Ráðdeild í ríkisrekstri Eiríkur Björn Björgvinsson og Valtýr Þór Hreiðarsson skrifa 23. september 2021 17:31 Flestir hafa einhverja hugmynd um hvað orðið ráðdeild merkir. Einföld skýring á ráðdeild er að haga starfi sínu á heimili, í fyrirtæki, stofnun eða í ríkisrekstri með aðhaldi, hagsýni, endurbótum og fyrirhyggju. Nokkuð hefur skort upp á að ríkisrekstur okkar Íslendinga í heild geti fallið undir hugtak æskilegrar ráðdeildar. Að sjálfsögðu eru mjög margar jákvæðar undantekningar á því, en því miður fellur fjöldi misgáfulegra aðgerða ríkis og stofnana ekki innan þess ramma sem telst til góðrar ráðdeildar. Í fjölmiðlum dagsins og í ótöldum greinum og úttektum má finna margar beinskeyttar athugasemdir um ómarkvisst aðhald og eftirlit, óarðbærar fjárfestingar, óhagræði í rekstri, hyglun í ráðningum og áfram mætti telja. Hvernig er hægt að bæta úr þessu, auka ráðdeild í rekstri ríkisins, auka ábyrgð stjórnmálamanna og stjórnenda í ákvarðanatöku og eftirfylgni og vera í sífelldri leit að sem hagkvæmastri notkun eða dreifingu tekna ríkissjóðs? Í því sambandi kemur hugtakið framleiðni að góðum notum, en almenn skýring á framleiðni er; hlutfall milli kostnaðar og verðmætis sem mælikvarði á afkastagetu fyrirtækis/stofnunar, þ.e. samanburður á því sem lagt er inn og fengið til baka. Ýmsir mælikvarðar eru notaðir til þess að mæla framleiðni s.s. framleiðni á vinnumarkaði (afköst á hverja vinnustund), framleiðni peninga mæld með ávöxtun (hversu mikilli ávöxtun hver króna skilar eiganda sínum), framleiðni tækja og fjárfestinga (afkastageta og nýting) og framleiðni velfarnaðar svo eitthvað sé nefnt. Ráðdeild í ríkisrekstri skýrist best af sífelldri leit að sem bestri notkun þeirra fjármuna sem renna inn í ríkiskassann, en líta má á tekjur ríkisins sem takmarkaða auðlind og ekki hægt að uppfylla allar óskir landsmanna í einu vetfangi. Skynsöm ráðstöfun útgjalda, launa og annars rekstrarkostnaðar er það sem stjórnmálamenn verða að horfa til þegar loforðum er kastað fram um að bjarga öllu. Fjárfestingar í byggingum, skólum, sjúkrahúsum, vegum og ekki síst í mannviti þurfa jafnframt að skila jákvæðu endurgjaldi. Endanlega byggist þetta allt á réttu mati og að tölulegar mælingar séu notaðar til að meta raunverulega framleiðni í ríkisrekstri. Þetta virðist frekar einfaldur boðskapur í flóknum heimi ríkisrekstrar, ráðuneyta og stofnana. Engu að síður er umgjörðin rökrétt; að fá sem mesta og besta nýtingu út úr fjármunum og auðlindum þjóðarinnar fyrir fólkið í landinu. Viðreisn er flokkur sem leggur fram skynsamlegar tillögur í útgjöldum ríkisins og að þær tillögur séu fjármagnaðar og skili framlegð til samfélagsins. Það er ráðdeild í ríkisrekstri. Eiríkur Björn Björgvinsson skipar 1. sæti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Valtýr Þór Hreiðarsson skipar 17. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Eiríkur Björn Björgvinsson Mest lesið Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Flestir hafa einhverja hugmynd um hvað orðið ráðdeild merkir. Einföld skýring á ráðdeild er að haga starfi sínu á heimili, í fyrirtæki, stofnun eða í ríkisrekstri með aðhaldi, hagsýni, endurbótum og fyrirhyggju. Nokkuð hefur skort upp á að ríkisrekstur okkar Íslendinga í heild geti fallið undir hugtak æskilegrar ráðdeildar. Að sjálfsögðu eru mjög margar jákvæðar undantekningar á því, en því miður fellur fjöldi misgáfulegra aðgerða ríkis og stofnana ekki innan þess ramma sem telst til góðrar ráðdeildar. Í fjölmiðlum dagsins og í ótöldum greinum og úttektum má finna margar beinskeyttar athugasemdir um ómarkvisst aðhald og eftirlit, óarðbærar fjárfestingar, óhagræði í rekstri, hyglun í ráðningum og áfram mætti telja. Hvernig er hægt að bæta úr þessu, auka ráðdeild í rekstri ríkisins, auka ábyrgð stjórnmálamanna og stjórnenda í ákvarðanatöku og eftirfylgni og vera í sífelldri leit að sem hagkvæmastri notkun eða dreifingu tekna ríkissjóðs? Í því sambandi kemur hugtakið framleiðni að góðum notum, en almenn skýring á framleiðni er; hlutfall milli kostnaðar og verðmætis sem mælikvarði á afkastagetu fyrirtækis/stofnunar, þ.e. samanburður á því sem lagt er inn og fengið til baka. Ýmsir mælikvarðar eru notaðir til þess að mæla framleiðni s.s. framleiðni á vinnumarkaði (afköst á hverja vinnustund), framleiðni peninga mæld með ávöxtun (hversu mikilli ávöxtun hver króna skilar eiganda sínum), framleiðni tækja og fjárfestinga (afkastageta og nýting) og framleiðni velfarnaðar svo eitthvað sé nefnt. Ráðdeild í ríkisrekstri skýrist best af sífelldri leit að sem bestri notkun þeirra fjármuna sem renna inn í ríkiskassann, en líta má á tekjur ríkisins sem takmarkaða auðlind og ekki hægt að uppfylla allar óskir landsmanna í einu vetfangi. Skynsöm ráðstöfun útgjalda, launa og annars rekstrarkostnaðar er það sem stjórnmálamenn verða að horfa til þegar loforðum er kastað fram um að bjarga öllu. Fjárfestingar í byggingum, skólum, sjúkrahúsum, vegum og ekki síst í mannviti þurfa jafnframt að skila jákvæðu endurgjaldi. Endanlega byggist þetta allt á réttu mati og að tölulegar mælingar séu notaðar til að meta raunverulega framleiðni í ríkisrekstri. Þetta virðist frekar einfaldur boðskapur í flóknum heimi ríkisrekstrar, ráðuneyta og stofnana. Engu að síður er umgjörðin rökrétt; að fá sem mesta og besta nýtingu út úr fjármunum og auðlindum þjóðarinnar fyrir fólkið í landinu. Viðreisn er flokkur sem leggur fram skynsamlegar tillögur í útgjöldum ríkisins og að þær tillögur séu fjármagnaðar og skili framlegð til samfélagsins. Það er ráðdeild í ríkisrekstri. Eiríkur Björn Björgvinsson skipar 1. sæti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Valtýr Þór Hreiðarsson skipar 17. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun