Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - ÍBV 0-4 Stefán Hirst Friðriksson skrifar 12. ágúst 2012 17:15 Mynd/Stefán ÍBV vann í kvöld auðveldan 4-0 útisigur á hörmulegu Fylkisliði í fimmtándu umferð Pepsi-deildarinnar. Eyjamenn náðu forystunni strax á fyrstu mínútu leiksins og litu aldrei til baka eftir það, en þeir hreinlega völtuðu yfir heimamenn í leiknum. Eyjamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Þá fékk Víðir Þorvarðarson stungusendingu inn fyrir vörn Fylkismanna og kláraði hann færið vel. Eyjamenn voru hvergi hættir því að þeir bættu við þremur mörkum í fyrri hálfleiknum. Þórarinn Ingi Valdimarsson kom sínum mönnum í 2-0 með marki úr vítaspyrnu á 9.mínútu leiksins eftir að brotið hafði verið á Olsen innan vítateigs. Andri Þór Jónsson, leikmaður Fylkis, varð svo fyrir því óláni að setja boltann í sitt eigið net eftir fyrirgjöf og Eyjamenn því með þriggja marka forystu þegar fyrri hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður. Christian Steen Olsen bætti svo við fjórða markinu undir lok hálfleiksins þegar hann lyfti boltanum frábærlega yfir markvörð Fylkismanna. Síðari hálfleikurinn var svo í raun algjört formsatriði en Eyjamenn voru með á sjálfstýringu í hálfleiknum og 4-0 stórsigur þeirra því staðreynd. Fylkismenn mega skammast sín fyrir frammistöðu sína í fyrri hálfleiknum sem og í öllum leiknum. Undirritaður hefur sjaldan orðið vitni af öðru eins and- og baráttuleysi og stórsigur gestanna var sanngjarn. Magnús: Einn okkar besti hálfleikur í sumarMynd/Stefán„Þetta var mjög ánægjulegur sigur sem vannst hérna í dag. Við vorum frábærir í fyrri hálfleiknum og var hann einn okkar besti í sumar. Sóknarleikurinn var virkilega öflugur í leiknum og áttu þeir í stökustu vandræðum með að verjast okkur í leiknum," sagði Magnús „Þetta var í rauninni komið í hálfleik en vörnin hélt vel í seinni hálfleiknum og er ég ánægður með það. Við förum sáttir héðan í dag," bætti Magnús við. Eyjamenn eru komnir í bullandi toppbaráttu en liðið er einu stigi á eftir KR-ingum, sem sitja í öðru sætinu og eiga Eyjamenn auk þess leik til góða. Magnús sagði að liðið stefndi á titilbaráttu. „Við ætlum að vera í titilbaráttunni. Við erum búnir að vera spila vel að undanförnu, unnum góðan sigur á KR í síðustu umferð þannig að það er flottur gangur á þessu hjá okkur," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV í leikslok. Ásmundur: Menn voru ekki tilbúnir í dag„Þetta var skelfilega slakt hjá okkur í dag. Þeir skora mark á upphafsmínútunni og það virtist slá okkur algjörlega út af laginu. Pressan þeirra var að virka vel og áttum við engin svör við þeim í leiknum. Við fundum einhvernveginn aldrei lausn á neinum aðgerðum þeirra," sagði Ásmundur. „Ég veit ekki hvað skal segja varðandi þessa frammistöðu. Það er eins og menn hafi ekki verið tilbúnir í þennan leik en það var mikið baráttuleysi í liðinu og ekki sjón að sjá okkar menn. Við vorum ekki að vinna sem lið og því fór sem fór," bætti Ásmundur við. „Við vorum í góðri stöðu í upphafi vikunnar og ætluðum við okkur að ná í góð úrslit í undanförnum tveimur leikjum. Það gekk ekki eftir og þurfum við því að hugsa þetta upp á nýtt," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok. Þórarinn: Stefnum á gulliðMynd/Daníel„Þetta var ekki beint auðveldur sigur en þetta gekk vel upp hjá okkur í dag. Við vorum frábærir í fyrri hálfleiknum og völtuðum hreinlega yfir þá," sagði Þórarinn Ingi. „Seinni hálfleikurinn var svo nokkuð rólegur en leikurinn var í rauninni búinn eftir fyrri hálfleikinn. Við erum að sjálfsögðu sáttir með sigurinn," bætti hann við. „Við erum á fínasta róli og stefnum við að sjálfsögðu á gullið í lok móts. Við erum ekkert í þessu til þess að enda í öðru eða þriðja sæti heldur stefnir maður alltaf á toppinn," sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður ÍBV í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira
ÍBV vann í kvöld auðveldan 4-0 útisigur á hörmulegu Fylkisliði í fimmtándu umferð Pepsi-deildarinnar. Eyjamenn náðu forystunni strax á fyrstu mínútu leiksins og litu aldrei til baka eftir það, en þeir hreinlega völtuðu yfir heimamenn í leiknum. Eyjamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Þá fékk Víðir Þorvarðarson stungusendingu inn fyrir vörn Fylkismanna og kláraði hann færið vel. Eyjamenn voru hvergi hættir því að þeir bættu við þremur mörkum í fyrri hálfleiknum. Þórarinn Ingi Valdimarsson kom sínum mönnum í 2-0 með marki úr vítaspyrnu á 9.mínútu leiksins eftir að brotið hafði verið á Olsen innan vítateigs. Andri Þór Jónsson, leikmaður Fylkis, varð svo fyrir því óláni að setja boltann í sitt eigið net eftir fyrirgjöf og Eyjamenn því með þriggja marka forystu þegar fyrri hálfleikurinn var rúmlega hálfnaður. Christian Steen Olsen bætti svo við fjórða markinu undir lok hálfleiksins þegar hann lyfti boltanum frábærlega yfir markvörð Fylkismanna. Síðari hálfleikurinn var svo í raun algjört formsatriði en Eyjamenn voru með á sjálfstýringu í hálfleiknum og 4-0 stórsigur þeirra því staðreynd. Fylkismenn mega skammast sín fyrir frammistöðu sína í fyrri hálfleiknum sem og í öllum leiknum. Undirritaður hefur sjaldan orðið vitni af öðru eins and- og baráttuleysi og stórsigur gestanna var sanngjarn. Magnús: Einn okkar besti hálfleikur í sumarMynd/Stefán„Þetta var mjög ánægjulegur sigur sem vannst hérna í dag. Við vorum frábærir í fyrri hálfleiknum og var hann einn okkar besti í sumar. Sóknarleikurinn var virkilega öflugur í leiknum og áttu þeir í stökustu vandræðum með að verjast okkur í leiknum," sagði Magnús „Þetta var í rauninni komið í hálfleik en vörnin hélt vel í seinni hálfleiknum og er ég ánægður með það. Við förum sáttir héðan í dag," bætti Magnús við. Eyjamenn eru komnir í bullandi toppbaráttu en liðið er einu stigi á eftir KR-ingum, sem sitja í öðru sætinu og eiga Eyjamenn auk þess leik til góða. Magnús sagði að liðið stefndi á titilbaráttu. „Við ætlum að vera í titilbaráttunni. Við erum búnir að vera spila vel að undanförnu, unnum góðan sigur á KR í síðustu umferð þannig að það er flottur gangur á þessu hjá okkur," sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV í leikslok. Ásmundur: Menn voru ekki tilbúnir í dag„Þetta var skelfilega slakt hjá okkur í dag. Þeir skora mark á upphafsmínútunni og það virtist slá okkur algjörlega út af laginu. Pressan þeirra var að virka vel og áttum við engin svör við þeim í leiknum. Við fundum einhvernveginn aldrei lausn á neinum aðgerðum þeirra," sagði Ásmundur. „Ég veit ekki hvað skal segja varðandi þessa frammistöðu. Það er eins og menn hafi ekki verið tilbúnir í þennan leik en það var mikið baráttuleysi í liðinu og ekki sjón að sjá okkar menn. Við vorum ekki að vinna sem lið og því fór sem fór," bætti Ásmundur við. „Við vorum í góðri stöðu í upphafi vikunnar og ætluðum við okkur að ná í góð úrslit í undanförnum tveimur leikjum. Það gekk ekki eftir og þurfum við því að hugsa þetta upp á nýtt," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok. Þórarinn: Stefnum á gulliðMynd/Daníel„Þetta var ekki beint auðveldur sigur en þetta gekk vel upp hjá okkur í dag. Við vorum frábærir í fyrri hálfleiknum og völtuðum hreinlega yfir þá," sagði Þórarinn Ingi. „Seinni hálfleikurinn var svo nokkuð rólegur en leikurinn var í rauninni búinn eftir fyrri hálfleikinn. Við erum að sjálfsögðu sáttir með sigurinn," bætti hann við. „Við erum á fínasta róli og stefnum við að sjálfsögðu á gullið í lok móts. Við erum ekkert í þessu til þess að enda í öðru eða þriðja sæti heldur stefnir maður alltaf á toppinn," sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður ÍBV í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira