Söngkeppni framhaldsskólanna

Tók kvíðann í störukeppni og sigraði hann
Saga Matthildur sigraði hjörtu landsmanna um helgina þegar hún tók þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Hún keppti fyrir hönd Fjölbrautar í Garðabæ og söng lagið Lay Me Down með Sam Smith.

MR vann söngkeppni framhaldsskólanna
Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM.

37 ára í söngkeppni framhaldsskólanna
Dagrún Þórný Marínardóttir bar sigur úr býtum í söngkeppni Fjölbrautaskólans við Ármúla.

Borgarholtsskóli vann Söngkeppni framhaldsskólanna
Borgarholtsskóli bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fór fram á Akureyri í kvöld og var sýnd í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2. Það voru félagarnir Kristmundur Axel og Júlí Heiðar sem sungu til sigurs með íslenskri rappaðri útgáfu af lagi Erics Clapton Tears in Heaven.

Söngkeppni framhaldsskólanna í beinni á Vísi
Söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld verður sýnd í beinni útsendingu á Vísi. Einnig verður sýnt frá keppninni í opinni dagskrá Stöðvar 2. Í þessari vinsælustu og fjölmennustu söngvarakeppni landsins mæta til keppni allir framhaldsskólar landsins og er þetta í 20. sinn sem keppnin er haldin.

Undir manni sjálfum komið
Þrír af fyrrum keppendum Söngkeppni framhaldsskólanna deila reynslu sinni af keppninni og veita keppendunum í ár góð ráð.

Ilmvatn og adrenalín í veganesti
Kynnar Söngkeppni framhaldsskólanna þetta árið eru tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarson og Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona.

Keppt í fjórða sinn á Akureyri
Sú hefð hefur skapast undanfarin ár að Söngkeppni framhaldsskólanna fari fram á Akureyri og fer keppnin fram í fjórða skiptið í röð í höfuðstað Norðurlands.

Gríðarlega öflug á Facebook
Söngkeppni framhaldsskólanna er enginn eftirbátur hvað tækni varðar og er keppnin að sjálfsögðu komin með síðu á samskiptasíðunni Facebook.

Hefur mikla þýðingu fyrir íslenskt tónlistarlíf
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli á Rás 2, telja Söngkeppni framhaldsskólanna gegna mikilvægu hlutverki fyrir íslenskt tónlistarlíf.

Vinsælustu hljómsveitir landsins skemmta
Engu er til sparað við að gera keppnina sem glæsilegasta og eftir að henni lýkur að kvöldi 10. apríl verður blásið til heljarinnar dansleik.

Þjóðin hefur 50% vægi
Skapast hefur hefð fyrir því á undanförnum árum að leyfa almenningi að taka þátt í kosningu í gegnum síma og SMS í Söngkeppni framhaldsskólanna.

Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra
Hildur Sólmundsdóttir flytur lagið Að eilífu, Ávalt fyrir hönd Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.

Menntaskólinn við Sund
Kristín Hrönn Jónsdóttir syngur fyrir hönd Menntaskólans við Sund lagið Þínar varir á röngum stað.

Fjölbrautarskólinn við Ármúla
Eyrún Eðvaldsdóttir syngur lagið Of mikið Rokk og Ról fyrir hönd Fjölbrautarskólans við Ármúla.

Framhaldsskólinn á Laugum
Bryndís Elsa Guðjónsdóttir flytur lagið Heltekin fyrir hönd Framhaldsskólans á Laugum.

Menntaskólinn Hraðbraut
Eggert Óskar Ólafsson syngur lagið Hver ert þú? fyrir hönd Menntaskólans Hraðbraut.

Menntaskólinn á Ísafirði
Elísabet Traustadóttir syngur lagið Minningarregn fyrir hönd Menntaskólans á Ísafirði.

Verkmenntaskóli Austurlands
Jóhanna F. Hjálmarsdóttir Weldingh flytur lagið Vonsvikin og gáttuð, fyrir hönd Verkmenntaskóla Austurlands.

Fjölbrautarskóli Suðurlands
Gunnar Guðni Harðarson syngur fyrir hönd Fjölbrautarskóla Suðurlands lagið Hann veit.