Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar 17. maí 2025 13:32 Umræðan um sölu ríkiseigna á Íslandi er á nýjan leik í brennidepli. Í kjölfar sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur þegar verið farið að kalla eftir sölu á annarri stóreign ríkisins, Landsbankanum. Þessi þróun sýnir að spurningarnar sem vakna við sölu sameiginlegra eigna eru ekki nýjar en áður hafa raddir kallað á sölu Landsvirkjunar og Isavia. Hér eru velt upp nokkrum grundvallarspurningum um slíkar ákvarðanir. Ríkið ákvað að selja alla sína hluti í Íslandsbanka og er bankinn þar með ekki lengur í opinberri eigu. Útboðið var á markaði þar sem borgarar og fagfjárfestar gátu tekið þátt en gagnrýni hefur beinst að ójöfnu aðgengi og upplýsingagjöf. Margar spurningar vakna – ekki aðeins um fjárhagslegan ávinning eða framkvæmd útboðsins, heldur einnig um dýpri merkingu: Hvað þýðir sala ríkiseignar sem áður var sameign? Og hvað segir slík ákvörðun um samband ríkis og borgara? Hver á ríkið – og í hvaða tilgangi? Hugtakið „ríkiseign“ gefur til kynna að eigandinn sé ríkið sjálft en í lýðræðisríki eins og Íslandi er ríkið fulltrúi þjóðarinnar. Lög og stjórnarskrá gera ráð fyrir forræði ríkisins yfir sameign þjóðarinnar en það á að fara með hana sem umsjónaraðili, ekki einkaaðili. Ríkið er þannig tæki í þágu heildarinnar. Samt sem áður er það ekki þjóðin sjálf sem tekur beinar ákvarðanir, heldur kjörnir fulltrúar og embættismenn. Þar með getur skapast fjarlægð milli borgaranna og þeirra ákvarðana sem teknar eru. Eignarhald ríkisins á fyrirtækjum og auðlindum er ekki hefðbundið eignarhald heldur trúnaðarsamband: ríkisvaldið fer með sameiginleg verðmæti fyrir hönd allra. Þegar slík eign er seld breytist sambandið: Eign sem var til staðar í nafni heildarinnar verður hluti af markaði og tekur á sig nýja merkingu. Er rétt að umbreyta sameign í hlutafé á markaði? Hefur ríkið – með tímabundið umboð frá borgurunum – rétt til slíkra ákvarðana og með hvaða rökum? Þetta eru ekki einfaldar spurningar og svara sér ekki sjálfar. En það er mikilvægt að öllum spurningum sé svarað. Þjóðin selur þjóðinni? Í umræðum um sölu ríkiseigna heyrum við stundum setningar eins og að „þjóðin selji þjóðinni“. Það hljómar vel en á það við? Í raun eru það aðeins sumir sem taka þátt – þeir sem hafa fjármagn og þekkingu. Margir aðrir eru áhorfendur. Þeir voru þó hluti af þeirri heild sem átti eignina áður. Þegar breyting á eignarhaldi á sér stað án þess að jafnt aðgengi sé tryggt, skapast ójafnvægi. Þetta er ekki endilega gagnrýni heldur spurningar um forsendur og framkvæmd slíkra breytinga. Þurfum við skýrari skýringar á tilgangi slíkra ákvarðana? Getum við eflt traust og skilning á eignarhaldsbreytingum? Hvert fór eign þeirra sem ekki keyptu í bankanum? Ábyrgð, rökhugsun og sanngirni Stjórnvöld bera ábyrgð á meðferð sameigna enda sú ábyrgð bæði praktísk og siðferðileg. Borgarinn spyr eðlilega: Var undirbúningur nægur? Hverjar voru forsendurnar? Voru markmið skýr? Var kynningin næg? Skila breytingarnar ávinningi fyrir samfélagið í heild? Auk lagalegs umboðs þarf einnig samfélagslegt leyfi – siðferðilega og samfélagslega