HM karla í handbolta 2023

Svona var blaðamannafundur HSÍ
Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ. Þar sátu Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins, og Ýmir Örn Gíslason og Bjarki Már Elísson fyrir svörum.

Þjálfari Dana segir Íslendinga vera með frábært lið
Þjálfari danska handboltalandsliðsins, Nikolaj Jacobsen, segir íslenska landsliðið vera frábært og hefur mikla trú á því á HM sem hefst eftir viku.

Þyngdi sig um sextán kíló á þremur mánuðum og fær að spila á HM
Tobias Schjölberg Gröndahl er einn mest spennandi handboltamaður Norðmanna og er nú á leiðinni á sitt fyrsta stórmót.

Dreymir um að komast á verðlaunapall
Kristján Örn Kristjánsson er klár í slaginn fyrir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst eftir viku.

Spillingarbælið IHF: Vafasamar millifærslur, dómarasvindl og gefins sæti á stórmótum
Ósætti handboltahreyfingarinnar við Covid-takmarkanir á komandi heimsmeistaramóti í handbolta bætist á langan lista þess sem má telja gagnrýnivert við stjórnarhætti Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF. Þar hefur Egyptinn Hassan Moustafa setið óáreittur á valdastóli frá árinu 2000.

Formaður HSÍ: „Höfum reynt að bregðast við“
Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir erfitt úr þessu að breyta reglum IHF um viðbrögð sambandsins komi upp kórónuveirusmit á HM handbolta. Hann segir að búið sé að reyna að bregðast við.

„Ég beið bara og svo þegar símtalið kom var þungu fargi af mér létt“
Hákon Daði Styrmisson hlakkar til að fara á sitt fyrsta stórmót. Hann segir að biðin eftir því hvort hann yrði valinn í landsliðshópinn hafi verið nokkuð stressandi.

Björgvin Páll sendir IHF bréf vegna umdeildra Covid-reglna
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska handboltalandsliðsins, hefur sent Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, bréf vegna umdeildra reglna varðandi Covid-19 sem verða í gildi á HM í Svíþjóð og Póllandi sem hefst í næstu viku.

Sigfús hefur áhyggjur af gömlu stöðunni sinni
Sigfús Sigurðsson hefur mikla trú á íslenska karlalandsliðinu í handbolta á HM og segir það geta náð langt. Hann hefur þó smá áhyggjur af gömlu stöðunni sinni, á línunni.

„Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu“
Þótt íslenska þjóðin sé á yfirsnúningi vegna HM í handbolta sem hefst næstu viku fær fátt haggað Guðmundi Guðmundssyni enda farið á nokkur stórmótin á löngum ferli. Hann segir að tilhlökkunin sé samt alltaf til staðar.

Logi Geirsson segir að Ísland sé með nógu gott lið til að vinna HM í handbolta
Logi Geirsson vann á sínum tíma tvenn verðlaun með íslenska landsliðinu í handbolta en núna hefur handboltasérfræðingur Seinni bylgjunnar gríðarlega mikla trú á strákunum okkar á heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst í næstu viku.

„Eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum“
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir ósætti ríkja við íþyngjandi reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins sem snerta á Covid-19 fyrir komandi heimsmeistaramót karla.

„Við höfum bara ekki í lent í öðru eins“
Fordæmalaus eftirspurn hefur verið eftir landsliðstreyju Íslands í handbolta í aðdraganda komandi heimsmeistaramóts. Markaðsstjóri HSÍ segir treyjusöluna síðustu vikur vera á pari við síðustu 18 mánuðina á undan.

Spenntur að fara loks á stórmót: „Var frekar vongóður í þetta skiptið“
Óðinn Þór Ríkharðsson kveðst spenntur að vera loksins á leið á stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta.

Leikmaður danska landsliðsins í einangrun
Simon Pytlick, leikmaður danska karlalandsliðsins í handbolta, hefur verið einangraður frá leikmannahópi liðsins vegna Covid-smits. Danir segja þetta varúðarráðstöfun vegna strangra reglna í kringum komandi heimsmeistaramót.

Gáttaður á Covid-reglum: „Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar?“
Björgvin Páll Gústavsson, leikmaður Vals og landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, er afar ósáttur við þær reglur sem verða í gildi á komandi heimsmeistaramóti í handbolta er varða Covid-19.

Strákarnir okkar í fimm daga sóttkví ef þeir smitast
Kórónuveirustress mun áfram herja á liðin sem keppa um heimsmeistaratitilinn í handbolta seinna í þessum mánuði.

Kóreumenn stóðu í Pólverjum í æfingaleik fyrir HM
Suður-Kórea mátti þola fjögurra marka tap er liðið mætti Pólverjum í æfingaleik fyrir HM í handbolta, 31-27. Kóreumenn verða með okkur Íslendingum í D-riðli þegar HM hefst eftir tæpar tvær vikur.

„Hef alltaf staðið í þeirri meiningu að sem íþróttamaður verður þú að leyfa þér að dreyma“
Landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson settist niður með Vísi og Stöð 2 nýverið. Ræddi hann lífið og tilveruna sem og HM í handbolta sem fram fer í janúar en segja má að þjóðin sé að prjóna yfir sig um þessar mundir. Bjarki Már segir að Ísland hafi alla burði til að fara langt en gamla klisjan eigi þó alltaf við: „einn leikur í einu.“

„Niðurstaða Handkastsins að Ísland er með bestu útilínu í heiminum“
Handkastið heldur áfram að hita upp fyrir HM í handbolta sem fram fer í janúar. Hvort menn hafi prjónað yfir sig í nýjasta þætti hlaðvarpsins verður að koma í ljós en þar var fullyrt að útilína Íslands, skytturnar tvær ásamt miðjumanni, væru besta útilína heims um þessar mundir.

„Ísland á auðvitað möguleika á að komast í undanúrslit“
Langt er síðan spennan fyrir stórmóti í handbolta var jafn mikil og hún er fyrir HM í Svíþjóð og Póllandi sem hefst eftir rétt rúmar tvær vikur. Rasmus Boysen, einn helsti handboltasérfræðingur heims, fór yfir möguleika Íslands á mótinu í sérstakri viðhafnarútgáfu af hlaðvarpinu Handkastið.

Díana Dögg skoraði fimm mörk í jafntefli | Melsungen vann Lemgo með minnsta mun
Landsliðsmennirnir Arnar Freyr Arnarsson, Elvar Örn Jónsson og Ýmir Örn Gíslason léku sinn síðasta leik í þýsku úrvalsdeildinni áður en þeir fara á HM í janúar. Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður Zwickau, skoraði fimm mörk í jafntefli gegn Oldenburg.

„Eigum allir sameiginlegan draum að vilja sjá okkur með medalíuna um hálsinn“
Janus Daði Smárason verður hluti af íslenska landsliðinu þegar flautað verður til leiks á HM í handbolta þann 11. janúar næstkomandi. Janus hefur verið hluti af íslenska landsliðinu frá árinu 2017 og hann gerir sér grein fyrir þeim væntingum sem hvíla á liðinu á þessu móti.

Hefur ekki áhyggjur af Aroni hjá FH: „Mun bara halda sér í toppstandi eins og alltaf“
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, hefur ekki áhyggjur af því að ákvörðun Arons Pálmarssonar um að snúa aftur til FH úr atvinnumennsku muni hafa áhrif á gæðin sem leikmaðurinn hefur upp á að bjóða.

Lærði af reynslu síðasta móts og tók Óðinn með
Guðmundur Guðmundsson segir að það reynst erfitt að velja íslenska landsliðshópinn fyrir HM. Eftir reynslu síðasta móts ákvað hann að velja tvo hægri hornamenn.

Svona var HM-hópurinn tilkynntur
Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Guðmundur Guðmundsson tilkynnti hópinn sem fer á HM í Svíþjóð og Póllandi í næsta mánuði.

Hákon og Óðinn fara á HM en hvorki Stiven Tobar né Teitur
Teitur Örn Einarsson og Stiven Tobar Valencia eru hvorugir í HM-hópi Guðmundar Guðmundssonar sem var tilkynntur í dag.

Algjört met í miðasölu fyrir HM í handbolta og síminn stoppar ekki
Handknattleiksamband Íslands hefur aldrei kynnst annarri eins sölu, annars vegar á miðum á leiki á heimsmeistaramótið í janúar og hins vegar á nýja landsliðsbúningnum. Gaupi ræddi við framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands.

„Tilfinningin í landinu eins og fyrir Ólympíuleikana í London“
Óhætt er að segja að eftirvænting íslensku þjóðarinnar fyrir HM í handbolta sé orðin mikil. Logi Gerisson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, er líklega einn spenntasti maður landsins þessa dagana og hann var á línunni í seinasta þætti af Handkastinu.

Hverjir fá góða jólagjöf frá Guðmundi?
Á morgun, á 62 ára afmælisdaginn sinn, tilkynnir Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins, hópinn sem hann tekur með á HM í Svíþjóð og Póllandi í næsta mánuði.