Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - FH 0-1 Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. ágúst 2012 00:01 Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson FH vann sannkallaðan vinnusigur gegn Breiðablik á Kópavogskvöldi en leiknum lauk 1-0. FH skoruðu á fyrstu mínútu og héldu svo örugglega í forystuna næstu 90. mínútur. Gestirnir úr Hafnafirðinum hafa verið á siglingu síðastliðnar vikur og hafa nú unnið fjóra leiki í röð, þar af þrjá þeirra 1-0. Blikar hafa einnig verið á ágætis siglingu og gátu minnkað bilið milli liðanna niður í 4 stig með sigri í kvöld. Áhorfendur voru varla sestir í sætin þegar fyrsta og eina mark leiksins kom, þá átti Atli Guðnason sendingu inn fyrir aftan vörn Blika og vann Albert Brynjar kapphlaup við varnarmenn Blika, Sigmar var kominn of langt út úr markinu og vippaði Albert boltanum yfir hann og í netið. Það sem eftir lifði hálfleiks var hnífjafn, bæði liðin fengu ágætis hálffæri en ekkert sem ógnaði verulega og var staðan í hálfleik 1-0 fyrir FH. Þegar aðeins tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik fékk Björn Daníel vítaspyrnu þegar hann féll í teignum við samskipti við Finn Orra Margeirsson. Sigmar bjargaði þó liðsfélögum sínum og varði vítið glæsilega. Atli Guðnason og Kristinn Jónsson fengu báðir fín færi en besta færi seinni hálfleiksins féll í skaut Kristjáns Gauta Emilssonar, hann gat gert út um leikinn í uppbótartíma þegar hann slapp einn í gegn á móti Sigmari en Sigmar bjargaði liði sínu aftur. Fljótlega eftir það gall lokaflautið og 1-0 sigur FH staðreynd. Gríðarlega mikilvægur sigur, sérstaklega í ljósi þess að KR tapaði stigum í Frostaskjólinu og eru Hafnfirðingar komnir með 5 stiga forskot auk þess að eiga leik til góða. Það er því ljóst að með sigri í næsta leik gegn KR í Kaplakrika geta FH tekið stórt skref í átt að Íslandsmeistara titlinum. Bjarki: Andinn í klúbbnum þekkir ekkert annað en sigur„Við skorum mark strax eftir 57 sekúndur og náum að halda þetta út. Blikar eru með flott lið sem spilar hörku sóknarbolta en utan fyrirgjafa fannst mér sigurinn aldrei vera neitt sérstaklega í hættu hér í kvöld," sagði Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, leikmaður FH eftir leikinn. „Ef við hefðum skorað annað mark þá hefði þetta auðvitað orðið mun auðveldara, við fengum færin til þess m.a. með vítinu. En þetta var vinnusigur, meistaraliðin eru oft að vinna svona leiki. Við getum klárlega spilað betur en þetta en við tökum þessi þrjú stig og höldum áfram inn í næsta leik." Næsti leikur er enginn smáleikur, KR mætir þá í Kaplakrikann. „Mér skilst að þeir hafi tapað í kvöld, það er ágætt. Svo má ekki gleyma ÍBV í þessari umræðu, þeir eru sex stigum á eftir okkur og við eigum báða leikina eftir gegn þeim þannig þetta er ennþá galopið." „FH er þannig klúbbur, við höldum bara áfram og við viljum vinna alla leiki. Við gefum ekkert eftir þótt forystan sé orðin meiri en hún var áður. Andinn í klúbbnum þekkir ekkert annað en sigra síðastliðin ár, menn eru ennþá í fýlu yfir öðru sæti síðustu tvö árin." Bjarki átti góðan leik á miðjunni og stöðvaði oft efnilegar sóknir Blika. „Þetta er nú öðruvísi vinna en maður var þekktur fyrir hér áður en ég les leikinn vel og þekkir aðstæðurnar. Maður reynir að sjá hluti fyrir, fá boltann og halda þessu öllu einföldu," sagði Bjarki. Kristinn: Gáfum þeim mark í forskot„Það má segja að við höfum gefið þeim eitt mark í forskot, þetta var ódýrt mark sem við hefðum átt að falla aðeins aftar," sagði Kristinn Jónsson, leikmaður Breiðabliks eftir leikinn. „Það verður einhver misskilningur hvort Simmi er að koma og þetta klikkaði eitthvað. Þetta leit út eins og menn væru ekki alveg ennþá komnir á fullt." Blikar sýndu flottan varnarleik í kvöld en sóknarleikur þeirra var þunglamalegur og vantaði oft upp á úrslitasendingarnar. „Sérstaklega í seinni hálfleik, við vorum að komast tækifæri til að skapa færin en það vantaði bara að fá betri sendingar til að geta klárað færin." „Þegar Simmi ver vítið er það auðvitað ákveðið boost fyrir okkur en við náðum ekki að nýta okkur það í dag og því fór sem fór." FH eru komnir með gott forskot á toppnum á meðan Blikar sitja í 6. sæti eftir leikinn. „Við stefnum ennþá ótrauðir á þriðja sætið og við ætlum okkur það, Evrópukeppnin er markmiðið. Við erum með marga unga stráka sem hafa spilað mikið fyrir klúbbinn og ég hef fulla trú á okkar hóp í þetta verkefni," sagði Kristinn. Gunnleifur: Viljum bara vera í efsta sætinu„Gríðarlega mikilvægur sigur, þetta er mjög gott Breiðablikslið en við spiluðum agaðann varnarleik. Þeir fengu einhverja hálfsénsa en ekkert meira en það, við fengum hinsvegar fleiri færi þannig sigurinn fannst mér vera sanngjarn," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður FH eftir leikinn. „Við erum ekkert að hugsa um neitt annað en einn leik í einu og það gengur vel hjá okkur. Það er að okkar mati vænlegast til árangurs." Lið FH er fullt af reynslumiklum leikmönnum sem hafa verið í þessari stöðu áður. „Reynslumiklir og góðir leikmenn, sterkir karakterar og mjög flinkir. Við erum sterkur hópur og erum geysilega ánægðir að taka þetta inn í þetta litla frí sem við fáum núna." FH mynduðu með sigrinum smá bil milli sín og KR í efsta sætinu en munurinn er nú 5 stig auk þess að FH eiga leik til góða. „Við viljum bara vera í efsta sætinu, sama hversu langt er í næsta lið. Núna kemur kærkomin pása fyrir næsta stórleik og við tökum eins og ég segi, bara einn leik í einu fyrir," sagði Gunnleifur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira
FH vann sannkallaðan vinnusigur gegn Breiðablik á Kópavogskvöldi en leiknum lauk 1-0. FH skoruðu á fyrstu mínútu og héldu svo örugglega í forystuna næstu 90. mínútur. Gestirnir úr Hafnafirðinum hafa verið á siglingu síðastliðnar vikur og hafa nú unnið fjóra leiki í röð, þar af þrjá þeirra 1-0. Blikar hafa einnig verið á ágætis siglingu og gátu minnkað bilið milli liðanna niður í 4 stig með sigri í kvöld. Áhorfendur voru varla sestir í sætin þegar fyrsta og eina mark leiksins kom, þá átti Atli Guðnason sendingu inn fyrir aftan vörn Blika og vann Albert Brynjar kapphlaup við varnarmenn Blika, Sigmar var kominn of langt út úr markinu og vippaði Albert boltanum yfir hann og í netið. Það sem eftir lifði hálfleiks var hnífjafn, bæði liðin fengu ágætis hálffæri en ekkert sem ógnaði verulega og var staðan í hálfleik 1-0 fyrir FH. Þegar aðeins tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik fékk Björn Daníel vítaspyrnu þegar hann féll í teignum við samskipti við Finn Orra Margeirsson. Sigmar bjargaði þó liðsfélögum sínum og varði vítið glæsilega. Atli Guðnason og Kristinn Jónsson fengu báðir fín færi en besta færi seinni hálfleiksins féll í skaut Kristjáns Gauta Emilssonar, hann gat gert út um leikinn í uppbótartíma þegar hann slapp einn í gegn á móti Sigmari en Sigmar bjargaði liði sínu aftur. Fljótlega eftir það gall lokaflautið og 1-0 sigur FH staðreynd. Gríðarlega mikilvægur sigur, sérstaklega í ljósi þess að KR tapaði stigum í Frostaskjólinu og eru Hafnfirðingar komnir með 5 stiga forskot auk þess að eiga leik til góða. Það er því ljóst að með sigri í næsta leik gegn KR í Kaplakrika geta FH tekið stórt skref í átt að Íslandsmeistara titlinum. Bjarki: Andinn í klúbbnum þekkir ekkert annað en sigur„Við skorum mark strax eftir 57 sekúndur og náum að halda þetta út. Blikar eru með flott lið sem spilar hörku sóknarbolta en utan fyrirgjafa fannst mér sigurinn aldrei vera neitt sérstaklega í hættu hér í kvöld," sagði Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, leikmaður FH eftir leikinn. „Ef við hefðum skorað annað mark þá hefði þetta auðvitað orðið mun auðveldara, við fengum færin til þess m.a. með vítinu. En þetta var vinnusigur, meistaraliðin eru oft að vinna svona leiki. Við getum klárlega spilað betur en þetta en við tökum þessi þrjú stig og höldum áfram inn í næsta leik." Næsti leikur er enginn smáleikur, KR mætir þá í Kaplakrikann. „Mér skilst að þeir hafi tapað í kvöld, það er ágætt. Svo má ekki gleyma ÍBV í þessari umræðu, þeir eru sex stigum á eftir okkur og við eigum báða leikina eftir gegn þeim þannig þetta er ennþá galopið." „FH er þannig klúbbur, við höldum bara áfram og við viljum vinna alla leiki. Við gefum ekkert eftir þótt forystan sé orðin meiri en hún var áður. Andinn í klúbbnum þekkir ekkert annað en sigra síðastliðin ár, menn eru ennþá í fýlu yfir öðru sæti síðustu tvö árin." Bjarki átti góðan leik á miðjunni og stöðvaði oft efnilegar sóknir Blika. „Þetta er nú öðruvísi vinna en maður var þekktur fyrir hér áður en ég les leikinn vel og þekkir aðstæðurnar. Maður reynir að sjá hluti fyrir, fá boltann og halda þessu öllu einföldu," sagði Bjarki. Kristinn: Gáfum þeim mark í forskot„Það má segja að við höfum gefið þeim eitt mark í forskot, þetta var ódýrt mark sem við hefðum átt að falla aðeins aftar," sagði Kristinn Jónsson, leikmaður Breiðabliks eftir leikinn. „Það verður einhver misskilningur hvort Simmi er að koma og þetta klikkaði eitthvað. Þetta leit út eins og menn væru ekki alveg ennþá komnir á fullt." Blikar sýndu flottan varnarleik í kvöld en sóknarleikur þeirra var þunglamalegur og vantaði oft upp á úrslitasendingarnar. „Sérstaklega í seinni hálfleik, við vorum að komast tækifæri til að skapa færin en það vantaði bara að fá betri sendingar til að geta klárað færin." „Þegar Simmi ver vítið er það auðvitað ákveðið boost fyrir okkur en við náðum ekki að nýta okkur það í dag og því fór sem fór." FH eru komnir með gott forskot á toppnum á meðan Blikar sitja í 6. sæti eftir leikinn. „Við stefnum ennþá ótrauðir á þriðja sætið og við ætlum okkur það, Evrópukeppnin er markmiðið. Við erum með marga unga stráka sem hafa spilað mikið fyrir klúbbinn og ég hef fulla trú á okkar hóp í þetta verkefni," sagði Kristinn. Gunnleifur: Viljum bara vera í efsta sætinu„Gríðarlega mikilvægur sigur, þetta er mjög gott Breiðablikslið en við spiluðum agaðann varnarleik. Þeir fengu einhverja hálfsénsa en ekkert meira en það, við fengum hinsvegar fleiri færi þannig sigurinn fannst mér vera sanngjarn," sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður FH eftir leikinn. „Við erum ekkert að hugsa um neitt annað en einn leik í einu og það gengur vel hjá okkur. Það er að okkar mati vænlegast til árangurs." Lið FH er fullt af reynslumiklum leikmönnum sem hafa verið í þessari stöðu áður. „Reynslumiklir og góðir leikmenn, sterkir karakterar og mjög flinkir. Við erum sterkur hópur og erum geysilega ánægðir að taka þetta inn í þetta litla frí sem við fáum núna." FH mynduðu með sigrinum smá bil milli sín og KR í efsta sætinu en munurinn er nú 5 stig auk þess að FH eiga leik til góða. „Við viljum bara vera í efsta sætinu, sama hversu langt er í næsta lið. Núna kemur kærkomin pása fyrir næsta stórleik og við tökum eins og ég segi, bara einn leik í einu fyrir," sagði Gunnleifur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira