Salan á Íslandsbanka

Fréttamynd

Átök um næstu skref í Íslandsbankamálinu

Minnihlutinn í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði í vikunni eftir því að fengið yrði lögfræðiálit á sölunni á Íslandsbanka. Meirihlutinn felldi tillöguna. Formaðurinn lýsir vonbrigðum með að málið hafi farið ofan í hefðbundnar skotgrafir.

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hlutinn segir Ís­lands­banka­málið á loka­metrunum

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að tillaga minnihlutans í nefndinni, þess efnis að vert sé að kalla eftir lögfræðilegu áliti á Íslandsbankasölunni, hafi komið flatt uppá sig.

Innlent
Fréttamynd

Vill meira gagn­sæi

Stjórnarandstaðan kallar eftir meira gagnsæi þegar sala á ríkiseignum er til rannsóknar. Fjármálaeftirlitið telur lög hafa verið brotin við söluna á Íslandsbanka samkvæmt tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í gær. 

Innlent
Fréttamynd

RÚV aftur úti á þekju í bankasölumálinu

Allt frá því að fjármálaráðherra lýsti yfir áhuga á því að selja eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka hafa fullyrðingar um söluferlið verið eins misjafnar og þær eru margar. Ásakanir um spillingu, markaðsmisnotkun og svívirðilega undirverðlagningu á ríkiseign rötuðu beint á forsíður fjölmiðla án þess að mikið lægi að baki. Málið var teiknað upp sem pólitískur skandall en þegar kurlin koma til grafar virðist niðurstaðan vera sú að helstu brestina í söluferlinu megi rekja til Íslandsbanka sem hefur nú viðurkennt brot sín í hlutverki innlends umsjónaraðila í útboðinu.

Klinkið
Fréttamynd

Frekar til­kynning en sátta­með­ferð

Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög þegar ríkið seldi 22,5% hlut sinn í bankanum, en bankinn sendi frá sér tilkynningu þess efnis að sáttaferli væri hafið milli bankans og FME. Stjórnarandstæðingur segir frekar um að ræða tilkynningu um væntanleg viðurlög heldur en sáttameðferð.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lands­banki kunni að hafa brotið lög við út­boðið

Í frummati fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka hf. á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósent eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka segir að FME telji að bankinn kunni að hafa brotið gegn lögum og reglum sem um bankann gilda.

Innlent
Fréttamynd

Fjár­mál­a­ráð­herr­a hafð­i ekki „nokkr­a á­stæð­u“ til að í­hug­a hæfi sitt

Ríkisendurskoðandi sagði að hann hafi ekki komið auga á atvik þar sem fjármálaráðherra hafi haft „nokkra ástæðu“ til að velta fyrir sér hæfi sínu við sölu á Íslandsbanka. Fjármálaráðherra hafi ekki fengið slíkar upplýsingar á borð til sín. Hefði Ríkisendurskoðun orðið þess áskynja í framkvæmdinni hefði verið vakin athygli á því í skýrslu um söluna. „Það skýrir hvers vegna við fórum ekki dýpra ofan í þá sálma [í skýrslunni],“ sagði ríkisendurskoðandi.

Innherji
Fréttamynd

Bankasýslan sakar ríkisendurskoðanda um rangfærslur

Fulltrúar Bankasýslu ríkisins halda því fram að ríkisendurskoðandi hafi farið með rangt mál á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag þegar hann sagði Bankasýsluna hafa skort yfirsýn þegar ákvörðun um leiðbeinandi verð hafi verið tekin.

Innlent
Fréttamynd

Segir útboðið á Íslandsbanka eitt það farsælasta í sögunni

Stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að umdeilt útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka, þar sem aðeins fagfjárfestar fengu að taka þátt, hafi raunar jafnvel verið betur heppnað en fyrra útboðið, sem var alveg opið. Hann segir ekki laust við að stjórnmálamönnum hafi þótt ágætt að benda á einhvern annan en sjálfan sig eftir að salan komst í hámæli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðið í útboði Íslandsbanka var „eins gott og hugsast gat“

STJ Advisors, ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna á Íslandsbanka, segir að ef reynt hefði verið að fá hærra verð en 117 krónur á hlut í útboðinu í mars, hefði skapast sú hætta að horfið yrði frá stórum hluta af pöntunum, þar á meðal frá „hágæða fjárfestum“ og núverandi hluthöfum. Allar nauðsynlegar upplýsingar sem máli skiptu um mögulega heildareftirspurn fjárfesta hafi legið fyrir þegar ákvörðun um leiðbeinandi lokaverð hafi verið tekin.

Innherji
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.