Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Grindavík 3-4 12. ágúst 2012 00:01 Grindvíkingar unnu frábæran sigur, 4-3, á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Stjörnumenn komust í 2-0 en Grindvíkingar svöruðu með ótrúlegum síðari hálfleik og unnu flottan sigur. Leikurinn fór fjörlega af stað og voru heimamenn greinilega tilbúnir í slaginn. Grindvíkingar voru fastir fyrir frá fyrstu mínútu og renndu sér í allar tæklingar af mikilli ákefð. Það stefndi strax í fínan knattspyrnuleik. Heimamenn komust síðan yfir 1-0 eftir um tíu mínútna leik þegar Garðar Jóhannsson skallaði boltann í netið eftir sendingu frá Kennie Chopart. Eftir markið róaðist leikurinn töluvert og var staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var magnaður og byrjaði með miklum látum. Stjörnumenn virtust ætla gera útum leikinn strax í upphafi hálfleiksins þegar hann skoraði annað mark heimamenna og kom þeim í 2-0. Grindvíkingar létu markið ekki slá sig útaf laginu og héldu áfram að berjast. Þeir gulu svöruðu með þremur fjórum mörkum í röð og gerðu í raun útum leikinn. Það var magnað að fylgjast með liðinu og baráttan sem sást á Samsung-vellinum í kvöld sér maður ekki á hverjum degi. Pape Mamadou Faye hljóp allan leikinn og sýndi gríðarlega kraft en leikmaðurinn var farinn að haltra um miðjan síðari hálfleik, frábær frammistaða og gaf tóninn fyrir liðsfélagana. Halldór Orri Björnsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu nokkrum mínútum fyrir leikslok en það dugði ekki til og Grindvíkingar halda sér á floti í fallbaráttunni með þessum sigri. Pape: Þurftum að fá eitthvað útúr þessum leik í kvöld„Þetta var frábær sigur og allir börðust eins og ljón allan tímann," sagði Pape Mamadou Faye, leikmaður Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Við gáfumst aldrei upp og héldum alltaf áfram að berjast. Það var slæmt að lenda tveimur mörkum undir en liðið sýndi mikinn karakter og við lékum vel í síðari hálfleiknum." „Sú vinnusemi sem liðið sýndi í kvöld skilaði þessum stigum í hús fyrir okkur, menn lögðu mikið á sig." „Það gerist ekki oft að lið sem lendir tveimur mörkum undir komi til baka, en það gekk eftir í kvöld. Það vissu það allir að liðið varð að fá eitthvað útúr þessum leik í kvöld og menn gáfust aldrei upp." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Daníel Laxdal: Ég skammast mín eftir svona leik„Þetta er bara skelfilegt og ég skammast mín," sagði Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, eftir tapið í kvöld. „Við héldum líklega að sigurinn væri í höfn en að missa þetta svona niður er óafsakanlegt, ég hef enga útskýringu af hverju þetta gerðist." „Við erum ekki að ná í nein stig á heimavelli og ég skil það ekki, liðið hefur einfaldlega verið lélegt hér í sumar. Nýja grasið er fínt og það er enginn afsökun."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Guðjón Þórðarson: Við sýnum ótrúlegan karakter hér í kvöld„Ég er mjög sáttur með sigurinn og sérstaklega frammistöðu leikmanna minna," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Við lendum undir strax í upphafi leiksins og það dró aðeins duginn úr mönnum en við ræddum málin í hálfleik og náðum að endurskipuleggja okkur. Síðan kemur liðið út í síðari hálfleikinn og fær strax á sig mark. Ég er gríðarlega stoltur af mínum mönnum að koma til baka eftir þessa atburðarrás og liðið á skilið mikið hrós." „Þetta gefur okkur byr undir báða vængi og lætur liðið fá ákveðna trú á því verkefni sem framundan er."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Bjarni Jóhannsson: Ótrúlega lélegt að fá á sig fjögur mörk í síðari hálfleiknum„Mér fannst við nú koma vel inn í þennan leik og náðum góðu forskoti en ég skil ekki hvernig liðið getur fengið á sig fjögur mörk í síðari hálfleiknum," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. „Það má reyndar kíkja á nokkur dómaraatriði hjá okkur sem duttu alls ekki með okkur í kvöld." „Núna verður liðið bara að hugsa um þennan bikarúrslitaleik og undirbúa sig af krafti fyrir hann, vonandi tekst það betur en í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér . Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira
Grindvíkingar unnu frábæran sigur, 4-3, á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Stjörnumenn komust í 2-0 en Grindvíkingar svöruðu með ótrúlegum síðari hálfleik og unnu flottan sigur. Leikurinn fór fjörlega af stað og voru heimamenn greinilega tilbúnir í slaginn. Grindvíkingar voru fastir fyrir frá fyrstu mínútu og renndu sér í allar tæklingar af mikilli ákefð. Það stefndi strax í fínan knattspyrnuleik. Heimamenn komust síðan yfir 1-0 eftir um tíu mínútna leik þegar Garðar Jóhannsson skallaði boltann í netið eftir sendingu frá Kennie Chopart. Eftir markið róaðist leikurinn töluvert og var staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var magnaður og byrjaði með miklum látum. Stjörnumenn virtust ætla gera útum leikinn strax í upphafi hálfleiksins þegar hann skoraði annað mark heimamenna og kom þeim í 2-0. Grindvíkingar létu markið ekki slá sig útaf laginu og héldu áfram að berjast. Þeir gulu svöruðu með þremur fjórum mörkum í röð og gerðu í raun útum leikinn. Það var magnað að fylgjast með liðinu og baráttan sem sást á Samsung-vellinum í kvöld sér maður ekki á hverjum degi. Pape Mamadou Faye hljóp allan leikinn og sýndi gríðarlega kraft en leikmaðurinn var farinn að haltra um miðjan síðari hálfleik, frábær frammistaða og gaf tóninn fyrir liðsfélagana. Halldór Orri Björnsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu nokkrum mínútum fyrir leikslok en það dugði ekki til og Grindvíkingar halda sér á floti í fallbaráttunni með þessum sigri. Pape: Þurftum að fá eitthvað útúr þessum leik í kvöld„Þetta var frábær sigur og allir börðust eins og ljón allan tímann," sagði Pape Mamadou Faye, leikmaður Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Við gáfumst aldrei upp og héldum alltaf áfram að berjast. Það var slæmt að lenda tveimur mörkum undir en liðið sýndi mikinn karakter og við lékum vel í síðari hálfleiknum." „Sú vinnusemi sem liðið sýndi í kvöld skilaði þessum stigum í hús fyrir okkur, menn lögðu mikið á sig." „Það gerist ekki oft að lið sem lendir tveimur mörkum undir komi til baka, en það gekk eftir í kvöld. Það vissu það allir að liðið varð að fá eitthvað útúr þessum leik í kvöld og menn gáfust aldrei upp." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Daníel Laxdal: Ég skammast mín eftir svona leik„Þetta er bara skelfilegt og ég skammast mín," sagði Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, eftir tapið í kvöld. „Við héldum líklega að sigurinn væri í höfn en að missa þetta svona niður er óafsakanlegt, ég hef enga útskýringu af hverju þetta gerðist." „Við erum ekki að ná í nein stig á heimavelli og ég skil það ekki, liðið hefur einfaldlega verið lélegt hér í sumar. Nýja grasið er fínt og það er enginn afsökun."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Guðjón Þórðarson: Við sýnum ótrúlegan karakter hér í kvöld„Ég er mjög sáttur með sigurinn og sérstaklega frammistöðu leikmanna minna," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Við lendum undir strax í upphafi leiksins og það dró aðeins duginn úr mönnum en við ræddum málin í hálfleik og náðum að endurskipuleggja okkur. Síðan kemur liðið út í síðari hálfleikinn og fær strax á sig mark. Ég er gríðarlega stoltur af mínum mönnum að koma til baka eftir þessa atburðarrás og liðið á skilið mikið hrós." „Þetta gefur okkur byr undir báða vængi og lætur liðið fá ákveðna trú á því verkefni sem framundan er."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Bjarni Jóhannsson: Ótrúlega lélegt að fá á sig fjögur mörk í síðari hálfleiknum„Mér fannst við nú koma vel inn í þennan leik og náðum góðu forskoti en ég skil ekki hvernig liðið getur fengið á sig fjögur mörk í síðari hálfleiknum," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. „Það má reyndar kíkja á nokkur dómaraatriði hjá okkur sem duttu alls ekki með okkur í kvöld." „Núna verður liðið bara að hugsa um þennan bikarúrslitaleik og undirbúa sig af krafti fyrir hann, vonandi tekst það betur en í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér .
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki Sjá meira