Salan á Íslandsbanka Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Fyrrverandi ríkisendurskoðandi segir að munur á útboðsgengi hlutabréfa Íslandsbanka og núverandi markaðsvirði sé álíka mikill og gert sé ráð fyrir að fáist í ríkiskassann vegna veiðgjalda fyrir árið 2024. Hann spyr því hvort tilefni sé til þeirrar miklu ánægju sem mælst hefur með söluna. Viðskipti innlent 15.9.2025 13:42 Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Íslensk verðbréf, ACRO verðbréf og Fossar fjárfestingabanki gerðust brotleg við lög í tengslum við söluferlið á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka árið 2022 og hafa fallist á að greiða sektir vegna þessa. Viðskipti innlent 5.9.2025 19:09 Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Rúmlega 45 prósent svarenda í skoðanakönnun segjast ánægðir með söluferlið á hlut ríkisins í Íslandsbanka í vor. Um fimmtungur sagðist óánægður. Mun meiri ánægja var með söluna nú en þá sem átti sér stað árið 2022. Viðskipti innlent 2.9.2025 13:24 Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Rúmlega tveir af hverjum þremur landsmanna telja að vel hafi verið staðið að útboði og sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í vor. Mikill munur er á viðhorfi Íslendinga til fyrra og seinna útboðsins. Innlent 23.7.2025 10:15 Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Eiginkona varaformanns í stjórn Íslandsbanka keypti að sögn óvart hlut í bankanum í gegnum einkabankaþjónustu Arion banka, sem upplýsti hana ekki um viðskiptin fyrr en nýlega. Varaformaðurinn segir viðskiptin vera „leið mistök“ en heildarverð þeirra nam um 3 milljónum króna. Viðskipti innlent 9.7.2025 21:13 Stöðugur tekjuvöxtur BBA//Fjeldco skilar sér í um 430 milljóna hagnaði Íslenska lögmannsstofan BBA//Fjeldco, sem var meðal annars ráðgjafi við risasamruna JBT og Marel, sá tekjur sínar vaxa um liðlega átta prósent á árinu 2024 og þá jókst sömuleiðis hagnaður félagsins og nam 430 milljónum. Stjórnendur stofunnar reikna með áframhaldandi vexti á þessu ári, meðal annars í verkefnum tengdum jarðvarma og endurnýtanlegri orku í gegnum dótturfélagið Elements. Innherji 3.7.2025 06:14 Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir hefur lagt ályktunartillögu fyrir hluthafafund Íslandsbanka, sem haldinn er í dag, um að fundurinn lýsi því yfir að hann telji stjórnarmanninn Stefán Sigurðsson með öllu óhæfan til að gæta hagsmuna hluthafa. Ástæðan er tölvubréf sem Stefán sendi fyrir hrun. Viðskipti innlent 30.6.2025 15:42 Lífeyrissjóðir bæta nokkuð við eignarhlut sinn í Íslandsbanka Íslenskir lífeyrissjóðir, einkum Stapi, hafa á undanförnum vikum verið að bæta nokkuð við hlutabréfastöður sínar í Íslandsbanka á eftirmarkaði. Aðeins tveir sjóðir fengu úthlutað bréfum í bankanum þegar ríkissjóður seldi allan eignarhlut sinn í síðasta mánuði. Innherji 29.6.2025 12:29 Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Ekki var fyrr búið að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka en stjórn bankans (sem sækir umboð sitt til fyrri eigenda) rýkur til og boðar til hluthafafundar á mánudaginn kemur, 30. júní svo hægt sé að greiða lykilstarfsfólki bónusa. Skoðun 26.6.2025 17:32 Vill að Þorbjörg Sigríður dragi orð sín til baka Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í dagskrárliðnum Störfum þingsins nú rétt í þessu og sagði að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir væri maður að meiri ef hún myndi biðjast afsökunar á orðum sínum í Eldhúsdagsumræðum. Innlent 12.6.2025 14:01 Boða tæp 10% þjóðarinnar á hluthafafund Íslandsbanki hefur boðað alla hluthafa sína á hluthafafund sem haldinn verður næstu mánaðamót. Hluthafar í bankanum eru ríflega 30 þúsund talsins. Viðskipti innlent 6.6.2025 16:47 Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Ýmissa grasa kennir meðal þeirra sem keyptu hluti í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir króna, hámarkið sem einstaklingar gátu keypt fyrir. Umsvifamiklir athafnamenn eru mest áberandi en þó eru nokkur óvænt nöfn inn á milli. Þar má til að mynda sjá plötusnúð, leikkonu, poppstjörnur og lækna. Þá virðast kaup í útboðinu hafa orðið að fjölskyldusporti hjá mörgum. Viðskipti innlent 28.5.2025 16:07 Vísitölusjóðir Vanguard keyptu fyrir marga milljarða eftir útboð Íslandsbanka Hlutabréfasjóðir í stýringu alþjóðlega vísitölurisans Vanguard stækkuðu verulega stöðu sína í Íslandsbanka á nokkrum dögum í liðinni viku fyrir samanlagt um fjóra milljarða króna að markaðsvirði. Eftir sölu ríkissjóðs á öllum hlutum sínum í bankanum þurftu sjóðirnir að bæta við sig bréfum á eftirmarkaði þannig að eignarhaldið væri í samræmi við þær vísitölur sem þeir fylgja. Innherji 28.5.2025 10:44 Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Fjármálaráðuneytið hefur birt lista yfir alla kaupendur í útboði á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr í mánuðinum. Sjóðurinn Alpha hlutabréf var meðal þeirra sem mest keyptu í útboðinu, eða fyrir 192 milljónir króna. Alpha hlutabréf ef sérhæfður sjóður í stýringu Íslandssjóða, sem eru í eigu Íslandsbanka sjálfs. Mest keypti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, fyrir milljarð króna. 1.529 einstaklingar keyptu fyrir tuttugu milljónir króna. Viðskipti innlent 27.5.2025 16:26 Krónan styrktist að nýju með milljarða kaupum erlendra sjóða í Íslandsbanka Þrátt fyrir að hafa farið sneypuför í hlutafjárútboði Íslandsbanka, þegar ljóst varð að nánast allur eftirstandandi hlutur ríkissjóðs var seldur til almennra fjárfesta hér á landi, þá hafa erlendir fjárfestar verið að kaupa bréf í bankanum á eftirmarkaði undanfarna daga fyrir jafnvirði marga milljarða króna. Kaupin hafa ýtt undir nokkra styrkingu á gengi krónunnar og líklegt að hún mun haldast á sterkum gildum verði framhald á áhuga erlendra fjárfesta á bréfum í bankanum. Innherji 22.5.2025 16:47 Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Fjárfestar sem gerðu tilboð í tilboðsbók B í útboðinu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka fá hlutum sínum úthlutað í dag. Áætlað er að hlutir að virði 3,7 milljarða króna verði úthlutað til 56 aðila. Viðskipti innlent 21.5.2025 09:07 Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Umræðan um sölu ríkiseigna á Íslandi er á nýjan leik í brennidepli. Í kjölfar sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur þegar verið farið að kalla eftir sölu á annarri stóreign ríkisins, Landsbankanum. Skoðun 17.5.2025 13:32 Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Hagfræðingur segir jákvætt að tekist hafi að selja allan hlut ríkis í Íslandsbanka. Mikil þátttaka almennings sé góð fyrir markaðinn. Ríkið hljóti nú að íhuga að selja Landsbankann. Viðskipti innlent 16.5.2025 19:00 Metþáttaka almennings í útboði Íslandsbanka lyftir upp öllum markaðinum Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til. Innherji 16.5.2025 12:37 Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. Viðskipti innlent 16.5.2025 12:01 Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Tilboð í tilboðsbók A í útboði á öllum eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka námu 88,2 milljörðum króna. Þau bárust frá 31.274 einstaklingum. Viðskipti innlent 16.5.2025 09:50 „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir að eftirspurn almennings í nýafstöðnu útboði á eftirstandandi hlutum ríkisins í bankanum hafi verið fram úr þeirra björtustu vonum. Tilkynnt verður um það í fyrramálið hverjir fá hvaða hlut, en hann telur ólíklegt að fagfjárfestar fái úthlutun vegna gífurlegrar eftirspurnar almennings, sem eru í forgangi. Viðskipti innlent 15.5.2025 23:00 Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Heildarvirði nýafstaðins útboðs ríkissjóðs á hlutum í Íslandsbanka nemur 90,58 milljörðum króna. Líkur eru á því að nær allir seldir hlutir fari til almennings. Meira en tvöföld umframeftirspurn var eftir hlutum í útboðinu og nam hún um 100 milljörðum króna. Viðskipti innlent 15.5.2025 22:20 Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Ritstjóri Innherja telur líklegt að hátt