Vekja Hringbraut upp frá dauðum með nýjum sjónvarpsþáttum Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2023 14:50 Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, segir að til standi að setja þrjá til fjóra nýja þætti undir merkjum Hringbrautar á næstunni. Vísir/samsett Framleiðsla á sjónvarpsþáttum undir merkjum Hringbrautar hefst aftur um helgina, aðeins rúmum mánuði eftir að útsendingum samnefndrar sjónvarpsstöðvar var hætt við gjaldþrot útgáfufélags Fréttablaðsins. Þættirnir verða meðal annars aðgengilegir í sjónvarpi Símans. Útgáfu Fréttablaðsins var hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis þegar Torg ehf., móðurfélag þeirra, varð gjaldþrota í lok mars. Öllu starfsfólki miðlanna var sagt upp og sagt að sækja eftirstandandi launagreiðslur í ábyrgðarsjóð launa. Rekstur DV.is, Hringbrautar.is og Iceland Magazine var færður yfir í Fjölmiðatorgið ehf., annars eignarhaldsfélags sem Helgi Magnússon, stjórnarformaður Torgs, stofnaði síðasta haust. Helgi er eigandi Fjölmiðlatorgsins og Jón Þórisson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, stjórnarmaður þess. Nokkrir starfsmenn DV voru ráðnir til áframhaldandi starfa fyrir nýja félagið. Síðan þá hafa greinar haldið áfram að birtast á vefsíðu Hringbrautar. Engar upplýsingar eru um starfsmenn miðilsins á síðunni og greinar sem þar birtast eru ómerktar. Íþróttaþættir fyrstu skrefin í endurreisninni Nú á nýtt líf að færast í Hringbraut. Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, segir farið verði af stað með vefsjónvarpsþætti sem birtist á vef Hringbrautar, DV og í Sjónvarpi Símans. Fyrsti þátturinn verður sýndur um helgina en það er „Íþróttavikan“, þáttur sem var áður á dagskrá á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Hann verður á dagskrá vikulega undir stjórn Helga Fannars Sigurðssonar af vefmiðlinum 433. Umfjöllun um Lengjudeildina, Íslandsmótið í knattspyrnu, er á næsta leiti. „Þetta eru svona fyrstu tvö skrefin í endurreisn Hringbrautar,“ segir Björn. Á næstu vikum er ætlunin að byrja á nokkrum þáttum til viðbótar undir merkjum Hringbrautar. Auk þess verða valdir þættir af eldra efni Hringbrautar aðgengilegir á sjónvarpi Símans. „Við ætlum ekki að gleypa heiminn í einum bita. Við ætlum að taka þetta í skrefum og kynna einhverja þætti á næstu vikum. Við ætlum örugglega að byrja á svona þremur, fjórum, allavegana til þess að byrja með,“ segir hann. Björn verður þó ekki sjálfur yfir dagskrá Hringbrautar. Umsjónarmenn hvers þáttar fyrir sig ráði efnistökum. Stórir hlutir að gerast. Hringbraut vaknar til lífsins og það eru nýjar stjörnur í húsinu @hrafnkellfreyr @helgifsig pic.twitter.com/RT7NtpwLvf— Hörður S Jónsson (@hoddi23) May 4, 2023 Keypti vörumerkin út úr Torgi Spurður að því hvort að endurreisn Hringbrautar undir fána nýs félags svo skömmu eftir gjaldþrot Torgs sé dæmi um kennitöluflakk bendir Björn á að Helgi Magnússon, eigandi Fjölmiðlatorgs og áður Torgs, hafi keypt vörumerkið fyrir nokkru síðan. Helgi sagði Heimildinni í síðasta mánuði að eignir tengdar fjölmiðlafyrirtækjunum hafi ekki verið inni í Torgi þegar það var tekið til gjaldþrotaskipta. Hofgarðar, annað félag í hans eigu, hafi keypt vörumerki Hringbrautar, DV og Fréttablaðsins fyrir hátt í hálfan milljarð króna fyrir tveimur árum. Rökstuddi hann viðskiptin þannig að þeim hafi verið ætlað að styrkja lausafjárstöðu Torgs á þeim tíma. „Hann er í raun og veru að veita fjölmiðlafólki leyfi til þess að nota þessi vörumerki í sinn rekstur,“ segir Björn. Hópur verktaka sem starfaði fyrir Torg sagðist um helgina ætla að stefna Helga á þeim forsendum að félag hans hafi haldið áfram að taka við þjónustu þeirra jafnvel þótt hann hafi vitað að það væri ógjaldfært í aðdraganda gjaldþrotsins. Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blendnar tilfinningar í erfi Fréttablaðsins Starfsmannafélag Fréttablaðsins hélt lokapartí skömmu fyrir síðustu helgi og svo var starfseminni slaufað. Ljósmyndari Vísis, gamall Fréttablaðsmaður, mætti með myndavélina sína. 3. maí 2023 08:53 Verktakar Fréttablaðsins hyggjast lögsækja Helga Magnússon Hátt á annan tug verktaka sem störfuðu hjá Fréttablaðinu hyggjast lögsækja fjárfestinn Helga Magnússon sem átti blaðið fyrir gjaldþrot. Kæran er byggð á að eigendur hefðu tekið við efni vitandi að félagið hafi verið ógjaldfært. 30. apríl 2023 12:22 Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Sjá meira
Útgáfu Fréttablaðsins var hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis þegar Torg ehf., móðurfélag þeirra, varð gjaldþrota í lok mars. Öllu starfsfólki miðlanna var sagt upp og sagt að sækja eftirstandandi launagreiðslur í ábyrgðarsjóð launa. Rekstur DV.is, Hringbrautar.is og Iceland Magazine var færður yfir í Fjölmiðatorgið ehf., annars eignarhaldsfélags sem Helgi Magnússon, stjórnarformaður Torgs, stofnaði síðasta haust. Helgi er eigandi Fjölmiðlatorgsins og Jón Þórisson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, stjórnarmaður þess. Nokkrir starfsmenn DV voru ráðnir til áframhaldandi starfa fyrir nýja félagið. Síðan þá hafa greinar haldið áfram að birtast á vefsíðu Hringbrautar. Engar upplýsingar eru um starfsmenn miðilsins á síðunni og greinar sem þar birtast eru ómerktar. Íþróttaþættir fyrstu skrefin í endurreisninni Nú á nýtt líf að færast í Hringbraut. Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, segir farið verði af stað með vefsjónvarpsþætti sem birtist á vef Hringbrautar, DV og í Sjónvarpi Símans. Fyrsti þátturinn verður sýndur um helgina en það er „Íþróttavikan“, þáttur sem var áður á dagskrá á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Hann verður á dagskrá vikulega undir stjórn Helga Fannars Sigurðssonar af vefmiðlinum 433. Umfjöllun um Lengjudeildina, Íslandsmótið í knattspyrnu, er á næsta leiti. „Þetta eru svona fyrstu tvö skrefin í endurreisn Hringbrautar,“ segir Björn. Á næstu vikum er ætlunin að byrja á nokkrum þáttum til viðbótar undir merkjum Hringbrautar. Auk þess verða valdir þættir af eldra efni Hringbrautar aðgengilegir á sjónvarpi Símans. „Við ætlum ekki að gleypa heiminn í einum bita. Við ætlum að taka þetta í skrefum og kynna einhverja þætti á næstu vikum. Við ætlum örugglega að byrja á svona þremur, fjórum, allavegana til þess að byrja með,“ segir hann. Björn verður þó ekki sjálfur yfir dagskrá Hringbrautar. Umsjónarmenn hvers þáttar fyrir sig ráði efnistökum. Stórir hlutir að gerast. Hringbraut vaknar til lífsins og það eru nýjar stjörnur í húsinu @hrafnkellfreyr @helgifsig pic.twitter.com/RT7NtpwLvf— Hörður S Jónsson (@hoddi23) May 4, 2023 Keypti vörumerkin út úr Torgi Spurður að því hvort að endurreisn Hringbrautar undir fána nýs félags svo skömmu eftir gjaldþrot Torgs sé dæmi um kennitöluflakk bendir Björn á að Helgi Magnússon, eigandi Fjölmiðlatorgs og áður Torgs, hafi keypt vörumerkið fyrir nokkru síðan. Helgi sagði Heimildinni í síðasta mánuði að eignir tengdar fjölmiðlafyrirtækjunum hafi ekki verið inni í Torgi þegar það var tekið til gjaldþrotaskipta. Hofgarðar, annað félag í hans eigu, hafi keypt vörumerki Hringbrautar, DV og Fréttablaðsins fyrir hátt í hálfan milljarð króna fyrir tveimur árum. Rökstuddi hann viðskiptin þannig að þeim hafi verið ætlað að styrkja lausafjárstöðu Torgs á þeim tíma. „Hann er í raun og veru að veita fjölmiðlafólki leyfi til þess að nota þessi vörumerki í sinn rekstur,“ segir Björn. Hópur verktaka sem starfaði fyrir Torg sagðist um helgina ætla að stefna Helga á þeim forsendum að félag hans hafi haldið áfram að taka við þjónustu þeirra jafnvel þótt hann hafi vitað að það væri ógjaldfært í aðdraganda gjaldþrotsins.
Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blendnar tilfinningar í erfi Fréttablaðsins Starfsmannafélag Fréttablaðsins hélt lokapartí skömmu fyrir síðustu helgi og svo var starfseminni slaufað. Ljósmyndari Vísis, gamall Fréttablaðsmaður, mætti með myndavélina sína. 3. maí 2023 08:53 Verktakar Fréttablaðsins hyggjast lögsækja Helga Magnússon Hátt á annan tug verktaka sem störfuðu hjá Fréttablaðinu hyggjast lögsækja fjárfestinn Helga Magnússon sem átti blaðið fyrir gjaldþrot. Kæran er byggð á að eigendur hefðu tekið við efni vitandi að félagið hafi verið ógjaldfært. 30. apríl 2023 12:22 Mest lesið Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Icelandair setur nokkur met Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Sjá meira
Blendnar tilfinningar í erfi Fréttablaðsins Starfsmannafélag Fréttablaðsins hélt lokapartí skömmu fyrir síðustu helgi og svo var starfseminni slaufað. Ljósmyndari Vísis, gamall Fréttablaðsmaður, mætti með myndavélina sína. 3. maí 2023 08:53
Verktakar Fréttablaðsins hyggjast lögsækja Helga Magnússon Hátt á annan tug verktaka sem störfuðu hjá Fréttablaðinu hyggjast lögsækja fjárfestinn Helga Magnússon sem átti blaðið fyrir gjaldþrot. Kæran er byggð á að eigendur hefðu tekið við efni vitandi að félagið hafi verið ógjaldfært. 30. apríl 2023 12:22