Dagur í lífi

Fréttamynd

Dagur í lífi Nönnu: Mikill aðdáandi to-do lista

Nanna Kristín Tryggvadóttir er nýráðin fram­kvæmda­stjóri Hús­heild­ar ehf. og Byggingarfélagsins Hyrnu. Henni finnst best að byrja daginn á að svitna og fátt notalegra en að elda kvöldmat heima á kvöldin. Hádeginu ver hún helst með vinum og leggur á ráðin.

Frítíminn
Fréttamynd

Dagur í lífi Margrétar Bjarna: Félagslynd og fjölskyldurækin náttugla

Margrét Bjarnadóttir hlaut fimmta sætið í nýafstöðnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og leggur stund á lögfræðinám. Hún er matreiðslumaður að mennt en maðurinn hennar er þó duglegri við eldamennskuna heimavið. Margrét er ekki morgunmanneskja sem kann að skýrast af því að hún segist alltaf fara of seint að sofa. 

Frítíminn
Fréttamynd

Dagur í lífi Sigþrúðar: Morgunhani sem vill að fjölskyldan borði saman

Sigþrúður Ármann er atvinnurekandi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún vaknar eldsnemma til að hreyfa sig og á það til að sofna í leikhúsum og saumaklúbbum, enda kvöldsvæf með eindæmum. Hún segir enga tvo daga eins hjá sér og vill helst að aðrir eldi kvöldmatinn, því eldamennska er ekki hennar sterkasta hlið.

Frítíminn
Fréttamynd

Dagur í lífi Rósu: Þéttir dagar og engir tveir eins

Rósa Kristinsdóttir er yfirlögfræðingur og regluvörður Akta, sjóðastýringarfélags. Hún segir dagana einkar fjölbreytta en vill helst ekki sleppa morgunbollanum með vinkonunum og auglýsir eftir fleiri stöðum sem opna eldsnemma. Hún segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist baðkar.

Innherji
Fréttamynd

Dagur í lífi Magnúsar Berg: „Engar afsakanir í boði“

Magnús Berg Magnússon er forstjóri danska hönnunarfyrirtækisins NORR11. Hann vaknar á bakaratíma til að fara út að hlaupa og segir danska samstarfsmenn dæma hart fyrir bruðlið sem það er að kaupa kaffi þegar það er hægt að fá það frítt á skrifstofunni.

Innherji