Handbolti

Selfyssingar tryggðu sér sæti í Olís-deild kvenna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kvennalið Selfoss er búið að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu eftir þriggja ára fjarveru.
Kvennalið Selfoss er búið að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu eftir þriggja ára fjarveru. Twitter/@selfosshandb

Selfoss mun leika í Olís-deild kvenna eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Grill66-deildinni með öruggum tólf marka sigri gegn ÍBV U í kvöld, 37-25.

Fyrir leik var ljóst að sigur myndi tryggja Selfyssingum deildarmeistaratitilinn með sigri í næst seinustu umferð Grill66-deildarinnar með sigri gegn ÍBV U.

Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af leik, en Selfyssingar tóku völdin um miðjan fyrri hálfleikinn og fóru með sex marka forskot inn í hléið, 20-14.

Selfyssingar voru svo mun sterkari í síðari hálfleik og í raun var þetta frekar spurning um hversu stór sigurinn yrði. Liðið vann að lokum tólf marka sigur, 37-25, og eftir þriggja ára dvöl í B-deild eru Selfyssingar aftur komnir með lið í deild þeirra bestu.

Tinna Soffía Traustadóttir var markahæst í liði Selfyssinga með ellefu mörk og næst kom nafna hennar, Tinna Sigurrós Traustadóttir, með tíu.

Nú þegar ein umferð er eftir af deildinni eru Selfyssingar með 34 stig, þremur stigum meira en ÍR-sem situr í örðu sæti. Selfoss heimsækir Val U í lokaumferðinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.