Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Valur 2-3 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2012 00:01 Mynd/Stefán Titilvonir KR-inga minnkuðu til muna þegar liðið tapaði 3-2 gegn Valsmönnum í 15. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði sigurmark Valsmanna í síðari hálfleik. Valsmenn ætluðu greinilega að svara fyrir skömmustulegt tap gegn Blikum í síðustu umferð. Þeir mættu ákveðnir til leiks og gáfu Íslands- og bikarmeisturunum lítið eftir. Hvort lið átti færi áður en gestirnir komust yfir með glæsimarki Kolbeins Kárasonar. Kolbeinn hamraði þá knöttinn í þaknetið af vítateigslínunni og stuðningsmenn Hlíðarendapilta, sem eru góðu vanir í Vesturbænum frá viðureignum liðanna undanfarin ár, fögnuðu vel. Haukur Páll Sigurðsson tvöfaldaði forystu gestanna með marki af stuttu færi eftir að Rúnar Már Sigurjónsson, sem átti flottan leik hjá gestunum, gerði lítið úr Guðmundi Reyni Gunnarssyni varnarmanni KR-inga. KR-ingar sóttu í sig veðrið og eftir stangarskot Jónasar Guðna Sævarssonar, sem var í fyrsta skipti í byrjunarliði KR-inga í kvöld, uppskáru þeir vítaspyrnu er boltinn lenti á hönd Atla Sveins Þórarinssonar. Gary Martin skoraði af öryggi úr spyrnunni og gaf heimamönnum von. Englendingurinn var aftur á ferðinni snemma í síðari hálfleik. Martin skallaði þá boltann yfir Sindra Snæ Jensson í marki Valsmanna sem hefði ugglaust mátt gera betur í markinu. Valsmenn, sem misstu niður tveggja marka forskot gegn tíu Blikum í síðasta leik, létu þó ekki deigan síga. Eftir fyrirgjöf frá hægri hrökk boltinn fyrir Kristin Frey Sigurðsson sem hamraði boltann neðst í hornið. KR-ingar voru ósáttir, töldu brotið á Rhys Weston í aðdraganda marksins, en ekkert var dæmt. KR-ingar reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna metin. Næst komust þeir þegar skalli Baldurs Sigurðssonar fór af varnarmanni og í þverslána. Valsmenn stóðu af sér allar tilraunir heimamanna og lönduðu sigrinum. Sigur Valsmanna í kvöld var sanngjarn en leikmenn liðsins langaði augljóslega meira í stigin sem í boði voru. Rúnar Már átti enn einn stjörnuleikinn á miðjunni og Kristinn Freyr og Kolbeinn stóðu sig sömuleiðis mjög vel. KR-ingar söknuðu lykilmanna vegna meiðsla og leikbanna. Hópur liðsins er þó án efa sá sterkasti á landinu og hefðu átt að klára dæmið gegn liði um miðja deild. Það hefur þó aldrei þurft að gíra Valsmenn upp fyrir leiki gegn KR í Vesturbænum. KR hefur ekki unnið sigur á Val á KR-velli síðan sumarið 2005. KR-ingar eru fimm stigum á eftir FH en Hafnfirðingar unnu 1-0 sigur á Breiðabliki í kvöld. FH á einnig leik til góða og staða liðsins í titilbaráttunni vægast sagt góð. Valsmenn halda áfram að vera jójó lið deildarinnar. Liðinu bráðvantar stöðugleika en það var ekki efst í huga stuðningsmannanna sem fögnuðu sigrinum í kvöld ákaft ásamt leikmönnum liðsins. Bjarni Guðjóns: Áttum ekkert skilið „Við klikkuðum, vorum ekki góðir og áttum lítið skilið út úr þessum leik. Við fáum á okkur þrjú mörk á heimavelli sem er lélegt og á ekki að gerast. Við vorum með allt niðrum okkur," sagði Bjarni Guðjónsson aðspurður hvað hefði klikkað hjá hans mönnum í kvöld. Hannes Þór Halldórsson var í leikbanni hjá KR auk þess sem Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Kjartan Henry Finnbogason voru frá vegna meiðsla. „Þetta á ekki að hafa nein áhrif og við stilltum upp frábæru liði. Við erum með mikla reynslu, erlenda leikmenn og annar þeirra stendur sig mjög vel. Við gerum ekki það sem fyrir okkur er lagt, leggjum okkur ekki fram og þannig náum við ekki árangri," sagði Bjarni. Fjórir leikmanna KR sem hófu leikinn í dag máttu ekki fá gult spjald í leiknum því þá hefðu þeir verið í leikbanni í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni á laugardag. „Ég er einn þeirra en það á ekki að hafa áhrif. Við viljum verða Íslandsmeistarar og til þess að verða það þurftum við að vinna þennan leik. Við vorum að elta og nú er þetta orðið mjög erfitt," sagði Bjarni. Kristján Guðmunds: Aðdáendur Vals vilja mjög svo innilega vinna KR„Þetta var virkilega góður leikur af beggja hálfu. Við erum mjög ánægðir með okkar leik," sagði Kristján Guðmundss þjálfari Vals. Aðspurður hvort ekki hefði verið erfitt að stilla strengina hjá sínum mönnum eftir tapið gegn Blikum í síðustu umferð sagði Kristján: „Bæði og. Fókusinn fer allur á síðustu fimmtán mínúturnar í þeim leik. Mínúturnar 75 fram að því voru virkilega góðar og við vorum með leikinn unninn í stöðunni 3-1. Við gátum bætt við fjórða markinu. Fókusinn fór á hrunið undir lokin svo menn gleymdu því," sagði Kristján. „Við einbeittum okkur að mínútunum 75 á móti Breiðabliki og undirbjuggum okkur þannig fyrir þennan leik," sagði Kristján. Valsmenn hafa nú unnið sigur gegn KR í fimm af síðustu sex leikjum liðanna á KR-vellinum. Sjötta leiknum lauk með jafntefli og því virðist sem Valsmenn komi sérstaklega vel stemmdir í viðureignir gegn KR í Vesturbæ. „Það getur vel verið. Vonandi getum við spilað sem flesta leiki á KR-vellinum ef menn eru til í að skipta. Það skiptir máli að reyna að vinna fótboltaleik sama hvar hann er spilaður. Við finnum þó að sjálfsögðu að aðdáendur Vals vilja mjög svo innilega vinna KR í fótbolta," sagði Kristján sem virðist þó eiga í miklum vandræðum með að ná stöðugleika í sitt lið. „Við erum heitt og kalt. Spilum einn góðan leik og svo kemur einn slæmur. Seinasti leikur var góður lengst af en skyndilega vorum við eins og börn. Þetta var jafnara í dag. Að missa niður tveggja marka forystu á nokkrum mínútum, vinna okkur svo tilbaka og vinna leikinn. Það er frábært." Rúnar Kristinsson: Umdeilt sigurmark„Mér fannst við full ákafir eftir að við jöfnuðum 2-2 að skora þriðja markið sem tókst ekki. Þeir komust í fína sókn og skoruðu umdeilt mark að mínu mati," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um sigurmark Valsmanna og útskýrði nánar. „Sóknarmaður Vals ýtir okkar manni í burtu, stígur hann út eins og í körfubolta án þess að reyna við boltann. Það er vert að skoða en kannski ekki það sem við töpuðum leiknum á," sagði Rúnar sem var ekki sáttur við lið sitt í kvöld. „Ég er mjög ósáttur við marga leikmenn án þess að nefna nein nöfn. Við getum miklu betur, menn geta lagt meira á sig og spilað betur sem lið. Það var eitthvað stress í liðinu og hræðsla sem ég veit ekki af hverju stafaði," sagði Rúnar sem hrósaði gestaliðinu. „Það má ekki taka það af Valsmönnum að þeir spiluðu taktískt mjög vel og héldu boltanum ágætlega í fyrri hálfleik. Ógnuðu svo með góðum skyndisóknum eftir að við jöfnuðum. Ég held að úrslitin séu ekkert svo rosalega ósanngjörn." Rúnar segir óvíst með þátttöku Grétars Sigfinns í bikarúrslitaleiknum á laugardag en reiknar með því að Kjartan Henry taki þátt í leiknum. Kristinn Freyr: Gott að fá leik strax aftur„Það var góð tilfinning að sjá boltann í netinu en þetta var vinnusigur. Það er alveg klárt. Við unnum allir hver fyrir annan. Það er það sem skóp sigurinn í dag," sagði Kristinn Freyr Sigurðsson hetja Valsmanna. Kristinn Freyr sagði hafa verið auðvelt að gíra sig upp fyrir leikinn í dag. „Það var gott að fá leik svona fljótt aftur. Það voru fjórir dagar á milli. Eftir svona skitu eins og á móti Blikum vill maður komast strax aftur á völlinn og bæta upp fyrir það," sagði Kristinn sem söng „Listamenn, listamenn, listamenn," ásamt félögum sínum í klefanum eftir leikinn. „Við erum listamenn í fótbolta. Það er ekki flóknara en það," sagði Kristinn um tilurð söngsins. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Titilvonir KR-inga minnkuðu til muna þegar liðið tapaði 3-2 gegn Valsmönnum í 15. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði sigurmark Valsmanna í síðari hálfleik. Valsmenn ætluðu greinilega að svara fyrir skömmustulegt tap gegn Blikum í síðustu umferð. Þeir mættu ákveðnir til leiks og gáfu Íslands- og bikarmeisturunum lítið eftir. Hvort lið átti færi áður en gestirnir komust yfir með glæsimarki Kolbeins Kárasonar. Kolbeinn hamraði þá knöttinn í þaknetið af vítateigslínunni og stuðningsmenn Hlíðarendapilta, sem eru góðu vanir í Vesturbænum frá viðureignum liðanna undanfarin ár, fögnuðu vel. Haukur Páll Sigurðsson tvöfaldaði forystu gestanna með marki af stuttu færi eftir að Rúnar Már Sigurjónsson, sem átti flottan leik hjá gestunum, gerði lítið úr Guðmundi Reyni Gunnarssyni varnarmanni KR-inga. KR-ingar sóttu í sig veðrið og eftir stangarskot Jónasar Guðna Sævarssonar, sem var í fyrsta skipti í byrjunarliði KR-inga í kvöld, uppskáru þeir vítaspyrnu er boltinn lenti á hönd Atla Sveins Þórarinssonar. Gary Martin skoraði af öryggi úr spyrnunni og gaf heimamönnum von. Englendingurinn var aftur á ferðinni snemma í síðari hálfleik. Martin skallaði þá boltann yfir Sindra Snæ Jensson í marki Valsmanna sem hefði ugglaust mátt gera betur í markinu. Valsmenn, sem misstu niður tveggja marka forskot gegn tíu Blikum í síðasta leik, létu þó ekki deigan síga. Eftir fyrirgjöf frá hægri hrökk boltinn fyrir Kristin Frey Sigurðsson sem hamraði boltann neðst í hornið. KR-ingar voru ósáttir, töldu brotið á Rhys Weston í aðdraganda marksins, en ekkert var dæmt. KR-ingar reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna metin. Næst komust þeir þegar skalli Baldurs Sigurðssonar fór af varnarmanni og í þverslána. Valsmenn stóðu af sér allar tilraunir heimamanna og lönduðu sigrinum. Sigur Valsmanna í kvöld var sanngjarn en leikmenn liðsins langaði augljóslega meira í stigin sem í boði voru. Rúnar Már átti enn einn stjörnuleikinn á miðjunni og Kristinn Freyr og Kolbeinn stóðu sig sömuleiðis mjög vel. KR-ingar söknuðu lykilmanna vegna meiðsla og leikbanna. Hópur liðsins er þó án efa sá sterkasti á landinu og hefðu átt að klára dæmið gegn liði um miðja deild. Það hefur þó aldrei þurft að gíra Valsmenn upp fyrir leiki gegn KR í Vesturbænum. KR hefur ekki unnið sigur á Val á KR-velli síðan sumarið 2005. KR-ingar eru fimm stigum á eftir FH en Hafnfirðingar unnu 1-0 sigur á Breiðabliki í kvöld. FH á einnig leik til góða og staða liðsins í titilbaráttunni vægast sagt góð. Valsmenn halda áfram að vera jójó lið deildarinnar. Liðinu bráðvantar stöðugleika en það var ekki efst í huga stuðningsmannanna sem fögnuðu sigrinum í kvöld ákaft ásamt leikmönnum liðsins. Bjarni Guðjóns: Áttum ekkert skilið „Við klikkuðum, vorum ekki góðir og áttum lítið skilið út úr þessum leik. Við fáum á okkur þrjú mörk á heimavelli sem er lélegt og á ekki að gerast. Við vorum með allt niðrum okkur," sagði Bjarni Guðjónsson aðspurður hvað hefði klikkað hjá hans mönnum í kvöld. Hannes Þór Halldórsson var í leikbanni hjá KR auk þess sem Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Kjartan Henry Finnbogason voru frá vegna meiðsla. „Þetta á ekki að hafa nein áhrif og við stilltum upp frábæru liði. Við erum með mikla reynslu, erlenda leikmenn og annar þeirra stendur sig mjög vel. Við gerum ekki það sem fyrir okkur er lagt, leggjum okkur ekki fram og þannig náum við ekki árangri," sagði Bjarni. Fjórir leikmanna KR sem hófu leikinn í dag máttu ekki fá gult spjald í leiknum því þá hefðu þeir verið í leikbanni í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni á laugardag. „Ég er einn þeirra en það á ekki að hafa áhrif. Við viljum verða Íslandsmeistarar og til þess að verða það þurftum við að vinna þennan leik. Við vorum að elta og nú er þetta orðið mjög erfitt," sagði Bjarni. Kristján Guðmunds: Aðdáendur Vals vilja mjög svo innilega vinna KR„Þetta var virkilega góður leikur af beggja hálfu. Við erum mjög ánægðir með okkar leik," sagði Kristján Guðmundss þjálfari Vals. Aðspurður hvort ekki hefði verið erfitt að stilla strengina hjá sínum mönnum eftir tapið gegn Blikum í síðustu umferð sagði Kristján: „Bæði og. Fókusinn fer allur á síðustu fimmtán mínúturnar í þeim leik. Mínúturnar 75 fram að því voru virkilega góðar og við vorum með leikinn unninn í stöðunni 3-1. Við gátum bætt við fjórða markinu. Fókusinn fór á hrunið undir lokin svo menn gleymdu því," sagði Kristján. „Við einbeittum okkur að mínútunum 75 á móti Breiðabliki og undirbjuggum okkur þannig fyrir þennan leik," sagði Kristján. Valsmenn hafa nú unnið sigur gegn KR í fimm af síðustu sex leikjum liðanna á KR-vellinum. Sjötta leiknum lauk með jafntefli og því virðist sem Valsmenn komi sérstaklega vel stemmdir í viðureignir gegn KR í Vesturbæ. „Það getur vel verið. Vonandi getum við spilað sem flesta leiki á KR-vellinum ef menn eru til í að skipta. Það skiptir máli að reyna að vinna fótboltaleik sama hvar hann er spilaður. Við finnum þó að sjálfsögðu að aðdáendur Vals vilja mjög svo innilega vinna KR í fótbolta," sagði Kristján sem virðist þó eiga í miklum vandræðum með að ná stöðugleika í sitt lið. „Við erum heitt og kalt. Spilum einn góðan leik og svo kemur einn slæmur. Seinasti leikur var góður lengst af en skyndilega vorum við eins og börn. Þetta var jafnara í dag. Að missa niður tveggja marka forystu á nokkrum mínútum, vinna okkur svo tilbaka og vinna leikinn. Það er frábært." Rúnar Kristinsson: Umdeilt sigurmark„Mér fannst við full ákafir eftir að við jöfnuðum 2-2 að skora þriðja markið sem tókst ekki. Þeir komust í fína sókn og skoruðu umdeilt mark að mínu mati," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um sigurmark Valsmanna og útskýrði nánar. „Sóknarmaður Vals ýtir okkar manni í burtu, stígur hann út eins og í körfubolta án þess að reyna við boltann. Það er vert að skoða en kannski ekki það sem við töpuðum leiknum á," sagði Rúnar sem var ekki sáttur við lið sitt í kvöld. „Ég er mjög ósáttur við marga leikmenn án þess að nefna nein nöfn. Við getum miklu betur, menn geta lagt meira á sig og spilað betur sem lið. Það var eitthvað stress í liðinu og hræðsla sem ég veit ekki af hverju stafaði," sagði Rúnar sem hrósaði gestaliðinu. „Það má ekki taka það af Valsmönnum að þeir spiluðu taktískt mjög vel og héldu boltanum ágætlega í fyrri hálfleik. Ógnuðu svo með góðum skyndisóknum eftir að við jöfnuðum. Ég held að úrslitin séu ekkert svo rosalega ósanngjörn." Rúnar segir óvíst með þátttöku Grétars Sigfinns í bikarúrslitaleiknum á laugardag en reiknar með því að Kjartan Henry taki þátt í leiknum. Kristinn Freyr: Gott að fá leik strax aftur„Það var góð tilfinning að sjá boltann í netinu en þetta var vinnusigur. Það er alveg klárt. Við unnum allir hver fyrir annan. Það er það sem skóp sigurinn í dag," sagði Kristinn Freyr Sigurðsson hetja Valsmanna. Kristinn Freyr sagði hafa verið auðvelt að gíra sig upp fyrir leikinn í dag. „Það var gott að fá leik svona fljótt aftur. Það voru fjórir dagar á milli. Eftir svona skitu eins og á móti Blikum vill maður komast strax aftur á völlinn og bæta upp fyrir það," sagði Kristinn sem söng „Listamenn, listamenn, listamenn," ásamt félögum sínum í klefanum eftir leikinn. „Við erum listamenn í fótbolta. Það er ekki flóknara en það," sagði Kristinn um tilurð söngsins.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira