Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar 28. nóvember 2024 09:12 Það hefur vissulega gengið á ýmsu síðustu ár og allt of oft þurftu stjórnmálin að snúast um viðbragðsstöðu en ekki veginn áfram. En þrátt fyrir allt hefur Ísland komist hvað best út úr þessum viðburðaríku árum í okkar heimshluta. Við máttum eflaust gera betur í að tala um þetta á mannamáli, hvernig hlutirnir væru og hvernig við værum að komast úr úr þeim. Venjulegt fólk hefur takmarkaðan áhuga á tölfræði og hvernig fólk í öðrum löndum hefur það þegar ótíðindi dynja stanslaust á og íbúðalán jafnt sem matarkarfan í búðinni hækka stöðugt. Okkur gengur vel að leysa úr vandamálunum Við heyrum núna talað um alls konar lausnir á vandamálum sem okkur gengur nú þegar ágætlega að leysa. Það vekur mér talsverðan ugg, og þetta er ekki meint sem pólitískur hræðsluáróður heldur persónuleg tilfinning, að lausnirnar sem heyrast mest núna eru lausnir sem hafa verið reyndar áður og aldrei virkað. Skattar gera líf fólks ekki betra og leysa engan efnahagsvanda. Flókin millifærslukerfi þar sem tekið er úr einum vasa yfir í annan taka súrefni frá atvinnulífinu og samfélaginu. Þau kalla líka yfirleitt á alls kyns plástra til að fela skaðann sem þau valda, sem svo stækka kerfin enn meir og blása út stjórnsýsluna. ESB sérstaklega galin vegferð nú Einhliða upptaka Evru og aðild að Evrópusambandinu er varasöm og dýr vegferð ef farið verður að ræða hana af alvöru. Hún er sérstaklega galin nú þar sem okkar leið hér á Íslandi hefur skilað miklu meiri velgengni á alla mælikvarða en í löndunun í Evrópusambandinu. Hugmyndir um eignaupptöku og gerræðislegar aðgerðir stjórnvalda til að taka af fólki og færa einstökum hópum fé á silfurfati eru svo beinlínis hættulegar í lýðræðissamfélagi. Vörumst töfralausnir Það er alveg eðlilegt að fólk hafi ólíka sýn á forgangsröðun og takist á um hugmyndafræði. Vörumst samt að trúa því þegar öllu er stöðugt snúið á versta veg, höfum í huga hvaða hagsmunir liggja að baki. Vörumst líka að trúa því að til séu töfralausnir á áskorunum samtímans. Þær hafa aldrei verið til og það hefur aldrei reynst vel að reyna þær. Góðir hlutir gerast hægt, með staðfestu, ákveðnum skrefum og sýnilegum árangri. Ísland er land mannréttinda, frelsis, lífsgæða og tækifæra. Höfum í huga að skrefin hingað voru ekki stigin á einu bretti og alls ekki með því að hrópa hærra en aðrir þegar gaf á bátinn. „Keep Calm and Carry On” Bretar notuðu setninguna „Keep Calm and Carry On” á ögurstundu í síðari heimsstyrjöld. Hún snerist um þá einföldu hugsun að láta ekki slá sig út af laginu þótt blési á móti, það væri farsælla að halda jafnaðargeðinu og staðfestunni í gegn um erfiðleikana. Sú setning á alltaf við þó auðvitað í misalvarlegum aðstæðum sé. Ég vona að okkur Íslendingum beri gæfa til að hugsa málið vel og til enda. Erfiðleikar og áskoranir munu banka upp á í framtíðinni sem endranær. Við þurfum að taka góðar ákvarðanir nú í kosningunum á laugardaginn og svo á veginum fram á við. Sjálfstæðisflokkurinn, og hugmyndirnar að baki honum, hafa reynst okkur þjóðinni best í góðu og slæmu. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Rógburður stangveiðimannsins Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Skítlegt eðli kvótakerfisins Skoðun Leikið með leikskóla Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Það hefur vissulega gengið á ýmsu síðustu ár og allt of oft þurftu stjórnmálin að snúast um viðbragðsstöðu en ekki veginn áfram. En þrátt fyrir allt hefur Ísland komist hvað best út úr þessum viðburðaríku árum í okkar heimshluta. Við máttum eflaust gera betur í að tala um þetta á mannamáli, hvernig hlutirnir væru og hvernig við værum að komast úr úr þeim. Venjulegt fólk hefur takmarkaðan áhuga á tölfræði og hvernig fólk í öðrum löndum hefur það þegar ótíðindi dynja stanslaust á og íbúðalán jafnt sem matarkarfan í búðinni hækka stöðugt. Okkur gengur vel að leysa úr vandamálunum Við heyrum núna talað um alls konar lausnir á vandamálum sem okkur gengur nú þegar ágætlega að leysa. Það vekur mér talsverðan ugg, og þetta er ekki meint sem pólitískur hræðsluáróður heldur persónuleg tilfinning, að lausnirnar sem heyrast mest núna eru lausnir sem hafa verið reyndar áður og aldrei virkað. Skattar gera líf fólks ekki betra og leysa engan efnahagsvanda. Flókin millifærslukerfi þar sem tekið er úr einum vasa yfir í annan taka súrefni frá atvinnulífinu og samfélaginu. Þau kalla líka yfirleitt á alls kyns plástra til að fela skaðann sem þau valda, sem svo stækka kerfin enn meir og blása út stjórnsýsluna. ESB sérstaklega galin vegferð nú Einhliða upptaka Evru og aðild að Evrópusambandinu er varasöm og dýr vegferð ef farið verður að ræða hana af alvöru. Hún er sérstaklega galin nú þar sem okkar leið hér á Íslandi hefur skilað miklu meiri velgengni á alla mælikvarða en í löndunun í Evrópusambandinu. Hugmyndir um eignaupptöku og gerræðislegar aðgerðir stjórnvalda til að taka af fólki og færa einstökum hópum fé á silfurfati eru svo beinlínis hættulegar í lýðræðissamfélagi. Vörumst töfralausnir Það er alveg eðlilegt að fólk hafi ólíka sýn á forgangsröðun og takist á um hugmyndafræði. Vörumst samt að trúa því þegar öllu er stöðugt snúið á versta veg, höfum í huga hvaða hagsmunir liggja að baki. Vörumst líka að trúa því að til séu töfralausnir á áskorunum samtímans. Þær hafa aldrei verið til og það hefur aldrei reynst vel að reyna þær. Góðir hlutir gerast hægt, með staðfestu, ákveðnum skrefum og sýnilegum árangri. Ísland er land mannréttinda, frelsis, lífsgæða og tækifæra. Höfum í huga að skrefin hingað voru ekki stigin á einu bretti og alls ekki með því að hrópa hærra en aðrir þegar gaf á bátinn. „Keep Calm and Carry On” Bretar notuðu setninguna „Keep Calm and Carry On” á ögurstundu í síðari heimsstyrjöld. Hún snerist um þá einföldu hugsun að láta ekki slá sig út af laginu þótt blési á móti, það væri farsælla að halda jafnaðargeðinu og staðfestunni í gegn um erfiðleikana. Sú setning á alltaf við þó auðvitað í misalvarlegum aðstæðum sé. Ég vona að okkur Íslendingum beri gæfa til að hugsa málið vel og til enda. Erfiðleikar og áskoranir munu banka upp á í framtíðinni sem endranær. Við þurfum að taka góðar ákvarðanir nú í kosningunum á laugardaginn og svo á veginum fram á við. Sjálfstæðisflokkurinn, og hugmyndirnar að baki honum, hafa reynst okkur þjóðinni best í góðu og slæmu. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík suður
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar