Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar 28. nóvember 2024 09:12 Það hefur vissulega gengið á ýmsu síðustu ár og allt of oft þurftu stjórnmálin að snúast um viðbragðsstöðu en ekki veginn áfram. En þrátt fyrir allt hefur Ísland komist hvað best út úr þessum viðburðaríku árum í okkar heimshluta. Við máttum eflaust gera betur í að tala um þetta á mannamáli, hvernig hlutirnir væru og hvernig við værum að komast úr úr þeim. Venjulegt fólk hefur takmarkaðan áhuga á tölfræði og hvernig fólk í öðrum löndum hefur það þegar ótíðindi dynja stanslaust á og íbúðalán jafnt sem matarkarfan í búðinni hækka stöðugt. Okkur gengur vel að leysa úr vandamálunum Við heyrum núna talað um alls konar lausnir á vandamálum sem okkur gengur nú þegar ágætlega að leysa. Það vekur mér talsverðan ugg, og þetta er ekki meint sem pólitískur hræðsluáróður heldur persónuleg tilfinning, að lausnirnar sem heyrast mest núna eru lausnir sem hafa verið reyndar áður og aldrei virkað. Skattar gera líf fólks ekki betra og leysa engan efnahagsvanda. Flókin millifærslukerfi þar sem tekið er úr einum vasa yfir í annan taka súrefni frá atvinnulífinu og samfélaginu. Þau kalla líka yfirleitt á alls kyns plástra til að fela skaðann sem þau valda, sem svo stækka kerfin enn meir og blása út stjórnsýsluna. ESB sérstaklega galin vegferð nú Einhliða upptaka Evru og aðild að Evrópusambandinu er varasöm og dýr vegferð ef farið verður að ræða hana af alvöru. Hún er sérstaklega galin nú þar sem okkar leið hér á Íslandi hefur skilað miklu meiri velgengni á alla mælikvarða en í löndunun í Evrópusambandinu. Hugmyndir um eignaupptöku og gerræðislegar aðgerðir stjórnvalda til að taka af fólki og færa einstökum hópum fé á silfurfati eru svo beinlínis hættulegar í lýðræðissamfélagi. Vörumst töfralausnir Það er alveg eðlilegt að fólk hafi ólíka sýn á forgangsröðun og takist á um hugmyndafræði. Vörumst samt að trúa því þegar öllu er stöðugt snúið á versta veg, höfum í huga hvaða hagsmunir liggja að baki. Vörumst líka að trúa því að til séu töfralausnir á áskorunum samtímans. Þær hafa aldrei verið til og það hefur aldrei reynst vel að reyna þær. Góðir hlutir gerast hægt, með staðfestu, ákveðnum skrefum og sýnilegum árangri. Ísland er land mannréttinda, frelsis, lífsgæða og tækifæra. Höfum í huga að skrefin hingað voru ekki stigin á einu bretti og alls ekki með því að hrópa hærra en aðrir þegar gaf á bátinn. „Keep Calm and Carry On” Bretar notuðu setninguna „Keep Calm and Carry On” á ögurstundu í síðari heimsstyrjöld. Hún snerist um þá einföldu hugsun að láta ekki slá sig út af laginu þótt blési á móti, það væri farsælla að halda jafnaðargeðinu og staðfestunni í gegn um erfiðleikana. Sú setning á alltaf við þó auðvitað í misalvarlegum aðstæðum sé. Ég vona að okkur Íslendingum beri gæfa til að hugsa málið vel og til enda. Erfiðleikar og áskoranir munu banka upp á í framtíðinni sem endranær. Við þurfum að taka góðar ákvarðanir nú í kosningunum á laugardaginn og svo á veginum fram á við. Sjálfstæðisflokkurinn, og hugmyndirnar að baki honum, hafa reynst okkur þjóðinni best í góðu og slæmu. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur vissulega gengið á ýmsu síðustu ár og allt of oft þurftu stjórnmálin að snúast um viðbragðsstöðu en ekki veginn áfram. En þrátt fyrir allt hefur Ísland komist hvað best út úr þessum viðburðaríku árum í okkar heimshluta. Við máttum eflaust gera betur í að tala um þetta á mannamáli, hvernig hlutirnir væru og hvernig við værum að komast úr úr þeim. Venjulegt fólk hefur takmarkaðan áhuga á tölfræði og hvernig fólk í öðrum löndum hefur það þegar ótíðindi dynja stanslaust á og íbúðalán jafnt sem matarkarfan í búðinni hækka stöðugt. Okkur gengur vel að leysa úr vandamálunum Við heyrum núna talað um alls konar lausnir á vandamálum sem okkur gengur nú þegar ágætlega að leysa. Það vekur mér talsverðan ugg, og þetta er ekki meint sem pólitískur hræðsluáróður heldur persónuleg tilfinning, að lausnirnar sem heyrast mest núna eru lausnir sem hafa verið reyndar áður og aldrei virkað. Skattar gera líf fólks ekki betra og leysa engan efnahagsvanda. Flókin millifærslukerfi þar sem tekið er úr einum vasa yfir í annan taka súrefni frá atvinnulífinu og samfélaginu. Þau kalla líka yfirleitt á alls kyns plástra til að fela skaðann sem þau valda, sem svo stækka kerfin enn meir og blása út stjórnsýsluna. ESB sérstaklega galin vegferð nú Einhliða upptaka Evru og aðild að Evrópusambandinu er varasöm og dýr vegferð ef farið verður að ræða hana af alvöru. Hún er sérstaklega galin nú þar sem okkar leið hér á Íslandi hefur skilað miklu meiri velgengni á alla mælikvarða en í löndunun í Evrópusambandinu. Hugmyndir um eignaupptöku og gerræðislegar aðgerðir stjórnvalda til að taka af fólki og færa einstökum hópum fé á silfurfati eru svo beinlínis hættulegar í lýðræðissamfélagi. Vörumst töfralausnir Það er alveg eðlilegt að fólk hafi ólíka sýn á forgangsröðun og takist á um hugmyndafræði. Vörumst samt að trúa því þegar öllu er stöðugt snúið á versta veg, höfum í huga hvaða hagsmunir liggja að baki. Vörumst líka að trúa því að til séu töfralausnir á áskorunum samtímans. Þær hafa aldrei verið til og það hefur aldrei reynst vel að reyna þær. Góðir hlutir gerast hægt, með staðfestu, ákveðnum skrefum og sýnilegum árangri. Ísland er land mannréttinda, frelsis, lífsgæða og tækifæra. Höfum í huga að skrefin hingað voru ekki stigin á einu bretti og alls ekki með því að hrópa hærra en aðrir þegar gaf á bátinn. „Keep Calm and Carry On” Bretar notuðu setninguna „Keep Calm and Carry On” á ögurstundu í síðari heimsstyrjöld. Hún snerist um þá einföldu hugsun að láta ekki slá sig út af laginu þótt blési á móti, það væri farsælla að halda jafnaðargeðinu og staðfestunni í gegn um erfiðleikana. Sú setning á alltaf við þó auðvitað í misalvarlegum aðstæðum sé. Ég vona að okkur Íslendingum beri gæfa til að hugsa málið vel og til enda. Erfiðleikar og áskoranir munu banka upp á í framtíðinni sem endranær. Við þurfum að taka góðar ákvarðanir nú í kosningunum á laugardaginn og svo á veginum fram á við. Sjálfstæðisflokkurinn, og hugmyndirnar að baki honum, hafa reynst okkur þjóðinni best í góðu og slæmu. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun