Íslenski boltinn

Arnór Ingvi lánaður til Noregs

Hinn stórefnilegi leikmaður Keflvíkinga, Arnór Ingvi Traustason, mun ekki spila fleiri leiki með Keflavík í sumar því búið er að lána hann til norska liðsins Sandnes Ulf.

Þetta kemur fram á fótbolti.net í kvöld. Hjá norska liðinu hittir Arnór Ingvi fyrir Steinþór Frey Þorsteinsson, fyrrum leikmann Stjörnunnar.

Sandnes Ulf hefur ekki gengið vel í norsku úrvalsdeildinni og er í 14. sæti af 16 liðum sem stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×