Frítíminn

Dagur í lífi Diljár: Fjölbreyttir dagar og með spikfeitan reikning í minningarbankanum

Ritstjórn Innherja skrifar
Diljá Ámundadóttir er í þriðja sæti á lista Viðreisnar í borginni.
Diljá Ámundadóttir er í þriðja sæti á lista Viðreisnar í borginni.

Diljá Ámundadóttir borgarfulltrúi Viðreisnar byrjar dagana snemma á því að dansa með dóttur sinni, Lunu.

Henni finnst borgarstjórnarfundir standa alltof lengi og fundartíminn sé arfleifð frá því að borgarstjórn samanstóð af miðaldra körlum sem tóku lítinn sem engan þátt í heimilislífi sínu. Hún lítur á það sem sína skyldu að styðja við veitingageirann á tímum heimsfaraldursins sem hentar vel enda finnst henni fátt skemmtilegra en að fara út að borða með góðu fólki.

06:50 Ég hef tekið eftir því að ég vakna mjög oft sjálf og án vekjara klukkan nákvæmlega 6:50. Ég kalla mig stundum Diljárrisul því ég er mikil A-manneskja, finnst óskaplega gott að fara snemma að sofa og vakna snemma og gjarnan á undan 3ja ára dóttur minni henni Lunu. Þá næ ég smá “me-time” áður en ég vek hana. Fæ mér rjúkandi kaffi uppi í rúmi og skoða fasteignaauglýsingar eða geri Wordle/Orðlu dagsins.

Diljá með vinkonum eftir botnlausan bröns í miðborginni.Mér finnst mikilvægt að byrja daginn rólega með Lunu og ná svolítilli gæðastund saman áður en við förum útí daginn. Hún fer oftast í bað um leið og hún vaknar og svo reynum við að gera morgunverkin í góðum gír, jafnvel dansa aðeins ef það kemur gott lag í útvarpinu.

08:30 Hún Luna mín er með Downs-heilkenni og mætir því vikulega í Æfingastöðina í sjúkra- og iðjuþjálfun og svo hittir hún líka reglulega talmeinafræðing í talþjálfun. Hún á fjársjóð af fólki sem kemur að hennar dásamlega þroskaferli.

Aðra morgna mætir hún um 8:30 á leikskólann og ef ég þarf ekki að mæta á fund í vinnunni á slaginu 9 fer ég yfirleitt í Sundhöllina og næ í minn allra besta seratónin skammt þar. Þetta er orðið hálfgert ritual hjá mér. Ég syndi nokkrar ferðir, oft skrifa ég blaðagrein í huganum á meðan, fer svo í pottinn og geri teygjur í nuddinu, svo fer ég í kalda pottinn og þaðan beint inn í gufuna og svo aftur í kalda pottinn og svo uppúr. Lang oftast hitti ég einhverja sem ég þekki nú já eða aðra fastagesti sem ég er búin að kynnast og gera að vinum mínum.

Diljá í göngu með dóttur sína, Lunu.10:00 Dagarnir hjá okkur borgarfulltrúum eru aldrei eins og ég elska það. Ég þarf ólíka dýnamík og ólíkan ryþma á milli daga til að halda dampi.

Þar sem fastir nefndar- og ráðsfundir sem og borgarstjórnarfundirnir eru alla jafna aðra hverja viku eru vikurnar ólíkar eftir því.

Ég hef lengi talað fyrir því að borgarstjórnarfundir byrji fyrr á daginn og endi fyrr, en núna byrja þeir klukkan 14:00 og standa oft til miðnættis. Þetta er óhentugur vinnutími fyrir fjölskyldufólk, sjálf er ég einstæð móðir og kemur sér aldrei vel fyrir mig að vinna svona langt fram á kvöld.

Þessi fundartími er arfleifð frá því að borgarstjórn samanstóð af miðaldra körlum einungis sem tóku lítinn sem engan þátt í heimilislífi sínu. Eins og við vitum öll lifum við á öðrum tímum, kynjahlutföllin í stjórnmálum hafa verið að jafnast og yfirhöfuð er hópurinn ekki eins einsleitur og hann var. Sem betur fer!

Þessi fundartími er arfleifð frá því að borgarstjórn samanstóð af miðaldra körlum einungis sem tóku lítinn sem engan þátt í heimilislífi sínu.12:00 Ég sit í þónokkrum ráðum og nefndum og blessunarlega eru þetta þeir málaflokkar sem ég hef mesta ástríðu fyrir. Þetta eru til að mynda skóla- og frístundamálin og mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðismálin. Þessir fundir hefjast í hádeginu og eru út vinnudaginn.

Ef ég er ekki að funda í hádeginu þá mæli ég mér mjög oft mót við einhverja vinkonu eða vin eða heilan vinkvennahóp á einhverjum af fjölmörgum veitingastöðum borgarinnar. Á tímum kórónuveirunnar hefur mér beinlínis fundist það ákveðin samfélagsleg ábyrgð að styðja við rekstur veitingageirans eins mikið og ég get. Sem er að sjálfsögðu algjör win-win staða að vera í enda elska ég að fara út að borða í góðum félagsskap og næra bæði líkama og sál.

Koma með smá fundargrillaðan haus að sækja og finna að barnið sitt hafi átt enn einn góðan daginn í góðu umhverfi er svo góð tilfinning.

Diljá ásamt móður sinni og dóttur í hringferð um landið.16:30 Ég sæki Lunu mína í leikskólann, Öskju Hjallastefnunni og það er alltaf smá þakklætis-jarðtenging fólgin í því augnabliki. Koma með smá fundargrillaðan haus að sækja og finna að barnið sitt hafi átt enn einn góðan daginn í góðu umhverfi er svo góð tilfinning. Svo förum við heim og ég reyni að halda mig við “ekki-skoða-símann-regluna” í að minnsta kosti tuttugu mínútur eftir að heim er komið og gef stelpunni minni alla athyglina. 

En svo er það nú líka þannig að hún þarf svo líka bara sinn “me-time” í lok dags og biður fljótlega um að fá snarl og fá að horfa aðeins á Skoppu & Skrítlu eða annað efni í iPaddinum sínum. Sem hún fær að sjálfsögðu.

18:30 Við reynum að borða í fyrra fallinu og mér finnst alla jafna bara mjög huggulegt að setja upp svuntuna og elda góða máltíð fyrir okkur. Ég er ósköp gamaldags og hjá okkur er oft íslenskur heimilismatur á borðum. Til dæmis fiskur í raspi á mánudögum, kjötbollur á þriðjudögum og lambahryggur á sunnudagskvöldum. Mamma kemur nánast á hverju kvöldi og borðar með okkur mæðgum og við reynum að njóta hversdags-rómantíkurinnar saman.

20:30 Ég er lánsöm mamma en barnið mitt er bæði duglegt að borða og sefur líka vel. Ég er á því að þetta tvennt sé ákveðin grunnstoð í foreldrageðheilsu.

Í Skylagoon í góðum vinkvennahópi.

Ég nýti stundum kvöldin aðeins í vinnu, les yfir gögn fyrir ráðsfundi daginn eftir eða fer yfir tölvupósta. Eða bara eins og langflestir skrolla samfélagsmiðla í tölvunni og símanum, á sama tíma.

Mér finnst líka voða gott að „eiga” sjónvarpsþætti hverju sinni til að horfa á áður en ég leggst uppí. Ég hef líka verið að bæta hljóðbókarhlustun við kvöldrútínuna sem er eiginlega betra fyrir svefninn finn ég.

Ég er forrík af vináttum og tilheyri þó nokkuð mörgum vinahópum. Og á fyrir vikið spikfeitan bankareikning í minningarbankanum. Ég veit ekkert betra en djúpt trúnó, þá jafnvel með nokkrum tárum niður vangann. Og svo líka að taka gott hláturskast svo tárin flæða.Helgar Luna er svo heppin að eiga hvorki meira né minna en tvær stuðningsfjölskyldur, sem við kjósum að kalla frekar stuðfjölskyldur. Hún fer til þeirra tvær helgar í mánuði og kemur alltaf svífandi glöð heim eftir þær.

Sjálf reyni ég að nýta þær helgar í að hlaða mín batteríi á alla mögulega vegu. Ég reyni að gera eitthvað fyrir sjálfa mig, til dæmis fara í nudd eða andlitsbað. Oft er búið að skipuleggja allsherjar vinkvenna-fiesta af einhverju tagi. Ég er forrík af vináttum og tilheyri þó nokkuð mörgum vinahópum. Og á fyrir vikið spikfeitan bankareikning í minningarbankanum. Ég veit ekkert betra en djúpt trúnó, þá jafnvel með nokkrum tárum niður vangann. Og svo líka að taka gott hláturskast svo tárin flæða.

Henni finnst borgarstjórnarfundir standa alltof lengi og fundartíminn sé arfleifð frá því að borgarstjórn samanstóð af miðaldra körlum sem tóku lítinn sem engan þátt í heimilislífi sínu. Hún lítur á það sem sína skyldu að styðja við veitingageirann á tímum heimsfaraldursins sem hentar vel enda finnst henni fátt skemmtilegra en að fara út að borða með góðu fólki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.