Íslenski boltinn

Sá fyrsti í sjö ár til að skora tvær þrennur á einu tímabili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Atli Guðnason.
Atli Guðnason. Mynd/Daníel
FH-ingurinn Atli Guðnason hefur verið á skotskónum í Pepsi-deild karla í sumar og er nú með tveggja marka forskot á listanum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar.

Atli skoraði sína aðra þrennu í sumar í 5-2 sigri á Selfossi í Kaplakrika í fyrrakvöld og varð þar með sá fyrsti í sjö ár sem nær að skora tvær þrennur á sama tímabili. Atli er alls búinn að skora 9 mörk í 13 leikjum með FH-liðinu í Pepsi-deildinni í sumar.

Atli skoraði einnig þrennu í 7-2 stórsigri á ÍA upp á Akranesi í 9. umferð og er með tvær af fjórum þrennum sumarsins. Kjartan Henry Finnbogason í KR og Christian Steen Olsen hjá ÍBV hafa einnig skorað þrennu í fyrstu fjórtán umferðunum.

Síðastir til að ná þessu á undan Atla voru FH-ingarnir Tryggvi Guðmundsson og Allan Borgvardt sumarið 2005. Þrennur Tryggva komu í upphafi og lok sumars en báðar þrennur Allans komu með stuttu millibili um mitt sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×