Handbolti

Hall­dór Jóhann: Vorum með fjór­tán tapaða bolta en unnum

Andri Már Eggertsson skrifar
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var vægast satt ósáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld.
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var vægast satt ósáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Selfoss er komið með forystuna í einvíginu gegn FH eftir eins marks sigur 27-28. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var afar ánægður eftir leik.

„Mér fannst varnarleikurinn í seinni hálfleik standa upp úr. Við náðum fimm marka forystu í seinni hálfleik og var það vörnin sem skilaði því,“ sagði Halldór Jóhann eftir leik.

Vörn Selfyssinga var ekki góð til að byrja með og skoraði FH sex mörk í fyrstu sex sóknunum.

„Við byrjuðum með einn fyrir framan og þá vorum við ekki að klára þau svæði sem við áttum að klára og það kom óöryggi sem ég átta mig ekki á en við fundum síðan betri takt.“

Það var mikið um klaufalega tapaða bolta í leiknum og fannst Halldóri 14 tapaðir boltar hjá Selfyssingum aðeins of mikið.

„Það er tvær vikur frá síðasta leik en þetta er ekki fyrsti landsliðsgluggi sem við tökum þátt í. Við vorum með 14 tapaða bolta en unnum samt leikinn sem ég var mjög ánægður með.“

Leikurinn var æsispennandi og var Halldór Jóhann orðinn nokkuð stressaður þegar FH-ingar gátu jafnað leikinn.

„Ég var klár með leikhléið. En Vilius Rasimas varði vel í markinu og Hannes tók gott frákast. Við vorum klaufar að klára ekki síðustu sóknina okkar betur en svona er þetta,“ sagði Halldór Jóhann að lokum.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×