Íslenski handboltinn

Sjáðu draumamark Kristínar sem tryggði HK eins marks sigur á FH
Fyrsta leik dagsins í Olís deild kvenna er lokið. HK marði þá stigalaust botnlið FH með eins marks mun, lokatölur 23-24 í Kaplakrika í Hafnafirði í dag. Sigurmarkið var stórglæsilegt og kom í síðustu sókn leiksins.

Ný varnartaktík ÍR vekur athygli
ÍR ákvað að prófa nýja varnartaktík í leik liðsins gegn Val í gærkvöld. Liðin mættust í Austurbergi og þó Valsmenn hafi unnið leikinn með átta mörkum, 30-22, þá var atvik um miðbik síðari hálfleiks sem stóð upp úr.

Kristinn um dómarana: Þeir eru bara lélegir
,,Þetta var erfiður kafli í fyrri hálfleik þar sem þetta fer úr 8-7 í 14-7 eða eitthvað svoleiðis. Þar sem við klikkum og þeir skora,“ sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR eftir tapið á móti Val í Olís deild karla í kvöld.

Arnar Pétursson velur þrjá nýliða í A landslið kvenna
Arnar Pétursson, þjálfari A landsliðs kvenna hefur valið 18 manna hóp sem taka þátt í forkeppni HM. Athyglisvert er að sjá að þrír nýliðar eru í hópnum, en riðill Íslands er spialður 19.-21.mars í Skopje í Norður-Makedóníu.

„Þetta er það versta sem ég hef séð til okkar sóknarlega“
Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, var afskaplega feginn að hafa náð sigri í Ljónagryfjunni í kvöld eftir það sem var að hans mati einn versti leikur KR liðsins á tímabilinu.

Við erum með það markmið að spila fyrir öll lið á Íslandi
Bræðurnir, Lárus Helgi og Þorgrímur Smári Ólafssynir, mættu saman í viðtal eftir fimm marka sigur á Aftureldingu í kvöld, 24-29.

,,Ágúst er svo góður sölumaður, hann liggur bara á manni þar til maður segir já.”
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir snéri óvænt aftur á parketið í dag þegar Valskonur tóku á móti ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta.

„Mjög áríðandi fyrir okkur að fá sem flesta inn í húsin, því fyrr því betra,“
Íþróttahreyfingin fagnaði þegar 200 áhorfendur voru leyfðir á kappleikjum hér á landi en þar með er ekki öll sagan sögð. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, fór yfir stöðuna í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2.

Aðeins 36 áhorfendur mega vera á leikjum kvöldsins
Liðin sem eiga heimaleiki í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld geta ekki tekið á móti tvö hundruð áhorfendum. Enn á eftir að útfæra leiðbeiningar til að það verði hægt. Þó mega tæplega fjörutíu manns mæta á leiki kvöldsins.

Erum með ungt og nýtt lið svo það þýðir ekkert að vera spá í framhaldið
Arnar Daði Arnarsson segir það leiðinlegt að tala í klisjum en það sé nákvæmlega það sem Gróttu liðið sé að gera. Taka einn leik fyrir í einu. Hann ræddi við Stöð 2 og Vísi í Sportpakkanum í gærkvöld.

„Þegar mótið er hálfnað erum við á fjandi góðum stað“
Gróttumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sex marka sigur á Selfyssingum, 26-20, sem eru með eitt best mannaða lið landsins. Í upphafi leiktíðar var það talið nánast vonlaust verk að gera Gróttu að samkeppnishæfu liði í deild þeirra bestu.

„Hvað getur maður eiginlega sagt eftir svona frammistöðu?”
Valur kjöldróg Aftureldingu í Origo höllinni í kvöld. Valur komst snemma leiks fimm mörkum yfir og litu aldrei um öxl eftir það. Leikurinn endaði með 30 -21 sigri heimamanna.

Fyrirliði Þórs aftur úr axlarlið
Valþór Atli Guðrúnarson, fyrirliði Þórsara í Olís deild karla í handbolta, fór úr axlarlið í tveggja marka tapi Þórs gegn KA í dag. Er þetta í annað sinn á rúmum mánuði sem það gerist.

Ingimundur: Þetta er bara della
Ingimundur snéri á völlinn aftur í dag en hann hefur ekki spilað í nokkur ár. Hann spilaði að vísu nokkrar mínútur á móti Fram í síðasta leik en í dag stóð hann í miðju varnar Þórs allan leikinn á móti nágrönnunum sínum í KA.

„Greinilega mikill tilfinninga rússíbani þessi frumraun hans í Olís deildinni“
Farið var yfir dramatískan sigur Gróttu á Fram í Olís deild karla í Seinni bylgjunni í gær. Þjálfari Gróttu mætti í skrautlegt viðtal að leik loknum, fóru Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar þáttarins yfir það.

Sjáðu vítið sem Sveinn Aron kastaði frá sér
Ótrúlegt atvik átti sér stað í upphafi leiks Hauka og Selfyssinga í Olís deild karla í gærkvöld. Gestirnir fengu víti sem Sveinn Aron Sveinsson tók, eða ætlaði sér að taka.

Kristinn Björgúlfsson: Ófyrirgefanlegt hvernig við mætum til leiks í kvöld
FH vann ÍR í ansi óspennandi leik. FH komst strax fjórum mörkum yfir og litu aldrei um öxl eftir það og lönduðu sigri 34 - 29.

Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 34-29 | Heimamenn lögðu botnliðið og fóru tímabundið á toppinn
FH-ingar unnu botnlið ÍR með fimm marka mun er liðin mættust í Kaplakrika í Olís deild karla í kvöld. Lokatölur leiksins 34-29 og ÍR því sem fyrr án stiga á botni deildarinnar.

Ólafur Bjarki: Byggjum ofan á þennan sigur
Ólafur Bjarki Ragnarsson átti góðan leik með Stjörnunni í kvöld en hann skoraði átta mörk í sjö marka sigri á Þór í Íþróttahöllinni á Akureyri, lokatölur 27-20 Garðbæingum í vil.

Öruggt hjá ÍBV gegn HK
ÍBV vann sex marka sigur á HK í eina leik dagsins í Olís deild kvenna í kvöld. Lokatölur 24-18 Eyjakonum í vil.