Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 1-0 | Fyrsta tap Vals Eyþór Atli Einarsson á Kópavogsvelli skrifar 24. júní 2013 12:29 Mynd/Daníel Breiðablik varð fyrst liða í Pepsi-deild karla til að vinna Val í sumar. Ellert Hreinsson skoraði sigurmark Blika í kvöld. Það var fátt þó um fína drætti í fyrri hálfleik á Kópavogsvelli í viðureign Breiðabliks og Vals. Á fjórðu mínútu sendi Elfar Árni Aðalsteinsson bolta inn fyrir á Nichlas Rohde sem virtist vera að sleppa einn í gegn en hann hálfpartinn gleymdi boltanum og sóknin rann út í sandinn. Það má segja að þetta hafi verið einkennismerki fyrri hálfleiksins að bæði lið virtust vera að koma sér í færi en værukærð virtist svífa yfir vötnum þegar framkvæma átti úrslitasendingu. Á 44. mínútu gaf Elfar Árni þó flotta fyrirgjöf frá vinstri kantinum sem rataði beint á kollinn á Nichlas Rhode. Hann skallaði boltann aftur fyrir markið þer sem Guðjón Pétur kom aðvífandi og skallaði á markið en Fjalar Þorgeirsson markvörður Vals varði virkilega vel í horn. Sanngjörn staða, 0-0, í hálfleik. Síðari hálfleikur fór af stað af sama krafti og sá sem einkenndi þann fyrri, rólegum. Það var ekki fyrr en á 58. mínútu að það færðist smá líf í leikinn. Nichlas Rohde fékk boltann skyndilega inn fyrir vörn Valsmanna sem voru sofandi á verðinum en hann var dæmdur rangstæður. Rangur dómur en það kom þó ekki að sök því Rohde skilaði boltanum í stöngina og Valsarar sluppu með skrekkinn. Á 61. mínútu fékk Ellert Hreinsson boltann á vítateigshorninu hægra megin með tvo menn í bakinu. Hann sneri sér við og tróð sér framhjá báðum varnarmönnunum og skoraði með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið og lítið sem Fjalar, markvörður Vals, gat gert við skotinu og inn fór boltinn. Slakur varnarleikur hjá gestunum. Staðan orðin 1-0 fyrir heimamenn og virtist markið gefa báðum liðum byr undir báða vængi. Því miður stóð það ekki lengi yfir hjá þeim rauðklæddu og voru þeir voðalega bitlausir fram á við að undanskildum nokkrum baneitruðum fyrirgjöfum frá James Hurst. Á 74. mínútu féll Nichlas Rohde í teignum og vildu heimamenn réttilega fá vítaspyrnu. Þorvaldur Árnason dómari leiksins sá enga ástæðu til að dæma hana og má segja að hann hafi gerst sekur um tvenn mistök í þessum leik sem hefðu hæglega getað komið Blikum í þægilegri stöðu. Kópavogspiltar héldu út og voru þeir agaðir í vörninni og 1-0 sigur heimamanna niðurstaðan úr þessum leik. Það vantaði mikið upp á sóknarleik beggja liða í kvöld. Bæði lið vörðust ágætlega en Valsarar voru á köflum værukærir í öftustu línu. Kæruleysislegar sendingar í fyrri hálfleik sem sköpuðu nokkrum sinnum tækifæri fyrir Blika og einbeitingarleysi þegar Breiðablik skorar sigurmarkið skildi liðin að. Rauði þráður beggja liði var barátta og fá marktækifæri. Sigur heimamanna kannski ekki sanngjarn því jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit. Þeir sköpuðu sér þó fleiri færi, nýttu eitt þeirra og spiluðu mjög sterkan og agaðan varnarleik. Valsmenn söpuðu sér fá færi. Þeir voru mjög sterkir inni á miðjunni en varnarlínan var ekki að eiga sinn besta dag og sama má segja um fremstu línuna.Ellert Hreinsson: Hann var eitthvað fölur „Ég er mjög ánægður sigurinn, gerist varla sætara en þetta,“ sagði hetja Breiðabliks, Ellert Hreinsson, kampakátur eftir sigur sinna manna á Val í kvöld. Ellert skoraði eina mark leiksins en var hógvær og þakkaði sterkum varnarleik sinna manna. „Vissulega er alltaf gaman að skora en það var fyrst og fremst góður varnarleikur sem skilaði sigrinum í dag. Hvorugt lið var að gefa færi á sér í fyrri hálfleik en við skoruðum þetta mark í þeim síðari og héldum öguðum varnarleik og það skóp sigurinn,“ sagði Ellert. Blikar fóru með sigrinum upp fyrir Val í stigatöflunni og spurður að því hvort að þeir væru ekki hungraðir í að komast ofar sagði Ellert. „Við horfum bara á næsta leik. Tökum bara einn leik í einu en við höfum okkar markmið og þetta er skref í áttina að þeim. Ellert gerðist full aðgangsharður í í upphafi síðari hálfleiks og keyrði í Fjalar Þorgeirsson, markvörð Valsliðsins, og uppskar gult spjald. Um atvikið hafði Ellert þetta að segja: „Ég var aðeins að reyna að vekja hann. Hann virkaði eitthvað fölur. Ég veit nú ekki hvað ég á að gera í þessari stöðu, kominn á fulla ferð og mér fannst hann eiginlega hlaupa í mína hlaupalínu. Þetta er kannski bara reynsla í kallinum.“Magnús Gylfason: Flaggar alveg eins og barn „Þetta var gríðarlega svekkjandi. Leikurinn var jafn og sigurinn féll þeirra megin í dag,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari Vals eftir tap sinna manna gegn Breiðabliki í kvöld. „Við vorum klaufalegir í atriðinu í markinu og vorum ekki nægilega ógnandi framar á vellinum. Leikurinn var stál í stál, en ég hefði viljað fá hraðari sóknir og að við værum grimmari í boxinu. Við vorum þó að fá hálffæri og nálægt því að fá dauðafæri. Við höfðum góð tök á þessum leik en ég er mjög svekktur með markið. Þeir voru tveir þarna í honum (Ellerti Hreinssyni) og ná ekki að stoppa hann. Heilt yfir voru menn að leggja sig fram og við vorum að reyna að gera það sem við lögðum upp með,“ sagði Magnús en hann var ekki sáttur með dómaratríó leiksins og fannst þeir oft fljótir í sínum aðgerðum. „Það er búið að tala um þetta hundrað sinnum að línuvörður eigi ekki að flagga fyrr en hann sér hver fær boltann. Síðan kemur fyrirgjöf og Kolli (Kolbeinn Kárason) er rangstæður en fyrirgjöfin kemur á fjær og þar kemur Tóti (Þórir Guðjónsson) en þá er búið að dæma Kolla rangstæðan. Óþolandi. Síðan var Leiknir (annar sðstoðardómaranna) að dæma brot. Menn fara öxl í öxl og hann flaggar alveg eins og barn þarna úti á kanti með dómarann ofan í sér. Það fer í taugarnar á mér að svona reyndur dómari eins og Þorvaldur geri svona. Hann getur sagt þeim að setja flaggið niður en þeir eiga náttúrulega að leggja línurnar fyrir leik.“ Athygli vakti að Björgólfur Takefusa var ekki í hópi Valsmanna í dag og orðið á götunni sé að hann verði settur á sölulista. Aðspurður hafði Magnús þetta að segja. „Hann var ekki valinn í hóp. Hann braut agareglur en það er ekkert agabann. Hann braut af sér síðustu helgi fyrir síðasta leik. Þetta er bara ósköp einfalt. Söluglugginn er ekki opinn ennþá og því má ekki selja þannig að það verður bara að koma í ljós.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Breiðablik varð fyrst liða í Pepsi-deild karla til að vinna Val í sumar. Ellert Hreinsson skoraði sigurmark Blika í kvöld. Það var fátt þó um fína drætti í fyrri hálfleik á Kópavogsvelli í viðureign Breiðabliks og Vals. Á fjórðu mínútu sendi Elfar Árni Aðalsteinsson bolta inn fyrir á Nichlas Rohde sem virtist vera að sleppa einn í gegn en hann hálfpartinn gleymdi boltanum og sóknin rann út í sandinn. Það má segja að þetta hafi verið einkennismerki fyrri hálfleiksins að bæði lið virtust vera að koma sér í færi en værukærð virtist svífa yfir vötnum þegar framkvæma átti úrslitasendingu. Á 44. mínútu gaf Elfar Árni þó flotta fyrirgjöf frá vinstri kantinum sem rataði beint á kollinn á Nichlas Rhode. Hann skallaði boltann aftur fyrir markið þer sem Guðjón Pétur kom aðvífandi og skallaði á markið en Fjalar Þorgeirsson markvörður Vals varði virkilega vel í horn. Sanngjörn staða, 0-0, í hálfleik. Síðari hálfleikur fór af stað af sama krafti og sá sem einkenndi þann fyrri, rólegum. Það var ekki fyrr en á 58. mínútu að það færðist smá líf í leikinn. Nichlas Rohde fékk boltann skyndilega inn fyrir vörn Valsmanna sem voru sofandi á verðinum en hann var dæmdur rangstæður. Rangur dómur en það kom þó ekki að sök því Rohde skilaði boltanum í stöngina og Valsarar sluppu með skrekkinn. Á 61. mínútu fékk Ellert Hreinsson boltann á vítateigshorninu hægra megin með tvo menn í bakinu. Hann sneri sér við og tróð sér framhjá báðum varnarmönnunum og skoraði með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið og lítið sem Fjalar, markvörður Vals, gat gert við skotinu og inn fór boltinn. Slakur varnarleikur hjá gestunum. Staðan orðin 1-0 fyrir heimamenn og virtist markið gefa báðum liðum byr undir báða vængi. Því miður stóð það ekki lengi yfir hjá þeim rauðklæddu og voru þeir voðalega bitlausir fram á við að undanskildum nokkrum baneitruðum fyrirgjöfum frá James Hurst. Á 74. mínútu féll Nichlas Rohde í teignum og vildu heimamenn réttilega fá vítaspyrnu. Þorvaldur Árnason dómari leiksins sá enga ástæðu til að dæma hana og má segja að hann hafi gerst sekur um tvenn mistök í þessum leik sem hefðu hæglega getað komið Blikum í þægilegri stöðu. Kópavogspiltar héldu út og voru þeir agaðir í vörninni og 1-0 sigur heimamanna niðurstaðan úr þessum leik. Það vantaði mikið upp á sóknarleik beggja liða í kvöld. Bæði lið vörðust ágætlega en Valsarar voru á köflum værukærir í öftustu línu. Kæruleysislegar sendingar í fyrri hálfleik sem sköpuðu nokkrum sinnum tækifæri fyrir Blika og einbeitingarleysi þegar Breiðablik skorar sigurmarkið skildi liðin að. Rauði þráður beggja liði var barátta og fá marktækifæri. Sigur heimamanna kannski ekki sanngjarn því jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit. Þeir sköpuðu sér þó fleiri færi, nýttu eitt þeirra og spiluðu mjög sterkan og agaðan varnarleik. Valsmenn söpuðu sér fá færi. Þeir voru mjög sterkir inni á miðjunni en varnarlínan var ekki að eiga sinn besta dag og sama má segja um fremstu línuna.Ellert Hreinsson: Hann var eitthvað fölur „Ég er mjög ánægður sigurinn, gerist varla sætara en þetta,“ sagði hetja Breiðabliks, Ellert Hreinsson, kampakátur eftir sigur sinna manna á Val í kvöld. Ellert skoraði eina mark leiksins en var hógvær og þakkaði sterkum varnarleik sinna manna. „Vissulega er alltaf gaman að skora en það var fyrst og fremst góður varnarleikur sem skilaði sigrinum í dag. Hvorugt lið var að gefa færi á sér í fyrri hálfleik en við skoruðum þetta mark í þeim síðari og héldum öguðum varnarleik og það skóp sigurinn,“ sagði Ellert. Blikar fóru með sigrinum upp fyrir Val í stigatöflunni og spurður að því hvort að þeir væru ekki hungraðir í að komast ofar sagði Ellert. „Við horfum bara á næsta leik. Tökum bara einn leik í einu en við höfum okkar markmið og þetta er skref í áttina að þeim. Ellert gerðist full aðgangsharður í í upphafi síðari hálfleiks og keyrði í Fjalar Þorgeirsson, markvörð Valsliðsins, og uppskar gult spjald. Um atvikið hafði Ellert þetta að segja: „Ég var aðeins að reyna að vekja hann. Hann virkaði eitthvað fölur. Ég veit nú ekki hvað ég á að gera í þessari stöðu, kominn á fulla ferð og mér fannst hann eiginlega hlaupa í mína hlaupalínu. Þetta er kannski bara reynsla í kallinum.“Magnús Gylfason: Flaggar alveg eins og barn „Þetta var gríðarlega svekkjandi. Leikurinn var jafn og sigurinn féll þeirra megin í dag,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari Vals eftir tap sinna manna gegn Breiðabliki í kvöld. „Við vorum klaufalegir í atriðinu í markinu og vorum ekki nægilega ógnandi framar á vellinum. Leikurinn var stál í stál, en ég hefði viljað fá hraðari sóknir og að við værum grimmari í boxinu. Við vorum þó að fá hálffæri og nálægt því að fá dauðafæri. Við höfðum góð tök á þessum leik en ég er mjög svekktur með markið. Þeir voru tveir þarna í honum (Ellerti Hreinssyni) og ná ekki að stoppa hann. Heilt yfir voru menn að leggja sig fram og við vorum að reyna að gera það sem við lögðum upp með,“ sagði Magnús en hann var ekki sáttur með dómaratríó leiksins og fannst þeir oft fljótir í sínum aðgerðum. „Það er búið að tala um þetta hundrað sinnum að línuvörður eigi ekki að flagga fyrr en hann sér hver fær boltann. Síðan kemur fyrirgjöf og Kolli (Kolbeinn Kárason) er rangstæður en fyrirgjöfin kemur á fjær og þar kemur Tóti (Þórir Guðjónsson) en þá er búið að dæma Kolla rangstæðan. Óþolandi. Síðan var Leiknir (annar sðstoðardómaranna) að dæma brot. Menn fara öxl í öxl og hann flaggar alveg eins og barn þarna úti á kanti með dómarann ofan í sér. Það fer í taugarnar á mér að svona reyndur dómari eins og Þorvaldur geri svona. Hann getur sagt þeim að setja flaggið niður en þeir eiga náttúrulega að leggja línurnar fyrir leik.“ Athygli vakti að Björgólfur Takefusa var ekki í hópi Valsmanna í dag og orðið á götunni sé að hann verði settur á sölulista. Aðspurður hafði Magnús þetta að segja. „Hann var ekki valinn í hóp. Hann braut agareglur en það er ekkert agabann. Hann braut af sér síðustu helgi fyrir síðasta leik. Þetta er bara ósköp einfalt. Söluglugginn er ekki opinn ennþá og því má ekki selja þannig að það verður bara að koma í ljós.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira