Frítíminn

Dagur í lífi Margrétar Bjarna: Félagslynd og fjölskyldurækin náttugla

Ritstjórn Innherja skrifar
Fjölskyldan. Margrét, Ísak, Bjarni Þór og hundurinn Sushi.
Fjölskyldan. Margrét, Ísak, Bjarni Þór og hundurinn Sushi.

Margrét Bjarnadóttir hlaut fimmta sætið í nýafstöðnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og leggur stund á lögfræðinám. Hún er matreiðslumaður að mennt en maðurinn hennar er þó duglegri við eldamennskuna heimavið. Margrét er ekki morgunmanneskja sem kann að skýrast af því að hún segist alltaf fara of seint að sofa. 

07:50 Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég væri morgunhress. Það tekur mig góðan tíma að rífa mig í gang og ég er frekar þögul á morgnanna – en mögulega er ég bara að spara orðin fyrir daginn. Sonur minn vill helst fara í bað um leið og hann vaknar svo að dagurinn hefst yfirleitt á því að koma honum í bað. Síðan hleypi ég hundinum út og yfirleitt löbbum við síðan saman í leikskólann. Við erum heppin að búa í mínútu fjarlægð frá leikskólanum svo að það er ansi stutt að fara.

08:30 Skólinn byrjar yfirleitt um 08:30 hjá mér. Ég horfi oft á fyrirlestrana heima, finnst það ótrúlega þægilegt. Þá spara ég tíma í umferðinni og næ stundum að klára þvott og annað stúss hérna heima.

11:00 Fer út að labba með hundinn okkar, Sushi. Eftir göngutúrinn er misjafnt hvort ég haldi áfram að horfa á fyrirlestrana heima eða fer upp í skóla og klára skóladaginn þar.

Hundurinn Sushi.

Ef að ég hef nægan tíma þá reyni ég að hitta vini eða vinkonur mínar í hádegismat.

Oftast elda ég mér þó eitthvað létt í hádeginu en ég skal samt viðurkenna að mér finnst fátt betra en að fara á HiNoodle og fá mér DanDan súpu í hádeginu. Ég held að hún sé ávanabindandi.

Súpan sem Margrét segir ávanabindandi.

15:50 Legg af stað og sæki son minn. Ég er svo heppin að búa við hliðina á ömmu minni og afa, oft kemur annað þeirra með mér að sækja hann. Síðan förum við oftar en ekki til þeirra eftir leikskóla, honum finnst fátt jafn skemmtilegt og að verja tíma með þeim. Oft kemur yngsta systir mín til mín eftir skóla og þá tekur við eitthvað skipulag, það er aldrei dauð stund í kringum hana.

Ég er matreiðslumaður að mennt en kærastinn minn hefur verið duglegur að standa vaktina í eldhúsinu, ætli ég sé ekki svona típískur iðnaðarmaður?

17:00 Mér finnst mjög gott að hreyfa mig í hádeginu en síðustu mánuði hefur hentað betur að æfa fyrir kvöldmat vegna skólans. Ég lyfti yfirleitt sjálf en svo finnst mér frábært að fara í tabata tíma og í infrared hot yoga. Þegar fer að hlýna finnst mér gott að fara í lengri göngutúra og fjallgöngur, en ég geri minna af því á veturna.

19:00 Ég er matreiðslumaður að mennt en kærastinn minn hefur verið duglegur að standa vaktina í eldhúsinu, ætli ég sé ekki svona típískur iðnaðarmaður?

Margrét og Ísak verja miklum tíma með fjölskyldu og vinum.

20:00 Hátta son minn og les bók fyrir hann áður en hann fer að sofa. Síðan er mjög misjafnt hvað tekur við. Oft fara kvöldin í að læra, fletta miðlunum eða ganga frá. Ég reyni að verja miklum tíma með fjölskyldu og vinum svo að stundum fara kvöldin í það. Annars er í raun ekkert hefðbundið kvöld til hjá mér.

Lína er systir Margrétar og Bjarni Þór er sonur hennar.

01:00+ Ég er algjör ugla og fer yfirleitt allt of seint að sofa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×