Besta deild karla

Fréttamynd

Björgólfur Takefusa á förum frá Val

Svo virðist sem Björgólfur Takefusa sé á förum frá knattspyrnuliðinu Val en samkvæmt heimildum vefsíðunnar Fótbolta.net mun leikmaðurinn hafa tilkynnt Magnúsi Gylfasyni, þjálfara liðsins, að hann vilji fara frá liðinu þann 15. júlí.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leikmenn Fylkis boðaðir á fund í Lautinni

Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis boðaði fimm leikmenn liðsins á fund sinn í gær til að ræða stöðu mála hjá félaginu en frá þessu greinir vefsíðan 433.is. Fylkismenn eru í verulega slæmum málum og sitja í næst neðsta sæti deildarinnar með 2 stig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stöndum við bakið á Ása

Fylkismenn ætla að endurmeta stöðuna þegar tímabilið í Pepsi-deild karla er hálfnað. Að loknum fyrstu átta umferðunum er liðið með tvö stig og hafa Árbæingar aldrei byrjað verr í efstu deild í sögu félagsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hefði viljað fá endurgreitt

"Ég var að finna mig mjög vel. Þetta var í fyrsta skipti í sumar sem ég spilaði alveg heill heilsu þannig að mér leið betur,“ sagði Arnór Eyvar Ólafsson, leikmaður ÍBV, sem átti skínandi leik fyrir sitt lið er það vann Fram, 1-0, í Eyjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Veigar má skammast sín

Það gekk mikið á þegar Þór tók á móti Stjörnunni á Akureyri. Rautt spjald og mörg umdeild atvik. Strákarnir í Pepsimörkunum fóru ítarlega yfir þessi atvik og sitt sýndist hverjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mjög erfið ákvörðun

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins, valdi í gær 23 manna leikmannahóp fyrir EM. Athygli vakti að Sigurður valdi ekki hina reyndu Eddu Garðarsdóttur, sem hefur verið lykilmaður í landsliðinu í fjöldamörg ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Þór - Stjarnan 1-1

Leikurinn byrjaði með látum en strax á þriðju mínútu komst Ólafur Karl Finsen í ákjósanlegt skallafæri en Srdjan Rajkovic kom boltanum frá marki með sannkallaðri sjónvarpsvörslu enda leikurinn í beinni á Stöð2 Sport. Stuttu seinna fengu gestirnir horn og boltinn endaði í netinu en Magnús Þórisson hafði þá flautað á brot í teignum og markið taldi því ekki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Úgandska þjóðhetjan í Eyjum

Tonny Mawejje hefur spilað á Íslandi í rúm fjögur ár en hann kemur langt að, alla leið frá Úganda. Hann er hetja í heimalandinu um þessar mundir eftir afrek sín með landsliðinu og sagði Fréttablaðinu sögu sína.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skatturinn gegn löggunni

Eignarhald nokkurra liða í efstu deild í Úganda er með óvenjulegasta móti. Police FC er til að mynda í eigu lögreglunnar þar í landi og URA í eigu skattsins, en URA stendur fyrir Uganda Revenue Authority. Tonny Mawejje, leikmaður ÍBV, lék með báðum þessum liðum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bannað að vera með iPad á bekknum

Eins og Vísir greindi frá í morgun þá voru Stjörnumenn með iPad á bekknum hjá sér í gær. Þar fylgdust þeir með útsendingu leiksins í gegn OZ-appið. Þar af leiðandi gátu þeir spólað til baka og skoðað vafaatvik og annað.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ef ég næ ekki til hópsins hef ég ekki mikið að gera hér lengur

"Við byrjuðum þennan leik mjög vel og það gekk flest upp sem við vorum að gera. Við komumst í 1-0 og það voru ákveðnar forsendur fyrir því að gera góða hluti en svo einhverra hluta vegna þá hættum við því eftir 20 og eitthvað mínútur og þeir komast inn í leikinn og komast yfir. Í seinni hálfleik vorum við ekki nógu góðir og þeir komast áfram,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH allt annað en sáttur við leik sinna manna gegn Stjörnunni og tók hann það allt á sig.

Íslenski boltinn