Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson skrifar 3. apríl 2023 14:31 Mikil umræða um fjölmiðla hefur skapast í kjölfar þess að Fréttablaðið/Hringbraut lagði upp laupana með alvarlegum afleiðingum. Undanfarin ár hefur rekstrarumhverfi fjölmiðla versnað ár frá ári vegna breytinga á neysluhegðun og tækniframfara. Færri lesa t.d. blöð en áður og aukin ásókn er í fréttaveitur sem eru uppfærðar nánast á mínútu hverri. Jafnframt þessu hafa erlendar frétta – og dreifiveitur tekið til sín æ stærri skerf auglýsingamarkaðarins án þess að stjórnvöld hafist að við að jafnsetja þær skattalega við innlenda fjölmiðla. Málið er sagt ,,á dagskrá” en núverandi ríkisstjórn er eitt verkkvíðnasta fyrirbæri sem þekkist og því ekki að vænta að bætt verði úr fljótt. Til þess að bregðast við ástandinu hafa frjálsir fjölmiðlar utan einn verið ríkisvæddir að hluta með framlögum úr ríkissjóði og sjálfstæði þeirra og trúverðugleiki í fréttaflutningi af stjórnvöldum þannig skert. Úrræði ríkisstjórnarinnar virðast vera þau helst að búa til misstór útibú RUV ohf á kostnað almennings. Í umræðunni eftir fall Fréttablaðsins/Hringbrautar hefur mest verið rætt um þrennt til að bæta ástandið á fjölmiðlamarkaði. Í fyrsta lagi að taka RUV ohf af auglýsingamarkaði sem myndi auka útgjöld ríkissjóðs og þannig almennings umtalsvert. Í öðru lagi að auka enn framlög ríkissjóðs til frjálsra fjölmiðla einnig á kostnað almennings. Í þriðja lagi að jafnsetja skattheimtu erlendra veitna við innlenda fjölmiðla. Það hefur minna farið fyrir umræðu um leið sem bætt gæti samkeppnisstöðu frjálra fjölmiðla gagnvart RUV ohf sem er að treysta almenningi til þess að ákveða til hvaða fjölmiðils andvirði nauðungaráskriftarinnar/ nefskattsins renni. Svipað hefur verið uppi á teningnum hvað varðar sóknargjöld en þeir sem ekki vilja að þau renni til kirkjunnar geta valið aðrar leiðir. Einnig er eins og allir vita hægt að segja sig úr Þjóðkirkjunni en það sama á ekki við um RUV ohf. Fjölmiðlar á Íslandi hafa undanfarið siglt ansi krappan sjó utan einn. RUV ohf er á lygnum sjó og ekkert haggar rekstrarumhverfi þess. Fjárheimildir eru auknar nánast ár hvert án minnstu kröfu um hagræðingu eða rekstrarumbætur. Í þessu sambandi má ekki gleymast að RUV er ekki stofnun heldur opinbert hlutafélag. Opinber hlutafélög hafa ekki reynst happasæl að mati greinarhöfundar og eru n.k. stjórnskipulegir bastarðar. RUV ohf er að þessu leyti í sporum unglings sem enn býr í heimahúsum án þess að lyfta fingri til heimilishaldsins. Það er kominn tími til að reka RUV ohf að heiman og leyfa því að spjara sig í umhverfi sem ekki er verndað. Miðflokkurinn hefur lagt fram á þingi tillögu um að almenningur ráði sjálfur hvert nauðungaráskriftin/ nefskatturinn renni. Með því vinnst margt. Hugur almennings til fjölmiðla mun koma fram. Traust almennings á RUV ohf mun koma fram með skýrum hætti sem hlýtur að vera félaginu dýrmætt. Aðrir fjölmiðlar geta einnig vænst stuðnings þeirra sem hafa trú á þeim og dagsrkrárstefnu þeirra. Verði þessi ráðstöfun til þess að rýra tekjur RUV ohf þarf félagið líkt og aðrir fjölmiðlar einfaldlega að grípa til hagræðingaraðgerða og forgangsraða í rekstri sínum. Í því sambandi má minna á s.k. menningarhlutverk sem er ekki áberandi í málfari í dagskrárliðum og fréttum RUV ohf auk öryggishlutverksins sem virkar heldur ekki sem skyldi eins kom m.a. fram þegar eldgos hófst á Reykjanesi nýlega. Burt séð frá fjármögnun er rík ástæða fyrir RUV að gaumgæfa hlutverk sitt í samfélaginu og standa við lagalegar skyldur sínar betur en nú er gert. Verði tillaga Miðflokksins ekki samþykkt mun allt vera áfram sem áður var og útgjöld ríkissjóðs vegna fjölmiðla stóraukast. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Ríkisútvarpið Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða um fjölmiðla hefur skapast í kjölfar þess að Fréttablaðið/Hringbraut lagði upp laupana með alvarlegum afleiðingum. Undanfarin ár hefur rekstrarumhverfi fjölmiðla versnað ár frá ári vegna breytinga á neysluhegðun og tækniframfara. Færri lesa t.d. blöð en áður og aukin ásókn er í fréttaveitur sem eru uppfærðar nánast á mínútu hverri. Jafnframt þessu hafa erlendar frétta – og dreifiveitur tekið til sín æ stærri skerf auglýsingamarkaðarins án þess að stjórnvöld hafist að við að jafnsetja þær skattalega við innlenda fjölmiðla. Málið er sagt ,,á dagskrá” en núverandi ríkisstjórn er eitt verkkvíðnasta fyrirbæri sem þekkist og því ekki að vænta að bætt verði úr fljótt. Til þess að bregðast við ástandinu hafa frjálsir fjölmiðlar utan einn verið ríkisvæddir að hluta með framlögum úr ríkissjóði og sjálfstæði þeirra og trúverðugleiki í fréttaflutningi af stjórnvöldum þannig skert. Úrræði ríkisstjórnarinnar virðast vera þau helst að búa til misstór útibú RUV ohf á kostnað almennings. Í umræðunni eftir fall Fréttablaðsins/Hringbrautar hefur mest verið rætt um þrennt til að bæta ástandið á fjölmiðlamarkaði. Í fyrsta lagi að taka RUV ohf af auglýsingamarkaði sem myndi auka útgjöld ríkissjóðs og þannig almennings umtalsvert. Í öðru lagi að auka enn framlög ríkissjóðs til frjálsra fjölmiðla einnig á kostnað almennings. Í þriðja lagi að jafnsetja skattheimtu erlendra veitna við innlenda fjölmiðla. Það hefur minna farið fyrir umræðu um leið sem bætt gæti samkeppnisstöðu frjálra fjölmiðla gagnvart RUV ohf sem er að treysta almenningi til þess að ákveða til hvaða fjölmiðils andvirði nauðungaráskriftarinnar/ nefskattsins renni. Svipað hefur verið uppi á teningnum hvað varðar sóknargjöld en þeir sem ekki vilja að þau renni til kirkjunnar geta valið aðrar leiðir. Einnig er eins og allir vita hægt að segja sig úr Þjóðkirkjunni en það sama á ekki við um RUV ohf. Fjölmiðlar á Íslandi hafa undanfarið siglt ansi krappan sjó utan einn. RUV ohf er á lygnum sjó og ekkert haggar rekstrarumhverfi þess. Fjárheimildir eru auknar nánast ár hvert án minnstu kröfu um hagræðingu eða rekstrarumbætur. Í þessu sambandi má ekki gleymast að RUV er ekki stofnun heldur opinbert hlutafélag. Opinber hlutafélög hafa ekki reynst happasæl að mati greinarhöfundar og eru n.k. stjórnskipulegir bastarðar. RUV ohf er að þessu leyti í sporum unglings sem enn býr í heimahúsum án þess að lyfta fingri til heimilishaldsins. Það er kominn tími til að reka RUV ohf að heiman og leyfa því að spjara sig í umhverfi sem ekki er verndað. Miðflokkurinn hefur lagt fram á þingi tillögu um að almenningur ráði sjálfur hvert nauðungaráskriftin/ nefskatturinn renni. Með því vinnst margt. Hugur almennings til fjölmiðla mun koma fram. Traust almennings á RUV ohf mun koma fram með skýrum hætti sem hlýtur að vera félaginu dýrmætt. Aðrir fjölmiðlar geta einnig vænst stuðnings þeirra sem hafa trú á þeim og dagsrkrárstefnu þeirra. Verði þessi ráðstöfun til þess að rýra tekjur RUV ohf þarf félagið líkt og aðrir fjölmiðlar einfaldlega að grípa til hagræðingaraðgerða og forgangsraða í rekstri sínum. Í því sambandi má minna á s.k. menningarhlutverk sem er ekki áberandi í málfari í dagskrárliðum og fréttum RUV ohf auk öryggishlutverksins sem virkar heldur ekki sem skyldi eins kom m.a. fram þegar eldgos hófst á Reykjanesi nýlega. Burt séð frá fjármögnun er rík ástæða fyrir RUV að gaumgæfa hlutverk sitt í samfélaginu og standa við lagalegar skyldur sínar betur en nú er gert. Verði tillaga Miðflokksins ekki samþykkt mun allt vera áfram sem áður var og útgjöld ríkissjóðs vegna fjölmiðla stóraukast. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun