Alþingiskosningar 2021

Fréttamynd

Ráðdeild í ríkisrekstri

Flestir hafa einhverja hugmynd um hvað orðið ráðdeild merkir. Einföld skýring á ráðdeild er að haga starfi sínu á heimili, í fyrirtæki, stofnun eða í ríkisrekstri með aðhaldi, hagsýni, endurbótum og fyrirhyggju.

Skoðun
Fréttamynd

Fylgi Katrínar meira en næstu þriggja samanlagt

Þegar landsmenn eru spurðir að því hvern af leiðtogum stjórnmálaflokkanna þeir vilji sjá sem næsta forsætisráðherra þá svara 36 prósent þeirra: Katrín Jakobsdóttir. Þetta kemur fram í nýrri Maskínukönnun.

Innlent
Fréttamynd

Logi Einarsson búinn að greiða atkvæði

Landsmenn ganga flestir að kjörborði Alþingiskosninganna á laugardaginn en óvenju margir hafa þó nýtt möguleikann á að kjósa utan kjörfundar þetta árið. Þeirra á meðal er Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sem mætti í Kringluna í dag.

Innlent
Fréttamynd

Jafnmargir treysta Katrínu mikið og treysta Bjarna lítið

Yfir helmingur landsmanna segjast bera mikið traust til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra og yfir þriðjungur til Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson er í þriðja sæti yfir þá sem landsmenn treysta þótt enn fleiri beri lítið traust til hans.

Innlent
Fréttamynd

Elín Hirst vill Katrínu sem forsætisráðherra

„Við viljum Katrínu Jakobsdóttur áfram sem forsætisráðherra“ segir í heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu í dag. Undir rita fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar, þeirra á meðal Elín Hirst, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Tveir stuðningsmenn kostuðu auglýsinguna.

Innlent
Fréttamynd

Brynjar kominn í rafskútubann eftir byltuna

Brynjar Níelsson alþingismaður segir að á hans heimili sé búið að setja blátt bann við frekari rafskútunotkun, eftir að hann rotaðist við notkun á slíku tæki á dögunum. Hann varar við rafskútunotkun að kvöldi til, nú þegar farið er að dimma.

Innlent
Fréttamynd

Kosningar 2021: „Það vantar plan til að vinna eftir“

Markmiðin eru metnaðarfull en ítarleg og raunhæf áætlun um hvernig eigi að ná þeim er ekki til. Þetta segir Hlynur Stefánsson, lektor í rekstrarverkfræði við tækni og verfræðideild Háskólans í Reykjavík, um hvert íslenskt atvinnulíf stefni varðandi loftslagsvandann.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Stjórnarflokkarnir með 43 prósent samkvæmt nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20 prósenta fylgi í nýrri könnun sem rannsóknafyrirtækið Prósent gerði fyrir Fréttablaðið og birt er í dag. Flokkurinn tapar rúmu prósenti frá síðustu könnun blaðsins en er þó enn stærsti flokkur landsins.

Innlent
Fréttamynd

Rándýrt að auglýsa í Reykjavík

Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa keypt auglýsingar á Facebook fyrir rúmlega 24 milljónir króna undanfarið ár. Auglýsingar á samfélagsmiðlum eru þó aðeins brotabrot af útgjöldum flokkanna til markaðssetningar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vinnum á undirmönnun heilbrigðiskerfisins

Á Íslandi viljum við hafa jafnan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu. Það felst í fleiru en að byggja og reka sjúkrahús og heilsugæslu. Það þarf líka að tryggja að þessar stofnanir hafi starfsfólk til að halda uppi heilbrigðisþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Vinstri sveiflan snýst við

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aukist nokkuð á undanfarinni viku samkvæmt nýrri könnun MMR fyrir Morgunblaðið og mbl.is sem kynnt var í dag. Fylgi flokksins hefur aukist um 1,5 prósent síðan á föstudaginn í síðustu viku en vinstri flokkar virðast hafa misst dampinn miðað við síðustu könnun MMR.

Innlent
Fréttamynd

Kosningar 2021: Vantar hvata, skýr skilaboð og markvissari vinnu

Atvinnulífið vantar fleiri hvata og stjórnvöld þurfa að vera skýrari og markvissari í aðgerðum um loftlagsmál er meðal þess sem aðilar í atvinnulífinu segja þegar spurt er um skilaboð til nýrra stjórnvalda um að hverju þarf að huga betur að, svo fyrirtæki séu líklegri til að ná hraðari og betri árangri í loftlagsmálum. Að innleiða hringrásarhagkerfið þýðir innleiðingu á breyttu hugarfari.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Velsældin í „landi tækifæranna“

Vegna bílslyss árið 2020 missti Una Bjarnhéðinsdóttir vinnuna og fór á örorkubætur þess valdandi að hún, einstæð móðirin, hefur nú ekki efni á hollustumat, tannlækni, læknum, sálfræðingi, sjúkraþjálfun...

Skoðun
Fréttamynd

Kristrún hafi ákveðið að búa til eigið leikrit

Deildar meiningar eru um viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur við umfjöllun Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins um hagnað hennar af kaupréttarauka í samningi hennar hjá Kviku banka. Leikrit segir einn, vitlaust spilað segir annar en gullið tækifæri til að tala til síns hóps segir sá þriðji. Málið var til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ruglingsleg umræða um ESB

Margir hafa undrað sig á því hvernig formaður Viðreisnar getur mætt rétt fyrir kosningar í pólitíska yfirheyrslu og allan tímann þagað um sitt helsta baráttumál - að koma Íslandi inn í Evrópusambandið - og sagt svo aðspurð að það vanti upplýsingar um Evrópusambandið!

Skoðun
Fréttamynd

Ör­laga­rík frammi­staða Ingu Sæ­land kvöldið fyrir kosningar

Skoðanakannanir fyrir alþingiskosningar 2016 og 2017 vanmátu Sjálfstæðisflokkinn og Flokk fólksins - en fylgi Pírata og Samfylkingarinnar reyndist ofmetið. Þetta sýnir samanburður doktorsnema í félagstölfræði. Miklar fylgisbreytingar geti orðið síðustu viku kosningabaráttunnar - frammistaða í sjónvarpi kvöldið fyrir kosningar geti jafnvel skipt sköpum.

Innlent