samþykkt sem þjóðin veitir aðilum sem fara með sameign hennar og það á ekki síður við um ríkisvald en einkaaðila. Þrátt fyrir formlegar heimildir – eins og samþykkt Alþingis eða löglegt útboð – getur skortur á trausti og þátttöku grafið undan réttmæti slíkra ákvarðana. Þegar eigendaskipti snerta djúp samfélagsgildi er rétt að spyrja: Fannst borgurunum þeir eiga raunverulegan hlut að máli? Var traust og trú á ferlið til staðar? Hugmyndir heimspekinga minna á að sanngirni felur í sér jafnræði í bráð og tryggingu fyrir ákvörðunum teknar með hagsmuni allra að leiðarljósi – sérstaklega þeirra sem standa veikar að vígi. Sú hugsun á fullt erindi inn í okkar tíma. Traust er mikilvægast í slíku ferli. Lýðræði er ekki bara atkvæðagreiðsla heldur viðvarandi samtal stjórnvalda og borgara. Þegar ákvörðun snertir samfélagið djúpt – eins og bankasala – skipta skýringar og nálgun öllu máli. Við eignarhaldsbreytingu breytist ekki aðeins eigandinn heldur einnig samhengi, merking og upplifun. Lokaorð - mörk meirihlutavalds Að lokum snýst málið um meira en hagkvæmni. Það snýst um traust fólks á varðveislu og fyrirhyggju fyrir ráðstöfun sameiginlegra verðmæta. Sala ríkiseigna sem margir telja „tilheyra öllum“ þarf að standast bæði siðferðilegt og skynsemispróf. Siðferðilega prófið spyr: Er þetta sanngjarnt gagnvart þjóðinni? Skynsemisprófið spyr: Er þetta skynsamlegt til lengri tíma fyrir samfélagið? Í tilfelli Íslandsbanka verða svörin að hluta huglæg. Sumir telja að ríkið eigi ekki að reka banka og því sé eðlilegt að einkaaðilar taki við – jafnvel þótt ríkið sé í raun að selja þjóðinni banka sem hún bjargaði á sínum tíma. Aðrir benda á að þjóðareign á mikilvægum innviðum tryggi betri yfirsýn, auki öryggi, lýðræðislega stjórn og sanngjarnari skiptingu ágóða. Báðir hóparnir geta fært rök fyrir sínu máli. Gagnrýnin hugsun og opin umræða eru lykilatriði. Í slíku andrúmslofti geta borgarar tekið afstöðu. Í krafti gagnrýninnar umræðu og lýðræðislegrar þátttöku tryggjum við frekar sanngjarna, skynsama og virðingarverða meðferð sameiginlegra þjóðareigna. Þurfum við ekki einnig að spyrja hvort pólitísk skoðun – eða einfaldur meirihluti á Alþingi – sé réttmæt undirstaða fyrir sölu sameiginlegra eigna eins og Íslandsbanka? Nú þegar er kallað eftir sölu á Landsbankanum. Hefur hver flokkur nægjan stuðning? Dugir einfaldur meirihluti til mikilvægra ákvarðana? Það sem virðist einfalt út frá hagkvæmni getur haft áhrif á tilfinningu fólks fyrir eignarhaldi, sanngirni, þátttöku í samfélaginu og tilurð lýðveldisins eins og það var hugsað. Þessar spurningar um eignarhald, sanngirni og lýðræðislega þátttöku munu án efa einnig verða áleitnar varðandi mögulega sölu annarra ríkiseigna sem gegna lykilhlutverki í samfélaginu – eins og Landsvirkjunar og Isavia. Það er á ábyrgð okkar allra að tryggja að ákvarðanir um sameiginlegar eignir séu teknar af yfirvegun og með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Höfundur er stefnulegur ráðgjafi í samanburði og aðgreiningu á markaði, meðstofnandi og landsstjóri Cohn & Wolfe PR Comm á Íslandi og meðstofnandi og stjórnarformaður EssenceMediacom á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Umræðan um sölu ríkiseigna á Íslandi er á nýjan leik í brennidepli. Í kjölfar sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur þegar verið farið að kalla eftir sölu á annarri stóreign ríkisins, Landsbankanum. Þessi þróun sýnir að spurningarnar sem vakna við sölu sameiginlegra eigna eru ekki nýjar en áður hafa raddir kallað á sölu Landsvirkjunar og Isavia. Hér eru velt upp nokkrum grundvallarspurningum um slíkar ákvarðanir. Ríkið ákvað að selja alla sína hluti í Íslandsbanka og er bankinn þar með ekki lengur í opinberri eigu. Útboðið var á markaði þar sem borgarar og fagfjárfestar gátu tekið þátt en gagnrýni hefur beinst að ójöfnu aðgengi og upplýsingagjöf. Margar spurningar vakna – ekki aðeins um fjárhagslegan ávinning eða framkvæmd útboðsins, heldur einnig um dýpri merkingu: Hvað þýðir sala ríkiseignar sem áður var sameign? Og hvað segir slík ákvörðun um samband ríkis og borgara? Hver á ríkið – og í hvaða tilgangi? Hugtakið „ríkiseign“ gefur til kynna að eigandinn sé ríkið sjálft en í lýðræðisríki eins og Íslandi er ríkið fulltrúi þjóðarinnar. Lög og stjórnarskrá gera ráð fyrir forræði ríkisins yfir sameign þjóðarinnar en það á að fara með hana sem umsjónaraðili, ekki einkaaðili. Ríkið er þannig tæki í þágu heildarinnar. Samt sem áður er það ekki þjóðin sjálf sem tekur beinar ákvarðanir, heldur kjörnir fulltrúar og embættismenn. Þar með getur skapast fjarlægð milli borgaranna og þeirra ákvarðana sem teknar eru. Eignarhald ríkisins á fyrirtækjum og auðlindum er ekki hefðbundið eignarhald heldur trúnaðarsamband: ríkisvaldið fer með sameiginleg verðmæti fyrir hönd allra. Þegar slík eign er seld breytist sambandið: Eign sem var til staðar í nafni heildarinnar verður hluti af markaði og tekur á sig nýja merkingu. Er rétt að umbreyta sameign í hlutafé á markaði? Hefur ríkið – með tímabundið umboð frá borgurunum – rétt til slíkra ákvarðana og með hvaða rökum? Þetta eru ekki einfaldar spurningar og svara sér ekki sjálfar. En það er mikilvægt að öllum spurningum sé svarað. Þjóðin selur þjóðinni? Í umræðum um sölu ríkiseigna heyrum við stundum setningar eins og að „þjóðin selji þjóðinni“. Það hljómar vel en á það við? Í raun eru það aðeins sumir sem taka þátt – þeir sem hafa fjármagn og þekkingu. Margir aðrir eru áhorfendur. Þeir voru þó hluti af þeirri heild sem átti eignina áður. Þegar breyting á eignarhaldi á sér stað án þess að jafnt aðgengi sé tryggt, skapast ójafnvægi. Þetta er ekki endilega gagnrýni heldur spurningar um forsendur og framkvæmd slíkra breytinga. Þurfum við skýrari skýringar á tilgangi slíkra ákvarðana? Getum við eflt traust og skilning á eignarhaldsbreytingum? Hvert fór eign þeirra sem ekki keyptu í bankanum? Ábyrgð, rökhugsun og sanngirni Stjórnvöld bera ábyrgð á meðferð sameigna enda sú ábyrgð bæði praktísk og siðferðileg. Borgarinn spyr eðlilega: Var undirbúningur nægur? Hverjar voru forsendurnar? Voru markmið skýr? Var kynningin næg? Skila breytingarnar ávinningi fyrir samfélagið í heild? Auk lagalegs umboðs þarf einnig samfélagslegt leyfi – siðferðilega og samfélagslega samþykkt sem þjóðin veitir aðilum sem fara með sameign hennar og það á ekki síður við um ríkisvald en einkaaðila. Þrátt fyrir formlegar heimildir – eins og samþykkt Alþingis eða löglegt útboð – getur skortur á trausti og þátttöku grafið undan réttmæti slíkra ákvarðana. Þegar eigendaskipti snerta djúp samfélagsgildi er rétt að spyrja: Fannst borgurunum þeir eiga raunverulegan hlut að máli? Var traust og trú á ferlið til staðar? Hugmyndir heimspekinga minna á að sanngirni felur í sér jafnræði í bráð og tryggingu fyrir ákvörðunum teknar með hagsmuni allra að leiðarljósi – sérstaklega þeirra sem standa veikar að vígi. Sú hugsun á fullt erindi inn í okkar tíma. Traust er mikilvægast í slíku ferli. Lýðræði er ekki bara atkvæðagreiðsla heldur viðvarandi samtal stjórnvalda og borgara. Þegar ákvörðun snertir samfélagið djúpt – eins og bankasala – skipta skýringar og nálgun öllu máli. Við eignarhaldsbreytingu breytist ekki aðeins eigandinn heldur einnig samhengi, merking og upplifun. Lokaorð - mörk meirihlutavalds Að lokum snýst málið um meira en hagkvæmni. Það snýst um traust fólks á varðveislu og fyrirhyggju fyrir ráðstöfun sameiginlegra verðmæta. Sala ríkiseigna sem margir telja „tilheyra öllum“ þarf að standast bæði siðferðilegt og skynsemispróf. Siðferðilega prófið spyr: Er þetta sanngjarnt gagnvart þjóðinni? Skynsemisprófið spyr: Er þetta skynsamlegt til lengri tíma fyrir samfélagið? Í tilfelli Íslandsbanka verða svörin að hluta huglæg. Sumir telja að ríkið eigi ekki að reka banka og því sé eðlilegt að einkaaðilar taki við – jafnvel þótt ríkið sé í raun að selja þjóðinni banka sem hún bjargaði á sínum tíma. Aðrir benda á að þjóðareign á mikilvægum innviðum tryggi betri yfirsýn, auki öryggi, lýðræðislega stjórn og sanngjarnari skiptingu ágóða. Báðir hóparnir geta fært rök fyrir sínu máli. Gagnrýnin hugsun og opin umræða eru lykilatriði. Í slíku andrúmslofti geta borgarar tekið afstöðu. Í krafti gagnrýninnar umræðu og lýðræðislegrar þátttöku tryggjum við frekar sanngjarna, skynsama og virðingarverða meðferð sameiginlegra þjóðareigna. Þurfum við ekki einnig að spyrja hvort pólitísk skoðun – eða einfaldur meirihluti á Alþingi – sé réttmæt undirstaða fyrir sölu sameiginlegra eigna eins og Íslandsbanka? Nú þegar er kallað eftir sölu á Landsbankanum. Hefur hver flokkur nægjan stuðning? Dugir einfaldur meirihluti til mikilvægra ákvarðana? Það sem virðist einfalt út frá hagkvæmni getur haft áhrif á tilfinningu fólks fyrir eignarhaldi, sanngirni, þátttöku í samfélaginu og tilurð lýðveldisins eins og það var hugsað. Þessar spurningar um eignarhald, sanngirni og lýðræðislega þátttöku munu án efa einnig verða áleitnar varðandi mögulega sölu annarra ríkiseigna sem gegna lykilhlutverki í samfélaginu – eins og Landsvirkjunar og Isavia. Það er á ábyrgð okkar allra að tryggja að ákvarðanir um sameiginlegar eignir séu teknar af yfirvegun og með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Höfundur er stefnulegur ráðgjafi í samanburði og aðgreiningu á markaði, meðstofnandi og landsstjóri Cohn & Wolfe PR Comm á Íslandi og meðstofnandi og stjórnarformaður EssenceMediacom á Íslandi
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun