Besta deild karla

Fréttamynd

Kolbeinn: Er ekki kominn í toppform

"Við erum ánægðir með sigurinn, það er jákvæði punkturinn í leiknum að við náðum loksins að sigra en eins og flestir sáu þá var þetta ekki nógu góður leikur hjá okkur og tempóið ekki nógu hátt. Við verðum að taka jákvæðu punktana úr leiknum og vinna í þeim neikvæðu, þá er ég nokkuð bartsýnn fyrir Noregs leikinn," sagði Kolbeinn Sigþórsson framherji Íslands sem skoraði bæði mörk liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gylfi Þór: Alveg sama hvar ég spila

"Þetta var hægur leikur en það er alltaf gott að ná að sigra Færeyinga. Við héldum hreinu og það var fín stemning á leiknum. Það voru margir sem sungu allan leikinn og vonandi heldur það áfram,“ sagði Gylfi Sigurðsson en það vakti athygli að hann tók ekki horn- og aukaspyrnur Íslands í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Alfreð: Hef aldrei verið í betra formi

Alfreð Finnbogason hefur farið á kostum með Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni. Skorar og leggur upp mörk í nánast hverjum leik. Þeir eru því margir sem vilja sjá hann í byrjunarliðinu gegn Færeyingum í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Við verðum að fara að vinna leiki

Íslenska karlalandsliðið leikur í kvöld sinn fyrsta heimaleik undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Þá koma Færeyingar í heimsókn á Laugardalsvöllinn en þetta er vináttulandsleikur á milli þjóðanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsi-mörkin: Umfjöllun um 15. umferð karla í heild sinni á Vísi

Hörður Magnússon og félagar hans í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport fóru yfir gang mála í leikjunum úr 15. umferð Pepsideildar karla. Það gekk mikið á í leikjunum sex og alls voru skoruð 28 mörk og höfðu sérfræðingar þáttarsins, Hjörvar Hafliðason og Tómas Ingi Tómasson, um nóg að ræða. Þátturinn er aðgengilegur í heild sinni á sjónvarpshluta Vísis.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jón Daði: Fagmennskan meiri en 2010

Jón Daði Böðvarsson, miðjumaður Selfyssinga, er leikmaður 15. umferðar að mati Fréttablaðsins. Jón Daði skoraði tvívegis í 4–2 sigri á Fram en sigurinn var lífsnauðsynlegur í baráttu Sunnlendinga á botni deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fimmti sigur Valsmanna á KR-velli á sex árum - myndir

Valsmenn kunna einstaklega vel við sig á KR-vellinum og það breyttist ekki í kvöld þegar þeir unnu 3-2 sigur á Íslands- og bikarmeisturnum. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði sigurmarkið eftir að KR-ingar höfðu unnið upp tveggja marka forystu nágranna sinna af Hlíðarenda.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - ÍA 2-3

Skagamenn unnu sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir sóttu þrjú stig til Keflavíkur í 15. umferð deildarinnar. Skagamenn voru jafnframt að vinna sinn fyrsta útisigur í deildinni síðan að þeir unnu Fylkismenn um miðjan maí.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍBV 0-4

ÍBV vann í kvöld auðveldan 4-0 útisigur á hörmulegu Fylkisliði í fimmtándu umferð Pepsi-deildarinnar. Eyjamenn náðu forystunni strax á fyrstu mínútu leiksins og litu aldrei til baka eftir það, en þeir hreinlega völtuðu yfir heimamenn í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Fram 4-2

Selfyssingar komu með mikla spennu inn í fallbaráttuna með því að vinna Framara, 4-2, á Selfossi í kvöld í leik liðanna í 15. umferð Pepsi-deildar karla. Selfyssingar voru ekki búnir að vinna leik síðan í maí eða síðan að þeir spiluðu síðast við Framliðið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsi-mörkin: Allur þátturinn um 14. umferð aðgengilegur á Vísi

Farið var yfir gang mála í öllum leikjunum í 14. umferð í Pepsideild karla í þættinum Pepsi-mörkin á Stöð 2 sport í gær. Þátturinn er aðgengilegur á Vísi í heild sinni. Í þættinum fóru þeir Hörður Magnússon, Reynir Leósson og Hjörvar Hafliðason yfir helstu atvikin í leikjunum sex og það var mikið fjör í leikjunum þar sem að 27 mörk voru skoruð og nokkur rauð spjöld fóru á loft.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Freyr leikjahæstur hjá FH-sló met Harðar í gær

Freyr Bjarnason varð í gærkvöld leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild frá upphafi. Freyr lék sinn 175. leik fyrir FH í úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar liðið burstaði Selfoss, 5-2. Metið átti markaskorarinn, Hörður Magnússon en hann lék á sínum tíma 174 leiki fyrir FH í efstu deild.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Baldock verður í herbúðum ÍBV út ágústmánuð

George Baldock, sem hefur leikið með ÍBV í Pepsi-deild karla að undanförnu mun leika með liðinu út ágústmánuð. Talið var að enski miðjumaðurinn færi af landi brott í þessari viku en Eyjamenn fá að njóta krafta hans í nokkrar vikur til viðbótar. Eyjafréttir greina frá.

Íslenski boltinn