Íslenski boltinn

Búið að gera heimildarmynd um Guðmund Steinarsson

Á fimmtudaginn verður frumsýnd heimildarmynd sem búið er að gera um Guðmund Steinarsson, leikja- og markahæsta leikmann í sögu Keflavíkur.

Myndin er eftir Garðar Örn Arnarson og í myndinni er farið ítarlega yfir meistaraflokksferil Guðmundar sem hófst árið 1997.

Myndin verður frumsýnd í Sambíóunum í Keflavík á fimmtudag en eftir helgi fer myndin í almenna sölu á DVD.

Guðmundur sjálfur hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvort hann spili með Keflavíkurliðinu næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×