Besta deild karla

Fréttamynd

Lennon skoraði í sínum fyrsta leik í rúma fimm mánuði

Steven Lennon lék í kvöld sinn fyrsta leik eftir að hann ristarbrotnaði á móti FH í Pepsi-deildinni síðasta sumar. Lennon átti flotta endurkomu því hann skoraði mark Fram í 1-1 jafntefli á móti Víkingi í Egilshöllinni í Reykjavíkurmótinu í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðmundur Steinarsson skiptir yfir í Njarðvík

Guðmundur Steinarsson, markahæsti leikmaður Keflavíkur frá upphafi, mun leika með C-deildarliði Njarðvíkur í sumar en þetta kom fram í viðtali við hann á mbl.is í dag. Guðmundur var að hugsa um að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil en ákvað að slá til og spila með nágrönnunum í Njarðvík.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leikmenn fá greitt eins og sjómenn

Grindavík réð Milan Stefán Jankovic sem þjálfara meistaraflokks í gær. Hann tekur við starfinu af Guðjóni Þórðarsyni. Grindvíkingar, sem féllu í 1. deild síðasta sumar, hafa tekið reksturinn rækilega í gegn. Leikmenn hafa tekið á sig 25 prósenta launalækkun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafsvíkur Víkingar eru Íslandsmeistarar í futsal

Víkingar frá Ólafsvík tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu, futsal, eftir 5-2 sigur á Val í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í dag en Ólafsvíkingar voru búnir að tapa úrslitaleiknum í þessari keppni undanfarin tvö ár. Valsmenn náðu því ekki að vinna tvöfalt en Valskonur urðu Íslandsmeistarar kvenna fyrr í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vinnur Valur tvöfalt í futsal á morgun?

Nú er ljóst hvaða félög leika til úrslita í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu, Futsal, á morgun en undanúrslitin voru leikin í Laugardalshöll í dag. Í kvennaflokki leika Valur og íBV til úrslita klukkan 12.15 og þar geta Vestmannaeyingar varið titil sinn. Í karlaflokki leika Valur og Víkingur Ólafsvík til úrslita klukkan 14.00. Þetta kom fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hverjir eru nógu ruglaðir?

Hryggjarsúlan úr karlaliði ÍBV í fótbolta er horfin á braut. Hermann Hreiðarsson, nýr þjálfari Eyjamanna, á strembið verkefni fyrir höndum en Eyjapeyjar hafa hafnað í þriðja sæti efstu deildar undanfarin þrjú ár.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Verja Eyjamenn titlana sína í Futsal?

Nýir Íslandsmeistarar karla og kvenna í Futsal verða krýndir um helgina en úrslitakeppnin verður leikin í Laugardalshöllinni á laugardag og sunnudag. Undanúrslitin fara fram á laugardaginn en úrslitaleikirnir á sunnudaginn. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambandsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hornfirðingar fá knatthús

Á morgun verður nýtt fjölnota knatthús á Höfn í Hornafirði vígt við hátíðlega athöfn. Húsið er gjöf frá fyrirtækinu Skinney-Þinganesi til sveitarfélagsins og íbúa héraðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tími ungu strákanna

Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi karlaliðs Selfoss sem féll úr efstu deild karla í sumar. Lykilmennirir Jón Daði Böðvarsson og Babacarr Sarr voru seldir til Noregs en auk þeirra hafa ellefu leikmenn kvarnast úr hópnum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leið strax eins og ég væri heima hjá mér

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson verður næsti atvinnumaður Íslands í knattspyrnu. Þessi efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla síðasta sumar er búinn að semja við norska úrvalsdeildarfélagið Viking til þriggja ára.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur fimmta Reykjavíkurfélagið hjá Takefusa

Björgólfur Takefusa gekk í gær frá tveggja ára samningi við Valsmenn og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni næsta sumar. Valur er fimmta Reykjavíkurfélag Björgólfs á ferlinum og enn fremur fjórða félagið sem hann spilar með í Pepsi-deildinni á síðustu fjórum sumrum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hversu Veiga(r)mikill verður hann?

Stjörnumenn endurheimtu son sinn á dögunum þegar Veigar Páll Gunnarsson skrifaði undir samning við félagið og er kominn heim eftir tólf ára fjarveru hjá KR og í atvinnumennsku. Fréttablaðið veltir fyrir sér mikilvægi þess að hafa mann eins og Veigar Pál.

Íslenski boltinn