Við verðum að fara að vinna leiki Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. ágúst 2012 07:00 Það var létt yfir sænska landsliðsþjálfaranum á æfingu með landsliðinu fyrir leikinn.fréttablaðið/anton Íslenska karlalandsliðið leikur í kvöld sinn fyrsta heimaleik undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Þá koma Færeyingar í heimsókn á Laugardalsvöllinn en þetta er vináttulandsleikur á milli þjóðanna. „Vonandi náum við að vinna leikinn og ég vonast líka eftir því að liðið sýni góða frammistöðu," sagði landsliðsþjálfarinn. Liðið hefur sýnt mikil batamerki undir hans stjórn en fyrsti sigurinn hefur látið á sér standa. Þjálfarinn gerir ráð fyrir að nota marga leikmenn í leiknum og til að mynda mun landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, líklega aðeins spila í 45 mínútur enda á hann að spila með sínu félagsliði á föstudag. „Mér finnst liðið hafa spilað vel í síðustu leikjum en við verðum að fara að vinna leiki og búa til sigurhefð hjá okkur. Ég held að það muni koma enda tekur liðið framförum í hverjum leik og allt hefur verið jákvætt fyrir utan úrslitin." Bæði Eiður Smári Guðjohnsen og Grétar Rafn Steinsson eru í hópnum þó svo þeir séu án félags sem stendur. „Þeir munu klárlega ekki vera í byrjunarliðinu og það er ekki ákveðið hvort, eða hversu mikið, þeir spila. Ég vildi aftur á móti sjá þá á æfingum. Ef þeir vilja spila með okkur í komandi undankeppni verða þeir að finna sér félag. Annars verða þeir ekki með okkur," sagði Lagerbäck en hann ætlar að láta liðið spila svipað í kvöld og það hefur verið að gera undir hans stjórn. „Við viljum sækja með boltann og vera skynsamir sama á móti hvaða liði við erum. Við verðum að halda jafnvægi í liðinu og vonandi getum við sótt meira í þessum leik en í síðustu leikjum. Eina sem við munum líklega breyta er á miðjunni þar sem við viljum skilgreina hlutverk varnarsinnuðu miðjumannanna betur. Það á samt ekki að breyta okkar leik mikið." Óhætt er að segja að flestir knattspyrnuáhugamenn krefjist þess að Ísland vinni Færeyjar í hverjum leik. „Ég verð auðvitað mjög svekktur ef við töpum en hvort það verði áfall get ég ekki sagt til um. Stundum kemur það fyrir í fótbolta að lið spilar vel en tapar samt 1-0. Ég vil samt virkilega mikið vinna minn fyrsta leik á heimavelli." Þessi leikur er lokaverkefnið í undirbúningi fyrir undankeppni HM 2014. Þar mætir Ísland liði Noregs á heimavelli í fyrsta leik þann 7. september. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið leikur í kvöld sinn fyrsta heimaleik undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck. Þá koma Færeyingar í heimsókn á Laugardalsvöllinn en þetta er vináttulandsleikur á milli þjóðanna. „Vonandi náum við að vinna leikinn og ég vonast líka eftir því að liðið sýni góða frammistöðu," sagði landsliðsþjálfarinn. Liðið hefur sýnt mikil batamerki undir hans stjórn en fyrsti sigurinn hefur látið á sér standa. Þjálfarinn gerir ráð fyrir að nota marga leikmenn í leiknum og til að mynda mun landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, líklega aðeins spila í 45 mínútur enda á hann að spila með sínu félagsliði á föstudag. „Mér finnst liðið hafa spilað vel í síðustu leikjum en við verðum að fara að vinna leiki og búa til sigurhefð hjá okkur. Ég held að það muni koma enda tekur liðið framförum í hverjum leik og allt hefur verið jákvætt fyrir utan úrslitin." Bæði Eiður Smári Guðjohnsen og Grétar Rafn Steinsson eru í hópnum þó svo þeir séu án félags sem stendur. „Þeir munu klárlega ekki vera í byrjunarliðinu og það er ekki ákveðið hvort, eða hversu mikið, þeir spila. Ég vildi aftur á móti sjá þá á æfingum. Ef þeir vilja spila með okkur í komandi undankeppni verða þeir að finna sér félag. Annars verða þeir ekki með okkur," sagði Lagerbäck en hann ætlar að láta liðið spila svipað í kvöld og það hefur verið að gera undir hans stjórn. „Við viljum sækja með boltann og vera skynsamir sama á móti hvaða liði við erum. Við verðum að halda jafnvægi í liðinu og vonandi getum við sótt meira í þessum leik en í síðustu leikjum. Eina sem við munum líklega breyta er á miðjunni þar sem við viljum skilgreina hlutverk varnarsinnuðu miðjumannanna betur. Það á samt ekki að breyta okkar leik mikið." Óhætt er að segja að flestir knattspyrnuáhugamenn krefjist þess að Ísland vinni Færeyjar í hverjum leik. „Ég verð auðvitað mjög svekktur ef við töpum en hvort það verði áfall get ég ekki sagt til um. Stundum kemur það fyrir í fótbolta að lið spilar vel en tapar samt 1-0. Ég vil samt virkilega mikið vinna minn fyrsta leik á heimavelli." Þessi leikur er lokaverkefnið í undirbúningi fyrir undankeppni HM 2014. Þar mætir Ísland liði Noregs á heimavelli í fyrsta leik þann 7. september.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira