Besta deild karla

Fréttamynd

Steven Lennon: Við getum bjargað okkur

Steven Lennon er leikmaður 16. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja þegar Fram vann 3-1 sigur á Val í fyrrakvöld. Þetta var aðeins annar sigur Fram í sumar en Lennon skoraði einmitt sigurmarkið í hinum sigurleiknum – gegn Víkingi 18. júlí. Alls hefur hann nú skorað fjögur mörk í sex leikjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnar Sveinn í tveggja leikja bann

Arnar Sveinn Geirsson leikmaður Vals var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Arnar Sveinn hlaut rautt spjald í viðureign Fram og Vals á Laugardalsvelli í gærkvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Átti Árni markið þrátt fyrir allt?

Mikill ruglingur hefur verið um hver hafi skorað fyrra mark Breiðabliks í 2-1 sigri liðsins á Fylki í gær. Líklegast var það rétt sem kom fram í upphafi - að Árni Vilhjálmsson hafi skorað markið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stjörnumenn tóku aftur stig af KR-ingum - myndir

Stjörnumenn juku spennuna í toppbaráttu Pepsi-deildar karla með því að taka stig af toppliði KR á KR-vellinum í gærkvöldi. Þetta var í annað skiptið í sumar sem KR og Stjarnan gera jafntefli en KR-ingar hafa aðeins tapað fjórum stigum í hinum tólf leikjum sínum í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur Örn: Vantar að menn séu með smá ís í maganum

„Við vorum mjög ósáttir fyrir fyrri hálfleik. Allir leikmenn áttu mikið inni. Við vorum með vind í bakið og þeir pressa okkur til að sparka langt og það er erfitt að gera það á blautum velli og því fór boltinn oft aftur fyrir. Við vildum gera betur. Það áttu allir mikið inni og það kom ágætlega fram í seinni hálfleik,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindavíkur eftir markalausa jafnteflið gegn Víkingi í kvöld.

Íslenski boltinn