttu. Það var þó ekki formaður flokksins, sem var reyndar meðflutningsmaður frumvarpsins í það skiptið. Áhyggjur þingmannsins lutu helst að því að lögreglan væri vanfjármögnuð og því ekki rétt að gera til hennar þær kröfur sem frumvarpið mælir fyrir um. Það má vel færa rök fyrir því að lögregla og ákæruvald hefði gagn af frekari fjármunum og þá umræðu getum við átt á öðrum vettvangi. Hér ræðum við um stjórnarskrárvarin réttindi fólks, ekki fjármögnun einstakra stofnana. Við þurfum alltaf að hafa burði til að forgangsraða opinberu fé skynsamlega og þar er skynsamlegt að forgangsraða í þágu réttarríkisins. Svar okkar við niðurskurði á fjárframlögum má aldrei vera niðurskurður á mannréttindum. Um slík réttindi verðum við alltaf að standa vörð. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar