Grunnskólar

Fréttamynd

Tíu greindust smitaðir á Reyðar­firði og skólum lokað

Alls greindust tíu manns með kórónuveiruna á Reyðarfirði eftir fjöldasýnatöku gærdagsins sem ráðist var í eftir að grunur kom upp um smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Skólum verður áfram lokað í dag á meðan smitrakning stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Grunn­skóla­kerfið er ein mikil­vægasta stoð sam­fé­lagsins okkar

Grunnskólakerfið er ein mikilvægasta stoð samfélagsins okkar. Í skólum landsins eru unnin þrekvirkvirki á hverjum degi, þrátt fyrir þann þrönga stakk sem þeim er oft sniðinn. Eftir að hafa starfað við kennslu í 5 ár hef hef ég séð mörg mikilvæg skref tekin i rétta átt og jákvæða þróun á mörgum sviðum. Þrátt fyrir það eru ákveðnir hlutir sem ég hef staldrað við.

Skoðun
Fréttamynd

Virkjar ungdóminn til að efla menningarlífið í landinu

Ásrún Magnúsdóttir dansari og danshöfundur er að stofna nýjan skóla fyrir ungt fólk á aldrinum þrettán til átján ára. Skólinn er fyrir unglinga sem langar til þess að verða listamenn, sýningarstjórar, aktívistar eða hvað sem er sem er tengt menningu og listum.

Lífið
Fréttamynd

Börnin vigti matarleifar sínar

Þátttaka í að minnka matarsóun er skemmtilegt verkefni fyrir börn. Skólar sem eru skilgreindir grænir skólar eru með ýmis verkefni fyrir börn til að vekja þau til vitundar um mikilvægi þess að sporna gegn matarsóun í nærumhverfinu og setja sér skýr markmið í umhverfismálum.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki vitað hvort og hvar 279 börn á grunnskólaaldri stunda nám

Ekki er vitað hvort eða hvar að minnsta kosti 279 börn á skólaskyldualdri stunda nám. Flest þeirra eru af erlendum uppruna og sveitarfélögin telja líklegt að flest þeirra séu búsett erlendis jafnvel þótt þau séu skráð til heimilis á Íslandi samkvæmt Þjóðskrá.

Innlent
Fréttamynd

Mánaðar­leigan 1,2 milljónir króna

Reykjavíkurborg mun greiða 1,2 milljónir króna í leigu mánaðarlega fyrir húsnæði Hjálpræðishersins sem ætlað er að brúa bilið vegna kennslu fyrir yngstu nemendur Fossvogsskóla á meðan unnið er við uppsetningu bráðabirgðahúsnæðis á lóð skólans meðan viðgerðir fara fram á aðal húsnæði Fossvogsskóla.

Innlent
Fréttamynd

Gott fyrir börnin að æfa gönguleiðina í skólann

Nú eru skólarnir að fara aftur af stað og mörg börn að fara í fyrsta sinn ein út í umferðina. Hildur Guðjónsdóttir, hópstjóri í Öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, segir mikilvægt að æfa gönguleiðina áður en börnin byrja að ganga ein í skólann.

Lífið
Fréttamynd

Við misstum boltann

Borgarfulltrúar hafa að undanförnu fengið mörg skilaboð frá foreldrum barna í Fossvogsskóla um óánægju þeirra með upphaf þessa skólaárs, óvissuna sem þau búa við og að þeim finnst, skort á skilningi Reykjavíkurborgar á aðstæðum þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Myglaður meiri­hluti

Málefni Fossvogsskóla hafa verið í umræðunni og þrátt fyrir hávær mótmæli foreldra og aðfinnslur hefur harla lítið gerst. Í raun hefur svo mörgum tekist að gera svo lítið að um einhverskonar met í lélegri stjórnsýslu ætti að falla í skaut hins myglaða meirihluta og þeirra sem þau hafa sett í nefndir, ráð og forystu innan skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Skoðun
Fréttamynd

Borgin hefur lofað að drengurinn fái pláss í skóla

Skóla- og frí­stunda­svið Reykja­víkur­borgar hefur full­vissað móður tólf ára drengs með þroska­hömlun, sem hafði verið synjað um skóla­vist, að hann fái pláss í Brúar­skóla. Móðir hans er viss um að málinu hefði ekki verið reddað á sunnu­degi nema vegna þess að fjallað var um það í fjöl­miðlum.

Innlent
Fréttamynd

Dóta- og dýradagarnir

Ég var alla mína barnaskólagöngu í Fossvogsskóla. Á þeim árum var hann einhvers konar tilraunaskóli sem vann með um margt óhefðbundnar nálganir í skólastarfi. Dótadagurinn var til dæmis mjög skemmtilegur - en það kom fljótt í ljós að dýradagurinn þar sem nemendur mættu með gæludýrin sín í skólann var verri hugmynd. Þann dag ægði saman taugaveikluðum páfagaukum og hömstrum sem kisurnar hvæstu á milli þess sem þær flýðu hundana með tilheyrandi uppnámi.

Skoðun
Fréttamynd

Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla

Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um til­hög­un skóla­halds á næstu vik­um en kennsla á að hefjast næsta mánu­dag­.

Innlent
Fréttamynd

Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi

Kennari í þriðja bekk í Foss­vogs­skóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengi­byggingu Víkings­heimilisins. Hún kveðst þó meira en til­búin til að kenna í hús­næði Hjálp­ræðis­hersins, sem bauð Reykja­víkur­borg af­not af byggingunni undir skóla­starfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur.

Innlent
Fréttamynd

For­eldrar fá þrjá val­­kosti frá borginni

Reykja­víkur­borg hefur gefið for­eldrum barna í 2. til 4. bekk í Foss­vogs­skóla þrjá val­mögu­leika í von um að leysa þann hús­næðis­vanda sem þar er kominn upp. For­eldrar lýstu í gær yfir ó­á­nægju sinni með borgina eftir að í ljós kom að kenna átti börnunum í tengi­byggingu Víkings­heimilisins, meðal annars frammi á gangi, fyrstu vikur skóla­ársins. Þeim þótti þetta með öllu ótæk ráð­stöfun.

Innlent
Fréttamynd

Foreldrar barna þurfi ekki endilega að fara í sóttkví

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir smíðar nú tillögur að breyttum reglum er varða meðal annars sóttkví foreldra skólabarna. Þannig þyrftu foreldrar barna sem þurfa að fara í sóttkví ekki endilega að fara í sóttkví með börnum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Víkingar ósáttir og skóla­ráð boðað til fundar

Skólaráð Fossvogsskóla hefur verið boðað til fundar í dag klukkan 17. Þar má búast við að húsnæðisvandi skólans verði til umræðu en eins og Vísir greindi frá eru foreldrar afar ósáttir með að yngsta stig skólans fái kennslu sína á neðstu hæð Víkingsheimilisins fram á miðjan september. Forsvarsmenn Víkings harma að hafa dregist inn í neikvæða umræðu í fjölmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Nei það er ekki öllum sama um Foss­vogs­skóla

Málefni Fossvogsskóla hafa verið mér hugleikin síðan ég varð borgarfulltrúi fyrir þremur árum. Meðal fyrstu pósta sem voru sendir til mín voru póstar frá áhyggjufullum foreldrum, síðan eru liðin þrjú ár og áfram streyma til mín póstar frá áhyggjufullum foreldrum í Fossvogi.

Skoðun
Fréttamynd

For­eldrar Foss­vogs­skóla­barna harð­orðir: „Mál er að linni“

„Umrætt húsnæði er fullkomlega óboðlegt sem kennsluhúsnæði og lýsir valið á húsnæðinu dómgreindarleysi skólayfirvalda á þörfum barna og starfsfólks í námi og starfi. Mál er að linni.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Foreldrafélagi Fossvogsskóla þar sem „neyðarástand í húsnæðismálum 2. til 4. bekkjar i Fossvogsskóla“ er til umræðu.

Innlent