í hundrað milljarðar króna fáist fyrir hlut ríkisins í Íslandsbanka í yfirstandandi söluferli. Líklega sé um að ræða stærstu eignasölu ríkissjóðs frá upphafi. Viðskipti innlent 15.5.2025 19:20 Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Tilkynnt hefur verið um aukið magn í útboði almennra hluta í Íslandsbanka og til stendur að selja allan eignarhlut ríkisins. Viðskipti innlent 15.5.2025 16:51 Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki tekið ákvörðun um að stækka útboðið í Íslandsbanka. Áskriftir bárust samdægurs í tuttugu prósenta hlut sem boðinn var út í fyrradag og í heild hefur margföld umframáskrift borist í hlutinn. Heimild til að stækka útboðið kann að verða nýtt í ljósi þessa. Viðskipti innlent 15.5.2025 09:28 Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Íslandsbanki hafa boðað til opins kynningarfundar um yfirstandandi hlutafjárútboð í Íslandsbanka. Fundurinn hefst klukkan 16:30 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. Viðskipti innlent 14.5.2025 15:45 Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Hörður Ægisson, ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja, segir útboð vegna sölu ríkisins á hluta sínum í Íslandsbanka fara vel af stað. Áskriftir hafa þegar borist í 20 prósent. Útboðið stendur yfir fram til loka fimmtudags. Viðskipti innlent 13.5.2025 20:57 Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við sölu á hluti ríkisins í Íslandsbanka, um sé að ræða góða fjárfestingu. Útboð vegna sölunnar hófst í dag en fjármálaráðherra segir núverandi aðstæður á mörkuðum góðar fyrir sölu. Viðskipti innlent 13.5.2025 19:03 Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Eftirspurn í pantanabók í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka er tryggð. Sameiginlegir umsjónaraðilar útboðsins hafa móttekið pantanir umfram grunnmagn, eða sem nær til fimmtungshlutar af hlutafé Íslandsbanka. Viðskipti innlent 13.5.2025 18:18 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 19 ›
Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Fyrrverandi ríkisendurskoðandi segir að munur á útboðsgengi hlutabréfa Íslandsbanka og núverandi markaðsvirði sé álíka mikill og gert sé ráð fyrir að fáist í ríkiskassann vegna veiðgjalda fyrir árið 2024. Hann spyr því hvort tilefni sé til þeirrar miklu ánægju sem mælst hefur með söluna. Viðskipti innlent 15.9.2025 13:42
Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Íslensk verðbréf, ACRO verðbréf og Fossar fjárfestingabanki gerðust brotleg við lög í tengslum við söluferlið á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka árið 2022 og hafa fallist á að greiða sektir vegna þessa. Viðskipti innlent 5.9.2025 19:09
Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Rúmlega 45 prósent svarenda í skoðanakönnun segjast ánægðir með söluferlið á hlut ríkisins í Íslandsbanka í vor. Um fimmtungur sagðist óánægður. Mun meiri ánægja var með söluna nú en þá sem átti sér stað árið 2022. Viðskipti innlent 2.9.2025 13:24
Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Rúmlega tveir af hverjum þremur landsmanna telja að vel hafi verið staðið að útboði og sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í vor. Mikill munur er á viðhorfi Íslendinga til fyrra og seinna útboðsins. Innlent 23.7.2025 10:15
Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Eiginkona varaformanns í stjórn Íslandsbanka keypti að sögn óvart hlut í bankanum í gegnum einkabankaþjónustu Arion banka, sem upplýsti hana ekki um viðskiptin fyrr en nýlega. Varaformaðurinn segir viðskiptin vera „leið mistök“ en heildarverð þeirra nam um 3 milljónum króna. Viðskipti innlent 9.7.2025 21:13
Stöðugur tekjuvöxtur BBA//Fjeldco skilar sér í um 430 milljóna hagnaði Íslenska lögmannsstofan BBA//Fjeldco, sem var meðal annars ráðgjafi við risasamruna JBT og Marel, sá tekjur sínar vaxa um liðlega átta prósent á árinu 2024 og þá jókst sömuleiðis hagnaður félagsins og nam 430 milljónum. Stjórnendur stofunnar reikna með áframhaldandi vexti á þessu ári, meðal annars í verkefnum tengdum jarðvarma og endurnýtanlegri orku í gegnum dótturfélagið Elements. Innherji 3.7.2025 06:14
Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir hefur lagt ályktunartillögu fyrir hluthafafund Íslandsbanka, sem haldinn er í dag, um að fundurinn lýsi því yfir að hann telji stjórnarmanninn Stefán Sigurðsson með öllu óhæfan til að gæta hagsmuna hluthafa. Ástæðan er tölvubréf sem Stefán sendi fyrir hrun. Viðskipti innlent 30.6.2025 15:42
Lífeyrissjóðir bæta nokkuð við eignarhlut sinn í Íslandsbanka Íslenskir lífeyrissjóðir, einkum Stapi, hafa á undanförnum vikum verið að bæta nokkuð við hlutabréfastöður sínar í Íslandsbanka á eftirmarkaði. Aðeins tveir sjóðir fengu úthlutað bréfum í bankanum þegar ríkissjóður seldi allan eignarhlut sinn í síðasta mánuði. Innherji 29.6.2025 12:29
Lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki, hluthafafundur á mánudag Ekki var fyrr búið að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka en stjórn bankans (sem sækir umboð sitt til fyrri eigenda) rýkur til og boðar til hluthafafundar á mánudaginn kemur, 30. júní svo hægt sé að greiða lykilstarfsfólki bónusa. Skoðun 26.6.2025 17:32
Vill að Þorbjörg Sigríður dragi orð sín til baka Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs í dagskrárliðnum Störfum þingsins nú rétt í þessu og sagði að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir væri maður að meiri ef hún myndi biðjast afsökunar á orðum sínum í Eldhúsdagsumræðum. Innlent 12.6.2025 14:01
Boða tæp 10% þjóðarinnar á hluthafafund Íslandsbanki hefur boðað alla hluthafa sína á hluthafafund sem haldinn verður næstu mánaðamót. Hluthafar í bankanum eru ríflega 30 þúsund talsins. Viðskipti innlent 6.6.2025 16:47
Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Ýmissa grasa kennir meðal þeirra sem keyptu hluti í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir króna, hámarkið sem einstaklingar gátu keypt fyrir. Umsvifamiklir athafnamenn eru mest áberandi en þó eru nokkur óvænt nöfn inn á milli. Þar má til að mynda sjá plötusnúð, leikkonu, poppstjörnur og lækna. Þá virðast kaup í útboðinu hafa orðið að fjölskyldusporti hjá mörgum. Viðskipti innlent 28.5.2025 16:07
Vísitölusjóðir Vanguard keyptu fyrir marga milljarða eftir útboð Íslandsbanka Hlutabréfasjóðir í stýringu alþjóðlega vísitölurisans Vanguard stækkuðu verulega stöðu sína í Íslandsbanka á nokkrum dögum í liðinni viku fyrir samanlagt um fjóra milljarða króna að markaðsvirði. Eftir sölu ríkissjóðs á öllum hlutum sínum í bankanum þurftu sjóðirnir að bæta við sig bréfum á eftirmarkaði þannig að eignarhaldið væri í samræmi við þær vísitölur sem þeir fylgja. Innherji 28.5.2025 10:44
Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Fjármálaráðuneytið hefur birt lista yfir alla kaupendur í útboði á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr í mánuðinum. Sjóðurinn Alpha hlutabréf var meðal þeirra sem mest keyptu í útboðinu, eða fyrir 192 milljónir króna. Alpha hlutabréf ef sérhæfður sjóður í stýringu Íslandssjóða, sem eru í eigu Íslandsbanka sjálfs. Mest keypti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, fyrir milljarð króna. 1.529 einstaklingar keyptu fyrir tuttugu milljónir króna. Viðskipti innlent 27.5.2025 16:26
Krónan styrktist að nýju með milljarða kaupum erlendra sjóða í Íslandsbanka Þrátt fyrir að hafa farið sneypuför í hlutafjárútboði Íslandsbanka, þegar ljóst varð að nánast allur eftirstandandi hlutur ríkissjóðs var seldur til almennra fjárfesta hér á landi, þá hafa erlendir fjárfestar verið að kaupa bréf í bankanum á eftirmarkaði undanfarna daga fyrir jafnvirði marga milljarða króna. Kaupin hafa ýtt undir nokkra styrkingu á gengi krónunnar og líklegt að hún mun haldast á sterkum gildum verði framhald á áhuga erlendra fjárfesta á bréfum í bankanum. Innherji 22.5.2025 16:47
Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Fjárfestar sem gerðu tilboð í tilboðsbók B í útboðinu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka fá hlutum sínum úthlutað í dag. Áætlað er að hlutir að virði 3,7 milljarða króna verði úthlutað til 56 aðila. Viðskipti innlent 21.5.2025 09:07
Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Umræðan um sölu ríkiseigna á Íslandi er á nýjan leik í brennidepli. Í kjölfar sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur þegar verið farið að kalla eftir sölu á annarri stóreign ríkisins, Landsbankanum. Skoðun 17.5.2025 13:32
Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Hagfræðingur segir jákvætt að tekist hafi að selja allan hlut ríkis í Íslandsbanka. Mikil þátttaka almennings sé góð fyrir markaðinn. Ríkið hljóti nú að íhuga að selja Landsbankann. Viðskipti innlent 16.5.2025 19:00
Metþáttaka almennings í útboði Íslandsbanka lyftir upp öllum markaðinum Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til. Innherji 16.5.2025 12:37
Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. Viðskipti innlent 16.5.2025 12:01
Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Tilboð í tilboðsbók A í útboði á öllum eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka námu 88,2 milljörðum króna. Þau bárust frá 31.274 einstaklingum. Viðskipti innlent 16.5.2025 09:50
„Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir að eftirspurn almennings í nýafstöðnu útboði á eftirstandandi hlutum ríkisins í bankanum hafi verið fram úr þeirra björtustu vonum. Tilkynnt verður um það í fyrramálið hverjir fá hvaða hlut, en hann telur ólíklegt að fagfjárfestar fái úthlutun vegna gífurlegrar eftirspurnar almennings, sem eru í forgangi. Viðskipti innlent 15.5.2025 23:00
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Heildarvirði nýafstaðins útboðs ríkissjóðs á hlutum í Íslandsbanka nemur 90,58 milljörðum króna. Líkur eru á því að nær allir seldir hlutir fari til almennings. Meira en tvöföld umframeftirspurn var eftir hlutum í útboðinu og nam hún um 100 milljörðum króna. Viðskipti innlent 15.5.2025 22:20
Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Ritstjóri Innherja telur líklegt að hátt í hundrað milljarðar króna fáist fyrir hlut ríkisins í Íslandsbanka í yfirstandandi söluferli. Líklega sé um að ræða stærstu eignasölu ríkissjóðs frá upphafi. Viðskipti innlent 15.5.2025 19:20
Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Tilkynnt hefur verið um aukið magn í útboði almennra hluta í Íslandsbanka og til stendur að selja allan eignarhlut ríkisins. Viðskipti innlent 15.5.2025 16:51
Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki tekið ákvörðun um að stækka útboðið í Íslandsbanka. Áskriftir bárust samdægurs í tuttugu prósenta hlut sem boðinn var út í fyrradag og í heild hefur margföld umframáskrift borist í hlutinn. Heimild til að stækka útboðið kann að verða nýtt í ljósi þessa. Viðskipti innlent 15.5.2025 09:28
Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Íslandsbanki hafa boðað til opins kynningarfundar um yfirstandandi hlutafjárútboð í Íslandsbanka. Fundurinn hefst klukkan 16:30 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. Viðskipti innlent 14.5.2025 15:45
Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Hörður Ægisson, ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja, segir útboð vegna sölu ríkisins á hluta sínum í Íslandsbanka fara vel af stað. Áskriftir hafa þegar borist í 20 prósent. Útboðið stendur yfir fram til loka fimmtudags. Viðskipti innlent 13.5.2025 20:57
Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Bankastjóri Íslandsbanka segir jákvætt að almenningur njóti forgangs við sölu á hluti ríkisins í Íslandsbanka, um sé að ræða góða fjárfestingu. Útboð vegna sölunnar hófst í dag en fjármálaráðherra segir núverandi aðstæður á mörkuðum góðar fyrir sölu. Viðskipti innlent 13.5.2025 19:03
Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Eftirspurn í pantanabók í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka er tryggð. Sameiginlegir umsjónaraðilar útboðsins hafa móttekið pantanir umfram grunnmagn, eða sem nær til fimmtungshlutar af hlutafé Íslandsbanka. Viðskipti innlent 13.5.2025 18:18