Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar 10. október 2025 08:32 Þann tíma sem ég hef setið á þingi hef ég lagt fram nokkur mál sem hafa þann einfalda en mikilvæga tilgang að vilja aðstoða fólk við að eignast börn. Það er ekki öllum gefið og reynist ýmsum erfitt og þá þarf fólk að leita á náðir tækninnar. Sem betur fer erum við svo lánsöm að eiga þá tækni en regluramminn gerir fólki óþarflega erfitt fyrir. Nokkur mál í þessum viðkvæma málaflokki hafa þokast áfram undanfarin ár sem ég er glöð af hafa átt minn þátt í en betur má ef duga skal. Ég mun því mæla fyrir máli bráðlega hvað varðar greiðsluþátttöku ríkisins í því kostnaðarsama ferli sem tæknifrjóvgun er bæði hérlendis og erlendis, og hvernig sú niðurgreiðsla ríkisins getur verið bæði skynsamlegri og sanngjarnari en í núgildandi kerfi. Annað er það mál sem ég mælti fyrir í fjórða sinn á þingi í gær sem lýtur að því að reglurnar séu fólki meira til aðstoðar þegar engin ástæða er til annars. Aukum frelsi og sjálfsákvörðunarrétt sambúðarskyldu Málið snýst að einum þætti um að auka frelsi og sjálfsákvörðunarrétt fólks með því að aftengja skyldu til sambúðar fyrir það fólk sem hyggst leita sér tæknifrjóvgunar. Við vitum sem er að úti í samfélaginu, til að mynda á börum bæjarins með öllu tilheyrandi, er hið opinbera ekki að skipta sér af því hverjir eignast barn saman. Það er því engin ástæðu til að hið opinbera þurfi að skipta sér af því að ef fólk þarf aðstoð við að eignast barn verði það að vera í sambúð. Réttindi barnsins kýrskýr Í slíkum aðstæðum þyrfti þó alltaf að passa upp á réttindi barnsins. Það er því skýrt tekið á því í frumvarpinu að ef fólk sem er ekki í sambúð eða hjónabandi vill eignast barn saman þá verður að fylgja með vottað samþykki tilvonandi foreldra af til þess bærum yfirvöldum. Ég þykist vita af þessum anga málsins hefur verið mætt með áhyggjum af hagsmunum barnsins. Ég geri ekki lítið úr þeirri gagnrýni en hún kemur mér þó ekki á óvart. Í þau 30 ár sem þessi löggjöf hefur verið að þróast hefur hún bæði breyst mikið og henni alltaf fylgt áhyggjur. Löggjöfin fer batnandi Samkynhneigðir máttu til að mynda lengi vel ekki fara í tæknifrjóvgun, einstæðar mæður ekki heldur og systir viðkomandi tilvonandi móður mátti ekki gefa henni eggið sitt; öll þessi atriði höfðu það eitt sameiginlegt að fólk hafði áhyggjur af hagsmunum barnanna í þessum aðstæðum. Svo þróast lífið og viðmiðin breytast og við sjáum smám saman að óttinn var ástæðulaus. Það er enda mín bjargfasta trú að það fólk sem vill svo gjarnan verða foreldrar að það er til í að leggja á sig öll þau óþægindi og kostnað við að fara í tæknifrjóvgun, gera það aldrei að leik sínum. Ég trúi því líka að þeir sem vilja svo gjarnan verða foreldrar, verða góðir foreldrar. Gefum fósturvísa þeim sem þurfa Annar þáttur frumvarpsins er að afnema algert bann núgildandi laga við að gefa fósturvísa. Það eru engin haldbær rök fyrir því að annars vegar megi gefa sæði og hins vegar egg en ekki megi gefa sæði og egg sem þegar það er orðið að lífvænlegum fósturvísi. Þrátt fyrir að blessunarlega séu það ekki margir sem eru í þessari stöðu að þurfa fósturvísi en ekki eingöngu kynfrumur, þá er fyrir það fólk í þeirri stöðu dýrmætara en gull að fá þá aðstoð. Ég vona að frumvarpið nái fram að ganga en ef ég þarf að flytja það í fimmta sinn þá mun ég gera það. Ríkið og reglur þess eiga að aðstoða fólk við að búa til börn, ekki gera þeim það óþarflega erfitt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Hildur Sverrisdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Á matarslóðum Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Þann tíma sem ég hef setið á þingi hef ég lagt fram nokkur mál sem hafa þann einfalda en mikilvæga tilgang að vilja aðstoða fólk við að eignast börn. Það er ekki öllum gefið og reynist ýmsum erfitt og þá þarf fólk að leita á náðir tækninnar. Sem betur fer erum við svo lánsöm að eiga þá tækni en regluramminn gerir fólki óþarflega erfitt fyrir. Nokkur mál í þessum viðkvæma málaflokki hafa þokast áfram undanfarin ár sem ég er glöð af hafa átt minn þátt í en betur má ef duga skal. Ég mun því mæla fyrir máli bráðlega hvað varðar greiðsluþátttöku ríkisins í því kostnaðarsama ferli sem tæknifrjóvgun er bæði hérlendis og erlendis, og hvernig sú niðurgreiðsla ríkisins getur verið bæði skynsamlegri og sanngjarnari en í núgildandi kerfi. Annað er það mál sem ég mælti fyrir í fjórða sinn á þingi í gær sem lýtur að því að reglurnar séu fólki meira til aðstoðar þegar engin ástæða er til annars. Aukum frelsi og sjálfsákvörðunarrétt sambúðarskyldu Málið snýst að einum þætti um að auka frelsi og sjálfsákvörðunarrétt fólks með því að aftengja skyldu til sambúðar fyrir það fólk sem hyggst leita sér tæknifrjóvgunar. Við vitum sem er að úti í samfélaginu, til að mynda á börum bæjarins með öllu tilheyrandi, er hið opinbera ekki að skipta sér af því hverjir eignast barn saman. Það er því engin ástæðu til að hið opinbera þurfi að skipta sér af því að ef fólk þarf aðstoð við að eignast barn verði það að vera í sambúð. Réttindi barnsins kýrskýr Í slíkum aðstæðum þyrfti þó alltaf að passa upp á réttindi barnsins. Það er því skýrt tekið á því í frumvarpinu að ef fólk sem er ekki í sambúð eða hjónabandi vill eignast barn saman þá verður að fylgja með vottað samþykki tilvonandi foreldra af til þess bærum yfirvöldum. Ég þykist vita af þessum anga málsins hefur verið mætt með áhyggjum af hagsmunum barnsins. Ég geri ekki lítið úr þeirri gagnrýni en hún kemur mér þó ekki á óvart. Í þau 30 ár sem þessi löggjöf hefur verið að þróast hefur hún bæði breyst mikið og henni alltaf fylgt áhyggjur. Löggjöfin fer batnandi Samkynhneigðir máttu til að mynda lengi vel ekki fara í tæknifrjóvgun, einstæðar mæður ekki heldur og systir viðkomandi tilvonandi móður mátti ekki gefa henni eggið sitt; öll þessi atriði höfðu það eitt sameiginlegt að fólk hafði áhyggjur af hagsmunum barnanna í þessum aðstæðum. Svo þróast lífið og viðmiðin breytast og við sjáum smám saman að óttinn var ástæðulaus. Það er enda mín bjargfasta trú að það fólk sem vill svo gjarnan verða foreldrar að það er til í að leggja á sig öll þau óþægindi og kostnað við að fara í tæknifrjóvgun, gera það aldrei að leik sínum. Ég trúi því líka að þeir sem vilja svo gjarnan verða foreldrar, verða góðir foreldrar. Gefum fósturvísa þeim sem þurfa Annar þáttur frumvarpsins er að afnema algert bann núgildandi laga við að gefa fósturvísa. Það eru engin haldbær rök fyrir því að annars vegar megi gefa sæði og hins vegar egg en ekki megi gefa sæði og egg sem þegar það er orðið að lífvænlegum fósturvísi. Þrátt fyrir að blessunarlega séu það ekki margir sem eru í þessari stöðu að þurfa fósturvísi en ekki eingöngu kynfrumur, þá er fyrir það fólk í þeirri stöðu dýrmætara en gull að fá þá aðstoð. Ég vona að frumvarpið nái fram að ganga en ef ég þarf að flytja það í fimmta sinn þá mun ég gera það. Ríkið og reglur þess eiga að aðstoða fólk við að búa til börn, ekki gera þeim það óþarflega erfitt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar