Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023

Fréttamynd

Støre í sundi og Macron á Þing­völlum

Jonas Gahr Støre, for­sætis­ráð­herra Noregs, heim­sótti Sund­höll Reykja­víkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, for­seti Frakk­lands, fór á Þing­velli í morgun á­samt Dúa J. Land­mark og þjóð­garðs­verði.

Lífið
Fréttamynd

Loka­yfir­lýsingin stutt en nái vel utan um grund­vallar­at­riðin

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að lokayfirlýsing leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík verði fremur stutt en nái vel utan um þau grundvallaratriði sem um umfjöllunar séu. Hún segir það flókið mál að koma sjónarmiðum 46 ríkja saman í eina yfirlýsingu og að hún hafi tekið breytingum fram á síðasta dag.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er eitthvað sem við ættum að gera oftar“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir leiðtogafundinn í Hörpu hafa gengið vel í gær. Hún segir gott að geta átt raunveruleg samtöl við leiðtogana í stað þess að skiptast á fyrirframskrifuðum ávörpum. Það sé eitthvað sem ætti að gera oftar.

Innlent
Fréttamynd

Danir geta hlaupið í skarðið fyrir Land­helgis­­gæsluna á fundar­tíma

Land­helgis­gæslan býðst að­stoð danska sjóhersins við störf sín á meðan leið­toga­fundi Evrópu­ráðsins í Reykja­vík stendur. Þyrla um borð í dönsku varð­skipi er til taks í leit og björgun eða sjúkra­flutninga, hvort sem er á sjó eða landi á meðan þyrlur gæslunnar sinna eftir­liti fyrir lög­reglu í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Hrósar borgarbúum í hástert eftir fyrsta dag fundar

Yfir­lög­reglu­þjónn al­þjóða­sviðs ríkis­lög­reglu­stjóra segir leið­toga­fund Evrópu­ráðsins í Hörpu lang­stærsta við­burðinn sem ís­lensk lög­reglu­yfir­völd hafa skipu­lagt. Hann segir að um hundrað sér­fræðingar séu hér frá lög­reglu­yfir­völdum á norður­löndum í tengslum við fundinn og segir fyrsta dag fundarins hafa gengið vel. Hann hrósar borgar­búum í há­stert fyrir að hafa farið eftir reglum.

Innlent
Fréttamynd

Sögulegir tímar í dag

Helstu þjóðarleiðtogar Evrópu eru nú saman komnir í Hörpu til viðræðna og það má með sanni segja að sagan sé að skrifa sig hér á Íslandi, enda ekki oft sem fundir af þessari stærðargráðu eru haldnir hérlendis.

Skoðun
Fréttamynd

Lík­legt að á­rásirnar haldi á­fram

Óvissustig Almannavarna var virkjað í dag vegna netárása Rússa í tengslum við fund Evrópuráðsins. Sérfræðingur í netöryggi segir Íslendinga mega eiga von á fleiri árásum og að almenningur þurfi einnig að hafa varan á. 

Innlent
Fréttamynd

Friður geti ekki verið án réttlætis

Þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu saman í dag. Þær eru sammála því að ekki sé hægt að koma á friði í Úkraínu án þess að réttlætinu sé framfylgt.

Innlent
Fréttamynd

Stoltur gest­gjafi

Í dag er stór dagur í sögu Íslands en einnig stór dagur í sögu Evrópuráðsins þegar leiðtogar aðildarríkja Evrópuráðsins funda hér á landi, en aðeins þrisvar sinnum áður hafa leiðtogarnir komið saman til fundar frá stofnun ráðsins.

Skoðun
Fréttamynd

Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026

Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag.

Erlent
Fréttamynd

„Fyrir­séð ógn í að­draganda þessa fundar“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir netárásir morgunsins ekki hafa komið á óvart. Greinilega sé um að ræða öfl sem vilja minna á sig í aðdraganda leiðtogafundarins. Hún er bjartsýn á að fundurinn verði mikilvægt skref í að sameina Evrópuríkin enn frekar. 

Innlent
Fréttamynd

Kalla eftir að­gerðum í tengslum við leið­toga­fundinn

Í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn er í Hörpu í dag og á morgun kallar Amnesty eftir því að gripið verði til aðgerða vegna fimm atriða sem samtökin hafa fjallað um að undanförnu. Evrópuráðið verði að nýta tækifærið sem fundurinn felur í sér og þrýsta á að aðildarríki efli mannréttindavernd í álfunni.

Innlent
Fréttamynd

Leiðtogafundur - Jafnrétti er forsenda friðar og lýðræðis

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá mörgum að fjórði leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Reykjavík í dag. UN Women á Íslandi fagna því að íslensk stjórnvöld leiði þennan mikilvæga fund og árétta mikilvægi þess að jafnrétti sé leiðarstefið á fundum sem þessum.

Skoðun
Fréttamynd

Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí

Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Almenningur sé ekki í hættu vegna netárása

Nokkrir stjórnsýsluvefir, eins og vefir Alþingis og dómstóla, hafa legið niðri í morgun. Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir þá aðila sem hafa hótað netárásum af þessu tagi yfirleitt herja á slíka vefi. Almenningur sé ekki í hættu en þurfi að bíða af sér vesen sem fylgir árásunum.

Innlent
Fréttamynd

Verið að fremja á­rásir á ís­lenska vefi

Verið er að fremja árásir á íslenska vefi að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Embættið telur sig hafa hugmynd um hvaðan árásirnar koma en ekkert hefur fengist staðfest. 

Innlent